Vísir - 10.11.1981, Síða 8

Vísir - 10.11.1981, Síða 8
8 VÍSIR Þriöjudagur 10. nóvember 1981 Fréttastjóri: Sæmundur GuövinSon. Aöstoöarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen- drup, Arni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi- marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, SigmundurO. Steinarsson. Ljósmynd- ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés^on. utlitsteiknun: Magnús Olafsson, Þröstur Haraldsson. Safnvöröur: Eiríkur.Jónsson. Útgefandi: Reykjaprenth.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Auglýsingastjóri: Páll Stetansson. _ 1 Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Ritstjórn: Siðumúli 14, simi 86611, 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúia á; simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, simi 86611. Askriftargjald kr. 8,5 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 6 krónur eintakið. Visir er prentaður í Blaðaprenti, Siðumúla 14. Hversvegna gengisfelling? Er nú íhaldspressan enn einu sinni farin af stað og heimta gengisfellingu? var spurt, þegar bæði Vísir og Morgunblaðið slógu því upp, að gengislækkun væri í farvatninu. Dagblaðið bættist í hópinn í gær. Því er til að svara, að gengisskráning er ekki ákveð- in á síðum dagblaðanna. Hún er ekki hugarfóstur stjórnarand- stöðunnar og það heimtar enginn lækkun gengis til að gera stjórn- völdum bölvun. Spádómar dagblaða og al- mennings um gengisfellingar eru því aðeins tii komnir, að þær blasa við, eru orðnar óhjákvæmi- legar vegna stöðu atvinnuveg- anna og þróunar efnahagsmála. Ríkisstjórnin hefur gert virðingarverða tilraun til að halda genginu föstu frá áramót- um. Hún hefur að vísu tvívegis lækkað gengið, en þá aðeins vegna mikilla breytinga og rösk- unar á gengi erlends gjaldmiðils sin í milli, en ekki sem efnahags- ráðstöfun af innanlandsástæð- um. Fast gengi hef ur ýmsa kosti og er skynsamlegt í sjálfu sér, einfaldlega vegna þess, að gengisfellingar lækna ekki verð- bólgu. Þvert á móti stuðla þær að henni, eru bæði orsök og af leiðing verðbólgu. Á hinn bóginn er öll viðleitni til fasts gengis dæmd til að mistak- ast, ef öðrum þáttum efnahags- lífsins er ekki haldið í skef jum á sama tíma. Þetta hefur ríkis- stjórninni mistekist hrapallega. Ráðherrar viðurkenna, að kostnaðarhækkanir atvinnuveg- anna hafi verið á bilinu 30-40%. Hér er hóflega reiknað, við- skiptaráðherra hefur raunar upplýst, að verðbólgunni hafi verið haldið niðri með erlendum lántökum. Afborganir og vextir af lánum eru einnig útgjöld fyrir atvinnulífið, enda er f jármagns- kostnaður viðurkenndur sem einn helsti vandi fyrirtækjanna. Á sama tíma og kostnaðar- hækkanir hafa þannig farið úr öllum böndum, hafa atvinnu- fyrirtækin ekki fengið að hækka verð framleiðslunnar að sama skapi. Það er fljótt í taprekstur, þegar þannig er haldið á málum, enda er nú svo komið, að út- f lutningsatvinnuvegirnir eru komnir á heljarþröm. Þeir vilja fá sinn hlut réttan. Ríkisstjórnin hefur gert til- raunir til að bjarga málum með ýmsum millifærslum úr einum sjóði til annars, hún hefur slegið lán og segist vilja draga úr vaxtakostnaði, en allt kemur fyrir ekki. Það er af þessum sökum, sem formaður Framsóknarf lokksins lýsir því yfir á alþingi, að fast gengi sé honum ekki sáluhjálpar- atriði. Þessi yfirlýsing er gefin í framhaldi af næturfundi í þing- flokki Framsóknar, þar sem hugsanleg gengislækkun var ítarlega rædd. Sagt er að Alþýðu- bandalagið hafi einnig rætt um sama efni. Ekki fara hinsvegar sögur af fundarhöldum hjá sjálfstæðis- ráðherrunum. Þeirra er hvorki valdið né mátturinn, þegar kem- ur að stórum málunum. Fullyrt er að ekki dugi minna en 20% gengisfelling. Hvort sem gengið verður fellt meira eða minna þá eru þetta alvarleg tíðindi, ef sönn reynast. Þau lýsa best hvernig efnahags- og at- vinnumálunum er komið og er gífurlegurósigur fyrir núverandi ríkisstjórn. Umtalsverð gengis- felling gengur að niðurtalningar- leiðinni dauðri, ef ekki ríkis- stjórninni einnig. Er þá ekki spáð í niðurstöður kjarasamninga og afleiðingar þeirra. Ekki koma þær til-að bæta stöðuna. „íhaldspressan"biður ekki um gengisf ellingu. Stjórnarand- staðan sér engan hag i því að kynda undir verðbólguna. Hún er aðeins að skýra frá óumflýjan- legum staðreyndum, sem ríkis- stjórnin sjálf hefur skapað. Hvað er Multiple Sclerosis ? Þessi greinarstúfur fjallar um sjúkdóm sem er nefndur M.S., en þaö er stytting á fræöilega heitinu MULTIPLE SCLEROS- IS. Astæöan fyrir þvi aö ég ætla aö kynna þennan súkdóm er sú, aö mér finnst gæta misskilnings og þekkingarskorts meöal al- mennings og ráöamanna um hann. Veistu hvað M.S. er? Mjög erfitt er aö greina þenn- an sjúkdóm.þar sem hann getur komiö fram á svo margvislegan hátt. Hann getur t.d. lýst sér I dofa, lömun, sjóntruflunum og jafnvel blindu. Æ meira er hall- ast aö þvi.aö þetta sé veirusjúk- dómur. En þrátt fyrir langvar- andi rannsóknir um heim allan, er þó veiran enn ekki fundin. Þaö sem gerist i miötaugakerf- inu er, aö likaminn myndar mótefni gegn þessari veiru, hvort sem þær eru ein eöa fleiri. Utan um veiruna er hjúpur og á- litiö er aö brenglun veröi i mót- efnastarfsemi likamans vegna þess aö fituefniö i hjúp veirunn- ar likist hjúpnum sem einangr- ar taugaþræöi i miötaugakerfi — mergsliörinu. Mótefniö ræöst þvi á mergsliöriö i staö þess aö ráöast á veiruna og þá koma einkenni M.S. fram. En þessi brenglun fer eftir þvi i hvaöa vefjaflokki fólkiö er. M.S. herj- ar á ungt fólk, algengast 20-40 ára (getur veriö yngra). I Vestur-Evrópu eru um 200 manns af hverjum 100.000 meö M.S., en á Islandi koma fram 4-6 ný tilfelli á ári hverju, sem er þó nokkuö há tiöni. Endurhæfing Ekki er hægt aö endurhæfa til fullnustu þá likamsparta sem hlotiö hafa varanlega bæklun. En markmiö endurhæfingar M.S. sjúklinga er aö hindra kreppu I vöövum, sinum og böndum, aö styrkja vööva, æfa jafnvægi og samhæfingu hreyf- inga og þjálfa upp daglega færni. Einnig er unniö aö ann- arri endurhæfingu meö öörum starfshópum, svo sem læknum, félagsráögjöfum og hjúkrunar- fólki I sambandi viö heimili, vinnu, hjálpartæki o.s.frv. A byrjunarstigi sjúkdómsins get- ur þunglyndi sest aö sjúklingn- um. Getur þaö veriö afleiöing erfiöleika i vinnu, sambúö og á- hyggjur út af öryrkju og meiri hrörnun. Þannig þunglyndi er aö nokkru leyti hægt aö koma 1 veg fyrir meö meöferö, þ.e.a.s. hópmeöferö. Þá ræöa saman sjúklingar meö sömu sjúkdóms- greiningu og álika erfiöleika og reynist þaö vel i mörgum tilvik- um. Þar sem þessi sjúkdómur herjar eru starfandi M.S.-félög og þá nær eingöngu i Vestur- Evrópu. Eru þau mjög öflug, t.a.m. á Noröurlöndunum. Gefa þau út mánaöarlega rit og ann- arskonar fræöslubæklinga og hafa þau áorkaö aö uppfræöa al- menning I viökomandi löndum um sjúkdóminn. A Islandi er starfandi félag M.S. sjúklinga en þaö er þvi miöur ekki eins öflugt og samskonar félög er- lendis vegna fólksfæðar og skilningsleysis almennings. Skilningur fjölmiðia Þessum orðum minum til rök- stuönings ætla ég aö nefna hljómleikasem voru haldnir hér i Reykjavik i júnilok til styrktar M.S. félaginu. Aætlaö var aö halda blaöamannafund og voru blaöamenn af öllum blööum boöaöir á hann. Ekki vantaöi loforöin upp I ermina. sem aö sjálfsögöu voru ekki efnd, þvi aöeins einn einasti blaöamaöur mætti. En viti menn, um mán- uöi siöar rak á fjörur blaða- neöanmctLs Hómfríður Bjarnadótt- ir sendir blaðinu með- fylgjandi grein um sjúk- dóminn Multiple Scleros- is. Hómfríði finnst mikið á skorta að almenningur viti hvers eðlis þessi al- gengi og alvarlegi sjúk- dómur í rauninni er. manna Dagblaösins ameriska unga stúlku, sem eftir öllum sjúkdómslýsingum haföi þenn- an umrædda sjúkdóm og var þá rokiö upp til handa og fóta og birt heilslöuviðtal viö hana. Þótt þessi grein sé i marga staöi ófullnægjandi, þá vona ég þó að mér hafi tekist aö gefa ykkur örlitla nasasjón af þess- um sjúkdómi. Aö minnsta kosti ættuö þiö aö vita núna aö skammstöfunin stendur ekki aöeins fyrir Menntaskólann viö Sund eöa Mjólkursamsöluna heldur einnig fyrir Multiple Sclerosis. Hólmfriöur Bjarnadóttir

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.