Vísir - 12.11.1981, Page 8
VÍSIR
Fimmtudagur 12. ndvember 1981
útgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoðarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen-
drup, Arni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanná
Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi-
marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Glsli
Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmynd-
ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés?on, _ ___
utlitsteiknun: MagnúsÖlafsson, Þröstur Haraidsson.
Safnvörður: Eiríkur.Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stetansson. “T
Dreifingarstjori: Sigurður R. Pétur.sson
Ritstjórn: Síðumútf44, simi 86611, 7 linur.
Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8, símar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4—4, simi 86611.
Askriftargjald kr. 85ájríánuði innanlands
og verð i lausasöluölaónureintakið.
Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Síðumúla 14.
Ævintýrið um Gulleyjuna
Hver hefur ekki lesiö Gulleyj-
una, þá f rægu ævintýrasögu, þar
sem litli góði strákurinn slóst í
för með ribböldum og ræningjum
í leit að týnda f jársjóðnum. Þar
koma við sögu, Ben Gunn, ein-
yrkinn á eyjunni, sem fundið
hefur fjársjóðinn og reynir að
koma honum undan, og svo Long
John Silver, sá alræmdi skúrkur,
sem leitinni stýrði.
Þessi heimsþekkta og sígilda
frásögn kemur óneitanlega upp í
hugann, þegar ríkisstjórnin
skýrir frá nýjustu efnahagsað-
gerðum sínum. Hún gerir sem
minnst úr gengisfellingunni, en
þykist hinsvegar hafa himin
höndum tekið þegar sjóðir Seðla-
bankans eru annarsvegar.
Ríkisstjórnin hefur fundið sína
Gulleyju, sinn fjársjóð. Að vísu
þvælist Seðlabankinn fyrir og er
þar mættur Jóhannes Nordal í
hlutverki Ben Gunn. En hver
skyldi þá vera í gervi Long John
Silver?
Fjársjóðir Seðlabankans eiga
að vera lausn á öllum vanda.
Helst er að skilja að þar séu allar
hirslur fullar af gulli og ger-
semum og ríkisstjórnin þurfi
ekki annað að gera en taka lykla-
völdin af seðlabankastjórum og
1 dreifa gullpeningum af örlæti
sínu til þurfalinganna í atvinnu-
f m j
rekstrinum.
„Hagnaður Seðlabankans mun
verða notaður/' segir Svavar
Gestsson í uppsláttarfrétt Þjóð-
viljans, og Steingrímur Her-
mannsson nefnir himinháar tölur
um ofsagróða bankans. Sú mynd
er dregin upp að í rauninni séu
góðu strákarnir í ríkisstjórninni
að leggja út í fífldjarfan leið-
angur til að grafa upp f jársjóð-
inn, sem ribbaldar bankakerfis-
ins reyna að skjóta undan.
Siglingin til Gulleyjunnar er
hafin.
En hverjir eru þá þessir földu
sjóðir Seðlabankans? Hvaða
fjársjóði er þar að finna?
Gjaldeyrisforði þjóðarinnar er
varðveittur af Seðlabankanum.
Við hverja gengisf ellingu
islensku krónunnar, hækkar bók-
fært verð gjaldeyriseignarinnar.
Gjaldeyrisforðinn er endur-
metinn í samræmi við breytingar
á genginu, og hefur aukist mjög
vegna verulegs gengissigs á síð-
asta ári. Ráðstöfun á bókhalds-
legri hækkun gjaldeyrisforðans
getur því aðeins átt sér stað með
því að selja eða ganga á gjald-
eyriseignina.
Til einföldunar og útskýringar
má taka dæmi af fasteign. Ein-
staklingur festir kaup á íbúð. í
vaxandi verðbólgu hækkar fast-
eignamat íbúðarinnar, án þess þó
að eigandi hennar hafi meira fé
handa á milli. Á pappírnum er
hann ríkari, en í raun stendur
hann i stað. Ráðstöf unarfé hans
eykst ekki nema því aðeins að
hann selji eignina.
Nákvæmlega þetta er skýring-
in á sjóðamyndun Seðlabankans.
Hið bókfærða verð gjaldeyris-
forðans hækkar án þess að pen-
ingar saf nist í hirslur. Með því að
„nota hagnað Seðlabankans" er
aðeins verið að ganga á gjald-
eyriseign þjóðarinnar, eyða í-
mynduðum sjóðum, prenta seðla.
Þetta er sá fjársjóður sem
ríkisstjórnin telur sig hafa
fundið. Seðlabankinn er ekki
sjálfstæð stofnun utan og ofan
við þjóðarbúskapinn. Þvert á
móti, bankinn er naflinn i
peningamálunum, fylgist með og
færir til bókar stöðuna i gjald-
eyrismálum, sem er um leið
staða þjóðarbúsins sjálfs.
Gulleyjan er ekki til í raun-
veruleikanum, frekar en í sögu
Stevenson. Hún er ævintýri, til-
búningur, sem er ágæt fyrir
ímyndunaraflið en slæm fyrir
pólitíkusa, ef þeir rugla saman
skáldskap og veruleika. Þeir
mega gjarnan lifa í sínum ævin-
týraheimi, en þá er rétt að
minna á, að Long John Silver
komst aldrei yfir fjársjóðinn
eftirsótta. Hans biðu önnur örlög.
Gamli Nói. oamli Nói...
Þá hafa enn einar ráðstafanir
islenskrar rikisstjórnar litið
dagsins ljós. ósköp er nú litið
nýjabrum af þeim. Lækkun á
gengi fyrirheit um athuganir,
vilji er vist allt sem þarf. Þegar
landsfaðirinn fær ágengar
spurningar I útvarpi um áfram-
hald, bregst hann önugur við,
enda vanur aö segja einungis
það sem hann vill, og áminnir
fréttamanninn um það að hann
skuli ekki vera aö reyna að toga
neitt upp úr sér!
Of seint, of lítið?
Auövitaö er þessi gengisfell-
ing ekkert annað en viðurkenn-
ing á orönum hlut, frekar en
aðrar gengisfellingar islensku
krónunnar i tvo áratugi. Þar að
auki er gengisfellingin minni en
raunveruleikinn segir til um,
rétt eins og aðrar breytingar á
hinni opinberu gengisskráningu
undanfarin ár. Of seint og of
lttið segja forystumenn atvinnu-
vega og hafa aö vissu leyti hár-
rétt fyrir sér.
Fleiri hliðar eru samt á
málunum. Þvi verður ekki
neitað aö þrátt fyrir allt hefur
rikisstjórninni tekist að halda
nokkuö aftur af verðbólgu-
hraðanum I þessu snaróða lifs-
gæðakapphlaups-þjóðféiagi,
með þvi að þrjóskast eins lengi
við og hún gat að viöurkenna
staöreyndir. Þaö þýðir I raun aö
tekist hefur að draga nokkuð úr
útgjöldum atvinnufyrirtækj-
anna á móti þvi að þau hafa ekki
fengiö nauösynlegar verð-
hækkanir fyrir útflutning. En
hvað gerist nú?
Nú eru nær allir kjara-
samningar í landinu lausir og
aöilar vinnumarkaðarins eru að
byrja að takast á í samninga-
þófi. Tæplega verður opinber
gengisfelling til þess að liðka
fyrir þvi aö launþegar geri sig
ánægða með litlar kaup-
hækkanir. Ef dæma á eftir venj-
unni þýða allsherjar kjara-
samningar verulegar launa-
hækkanir eða kannski öllu
heldur verulegar kostnaðar-
hækkanir atvinnufyrirtækjanna
og þar með verður lagður
grunnur að nýrri gengisfellingu
og hringekja vitleysunnar fer á
fulla ferð að nýju.
Hvenær læra menn?
Nú virðast allir sammála um
að gengisfelling sé engin lækn-
ing, aðeins mýkjandi umbúðir á
meinin. Stjórnmálamenn jafnt
sem launþegar og vinnuveit-
endur samþykkja það. Samt
bendir enginn á neina aðra leið
þvi þessi er þægilegust. Þá er i
raun ekki gengið á neins hlut
fremur en annars, finnst mönn-
um. Vissulega slæmt, en hvað
annaö?
Dæmið er i raun ósköp einfalt.
Allar gengisfellingar stafa af
þvi að innlendur kostnaöur
eykst umfram þaö sem viö ber-
um úr býtum I samskiptum við
aöra. Viö lifum um efni fram
sem þjóðfélag og á meöan við
gerum það verðum viö fátækari
og fátækari að meiri og meiri
viðrinum I augum annarra
þjóöa. Með þessu er ég ekki að
halda þvi fram að allir hafi það
of gott i þessu þjóðfélagi, ég er
bara aö tala um okkur I heild,
meö öllum kostum og göllum
okkar þjóðskipulags. Lifskjör
okkar eru fölsk á meðan við get-
um ekki haldið þeim uppi með
ööru en þvi að slá lán og skerða
gjaldmiðil okkar. Hver dagur
þessarar fölsku sælu er ávisun á
erfiðleika afkomenda okkar,
nema þvi aöeins aö einhver þau
straumhvörf verði i lífi okkar
spm þjóðar, sem enginn fær séð
fyrir.
Samt eru allir tiltölulega
ánægðir! Enginn vill taka
höfuðið upp úr sandinum. Jafn-
vel stjórnarandstaðan sem þyk-
ist bera hag atvinnuveganna
þessi ósköp fyrir brjósti, titrar
af sælu I hvert sinn sem hún
fréttir af einhverri kröfu þrýsti-
hóps sem líkleg er til þess að
koma róti á vinnumarkaðinn
svo bannsett ekkisen rikis-
stjórnin fái eitthvað til að hugsa
um.
Nýjar álkrónur?
Nýja krónan okkar hrapar og
hrapar i verðgildi og áliti. Þótt
landsfeöur frétti ekki af þvi
hvernig myntbreytingin hefur i
sumum tilvikum verið misnotuð
af ,,athafna”mönnum veit hinn
almenni launþegi það. Opinbert
stjórnleysi á efnahagsmálum
skerðir hana einnig hratt. Lík-
lega verður farið aö framleiða
hana úr áli innan áratugs, svo
engan þurfi að styggja i þjóð-
félaginu.
Svo inikiö er vist að ekki
virðist almenningur i landinu
hafa áhyggjur af þvi. Þegar hin-
ir lægst launuðu I þjóðfélaginu
setja fram hógværari kröfur en
oft áöur, sperrast hálaunahópar
upp úr öllu valdi. Þegar sjávar-
útvegsráðherra vogar sér að
láta að því liggja að rétt kunni
aö vera aö endurmeta launa.
kjör sjómannastéttar meö til-
liti til tækninýjunga, ætlar allt
af göflum að ganga. Það
gæti nefnilega þýtt að launa-
dreifingin innan stéttarinnar
myndi breytast og þá yrði
einhver óánægður myndi jafn-
vel halda vöku fyrir einhverj-
um verkalýðsleiötoganum.
Ef einhver vogar sér að segja
að launahækkun lægst - laun-
uðu verkamanna þurfi ekki
endilega að streyma út i alla
uppmælingu og bónus, þá er það
árás á heigan samningsrétt. A
hverju ári taka prentiönaðar-
menn kverkataki á útgefendum
og prentiðnaðarfyrirtækjum,
þegar þeir ná inn megninu af
árstekjunum, enda þótt viö blasi
að unnt sé að flytja prent-
iðnaðinn að verulegu leyti út úr
landinu til landa þar sem unnt
Magnús Bjarnfreðsson
skrifar um efnahags-
ráðstafanir ríkisstjórnar-
innar. Ekki finnst honum
mikið til þeirra koma.
Hann segir: „Lífskjör
okkár eru fölsk á meðan
við getum ekki haldið
þeim uppi með öðru en
því að slá lán og skerða
gjaldmiðil okkar. Hver
dagur þessarar fölsku
sælu er ávísun á erfið-
leika afkomenda okkar,
nema þvf aðeins að ein-
hver straumhvörf verði í
lífi okkar sem þjóðar,
sem enginn fær séð
fyrir".
er að tala viö menn I alvöru.
Þetta eru aöeins nokkur dæmi.
En á meðan allir sjá þetta og
allir vita þetta, rembast allir við
að gera ekki neitt til þess að
bæta úr málum. Engan má
styggja, gamla góða gengis-
fellingarleiðin er sú eina, sem
menn rata, svolitið dulbúin að
visu að hluta en bein og greiö.
Hvers vegna er ástandið
svona? Vilji er allt sem þarf,
sagði maöurinn. Þaö er nú
meinið.