Vísir


Vísir - 17.09.1981, Qupperneq 4

Vísir - 17.09.1981, Qupperneq 4
4 Auglýst er eftir þátttöku i Skólamót Knattspyrnusambands íslands. Þátttöku- tiikynningar sendist Knattspyrnusam- bandi íslands, íþróttamiðstöðinni Laugar- dal, box 1011124, Reykjavik, fyrir 25. sept- ember, merkt „Skóiamót”. Þátttökugjald kr. 500.- sendist með til- kynningunni. K.S.í. Verslunarhúsnæði óskast Áfengis- og tóbaksverslun rikisins hyggst fiytja útsöiu sina að Laugarásvegi 1 i hentugra húsnæði i austanverðri borginni. Vér ieitum eftir tiiboðum frá aðilum, sem kynnu að hafa húsnæði til leigu er hentar fyrir þessa starfsemi. Æskilegur grunnfiötur er 400-500 fm á götuhæð. Nauðsynlegt er að aðstaða til af- fermingar vöruflutningabila sé góð, svo og næg bilastæði. Nánari upplýsingar verða gefnar á skrif- stofunni Borgartúni 7, simi 24280. Áfengis- og tóbaksverslun rikisins. VILLT ÞÚ PASSA MIG? Ég er fimm ára, stórskemmti- legur strákur, sem vantar góða manneskju til að koma og passa mig hálfan daginn (meðan pabbi er að vinna) Ef þér líst á mig og býrð helst í Kópavogi, þá hringdu i síma 40580. (Ég er alltaf heima á kvöldin) Laus staða. Staöa kennslustjóra i félagsráögjöf viö félagsvisindadeild Háskóla islands er laus til umsóknar. Um er aö ræöa timabundna ráöningu til allt aö eins árs. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sin, ritsmiöar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 29. september n.k. Menntamálaráöuneytiö, 14. september 1981. Halldór Árni í diskótekinu. Opið í kvöld kl. 10.00-01.00 5' Addi stuð og Dixieland-drengirnir skemmta kl. 11.00. Aðeins þetta eina skipti. S'ó® Kafarar í gullleit Kafarar, sem vinna að þvi aö reyna að bjarga rússnesku og ensku gulli úr bresku herskipi á hafsbotni i Barentshafi, hafa með logskurðartækjum opnaö sér leið inn I flakið. Þeir eru þó ekki enn komnir að gullfarminum. Herskipið „Edinborg” var á leiö frá Murmansk, þegar þýskur kafbátur sökkti þvi i Barentshafi út af Noregsströndum árið 1942. Um borð i þvi voru fimm og hálf smálest af gulli, sem i dag er aö verðmætium 80 milljónir dollara. — Gulliö átti að vera greiðsla fyrir hergögn. Meö skipinu fórust 30 menn af áhöfninni, en 750 manns var bjargaö. Bresk tryggingarfélög tóku þátt i aö bæta gulltapið, sem rikis- sjóöur bætti þeim svo aftur upp, og þvi á enska rikið þriðjung i gullinu á móti Svoétmönnum. — 1 siöasta mánuði hófust köfunaraö- gerðir i tilraun til þess að ná gull- sjóönum upp af hafsbotni. verMiækkanlr í Moskvu Sovésk yfirvöld tilkynntu i gær, aö bensinverð hefði verið tvöfald- aö og verö á áfengi og tóbaki hækkað um 17-27%. Formaður verðlagsráðs skýrði frá þessum verðhækkunum i Moskvu-stjónvarpinu i gær, en þær eiga að taka gildi i dag. Um leið hækka ýmsar lúxus- vörur, eins og skartgripir, gler, gólfteppi, húsgögn, leirtau, leður- fatnaður og loðfatnaður um 25- 30%. Prjónavörur, sum lyf, hrein- gerningavörur og snyrtivörur hækka um 12-37%. Verðhækkanirnar höfðu legið i loftinu siðustu daga og á meðan hafa verið langar biðraðir til að hamstra vodka, bensin og lúxus- vörur. Bensinlitrinn kostar eftir hækkunina 4,60 kr. og er ennþá lægri en viðast i V-Evrópu. Hálfur litri af vodka kostar sex rúblur. — Meðallaun skrifstofumanns i Sovétrikjunum eru 172 rúblur. Hreinlætisvörur eru meðal þess, sem hækka skal. Gesta- p/ötusnúður Ásgeir Tómasson. Siglingatæki í bila Það var svo sem auðvitað, að Japanarnir yrðu fyrstir til þess, en nú hefur sem sé verið fundið upp „siglingatæki” til þess að hafa i mælaborði i bilum og auð- velda bilstjórum að rata eftir korti, hvort það er gatnakort eða vegakort. Það er Honda Motor Co. Ltd. i Tokyo, sem hefur hannað tækið, og styðst þá við tækni, sem liggur til grundvallar siglingafræði i flugvélum i dag. Útlenska nafnið á apparatinu er „electro gyro- cator” ogmega nú nýyrðasmiðir fara að bretta upp ermarnar. Það byggist á heliumgasgýróvita, sem skynjar i hvaða átt billinn stefnir. Tækið mælir einnig vega- lengdina, sem farin hefur verið, og öllum upplýsingum er komið áleiðis á sjónvarpsskerm i mæla- borðinu. A skerminn eru settar glærur með gatna- eða vegaupp- dráttum, og á það að vera vanda- laust fyrir ekilinn að sjá af þvi, hvar hann er staddur. Honda hyggst byrja sölu á þessu tæki á heimamarkaði i Japan slðar á árinu. visuðu 50 miiij- arða kröfu æðsta prestsins irá dðmstðlnum 50 milljarða dollara krafa Khomeinis æðstaprests á hendur Iranskeisara og konu hans var visað frá dómi i New York i vik- unni. Taldi dómarinn fylkisdóm- stól New York ekki rétta vett- vanginn til þess að sækja eða verja það mál. Krafan og málstefnan er frá þvi I nóvember 1979, þegar keisarinn lá á sjúkrahúsi i New York, en æðstipresturinn, sem krafðist þess þá, að hinn dauðveiki keisari yrði framseldur Iran og böðlum byltingarvarðliðanna, hélt þvi fram,að keisarafjölskyldan hefði látið greipar sópa um fjárhirslur iranska rikisins. Bandariskur lögfræðingur var fenginn til þess að stefna keisar- anum og krefjast endurgreiðslu á 50 milljörðum dollara.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.