Vísir - 17.09.1981, Side 13

Vísir - 17.09.1981, Side 13
Fimmtudagur 17. september 1981 v.ísm 13 Morgqn louís Masterson Sotos Michou í Gallery Langbrók Ég er hér nú, segir Sotos Michou og sýnir um 25 verk, sem sprottin eru upp á 2ja vikna feröalagi um Suðurland og kristallast tilfinningar hans i þessum verkum. Sotos hefur notaö Polaroid myndavél, tekið mynd af einhverju sem kallað hefur fram i honum svö'run. Svar hans sjálfs er ritað á „nega- tivuna,” þ.e. þann hluta myndarinnar, sem venjulega er kastað burt. Ógreinileg ljósmynd af gardinu með blómamunstri framkallar þörf hans til að tjá sig með sinum eigin blómum á hinn hluta ljósmyndarinnar. Það leikur ferskur blær og hugþekkur um hinn litla „sal” Torfunnar. Næm tilfinning fyrir formum og sérstaklega litum gefa þessum skáldlega heimi ljóðrænan blæ. Sotos Michou er griskur, bú- settur i Stuttgart og Karlsruhe i V-Þýskalandi hefur bæði sem kennari við listaakademiuna og sem höfundur, leikstjóri og list- rænn sköpuður við leikhús haft mikil áhrif á skapandi lif ungs fólks i Stuttgart. Sjálfur varð ég vitni að hinu lifandi en um leið kröfuhörðuforystu hlutverki hans i Listaakademiunni. Tilviljunin réði þvi að hann fékkst til að sýna þessi ágætu verk sin hér nú. Þessi sýning ber með sér upp- næmi fyrir sérstöðu landsins og Polaroid vélinni hefur hann beitt til þess að geta á skjótan hátt breytt máli sinu i mynd. Gouache myndirnar eru af öörum toga spunnar. Timafrekari útfærslur, fullar af tilfinningum og griskrí sól. Sjálfur tel ég Torfi ______________ Jónsson | skrifar Polaroid myndirnar forvitnilegri og frumlegri. 1 Stuttgart átti Sotos Michou aðalþáttinn i þvi að vikka menntun listkennara út frá sviðinu rúmleg list yfir i leiklist og aktionlist. Þetta finnst mér koma vel myndunum. fram Polaroid í síðasta lagi fyrir kl. 14.00 fimmtudaga. Ath. Smáauglýsingadeild tekur á móti smáauglýsingum til kl. 22.00 á föstudögum til birtingar í Helgarblaði. auglýsingadeild sími 86611 tannkrem vinnur tvíeflt gegn tannskemmdum UMBOÐ: JOPCO H.F. VATNAGÖRÐUM 14, REYKJAVÍK SÍMI 39130 il I í í mSSm Morgan Kane: Glæfraspil í New Orleans (Jt er komin 29 bókin i bóka- flokknum um Morgan Kane og heitir hún „GLÆFRASPIL I NEW ORLEANS”. Yfirvöld þurftu að gripa til sinna ráða, þegar lík Gormans lögreglustjóra fannst i Missisippi. Eitthvað hafði variö úr lagi um borö i „Confederate Queen”. - Höföu fasspilararnir sem léku lausum hala um borð hjólabátsins verið þar að verki? Eða áttu „Fljótarottunar” leikinn núna, en þeir vorumorðingjar, sem birtust úr fenjunum og myrtu áhöfn og farþega skipanna, sem um fljótið sigldu. auglýsendur athugið! Vegna aukfns álags á auglýsingadeild eru auglýsendur beðnir að panta auglýsingar og skila handritum eða filmum í Fjalakottunnn: Menningarsetur mlðbæjarins? - duiarfulK örél „Ég geri kröfu um að fá skýr- ingar á þvi hvernig hlutir af þessu tagi geta gerst, þvi með þessu eru starfsmenn Borgarskipulags að gera Fasteignamat rikisins að sinu privatpöntunarfélagi”, sagði Þorkell Valdimarsson, eigandi Fjalarkattarins og fleiri húsa i Grjótaþorpi i samtali við Visi. í gær var tekið fyrir á fundi borgarráðs erindi Þorkels varðandi bréf nokkurt er hann hafðihaft spurnir af að lægi fyrir hjá Fasteignamati Rikisins. Bréf þetta, sem merkt er með bréf- haus Borgarskipulags Reykja- vikur, en óundirritað, gerir ráð fyrir ákveðnum skipulagshug- myndum um ráðstafanir á hús- eignum i Grjótaþorpi, sem ganga þvert á það sem borgaryfirvöld hafa tekið ákvarðanir um. Þar segir, að reiknað sé með að borgarsjóður kaupi fjórar hús- eignir i Grjótaþorpi og yfirtaki Aðalstræti 8, (Fjalaköttinn), sem gert verði að „menningarsetri miðbæjarins”, en málaferlum Þorkels sem eiganda þess húss og borgaryfirvalda er enn ólokið. borgarskipulags Ekki var upplýst á fundi borgarráðs með hvaða hætti þetta bréf væri tilkomið. Að sögn Daviðs Oddssonar, töldu menn liklegt að þarna værikominn hluti af eldri skipulagshugmyndum sem aldrei hefðu verið samþykkt- ar. Þegar Fasteignamat rikisins hefði óskað eftir skipulagsgögn- um vegna þess endurmats sem nú fer fram á húsum i Grjótaþorpi, hefðu þessar hugmyndir verið sendar i stað þeirra sem ákvarð- anir lægju fyrir um. Var eindreg- ið óskað eftir að kannað yrði hver bæri ábyrgð á þessu. Þá var borgarstjóra falið að gera Þorkeli og Fasteignamati rikisins grein fyrir þvi bréflega, að engar slikar hugmyndir hefðu verið samþykktar af borgaryfir- völdum. Þorkell sagði i samtali við Visi að þarna væri um mjög alvarlegt mál að ræða fyrir eigendur hús- anna þvi hugmyndir þessar myndu hafa mikil áhrif varðandi endurmat, yrðu þær lagðar til grundvallar. JB Fjalakötturinn I Aðalstræti ætlar að standa I borgaryfirvöldum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.