Vísir - 25.07.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 25.07.1981, Blaðsíða 5
5 Laugardagur 25. ‘jlill 1981 haföi enn ekki verið afgreitt og yrði of langt mál að rekja -gang þeirra mála hér. En árið 1914 eru umræður enn á fullu um réttindi kvenna og það ár heyrast m.a. þessi orð þar að lútandi á Alþingi: ,,NU á að veita nálega öllum sem komnir eru til vits og ára, þennan kynlega rétt, kosninga- réttinn, sem gerir alla jafna, hversu tílikir sem þeir eru og gef- ur Jesil eitt atkvæði og Júdas eitt.” „1 þúsund ár hafa nU tveir flokkar stjörnað þessu landi, bændur og menntamenn. NU bjöðast þessir flokkar til, mikið til að sjálfsdáðum, að skila af sér stjórninni f hendur verkamanna og kvenfólks. Ég vantreysti þeim ekki, en brýna nauðsyn sé ég ekki til þessa nU sem stendur.” (Guð- mundur Hannesson læknir). Ari seinna, 1915, staðfestir kon- ungur stjórnarskrána og þar með kosningarétt og kjörgengi kvenna eldri en 40 ára. Dagurinn var 19. jUni'. Var mikið um dýrðir i land- inu ogþ. 7 jUlf, þingsetningardag- inn gekk kvennanefnd f þingsali og var Ingibjörg H. Bjarnason i fararbroddi. Hún afhenti þing- mönnum skrautritað þakklætis- skjal i skinnhulstri. Hvar voru konur þá? Strax næsta ár voru kosningar til Alþingis, velja þurfti 6 lands- kjörna þingmenn i stað hinna konungskjörnu og þingmenn Ur gömlu kjirdæmunum. Kvenna- listi kom til umræðu og hafði Briet Bjarnhéðinsdóttir raunar reifað það mál strax árið áður i Kvennablaðinu. tJr slfkum lista varð þó ekki. Briet var i 4. sæti Heimastjórnarflokksins og mun hafa veriðsvikinum 3. og örugg- ara sætið enda fór svo að hUn komst ekki á þing. 1 þessum kosningum greiddu 10,3% kvenna með kosningarétt atkvæði. Laufey Valdimarsdóttir skýrir lélega kjörsókn kvenna á þá hind að kosningarnar hafiver- ið á annasömum árstíma og að vonlaust hefði verið að koma Briet að hvort eð var. Um haustið fóru kjördæma- kosningarnar fram. Þá var kjör- sókn kvenna 30,2% og karla 69,1%. Þá var engin kona i fram- boði. Ný stjórnarskrá tók gildi árið 1920. Samkvæmt henni var fullt og skilyrðislaust jafnrétti með körlum og konum til kosningar- réttar og kjikgengis og hefur ver- ið allar götur síðan. Og tveimur árum sfðar eru enn kosningar til Alþingis. Skyldi m.a. kjósa 3 landskjörna og nU var boðinn fram kvennalisti. ,,Á þessum sviðum sér auga konunnar glöggar” Komið var á fót kosninganefnd kvenna f Reykjavik og birtir nefndin áskorun til kjósenda i timaritinu 19. júni (V.árg.10. tbl. 1922) Þar er bent á að i landskjöri eigi konur þess kost að þjappa sér saman um að koma manni að en slíkt væri vonlítið i' kjördæmun- um. Bent var á ýmis áhugamál, sem þær geti sameinast um — ekki sist Landspitalamálið (kon- ur höfðu beitt sér fyrir þvf árið 1915). Og siöan segir „vér eigum fleiri áhugamál en þetta. Það eru áhugamál vor kvenna, að bætt verði og byggt upp á ný réttlát löggjöf I öllum þeim málum sem nefnd eru social mál, — vér get- um kallað þau velferðarmál. Þaö eru mál eins og fátækralöggjöf, eftirlit með umkomulausum börnum og gamalmennum, öll siðbætandi mál og fleira. Á þess- um sviðum sér auga konunnar glöggaren auga karlmannsins og á þessu sviði biða málefnin þess, aö konurnar komi. Vér eigum margs konar þekkingu og reynslu, er karlmenn skortir, en eru nauðsynleg á þessum svið- um.” En— „eigi er þar með sagt að konur láti sig eigi önnur mál varða”, og „öll mál þjóðar vorrar taka jafnt til kvenna sem karla.” Vér getum eigi afsakað oss” Siöar segir: „nú hvilir ábyrgðin á oss að hálfu við karlmennina. Abyrgðin á þvi, sem ákvarðað er ■;:H i. ,eöa jafnvel svona á þeim stað’, er engin kona kem- ur fram með sitt álit og skoöanir systra sinna. Vér getum þvi eigi neitað þvi, að oss ber að taka þátt i þingstörfum og löggjöf lands vors og leggja þar fram bestu krafta er vér eigum. Vér getum eigi afsakað oss ef vér eigi bjóð- um fram þá starfskrafta, er við teljum oss hafa best á að skipa, til þess að vinna með karlmönnum að ábyrgðamesta starfinu, sem innteraf hendiiþjóðfélagi voru.” Kjósa konur? 1 ávarpi efstu konu listans, Ingibjargar H. Bjarnason hefur hún þessi lokaorð: „Kjörorð vor kvenna f þetta sinn verður að vera: Styðjum hver aðra — látum engan flokkadrátt draga Ur áhuga vorum.” (19. júni, V.árg. 12. tlbl. 1922) Orslit uröu þau að kvennalist- inn fékk eina konu kjörna — Heimastjómarflokkur og Fram- sóknarflokkur sinn hvorn karlinn. 32,2% kosningabærra kusu — i sumum hreppum fór þátttakan ofani 2%. Kvennalistinn varð sá þriðjii röðinni að atkvæðamagni, fékk 22,4%. Og Ingibjörg H. Bjarnason varð fyrsta konan til að taka sæti á Alþingi Islendinga. HUn gekk fljótlega til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og hlaut hörð ámælifyrir en sagði sjálf að hjá þvf hefði ekki verið komist. Og svo? A kvennaári, 1975, höf ðu 24 kon- ur setið á Alþingi. 15 þeirra byrj- uðu þar sem varamenn, margar komust aldrei lengra og sumar þeirra sátu örskajnman tima. Flestar alþingiskvenna hafa farið á þing tæplega fimmtugar, raun- ar eru aðeins 5 þeirra yngri en 40 ára þegar þær byrja feril sinn sem þingmenn. Ein hóf þó þingstörf aðeins 26 ára, önnur 76 ára svo undantekn- ingarnar eru glæsilegar. Skýring á háum meðalaldri alþingis- kvenna er sU augljósust að konur þurfi lengri tima að vinna sig upp innan flokkanna. Hin er sU, að konur fari ekki að starfa við fé- lagsmál af fullum krafti fýrr en um fer að hægjast heima fyrir, þ.e. börn og önnur bura á brott. Eftirmáli Að þessum punktum skrifuð- um, er niðurstaða min sU, að af þeim karlmönnum, sem ræddu málefni kvenna I „dentid” hafa sumir verið forkastanlegir karl- rembukUkar sem kinnroðalaust töluðu um konur eins og þær væru aumkunarverð húsdýr og sumir verið þess fullvissir að komur stæðu þeim jafnfætis — ef ekki framar — og aö réttur þeirra væri sjálfsagöur. Enn fremur, að sumar konur kröfðust jafnréttis á við karla af eldmóði.Og sumarsýndu þessum málum litinn áhuga. (Fjandi margar reyndar ef miðað er við dræma kjörsókn kvenna loksins þegár takmarkinu var náð) Og hvaö hefur breyst? 1 fljótu bragði, aðeins eitt: enginn karl- maður myndi nú tala kinnroða- laust um sjálfsagt misrétti kvenna. (Einhver kann að hugsa á þá leið, en ekki voga sér að segja það upphátt.) En að hvaða leyti hafa konur breyst? Hverter þá okkar starf i þessi ár? Hverju hafa kvennalistar, jafnréttislög og kvennaár breytt? Ms (1 þessari grein er mjög mikið stuðst við bókina Konur og Kosn- ingar eftir Gisla Jónsson, Bóka- útg. Menningarsjóðs, 1977) Aörar heimildir m.a. Sagt frá Reykjavik eftir Arna óla, 19. júni Og önnur rit af Kvennasögusafn- inu) I gamla daga var hægtað fá bílaleigubil í London ítvodaga fvrir aðeins £22 Þaðerhægtennþá! Margir halda að bílaleigubílar séu svo dýrir, að það sé venjulegum ferðamanni ómögulegt að nota þá í Bretlandi. Þettaermikill misskilning- ur. Hér einu sinni var hægt að fá leigðan bíl í tvo daga t.d. laugardag og sunnudag, og greiða í leigu u.þ.b. £25 sterlingspund. Þetta er hægt ennþá, þrátt fyrir verðhækkanir og verðbólgu. Þú getur fengið Ford Fiesta eða Mini Metro fyrir £11,00 á dag, og 100 mílur innifaldar. Á sama hátt kostar Fiat Strada £12.00 ádag. Svo eru sumir sem segja að England s sédýrtland. Þú þarft ekki að gera langar áætlanir fyrirfram. Við bókum þig á fyrsta gististaðinn, en móttökustjórinn þar sér um að bóka þig á það næsta - og síðan koll af kolli. Þú ákveður vega- lengdina, sem þú ætlar að aka í einu, og átt vísan gististað þegar þú kemur á staðinn. Allt eftir þínu eigin vali. Eitt geturðu bókað. Gamla, góða London breytist stöðugt með tíman- um, en England heldur áfram að vera hrífandi. Þú kynnist því best á bíla- leigubíl á viðráðanlegu verði. Apex fargjaldið til London með Flugleið- um kostar aðeins kr. 2.465.- FLUGLEIDIR Traust fólk hjá góóu félagi M

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.