Vísir


Vísir - 12.11.1981, Qupperneq 5

Vísir - 12.11.1981, Qupperneq 5
5 Fimmtudagur 12. nóvember 1981 VÍSIR Qræfldu dælu (svkursjúkllng Fimmtiu og tveggja ára gömul nunna i Miinchen er fyrsti sykur- sýkissjúklingurinn, sem gengur með sjálfvirka insúlin-dælu, ör- tölvustýröa, inni i sér. Þessi dæla er árangur af sam- starfi Mflnchen-Schwabing- héraðssjúkrahússins og stórfyrir- tækisins Siemens. Dr. Helmur Mehnert, sem stjórnar sykursýkisrannsóknum á vegum spitalans, skar nunnuna upp á brjósti og kom dælunni, sem er á stærð við vindlinga- pakka fyrir á bak við viðbeinið. Insúlinið dælist stöðugt beint i æö eftir svo þröngripipu, að blóö nær ekki að renna til baka eftir henni. Dælan er knúin rafhlöðum, sem endast i eitt ár, og þarf minni- háttar skurðaðgerð til þess að skipta um þær. En fylla þarf á in- súlingeyminn fimmtán sinnum á ári, og er það gert með sprautu. Það tók átta ár að hanna þessa dælu og verður séð til fyrst i eitt ár, hvernig nunnunni reiðir af, áður en tilraunir verða gerðar með dæluna á öðrum sjúklingum. Fjöldaframleiðsla á dælunni hefst naumast fyrr en tveim árum eftir það. Brooke i hlutverki barnaskækju i kvikmyndinni „Pretty baby”. Ekki bæði haldið og sleppt... Dómari i New York hefur úrskurðað i máli, sem höfðað var vegna nektarmynda, sem teknar voru af hinni frægu fyrirsætu og leikkonu, Brooke Shields, þegar hún var aðeins tiu ára gömul. Skal ljósmyndaranum leyfilegt að nota myndirnar að vild, nema til birtingar i klámtimaritum. Brooke er nú sextán ára, en móðir hennar, Teri Shields, sem er hennar umboðsmaður, reyndi að sýna fram á, að dreifing á þessum myndum af leikkonunni ungu gætu spillt fyrir henni. — Myndirnar sýna telpuna i baði. Brooke Shields er frægust af auglýsingum fyrir niðþröngar gallabuxur og táningakvikmynd- ir eins og „The Blue Lagoon” og „Endless Love”. Hún fór með Tvær frægar ungstjörnur baða sig I frægðarljóma hvor annarrar fyrir blaðaljósmynd- arana. Mæðgurnar Brooke og Teri Shields, en móðirin vann markvisst að þvi að gera dótturina að stjörnu. hlutverk kornungrar vændiskonu ifyrrimynd, sem „Pretty Baby”. Dómarinn byggði úrskurð sinn á þvi, að móðirin hafði veitt ljós- myndaranum óskoraöan rétt til þess aö dreifa myndunum, þegar þær voru teknar. Enda vann móðirin sleitulaust aö þvi þá þegar, að gera hina tiu ára gamla dóttur sina að stjörnu. Ennfremur fannst dómaranum fátt til um röksemdir móður- innar, sem beðið hafði i sex ár með að amast við myndbirt- ingunum. Að visu væri Brooke Shields kynnt i einkalifinu, sem elskulegt, óspillt og eðlilegt barn, en út á við sýnd i sjónvarps- auglýsingum og kvikmyndum sem kyntákn. Móðirin heföi reynt að sýna dóttur sina sem kynæsandi en þó um leið saklausa, en þar yröi ekki bæði haldið og sleppt. „Hún er auðsjáanlega móðir, sem ber umhyggju fyrir barni sinu.enum leiö lifirhún i gegnum dóttur sina,” sagði dómarinn. ■ ■ Timbur • Flísar • Hreinlætistæki • Blöndunartæki • Gólfdúkar • Málningarvörur • Verkfæri • Baðteppi • Baðhengi og mottur • Harðviður • Spónn • Spónaplötur • Viðarþiljur • Einangrun • Þakjárn • Saumur • Fittings Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar allt niður í 20% útborgun og eftirstöðvar allt að níu mánuðum Við höfum flutt okkur um set, að Hringbraut 119, aðkeyrsla frá Framnesvegi eða inngangur úr Fatadeild JL-hússins • Opió fimmtudaga til kl. 20, föstudaga til kl. 22 og laugardaga kl. 9 til 12 ATH.: Við opnum kl. 8 á morgnana — nema laugardaga kl. 9 — byggingavörur_______________ Hringbraut 119 - Símar: 10600 og 28600

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.