Vísir - 25.07.1981, Page 22
22
VÍSÍR
„Þú átt
ad drepa
þann
fyrsta
sem
kemur”
Sam Frank var vingjarnlegur og rólyndur ungur
maöur. Og mikill vexti. Hvorki meira né minna en
tæpir tveir metrar á hæö og vó um 150 kg. Hann var 23
ára gamall. Doris var konan hans, 18 ára, Ijóshærð og
sæt. Þau bjuggu i hjólhýsi skammt fyrir utan Rawlins
i Wyoming-fylki Bandarikjanna, þar sem Sam haföi
nýlega fengið vinnu viö stálverksmiðju. Þau voru aö
leita sér að betra húsnæði, því Doris var ófrísk. Auk
bess leiddist henni aö búa í hjólhýsi. Henni leiddist i
Rawlins yfir höfuð og þess vegna óku þau alltaf öðru
hverju til Nebraska til að heimsækja foreldra hennar
þar. Það var um 900 km báðar leiðir og þau óku i Blaz-
ernum sinum. Sunnudaginn 13. júli 1980 voru þau á
heimleið úr einni slikri heimsókn. Með þeim í bílnum
voru tveir hundar og kassi með hvolpum. Þau nálguð-
ust Cheyenne og nú áttu þau aðeins eftir um 3 tíma
akstur heim.
undir bilnum. Það virtist ljóst að
billinn hafði bilað og verið ýtt út
af veginum. Nálægt bilnum
fannst dauður hundur, sem hafði
verið skotinn til bana.
Var puttaferðalangur
morðinginn?
Fyrsta ályktun lögreglunnar
var að maöurinn, hefði verið
drepinn af puttaferðalangi. Þeir
vissu ekkert um hinn myrta.
Hann bar engin skilriki og ekkert
annað sem gæti bent til nafns eða
uppruna. Hann var i rauðum bol
með áletruninni Alabama, á belti
hans var stór sylgja með orðinu
Rebel og hann var i strigaskóm.
Ekkert af þessu sagði mikið.
Hvar átti að hefja rannsóknina?
Billinn var dreginn á verkstæði
lögreglunnar i Cheyenne, likið
fært til rannsóknar á sjúkrahús.
Vél Buicksins var meö öllu ónýt.
Hún hafði sprungið og öll smurn-
ingsolia hafði lekið. Greinilegt
var að númeraskiltin höfðu ný-
lega verið skrúfuð af. Lögreglan
lét kanna lista yfir stolnar bif-
reíðar en á þeim lista var enginn
Buick 1962.
Á meðan hann var að líta
á vélina
Krufning á likinu leiddi i ljós,
að það hafði verið skotið fimm til
sex sinnum og kúlurnar höfðu
farið beint i gegn um likama
mannsins. Frekari rannsóknir
sýndu að skotin höfðu komið á
meðan hann bograði, svo lögregl-
an taldi að hann hefði verið skot-
inn þar sem hann var að lita á vél
Buicksins. Likið vó um 150 kg.
Lýsing á þvi og klæðaburði var
sett i fjölmiðla og foreldrar Doris
gáfu sig fram. Það kom enginn til
greina annar en Sam.
Á meðan þessu stóð, var enn
haldið áfram að komast að upp-
runa bilsins. Loks fannst visbend-
ing: krumpaður miði, minnismiði
um tima hjá tannlækni. Það var
hringt i tannlækninn, sem reynd-
ist búa og starfa i Casper. Hann
gat sagt lögreglunni frá nafni
mannsins sem átti timann pant-
aðan. Mannsins var leitað i Casp-
er. En þá kom i ljós að hann hafði
fariðfrá borginni þ. jl. júli ásamt
tveimur öðrum, bróður sinum og
kunningja. Þeir höfðu verið á
Buick 1962.
Laugardagur 25. júli 1981
t þeirri von að Doris væri enn á lifi, sendi lögreglan þessa teikningu af
henni til allra stöðva.
17 ára, bróðir hans Roady, 15 ára
og vinur þeirra Dean 17 ára.
Myndir voru sendar blöðum og
sjónvarpi. I tilkynningu lögregl-
unnar sagði enn fremur að þeir
hefðu þrjár byssur i fórum sinum,
22 kalibra riffil, haglabyssu og
veiðibyssu og að þeir gætu verið
hættulegir.
Þyrlur, fótgangandi og bilar
leituðu nú ákaft að Doris og
Blazernum á óbyggðum svæðum
Wyoming rikis. Fylgst var með
öllum kærum um bilstuldi, þvi
lögreglan gerði ráð fyrir að ef
drengirnir þrir væru enn á
Blazernum, myndu þeir reyna að
skipta. Þegar slik kæra kom frá
bæ aðeins 60 km fyrir norðan
Cheyenne, herti lögreglan enn
leitina á þvi svæði. Þar fundu þeir
Blazerinn. Billinn sem piltarnir
höfðu stolið var Chevrolet Impala
1963, hvitur.
Svæðið umhverfis morðstaðinn
var enn kannað. og hinn hundur-
inn fannst. Báðir höfðu verið
skotnir með sams konar skotum
og Sam, úr 22 kalibra riffli. Kass-
inn með hvolpunum fannst
hvergi. Lögreglan leitaði nú ákaft
i nágrenninu þar sem Blazerinn
hafði fundist. Það gat eins verið
að það hefðu ekki verið þeir sem
stálu Chevrolettinum, þeir gætu
veriði felum i einhverri hlöðu eða
eyðibýli.
Skoðun á Blazernum sýndi að
liklega hafði Doris lika verið
myrt, a.m.k. voru blóðslettur á
sætinu við hlið bilstjórasætisins.
Hrollvekjandl leikur þriggja stráklinga
Númerslaus bíll við veginn
Laust fyrir kl. 9 mánudags-
morguninn 14. júli sá ökumaður á
leiðinni inn i Cheyenne að gamall
bill stóö við vegarkantinn. Enn
var ekki oröið albjart en mannin-
um sýndist hann sjá eitthvaö
liggja við hlið bilsins og hann nam
staðar til að athuga málið. Þetta
reyndist vera mannslikami, hul-
inn gulu teppi. Það stóðu blóðugir
strigaskór út undan teppinu.
Maðurinn ók til næsta almenn-
ingssima og hringdi til lögregl-
unnar. Hún var komin á staöinn
innan skamms.
Mannslikaminn reyndist vera lik
karls, mikils vexti. Hann hafði
látíst eftir aö 11 byssukúlum hafði
verið skotið að honum. Að m.k.
fjögur skotanna höfðu hæft hann
aftan frá. Bifreiðin var Buick, ár-
gerð 1962. Hún var númerslaus en
miðar á afturgluggum gáfu til
kynna að hún gæti verið frá Casp-
er, borg um 100 km norður af
Cheyenne. Það var oliupollur
Hvaö um Doris?
Lögreglan vissi nú allt um ferð-
ir þeirra Sam og Doris og þvi
vaknaði næsta spurning, hvað
hafði orðið um hana? Lögreglu-
foringinn vonaöi aö hún hefði
verið numin á brott, að hún væri
enn á lifi.Hann einbeitti sér aö þvi
að finna hana. Og bilinn þeirra,
Blazerinn. Um leið var gefin út
lýsing á þremenningunum frá
Casper, en þeir voru Robin Sands,