Vísir - 25.07.1981, Blaðsíða 20
UTBOÐ
Fjarhitun Vestmannaeyja
óskar eftir tilboðum i tengingu varma-
skipta og frágang pipulagna á hrauni.
Útboðsgögn eru afhent á bæjarskrifstofu
Vestmannaeyja og verkfræðistofu Guð-
mundar og Kristjáns Laufásvegi 12,
Reykjavik, gegn 500 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð i Ráðhúsinu Vest-
mannaeyjum, þriðjudaginn 4. ágúst n.k.
kl. 16.00.
Stjórn veitustofnanna
Vestmannabæjar.
Frá Fjórðungs-
sjúkrahúsinu
Neskaupstað
Sjúkraþjálfara vantar að
Fjórðungssjúkrahúsinu
Neskaupstað
Upplýsingar gefur forstöðumaður
í símum 7402 og 7565
Fjórðungssjúkrahúsið
Neskaupstað
^ Fjölbrautaskóli Suðumesja
Unnt er að bæta við
nokkrum nemendum
í vélstjóranám 1. stigs
á komandi vetri
Umsóknarfrestur er til 7. ágúst
Nánari upplýsingar veitir
Ingólfur Halldórsson
Skólameistari
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á eigninni Melabraut 41, kjallari, Sel-
tjarnarnesi, þingl. eign Huld Árnadóttur, fer fram á eign-
inni sjáifri miðvikudaginn 29. júli ’81 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
AKRANES
Könnun fer nú fram á þörf á byggingu verka-
mannabústaða á Akranesi.
Eyðublöð liggja frammi á Bæjarskrifstof-
unni, fyrir þá, sem eru i húsnæðishraki og
hafa rétttil kaupa á ibúð i verkamannabústað,
en þeir eru:
1. Eiga lögheimili i sveitarfélaginu
B. Eiga ekki íbúð fyrir, eða ófullnægjandi
íbúð.
C. Hafa haft í meðaltekjur sl. 3 ár kr. 59.520.-
og kr. 5.260,- fyrir hvert barn á framfæri
innan 16 ára aldurs.
Byggingarsjóði verkamanna er heimilt að
lána allt að 90% af kostnaðarverði og eru þau
lán að fullu verðtryggð.
Skilafrestur ertil 10. ágúst 1981.
Stjórn Verkamannabústaða
Akranesi
vtsm
Laugardagur 25. júlf 1981
Starfsmenn og keppendur mótsins fyrir keppni: f.v. Ólafur Stefánsson, ónefndur biaðamaður, Gisli
Jónsson, Gisli B. Hjartarson, Sigbjörn Gunnarsson, Gunnar Sólnes.Friðjón Karlsson, Birgir Björnsson,
Jón Steinbergsson, Ragnar Lár, Hreiðar Jónsson, Einar Páimi, Gunnar Gunnarsson, Magnús Gisiason,
Ólafur Ásgeirsson, Árni Ingimundarson og Pétur Antonsson.
,,Þar skiluöu
sér þrotlausar
æfingar Jóns á
erlendri grund”
— Hörkuspennandi golfkeppni
hjá riddurum hringborðsins
á Akureyri
„Riddarar hringborðsins” á
„Terlunni” á Akureyri héldu ný-
leea sina árlegu golfkeppni. Tókst
hún i alla staði mjög vel og prúð-
mannlega fram, að þvi er tiltölu-
lega áreiðanlegari heimildir
herma.
Umrætt hringborö er nánar til
tekið á Matstofu Kaupfélags Ey-
firðinga, Súlnabergi, eins og staö-
urinn heitir á mjög finu máli.
Fastagestir þar tala þó vart um
annað en „Teriuna”. Þar er að-
eins eitt hringborð, þó fleiri séu
raunar hringlaga. Fyrstu fasta-
gestirnir koma að þessu borði kl.
8, strax og staðurinn hefur verið
opnaður, gott ef þeir allra hörð-
ustu eru ekki komnir i biðröö viö
dyrnar skömmu fyrr. Siðan eru
menn að koma og fara allt fram
undir 10. 1 slðdegiskaffinu hefur
borðið einnig sina fastagesti og er
kjarninn sá sami og um morgun-
inn.
Hafa þessir fastagestir með sér
óformlegan félagsskap, nokkurs-
konar leynifélag, sem af og til
heldur leynifundi. Færri komast i
félagið en vilja, enda eru inntöku-
skilyrði mjög ströng og engum
lausagöngumönnum er hleypt inn
i það allra heilagasta. Fara
margar sögur af þessum leyni-
fundum, sem stundum hafa oröiö
óþarflega opinberir.
Þrotlausar æfingar Jóns Stein-
bergsson á erlendri grund skiluðu
sér. Við látum liggja á milli hluta
hverju hann heldur fyrir aftan
bak.
En þetta er nú önnur saga, snú-
um okkur að golfinu. Keppnin fer
þannig fram, að tveir spila saman
og slá til skiptis. Er þá ætlast til
að annar aðilinn sé viðvaningur,
allavega hálfgerður viðvaningur,
en hinn þaulæfður golfleikari. A
finu máli riddaranna er þetta fyr-
irkomulag nefnt „Pró-Am”. Það
hefur hins vegar viljað bregða
viö, að áhöld séu um hvor aðilinn
sé betri.
Þetta var þriðja slika golfmót-
iö, sem hringborösmenn halda.
■ Hafa umsvif þessara móta stöð-
ugt farið vaxandi. Þannig var nú i
fyrsta skipti skipaður sérlegur
keppnisstjóri. Þótti þá ekki koma
annar til greina en Mikael Jóns-
son. Þá var einnig skipaður veit-
ingastjóri. Þar kom heldur ekki
nema einn til greina, sem sé Frið-
jón nokkur Karlsson. Þá var i
fyrsta sinn keppt um verðlauna-
skjöld, sem Sporthúsið gaf til
keppninnar. Verður hann hengd-
ur upp við hringboðrið.
Sigurvegarar i keppninni að
þessu sinni urðu þeir Jón Stein-
bergsson og ónefndur blaðamað-
ur. Réðust úrslitin ekki fyrr en á
siðustu holunni, þegar Jón setti
niður langt pútt meö stórkostleg-
um tilþrifum. Þar skiluðu sér
þrotlausar þriggja vikna æfingar
Jóns á erlendri grund fyrir
örn Ragnarsson var liðsstjóri og
burðarmaður hjá sigur-
vegurunum. Notaði hann rúss-
neskar leikaðferðir i finnskri út-
gáfu.
keppnina. í 2. sæti urðu Gisli
Jónsson og Gunnar Gunnarsson,
en jafnir i 3. - 4. sæti urðu Pétur
Antonsson ásamt Arna Ingi-
mundarsyni og Gunnar Sólnes
ásamt Ólafi Stefánssyni.
Akureyrarblaðið Dagur lét að
þvi liggja i frétt frá mótinu, að
umræddur blaöamaöur hefði siglt
undir fölsku flaggi I keppninni,
þar sem stórkarlalegar sveiflur
hans hafi ekki verið með neinum
„viðvanings”-brag. Þessi að-
dróttun er svo sem skiljanleg,
þegar til þess er litið, að iþrótta-
fréttaritari Dags er Ólafur nokk-
ur Asgerisson, sem lenti i neðsta
sæti i keppninni. Besti drengur
hann Ólafur, en það var hans ólán
aö misskilja reglurnar. Hann hélt
sem sé að sá yrði sigurvegari,
sem flest notaði höggin. Hins veg-
ar sýndi hann marga fallega
takta og þykir kunnugum nokkuð
vist, að eftir nokkurra ára þrot-
lausar æfingar, verði ólafur bú-
inn að ná ónefndum blaðamanni
aö getu!
Það skal tekið fram til að fyrir-
byggja misskilning hjá viðkvæm-
um sálum, að flest af þvi sem hér
hefur verið skrifað er stórlega
ýkt, jafnvel hrein lygi. Annað er
uppspuni frá rótum.
G.S./Akureyri.
Ekki kom annar til greina en
Mikael Jónsson til að ‘vera
keppnisstjóri.