Vísir - 07.10.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 07.10.1981, Blaðsíða 2
o Notar þú bilbelti? Gunnar Þór Guömundsson nemi Ht: Nei, ég nota ekki bilbelti. Ég er alltaf aö flýta mér og hef ekki tima til aö sinna sliku. Auk þess er ég á móti þvi að setja lög um bilbelti. Haraldur Sigþórsson nemi Hl: Nei, ég fer lika sjaldan ferða minna i bil. Þorvaldur Einarsson lögfræöing- ur: Aöeins utanbæjar. Sivar Sigurösson sjómaöur: Stundum nota ég bilbelti en það er ekki fastur vani hjá mér. Ég hef er litið gefinn fyrir lagasetningar um þessi mál. uuorún Egilsdóttir húsmóöir: Þaö hef ég ekki gert hingað til enda ferðast ég litið i bil. VfSIR Miðvikudagur 7. október 1981 „HJOKRUHMFRJEBI ER UHG 08 VUUHDI VlSIHDRQREIH” - seglr Guðrún Marteinsdóttlr, nýsklpaður leklor I hjúkrunarfræði við Hásköla Isiands Fyrsta september siðastliðinn var Guðrún Marteinsdóttir hjúkrunarfræðingur MS skipuð lektor við námsbraut i hjúkrunar- fræði i Háskóla lslands. Guðrún lauk BS-gráöu i hjúkrunarfræöi frá H1 1977 og MS-gráðu i Boston- háskóla I Bandarlkjunum 1980 með sérsvið i heilsugæsluhjúkr- un. „Hvaö er námsbraut I hjúkrunarfræði? „Námsbrautin annast kennslu og rannsóknir I hjúkrunarfræöi. Námstiminn er fjögur ár og við lokapróf er veitt BS-gráöa i hjúkrunarfræöi. A fyrstu námsárunum eru aðal- lega kenndar undirbúnings- greinar hjúkrunar svo sem félagsfræði, efnafræöi, lifeðlis- fræöi ofl. A seinni tveimur árunum eru aðallega kenndar hjúkrunargreinar eins og hjúkrun á handlækninga- og lyflækinga- deildum, f æðingarhjúkrun, barnahjúkrun, geðhjúkrun og heilsugæsla. Hjúkrunarnámið er bæði bóklegt og verklegt og á þriðja og fjórða ári eru nemendur mikiö til i verklegu námi á ýmsum heil- brigöisstofnúnum. Markmiðið er aö veita sem viötækasta grunn- menntun i hjúkrun þannig að nemendur veröi sem hæfastir til fjölbreytilegra hjúkrunarstarfa i þjófélaginu.” „Hvaöa rannsóknir stundið þið?” „Námsbrautin er varla búin aö slita barnsskónum ennþá. Hún var stofnuð 1973 og er i örum vexti og nemendafjöldi i vetur er milli 150 og 160 manns. Ennþá erum viö aöeins tveir fastir kennarar við námsbrautina og fer þvi allur okkar timi i kennslu, upp- byggingu námsins og stjórnunar- störf. Æskilegt væri að náms- brautin hæfi sem fyrst hjúkrunar- rannáóknir sem hafa litiö sem ekkert veriö stundaðar hér á landi.” „Hafa hjúkrunarfræðingar menntaöir úr háskóla einhverja sérstöðu innan heilbrigðis- kerfisins?” „Segja má að þeir hafi nokkra sérstöðu vegna þess hve nám þeirra er nýtt af nálinni. Hins vegar er hjúkrunarleyfið sem þeir fá ekki frábrugðiö hjúkrunarleyfum annarra hjúkrunarfræöinga sem út- skrifast hafa úr Hjúkrunarskóla Islands og Nýja hjúkrunar- skólanum.” „Er nauösynlegt að mennta hjúkrunarfræðinga i háskóla?” „Hjúkrunarfræöingar eru ákaf- lega mikilvægur starfskraftur innan heilbrigöiskerfisins. Sifellt flóknari heilbrigðisþjónusta krefst betri menntunar og ég álit að aðeins háskólastigið geti veitt þá menntun. Hjúkrun er vaxandi og ung visindagein og sem slik getur hún ekki þróast nema innan háskóla. „Hver er starfsvettvangur hjúkrunarfræðinga? ” „Störfum hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum má skipta I að- hlynningu sjúkra, fræöslu sjúkl- inga og aðstandenda þeirra og Guðrún Marteinsdóttir lektor stjórnun starfsliös. Hjúkrunar- fræöingar starfa ekki eingöngu á sjúkrahúsum heldur einnig á heilsugæslustöövum þar sem starfsvettvangurinn felur I sér al- menna heilsugæsluvernd og heil- brigöisfræöslu. „Af hverju er skortur á hjúkrunarfræöingum?” Fyrst og fremst eru laun hjúkrunarfræðinga of lág. starfs- aðstaða oft erfið þvi I mörgum til- fellum er um vaktavinnu að ræöa. Hjúkrunarfræðingar eru I meiri- hluta konur og fjölskylduað- stæður gera þeim oft erfitt um vik að komast á vinnumarkaöinn.” — ,Þaö kemur mér spánskt fyrir sjónir að þrjú hundruð menntaðir hjúkrunarfræöingar kjósa frekar að sinna öðru en hjúkrunarstarfi. „Já, satt er það. Eflaust eru ástæöurnar oft þær sem ég taldi upp áðan þ.e. hvað varðar laun og starfsaðstöðu. Einnig getur verið um áhugaleysi og starfsleiöa að ræöa þar sem starfiö er mjög krefjandi. Ég held að aukin og bætt menntun hljóti að auka áhuga fólks á starfinu.” —„Hefur þú eitthvað sérstakt áhugamál á sviði hjúkrunar?” „Já, að byggja upp námsbraut i hjúkrunarfræði og mennta góða hjúkrunarfræðinga sem stuðli að bættu heilbrigöi lands- manna.” —gb. Eyrarfoss. ólga hjá Eimskip Talsverð ólga er nú sögð vera meðal skip- stjóra hjá Eimskip, vegna ráðningar i nýtt starf inuan félagsins. Þegar nýju skipin, Ála- foss og Eyrarfoss komu hiugað til lands, var ráð- inn reyndur skipstjóri á hið fyrruefnda. Hins veg- ar þótti ekki ráöið eftir reglunum I starf skip- stjóra á Eyrarfossi. Þar var ráðinn maður, sem var áður fyrsti stýrimað- ur á skipinu. Þótti mönnum.sem þar hefði veriö gengiö fram hjá hinum eldri og reynd- ari mönnum, því reglan mun vera sú, að láta þá ganga fyrir á stærri og nýrri skipum. Segir sag- au aö Eimskip-skipstjör- ar hafi mótmælt þessari tilhögun viðyfirmenn hjá fyrirtækinu, en án árang- urs. Þvf séu þeir nú aö bræða með sér að halda fund um málið og fara jafnvel með þaö I viðkom- andi hagsmunafélag.... Valgarð Briem. Formennirnir dullu út A nýafstöðnum fundi Landsmálafélagsins Varðar voru kosnir og til- nefndir fulltrúar á lands- , fund Sjálfstæðisflokksins. Hljóp nokkur hiti I fund- armenn, enda ekki óeðli- legt, þar sem talsvert þykir i húf i. Ekki tókst þó Jakob Hafstein. betur til en svo að tveir fyrrverandi formenn Varðar, þeir óskar Frið- riksson og Valgarð Briem, duttu út. Þeirra i stað komu inn sem full- trúar Magnús Helgason i Hörpu og Jakob Hafstein. Segja þeir sem þykjast til þekkja, að þessir tveir séu frekar hallir undir Gunnar og Albert og að misjafnlega mikil kæti rfki meöal sjálfstæðis- manna með útnefmngu þeirra... Vigfús B. Jónsson. vigfús vildl ekki En þaö er skrafaö um fleira en landsfundi og leiðinlegt veöur. Fyrir einhverju var sett á lagg- irnar nefnd, ein af mörg- urn. Skal hún fjalla um laxveiðar Færeyinga f sjó ogtrúlega gera einhverja úttekt á þvi máli. Segir sagan að Vigfús. Jónsson | á Laxamýri, sem er mað- ur gjörkunnugur laxa- málum, hafi átt að verða formaður nefndarinnar, en hafnað þvi. Er enn fremur sagt, aö Vigfús hafi ákveðið að starfa ekki í nefndinni, hvorki sem formaður né óbreytt- ur, vegna þess að hann vildi ekki vinna að slíkum málum meö tilteknum fiskimálafrömuði úr þétt- býlinu. Nefnum engin nöfn, en... Dvröieg al- mælisveisla Það er alkunna, að sjónvarpiðá Italsverðum fjárhagsörðugleikum. Með það i huga er stofn- uninni fyrirgefið eitt og annað, sem notendum finnst kannski innst inni að mætti fara betur. Og það hefur trúlega verið þess vegna, sem dagskrá- in var með leiðinlegra móti kvöldið sem sjón- varpið fagnaði fimmtán ára afmæli sinu. En þaö skyldi þó enginn segja að ekki hefði veriö gert vel við starfsmenn þess á hinum merku timamót- um. Þeim var nefnilega boðið f herlega afmælis- veislu. i fagnaðinum fékk hver maður ljúffenga tertusneiö. og kaffi. Og fyrir hvern kaffibolla þurftu veislugestir að borga krónu! Nei annars, fyrr má nú spara... SISÍ vldeósiaginn Nú er manni sagt, að StS, börn og barnabörn hyggist skella sér ivídeo- slaginn. Herma sagnir, að topparnir hafi komið saman til fundar fyrir skömmu og ákveöið aö stofnsetja fyrirtæki, sem veiti alhliða video-þjón- ustu. Hljóti það heitið Myndver h.f., og veröi til húsa þar sem Osta- og smjörsalan er, á Snorra- brautinni. Þeir sem komi til með aö eiga og reka fyrirtækið verði auðvitaö StS-iö sjálft, Samvinnu- ferðir, Samvinnutrygg- ingar.Osta- og smjörsal- an og Olfufélag tslands (Esso). Framkvæmda- stjóri verður Haukur Ingibergsson, fyrrver- andi skólastjóri. Er sagt, að fyrirtækið eigi að taka til starfa inn- an skamms. Mun það væntanlega ganga vask- lega fram f að video'-væða landann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.