Vísir - 17.09.1981, Qupperneq 9
Fimmtudagur 17. september 1981
VISIR
9
TIL ATHUGUNAR UM
SAMVIHNUFÉLðG
í trausti þess að Visir vilji vera vettvangur
þjóðmálaumræðu þar sem svara megi gagnrýni
og ádeilum og lesendur blaðsins sjá röksemdir
með og móti langar mig til að biðja blaðið fyrir
nokkur orð.
Hvað er sam
vinnutélag?
Ég er einn úr röðum þeirra
þúsunda hversdagsmanna sem
tilheyra samvinnuhreyfingunni.
1 byrjun minni ég á lögbundin
einkenni á samvinnufélögum.
Þau eru öllum opin, hver maður
hefur eitt atkvæði, sé um
endurgreiðslur að ræða i ein-
hverju formi stendur það i föstu
hlutfalli við gerð viðskipti. Sem
slikar endurgreiðslur má nefna
afslátt af tryggingagjöldum,
uppbótá verðeða kaupgjald eða
úthlutun svokallaðs arðs af
vörusölu.
Verslun og þjónusta krefst
fjárfestingar i ýmiskonar eign-
um, föstum og lausum.
Eignir samvinnufélags eru
félagseign þess fólks sem á
hverjum tima býr á félagssvæð-
inu og vill vera i félaginu.
Að þessu athuguðu þykir
mér skjóta skökku við að kalla
samvinnufélög auðhring.
Hver er sú
einokun?
1 forystugrein Visis um sið-
ustu helgi stendur m.a. ,,S1S er
auðhringur, einokunarsam-
steypa, sem ógnar eðlilegri
samkeppni og heilbrigðri vald-
dreifingu i fjármála- og við-
skiptaheiminum”.
Þetta er þá orðið heimsmál,
ekki bundið við svið islensku
þjóðarinnar einnar. En þar sem
mér var kennt i Helgakveri að
ég ætti að afsaka náunga minn
og færa allt til betri vegar fyrir
honum er rétt að ég taki þetta
svo að átt sé við fjármála- og
viðskiptasvið Islendinga. Þá er
rétt að gefa gaum að þessari
einokun.
SIS er heildsölufyrirtæki en ég
held að ekki þurfi að eyða
orðum að þvi hvort nærri liggi
að það einoki heildverslun og
innflutning til landsins.
Skipadeild SIS sómir sér vel
við hlið Eimskipafélags Islands
hf og Hafskipa hf. en engin ein-
okunareinkenni sjáum við þar.
Islenskir bændur eru flestir
samvinnumenn. Þeir hafa kosið
að láta afurðir sinar i umboðs-
sölu hjá samvinnufélagi. Við
hlið kaupfélaganna má þar
minna á fyrirtæki eins og
Sláturfélag Suðurlands og
mjólkurbú viða um land.
Fávisir blaðamenn og jafnvel
alþingismenn hafa stundum
ruglað um gróða þjónustustofn-
ana eins og mjólkurbúa, sem
vitanlega skila hverjum lausum
eyri til umbjóðenda sinna sem
þau þjóna. Sem dæmi um hyl-
djúpt fáfræðitóm blaðamanna
má hér nefna nýlegt dæmi úr
Alþýðublaðinu um vandlætingu
yfir gróða Osta- og smjörsöl-
unnar vegna verðhækkana á
afurðum sem hún hefur i
umboðssölu. Pilturinn vissi ekki
hvað umboðssala er og hélt
bersýnilega i fáfræði sinni að
Osta- og smjörsalan væri versl-
un sem hefði keypt og ætti sjálf
það sem hún lægi með. Út frá
slikri vitleysu þróast svo hug-
myndirnar um gróða milliliða,
vinnslu- og sölustofnana. Það er
voná einkennilegum ályktunum
þegar menn eru að skrifa um
það sem þeir vita ekki hvað er.
En sumir eru svo kröfuharðir að
þeir ætlast til þess að menn
kynni sér ofurlitið það sem þeir
ætla að skrifa um.
Vegna þess að bændur al-
mennt eru samvinnumenn eru
samvinnufélögin mikils ráðandi
um verslun og vinnslu afurða
þeirra. Þar er þó ekki um neina
einokun að ræða.# En hér er
komið að þvi að spyrja Visi:
Hvað er til ráða ef allir bænd-
ur vilja hafa skipti sin við sam-
vinnufélög?
A að hindra það og hvernig ef
svo er?
Eru mannréttindahugsjónir
og frelsisþrá blaðsins á þann
veg að mennirnir megi ekki
ráða viðskiptum sinum sjálfir?
Hér þykir mér eiga viö að
taka upp spurningu Jóns
Sigurðssonar forseta. Hann
nefndi i Nýjum félagsritum
þann möguleika að allir bændur
i Húnaþingi væru i einu versl-
unarfélagi og spurði: Hvern
gæti það félag einokað nema
sjálft sig?
Samvinnufélögin hafa nú með
höndum umfangsmikinn at-
vinnurekstur á sviði fiskveiða
og fiskvinnslu. Viðast hvar er
þetta þannig til komið að þegar
einkareksturinn brást vegna
þess að eigendurnir fóru burtu
eða hættu var leitað til kaupfé-
lagsins. Þar var þá búið að
safna nokkru fé sem var félags-
eign bundin héraðinu og nú kom
þaðan stofnframlag til að
tryggja atvinnu, framleiðslu og
lifvænleg kjör i héraðinu. Þetta
er hið almenna þótt þetta hafi
borið nokkuð misjafnlega að á
hverjum stað. Þrátt fyrir þetta
er þvi auðvitað alls fjarri að um
nokkra einokun sé að ræða.
Það er ekki um neina einokun
að ræða þó að Söiumiðstöð hrað-
frystihúsanna eða SIF fari með
söluumboð út á við. Flestir telja
heppilegt að takmarkaður fjöldi
slikra aðila fari með söluna út á
við. En sé um einhverja einokun
að ræða þar er frekar um að
kenna löggjafanum en þeim
stofnunum sem á grundvelli
laganna annast söluna.
Ruglið um
riklsaðsloö
Visir lætur eins og SIS hafi
beðið um aðstoð úr rikissjóði
fyririðnað sinn á Akureyri. Um
siðustu helgi segir blaðið t.d.:
„Samband islenskra sam-
vinnufélaga getur ekki kvartað
undan fjármagnsleysi eða óskað
eftir fjárhagsaðstoð frá hinu
opinbera meðan sjóðir fyrir-
tækisins eru svo digrir”.
Sambandsmenn hafa ekki
beðið um neinn rikisstyrk. Þeir
sem það segja eru annað
tveggja:
„Samband islenskra sam-
vinnufélaga getur ekki kvartað
undan fjármagnsleysieöa óskað
eftir fjárhagsaðstoð frá hinu
opinbera meðan sjóðir fyrir-
tækisins eru svo digrir”.
Sambandsmenn hafa ekki
beðið um neinn rikisstyrk. Þeir
sem það segja eru annað
tveggja: Einfeldningar sem
ekki skilja um hvað er að ræða
eða ófyrirleitnir áróðursmenn
sem mæla gegn betri vitund.
Sambandsmenn ætlast til þess
að málum þjóðarinnar sé
stjórnað svo að unnt sé að reka
iðnað i landinu. A þeim grund-
velli hafa þeir flutt mál sitt.
Þetta veit lika ritstjóri Visis og
skilur en þess gætir litt i umtali
sumra annarra. Svo verður þá
aðræðamáliðá þeim grundvelli
sem er raunverulegur.
Samvinnuhreyl-
ingunni treysl
Það er athyglisvert að þeir
mætu menn sem nú eru að selja
hlutabréf sin i fiskiðju á Suður-
eyri snéru sér til SIS. Þar liggur
til grundvallar að þeir treystu
samvinnuhreyfingunni vel til að
halda svo á málum að farsælast
yrði byggðarlaginu. Þá skoðun
hafa þeir stutt ýmsu sem þeir
þekkja úr atvinnusögu hérað-
anna. Það hafa íleiri en Fisk-
iðjan Freyja fengist við at-
vinnurekstur i Súgandafirði.
Þetta tilfelli er e.t.v. dæmi um
neöanmals
Haildór Kristjánsson
frá Kirkjubóli tekur upp
hanskann fyrir sam-
vinnuhreyf inguna og
víkur einkum aö forystu-
grein í Vísi í síðustu viku.
Halldór hefur þaö eftir
sunnlenskum sjálfstæðis-
manni að fleiri sam-
vinnumenn séu í Sjálf-
stæðisflokknum en
Framsóknarflokknum.
það að þeim hugmyndum vex nú
fylgi að farsælast muni að
sveitarfélög og samvinnufélög
séu áhrifamikil um atvinnu-
rekstur byggðarlaganna. Ef til
vill er það þess vegna að menn
hrökkva svona við. Það er
ónotaleg opinberun fyrir þá sem
fastastir eru i þeirri máttar-
stólpatrú að einkareksturinn sé
öllum fyrir bestu.
Hitt er svo annað mál að það
mun fáum sýnast neitt óskap-
legtþó að sjávarafurðadeild SIS
hafi einhver ráð með að koma
þarna til liðs og kaupa 60% af
hlutum i fyrirtækinu. Þar er
tekið við skuldum og að öðru
leyti mun ekki allt greitt út i
hönd við undirskrift. En hvenær
fór það að koma út Visistárum
að einhverjir sjóðir gætu mynd-
ast i atvinnurekstri?
Samvlnnumenn og
stjórnmálaiiokkar
„Allir vita að eitt stórt sama-
semmerki er milli Sambandsins
og Framsóknarflokksins”, segir
i leiðara Visis.
Samkvæmt þessu getur rit-
stjórinn ekki greint á milli
Framsóknarflokksins og sam-
vinnufélaganna. Ræðum þessi
mál nokkuð.
Svo langt sem elstu meiin
muna hafa pólitisk samtök
reynt að hnekkja vexti sam-
vinnuhreyfingarinnar. Ummæli
Visis um samvinnuhreyfinguna
eru ekki likleg til að laða sam-
vinnumenn að flokki hans.
Framsóknarflokkurinn hefur
alltaf verið samvinnuflokkur og
raunar marga hildi háð til aö
hrinda árásum illgjarnra aðila
á samvinnufélögin. Þvi er eðli-
legt að vinsamleg kynni séu þar
á milli. En það væri mikil sögu-
leg vanþekking eða fölsun ef
undan væri fellt að Alþýðuflokk-
urinn var samvinnuflokkur. Nú
á hann á þingi mann eins og Vil-
mund Gylfason sem segir að
samvinnuhreyfingin sé krabba-
mein i þjóðfélaginu. Þeir
Vilmundur og Ellert Schram
mættu hugleiða i góðu tómi hver
séu eðlilegust viðbrögð sam-
vinnumanna við niði um lifs-
stefnu þeirra. Undarlegtef þeir
halda að þeir hæni Samvinnu-
menn að sér með niði og svi-
virðingum.
Fjöldi samvinnumanna fylgir
Alþýðubandalaginu. Óliklegt
virðist að Visir telji Kron vera
deild i Framsóknarflokknum og
skal þó ekki þreyta neina get-
speki um þankagang á þeim bæ.
Einu sinni sagði mér sunn-
lenskur samvinnumaður sem
fylgdi Sjálfstæðisflokknum aö
hann héldi að sá flokkur ætti
fleiri samvinnumenn að kjós-
endum en Framsóknarflokk-
urinn.
Vist er það satt og rett að
margur góður samvinnumaður
hefur kosið þann flokk. En svo
má brýna deigt járn að biti, og
að sjálfsögðu snúa einhverjir
góöir samvinnumenn baki við
Sjálfstæðisflokknum þegar þeir
lesa óviturlegan óhróður um
samtök sin i Visi og Morgun-
blaðinu.
Þeir sem slikt skrifa mega
sjálfum sér um kenna ef þeim
finnst að samvinnumenn leiti
fremur halds og trausts til ann-
arra flokka.
utangátta
og innanlómt
Ellert Schram segir i rit-
stjórnarpistli.
„Yfirráö yfir atvinnutækjum,
fjármagni, landbúnaðarsam-
tökum, sveitastjórnum, öll á
sömu hendi hafa ekki verið til
farsældar fyrir byggöarlögin”.
Ekki veit ég hvaða heimi rit-
stjórinn er að lýsa þegar hann
skrifar þetta. Fróðlegt væri að
hann reyndi að nefna ákveðið
dæmi ef hann eitthvað, fyndi
þegar til kæmi. Hitt er óhætt að
segja að stjórn samvinnuhreyf-
ingarinnar á atvinnutækjum
hafi alls ekki gefist almenningi
ver en gengur og gerist. Ef svo
væri myndi hreyfingunni naum-
ast sýnt það traust sem fram er
komið við eigendaskiptin á
Freyju.
Hugleiðingin um samvinnu-
hreyfinguna i ritstjórnarpistli
endar á þessa leið.
„Og fólkið í landinu — þaö
situr uppi með sláturhús SIS,
stórverslun kaupfélagsins, fjar-
stýrð fiskvinnsluhús og náðar-
samlega fyrirgreiðslu i útibúi
Samvinnubankans. Kaupfélags-
stjórinn er sjálfsagt orðinn odd-
viti, ef þá ekki fréttaspyrill i út-
varpinu, þegar mikið liggur
við”.
Þessi orð sýna hve utangátta
maðurinn er þegar kemur aö
þessum málum. Hvar er slátur-
hús SIS? Ætli maðurinn ruglist
ekki á þvi að hann hefur heyrt
að SS-Sláturfélag Suðurlands
ætti sláturhús?
Stórverslun kaupfélagsins
þaö er sjálfsagt stórmarkaður
KRON — gott fyrirtæki en
a.m.k.ekki nema lauslega tengt
Framsóknarflokknum.
Fjarstýrð fiskvinnsluhús —
hér á maðurinn sennilega við
það að héðan i frá muni fisk-
iðjan Freyja ekki eiga neinn
framkvæmdastjóra á Suður-
eyri. Getum við ekki beðiö
átekta með það?
Ætli fyrirgreiðsla i Samvinnu-
bankanum sé ekki ámóta
náöarsamleg og i Verslunar-
bankanum?
Kaupfélagsstjórinn orðinn
oddviti — hve margir kaup-
félagsstjórar skyldu nú eiga
sæti i sveitarstjórn á þessu
landi.
Mér telst svo til að hér á landi
séu 22 kaupstaðir. 1 tveimur
þeirra munu útibússtjórar
kaupfélags vera i bæjarstjórn
og annar þeirra er meira aö
segja forseti bæjarstjórnar.
Svo virðist mér að séu 197
hreppará landinu og ég held að
einir 8 kaupfélagsstjórar eða
útibússtjórar séu i hreppsnefnd.
Einn af þessum kaupfélags-
stjórum er oddviti, Gunnsteinn
Gislason i Norðurfiröi á
Ströndum.
Svo að ekkert sé nú undan-
dregiö skal þess getið að mér
sýnist aö einir 4 verslunarmenn
sem vinna hjá kaupfélögum
muni vera i hreppsnefndum.
Af nálega þúsund hrepps-
nefndarmönnum á landinu eru
þá 12 starfandi hjá kaup-
félögum.
Þessi hræðsla við ofurvald
kaupfélagsstjóranna i sveitar-
stjórnum minnir á ópið fræga.
Rússarnir koma!
Samvlnnuhreyl-
ingunni er
treyst betur
Þetta fjaðrafok á heimili
Sjálfstæðisflokksins er skiljan-
legt. Þeir lifsreyndu menn sem
nú eru að skila af sér i Súganda-
firði treysta Samvinnuhreyfing-
unni betur en einkaframtakinu.
Þeir hafna þar með máttar-
stólpatrú Sjálfstæðisflokksins.
Fyrrverandi eigendur Freyju
vilja að fyrirtækið verði i sem
nánustum tengslum við fólkið i
þorpinu. Heimamenn vantar
fjármagn að hluta en ráðgert er
aö þeir eigi 40%. Visir og
Morgunblaöið hafa ekki bent á
neina einstaklinga sem væru til-
búnir að ganga i slikan félags-
skap við heimamenn. Fólkið i
Súgandafirði fagnar þvi að
samvinnuhreyfingin kemur til
móts við það. Og þetta er sú
þróun sem spáir illa fyrir
ihaldsstefnunni. Þvi er nú
grátur og gnistran tanna I
Helgarvisi.