Vísir - 25.07.1981, Side 11

Vísir - 25.07.1981, Side 11
Laugardagur 25. jlili 1981 Kristján Jónsson, bóndi að Teigarhorni. Ljósm. —jsj. Horft niður í fjöruna aö Teigarhorni. Ekki er auörataft þangaö niöur fyrir ókunnuga. Ljósm. —js. VISIR 99 Ágangurinn keyrir úr hófi á friðlýstum stöðum við Berufjörð 99 Teigarhorn i Berufirði er friðað vegna hinna sjaldgæfu zeólita (geislasteina) sem þar finnast. I friðlýsingu staðarins er kveðið svoá um.aðábUandi á jörðinni sé eftirlitsmaður staðarins i umboði NáttUruverndarráðs, en þannig hagar til á staðnum, að ekki er auðratað fyrir ókunnuga þangað sem steinarnir eru. Kristján Jónsson, bóndi að Teigarhorni sagði i stuttu spjalli við blm., að eftir að staðurinn var friðlýstur hafi þeim, er vildu koma að skoða fjölgað, en ekki væri öllum hleypt niður I fjöruna. Hann sagði ennfremur, að áber- andi væri, að fólk gengi um stað- inn af meiri virðingu en áður en hann var friðlýstur. N okkur brögð kvað hann þó að þvi að fólk óhlýðnaðist þeim fyr- irmælum hans að fara ekki i fjör- una, en hann ætti yf irleitt auðvelt með að fylgjast með ferðum fólks, og gætiþá gripiði taumana i tæka tið. Kristján hefur leyfi til að taka þá steina sem veðrast úr berginu af völdum sjávar, enda eyðileggj- ast geislasteinar fljótt, ef þeim er ekki forðað frá ágangi brims og vinda. Að Helgustöðum hefur friðlýs- ingu verið hagað með nokkrum öðrum hætti. Ekki er þar með friðlýsingunni kveðið á um, að sérstakur efti rlitsmaður skuli vera á staðnum, en Náttúru- verndarráði er heimilt að fela ábúanda að Helgustöðum eða öðrum eftirlit með náttúruvætt- Helgustaöanáman i Reyöarfiröi. Hún er vandlega merkt sem friölýst náttúruvætti, en ýmsir telja slikar merkingar bjóöa hættunni heim. Ljósm. —jsj. inu. I spjalli við Stefán Ölafsson bónda aðHelgustöðum kom fram, að enn sem komið er, hefur eng- um verið falið formlega eftirlit með námunni. Hann hefur þó reynt að fylgjastmeð eftir mætti, en þó er erfitt um vik, þar sem fjarlægð er mikil og ekki alltaf gott að sjá til mannaferða. ,,Ég er hræddur um, að það sé talsverður munur á námunni nú og áður,” sagði Stefán ennfrem- ur. „Það er ekki langt siðan stap- inn, sem er i námunni miðri, glitraði allur i sólskini. Nú er þetta bara grænn rosti sem eftir er, ef undan eru skildir örfáir silfurbergsmolar. Þetta er hart að sjá. Ég man námuna eins og hún var 1921, og það var allt önn- ur sjón að sjá, þóttþá hefði þegar verið búið að taka mikið úr henni.” Og Stefán heldur áfram og rifj- ar upp nokkur brot úr sögu nám- unnar. „Frá aldamótum höfðu frans- menn hana á leigu, og svo var allt til 1914. þegar þeir fóru héöan. Þá var ekki gengt inn i námuna eins og nú er,hún var bara hola ofan i jörðina. Fransmennimir fylltu hana alltaf af vatni á haustin áður en þeir fóru en það var af þvi að silfurberg má ekki frjósa. Þá springur það og verður að rosta, sem kallað er. Þegar islendingar fengunámuna aftur i sinar hend- ur grófu þeir ganginn inn i hana og tæmdu hana af vatni, og það voru mistök. Siðan var unnið úr henni eitthvað smávegis af silfúr- bergi fram til ársins 1946, og not- að úr henni i múrhúðun utan á hús i Reykjavik. Landakotskirkja er til dæmis múruð með Helgu- staöasilfurbergi ásamt með hrafntinnumulningi, og loftið i anddyri Þjóðleikhússins er húðað með silfurbergsrosta héðan. Þetta var pokað hér fyrir austan og flutt suður með strandferða- skipunum.” En hvað hefur Stefán þa að segja um ágang ferðamanna? „Mér hefur fundist ágangurinn keyra fram úr hófi”, svarar hann og ekki laust við að þyngist á hon- um brúnin. „Ég hef komið að fólki við vinnu i námunni eftir að hún var friðlýst, og það hefur not- að verkfæri til að losa um bergið. Það hefur meira að segja einu sinni komið fyrir, að ég hef þurft að leita liðsinnis lögreglu gagn- vart ferðamönnum, sem létu sér ekki segjast i fyrstu. Það er eins og fólk geri þetta i skjóli þeirra merkinga, sem hér hefur veriö komið fyrir. Það álit- ur að eftirlitið sé minna þeirra vegna. Einkum eru það Þjóðverj- ar og Frakkar, sem eru aðgangs- harðir, en Islendingarnir, sumir hverjir, ganga fram i þessu af engu minna offorsi. Mikiö af silfurberginu hefur verið tdiið héðan til útflutnings, og það er ekki alltaf gott aö sjá við þeim sumum, þeir eiga það til að komaað næturlagi og geta þá haft sina hentisemi eins og þá lystir.” Ég spyr Stefán, hvort þaö geti verið lausn að girða námuna af, eða gera aðrar ráðstafanir til að loka henni. Það telur Stefán ekki ráðlegt, honum finnst sjálfsagt, að fólk fái að koma og skoða það, sem þarna er að finna, en eins og Stefán bæt- ir við mjög ákveðið: „að þvi til- skildu, að fólk gangi sómasam- lega um”. —sj. Stapinn I miöri Helgustaöanámu, sem Stefán ræöir um i viötalinu. Áöur glitraöi á hann i sólskini, nú hefur hann oröiö steinasöfnurum aö bráö. Ljósm. —jsj. 1 Helgustaöanámu eru aðeins tvær sæmilega heillegar silfurbergsæöar eftir. Penninn á myndinni markar stærö annarrar þeirra, en myndin er tekin af heillegasta hluta æöanna. Ljósm. —jsj. Geislasteinabrot i Teigahornsfjöru. Penninn markar stærð þess. Ljósm. —jsj.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.