Vísir - 10.11.1981, Síða 28
veðurspá
dagsins
Skammt norðaustur af land-
inu er 995 mb. lægð, sem þok-
ast norð-norðaustur. önnur
lægð um 1000 mb. djúp, hefur
myndast skammt suður af
Hvarfi og mun hún hreyfast
austur. Heldur mun kólna i
veðri.
Suðurland til Breiöafjarðar:
Norðvestan og siðan norðan
kaldi til landsins, en sums
staðar stinningskaldi á mið-
um. Viöa léttskýjað.
Vestfiröir:
Norðan kaldi, smáéi norð-
antil og á miðum.
Strandir og Norðurland vestra
og Norðurland eystra:
Norðvestan og noröan kaldi,
dálitil él á miðum og annesj-
um en sums staðar léttskýjað
til landsins.
Austurland að Giettingi og
Austfirðir:
Norðvestan kaldi og skýjað
viö ströndina, en litilsháttar
slydduél á miðum.
Suð-Austurland:
Norðan gola eða kaldi. Létt-
^kýjað.
Veöriö hér
og par
Kl. 6 i morgun:
Akureyri snjóél -^2, Bergen
rigning 7, Helsinki þokumóða
-i-2, Kaupmannahöfnþoka -M,
Osló alskýjáð 5, Heykjavlk
léttskýjað 1, Stokkhólmurlétt-
skýjað -r 1, Þórshöfn léttskýj-
að 6.
Kl. 18 i gær:
Aþena skýjað 13, Berlln skýj-
að 0, Feneyjar léttskýjað 4,
Frankfurt léttskýjað 0, Nuuk
skýjað 5, London reykmist-
ur 6, Luxemburg skýjaö 0, Las
Palmas alskýjað 21, Mallorka
mistur 14, Paris heiðrikt 1,
Róm heiðrikt 7, Malaga mist-
ur 18, Vinsnjókoma á siðustu
klukkustund 0.
Loki
segir
Ef loðnustofninn er hruninn,
þá er of seint að stöðva veiö-
arnar, sagði Steingrímur á
Fiskiþingi. Væntanlega verð-
ur þá haldið áfram að veiða
stofninn eftir aö hann er upp-
urinn — eða hvað?
Hætta við verktotl l
blll 09 semla stult?
- samkomulagsvilji geymdur til stóru samninganna
Viöræður þeirra félaga sem boðað hafa verkföll á
vinnumarkaðnum og atvinnurekenda, sem að nokkru
leyti hafa boðað verkbönn á móti, virðast nú vera í þann
veginn að taka á sig nýja mynd. Er nú meðal annars
mjög líklegt að bankamenn semji til 1. mars eða fram
yfir samninga ASI og BSRB, fái ýmsar lagfæringar og
3% kauphækkun strax, en þessir bráðabirgðasamningar
verði síðan metnir inn í endanlega samninga.
Bankamenn boðuöu fyrstir
verkfall, sem taka á gildi 27.
þessa mánaöar, en fyrir liggur
sáttatillaga rikissáttasemjara og
sáttanefndar, sem bankamenn
greiða atkvæði um. Hefur samn-
inganefnd þeirra lagst eindregið
gegn samþykkt tillögunnar.
Stjórn, trúnaðarmannaráðs og
samninganefnd Blaðamanna-
félags Islands ákvað I gærkveldi
að svara verkbannsboðun Félags
islenska prentiönaðarins með
verkfalli frá og meö 20. þessa
mánaöar.
Verkfallsboðunin nær þvi að-
eins til Morgunblaösins, Dag-
blaðsins, VIsis og Vikunnar.
Félag Bókagerðarmanna hefur
eins og fram hefur komið boðað
verkfall frá og með 14. nóvember
þannig að öll dagblöð stöðvast
eftir þann tima hafi samningar
ekki náöst. Félag Islenska prent-
iðnaöarins hefur boöað verkbann
á bókargerðarmenn og blaöa-
menn hjá ofantöldum blööum frá
og með 17. nóvember.
Ekkert hefur þokast i samn-
ingaviðræðum þessara aðila og
„samkomulagsvilji atvinnurek-
enda virðist geymdur til stóru
samninganna”, eins og einn
heimildarmaður Visis tók til oröa
i morgun.
1 viðræðum við einn af tals-
mönnum bókagerðarmanna i
morgun sagðist hann ekki hafa
heyrt talað um skammtima-
samning fyrir þá, en hugsanlega
kæmi sú staða upp eins og allt
væri i pottinn búið.
HERB
„Afi, sjáðu mótmælaspjaldið mitt",
voru orð litla snáðans við Friðjón Þórð-
arson, dómsmálaráðherra, fyrir framan
Alþingishúsið í gærdag er börn í leikskól-
anum í Grænuborg og foreldrar þeirra
marseruðu niður í þinghús til að mót-
mæla óviðunandi ástandi leikskólans.
Sjá nánar bls 14.
(Vísism. GVA)
Akureyrí:
Dagvistun
upp á krít
- byggingarkostnaður
fram úr áætlun
Á næstunni verður tekin i notk-
un ný dagvist á Akureyri, sem
kemur til með að stytta nokkuð
langa biðlista við þær dagvistir
sem fyrir eru. Kemur hún þvi i
góðar þarfir. Byggingarkostnað-
ur dagvistarinnar hefur farið
fram úr áætlun, þvi aukafjárveit-
ingu þurfti til verksins frá bæjar-
stjórn.
Kom það fratyiumræðum i bæj-
arstjórn Akuréýrar, þegar auka-
fjárveitingin kom þar til af-
greiðslu, að búið var að eyða 500
þúsundum kr. af þeim 700 þús-
undum sem beðið var um. Kerfið
var sem sé ekki fljótvirkara en
það, aðbúið var aðstofna til 500 þ.
kr. skuldar, eða 50 m. gamalla, án
þess að fjárveiting væri til. Þessi
vinnubrögð voru harðlega gagn-
rýnd á bæjarstjórnarfundinum af
Sigurði J. Sigurðssyni og Gisla
Jónssyni, bæjarfulltrúum Sjálf-
stæðisflokksins. Benti Sigurður
m.a. á það i ræðu sinni, að þetta
væri ekki einsdæmi. Aður hefði
sama uppákoman verið við aðrar
framkvæmdir bæjarins, t.d.
byggingu áhaidahúsa við iþrótta-
völlinn og i Hliðarfjalii, við bygg-
ingu Glerárskóla og Svæðis-
Iþróttahússins, svo eitthvað væri
nefnt. Taldi Sigurður að þetta
sýndi að taka yrði upp ný vinnu-
brögð viðframkvæmdir bæjarins,
þannig að ekki yrði stofnað til
skulda sem ekki væru fjárveiting-
arfyrir. G.S./Akureyri
Fl uglei Dastyrkur inn óákveðinn
„Þaö hafa veriö nefndar ýmsar
tölur allt frá 1,2 milljónum til 2,2
milljóna króna.sem félaginu verði
veittar, á þessu ári i styrk, en
málið er enn á umræðustigi og
engar ákvaröanir hafa verið
texnar i þessu máli til þessa”,
sagði Birgir Guðjónsson deildar-
stjóri I Samgönguráðuneytinu,
þegar hann var spurður hver gerð var I sumar var ákveðið að
styrkur rikisins til Flugleiöa yrði fela þeim ráðherrunum Friðjóni
á þessu ári. Þórðarsyni, Steingrimi Her-
„Þetta verður eins og i mannssyni og Ragnari Arnalds
fyrra, þ.e.a.s. það verður borið . aö athuga nánar og taka ákvörð-
fram frumvarp, en efnisatriði un um fjárhagsaöstoð til Flug-
þess frumvarps liggja ekki enn á leiöa og þeir fengu það að vega-
hreinu. nesti að þeir ættu að miða við
1 rikisstjórnarsamþykkt sem sambærilega aðstoð og veitt var i
fyrra með teknu tilliti til tveggja
fyrrgreindra atriða.
En eins og ég sagði áöan. þá
liggja niðurstöður þessarar at-
hugunar ráöherranna ekki enn
fyrir. en þeirra er að vænta ein-
hvern hinna næstu daga.”
=—SER
•sykurlaust
minna en
einkaloria
iflösku