Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2001, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JANÚAR 2001
S
ÍÐASTLIÐIÐ vor komu út tvær
bækur með nokkurra daga
millibili um bréfaskipti Ólafar á
Hlöðum og Þorsteins Erlings-
sonar. Bækurnar „Orð af eldi“ í
samantekt Ernu Sverrisdóttur
og „Bréfaástir“ í útgáfu Þór-
önnu Tómasdóttur Gröndal. Í
báðum þessum bókum er aðaláhersla lögð á
Ólöfu en ekki þjóðskáldið sjálft, Þorstein Er-
lingsson, þó segja megi að fremur lítið hafi verið
um hann skrifað. Reyndar hefur ekki heldur
verið mikill áhugi á Ólöfu allt fram að þessu.
Sem dæmi má nefna að svo seint sem árið 1985
segir Hulda Á. Stefánsdóttir, gömul „vinkona“
Ólafar, að nafn hennar sé að gleymast, eða hafi
kannski „aldrei verið munað?“ 1 En úr þessu
hefur verið rækilega bætt upp á síðkastið eins
og þessar tvær bækur sanna og helst það í
hendur við síaukna áherslu á kvennasögu. Þá er
og nokkur umfjöllun um skáldskap Ólafar í
grein Silju Aðalsteinsdóttur í 3. bindi Íslenskr-
ar bókmenntasögu sem kom út árið 1996. Það
sem er sameiginlegt ofannefndum bréfabókum
og umfjölluninni í bókmenntasögunni er, að í
þeim er fjallað um „ástir“ Ólafar og Þorsteins
og það eru konur sem skrifa um Ólöfu í þessum
tilvikum öllum.
Hér verður einkum fjallað um útgáfu Ernu
Sverrisdóttur á bréfunum og umfjöllun hennar
um „ástir“ Ólafar og Þorsteins en bók Þórönnu
höfð til hliðsjónar, ásamt fleiri bókum sem fjalla
um Ólöfu. Þóranna leggur á svipaðan hátt og
Erna áherslu á að um einhvers konar ástarsam-
band hafi verið að ræða milli Ólafar og Þor-
steins. Þórönnu verður tíðrætt um ástina milli
þeirra, talar t.d. um „bréfaástarsamband“ þar
sem að baki búa „frumstæðar hvatir“ og gagn-
kvæmar þrár þeirra. Bréfin séu dæmi um hina
eilífu orðræðu um ástina. 2 Þóranna heldur og
fram að Ólöf hafi verið heil í ást sinni og látið
stjórnast af eðlishvöt meðan Þorsteinn hafi
skynsama og yfirvegaða sýn á ástina. Þessar
ólíku skoðanir valdi Ólöfu „ómældum sársauka“
og geri það að verkum að hún verður að „elska
og þrá það sem henni mun ekki hlotnast“ (19).
Sr. Jón Auðuns talar einnig um „ólgandi þrá“
Ólafar sem hafi einkennt líf hennar þegar frá
þeim tíma er hún hleypti heimdraganum, en án
þess að tengja það á nokkurn hátt við kynni
hennar af Þorsteini. 3
Þá nefnir Þóranna tvö ástarkvæði sem Ólöf
og Þorsteinn höfðu gert í sitt hvoru lagi, og
skrifað um í bréfum sínum, og telur þau bera
vitni um ástir þeirra. Sú fullyrðing er meira en
lítið hæpin, enda orti Þorsteinn sitt kvæði löngu
áður en hann kynntist Ólöfu. Þó segir Þóranna
að Ólöf sé enn sama sinnis og fram kemur í
kvæði hennar (þ.e. eftir að Þorsteinn var komin
til Hafnar) en hann ekki (s. 22). Á bakhlið kápu
bókar Ernu Sverrisdóttur, „Orð af eldi“, segir á
svipaðan hátt, að þau Þorsteinn og Ólöf hafi
bundist „óvenjusterkum tilfinningaböndum“ og
að bréfasamband þeirra hafi verið „mjög per-
sónulegt og geymdi táknmál tilfinninganna, ást-
arinnar.“ 4
Bréfaskrifunum ekki flaggað
Var um ástarsamband milli Þorsteins og
Ólafar að ræða?
Í inngangi sínum að bréfunum bendir Erna á
að Ólöf á stundum „erfitt með að greina á milli
ómengaðrar vináttu og ástar, það er alltaf
óreiða í sálinni, miklar sveiflur“ (bls. 20). Erna
segir einnig um Ólöfu, e.t.v. til að réttlæta út-
gáfu bréfanna því að margoft kemur fram í
þeim að Ólöf vildi ekki að þau kæmu fyrir al-
mennings sjónir, að hugur hennar hafi verið
„afar mótsagnakenndur. Hún sagði eitt en vildi
annað og gerði mikið af því að sviðsetja sjálfan
sig inn í dramatískar aðstæður“ (s. 38). Þessi at-
hugasemd er mikilvæg í ljósi þess sem á eftir
fer og einnig þess sem er fullyrt á baksíðu káp-
unnar (sem sölubrella? Sjá hér að ofan).
Erna heldur því fram, rétt eftir að hafa nefnt
skapsveiflur Ólafar, að annar maður en nýorð-
inn eiginmaður hennar eigi nú „hug hennar“,
þ.e. Ólafar (s. 21). Erna talar einnig í sömu
andrá um manninn sem Ólöf „elskaði í leyni“.
Hér gefur hún í skyn að Ólöf hafi aldrei elskað
eiginmanninn, Halldór Guðmundsson, vegna
ástar á Þorsteini Erlingssyni. Erla vitnar í
bréfaskipti þeirra Þorsteins og Ólafar um það
leyti sem Ólöf giftist.
Þegar Erna lýsir Þorsteini verður ljóst að
hann er að sumu leyti algjör andstæða Ólafar.
Hann er „mjög sjálfstæður og öruggur“, tilfinn-
ingar hans og skoðanir eru „vel skorðaðar“.
Hann er allan tímann sáttur við sig og hlut-
skipti, en hún ávallt fönguð af „óyndi“ (s. 37).
Þorsteinn er „jarðbundnari og vissari um sig og
sína stöðu“, en Ólöf er „meira á flugi og mót-
sagnakenndari“ (s. 44).
Sr. Jón Auðuns bendir einnig á hinar sterku
andstæður í fari Ólafar og að þess vegna hafi
hún getað verið svo „altekin andlegri þjáningu,
að henni hélt við sturlun.“ 5 Sr. Jón talar einnig
um hana sem „ólgandi sál“, knúna áfram af
innra eldi, að sá eldur hafi stundum brunnið „af
meira afli en vinum hennar þótti þægilegt“ (s.
12). Þá gefur sr. Jón í skyn að Ólöf hafi átt við al-
varleg geðræn vandamál að stríða: „Það sem
vakið hefði vindhviðu í sál flestra annarra
manna, varð að ofsaroki í hennar sál“ (s. 14). Þá
nefnir hann hve einangruð hún var alla tíð, að
hún hafi haft lítil samskipti við fólk. Hún þótti
köld í tilsvörum, beitti fólk stundum vægðar-
lausu háði að tilefnislausu og því forðaðist fólk
hana. Í sveitinni þótti henni lítið til búrauna
fólksins koma og sýndi þeim, sem báru sig upp
við hana þess vegna, stundum takmarkalausa
fyrirlitningu (s. 17–18). Þannig var nokkuð
langur vegur frá því að hún ætti skap við alla og
var sögð „ólík öllu öðru fólki“ (s. 25).
Það kemur fram hjá Ernu Sverrisdóttur að
það hafi ekki verið Ólöfu á móti skapi að um þau
Þorstein myndaðist „mýta um elskendur sem
ekki máttu njótast.“ 6 Hér leikur Erna sér að
þeirri hugmynd að Ólöf, sem vildi brenna bréf-
in, hafi með því verið að gefa til kynna áhuga á
ástarsambandi en annað hvort hafi Þorsteinn
ekki skilið „táknmál ástarinnar“ eða látið sem
hann sæi það ekki (s. 40). Þóranna heldur svip-
uðu fram, þ.e. að leyndin sem þau vildu viðhafa
sýni að um bréfaástir hafi verið að ræða. 7
Erna gefur jafnvel í skyn að Þorsteinn hafi
verið hræddur við Ólöfu. Er reyndar ekki óeðli-
legt að líta svo á þar sem það virtust fleiri skáld
vera hræddir við hana. Fram kemur í bréfum
þeirra að Þorsteinn hafi leitað til Steingríms
Thorsteinssonar um að taka Ólöfu í einkatíma í
þýsku en hann ekki þorað það fyrir sitt litla líf
(s. 45, 60).
Þó er til eðlilegri skýring á því af hverju Ólöf
og Þorsteinn vildu bæði halda bréfasambandinu
leyndu. Ástæðan var sú að Þorsteinn var heit-
bundinn stúlku heima á Íslandi og hefur því
skiljanlega ekki viljað að bréfaskipti sín við aðra
konu kæmust í hámæli. Þá var samband Ólafar
og Halldórs Guðmundssonar að byrja um það
leyti sem bréfaskrif hennar og Þorsteins hófust,
svo þau höfðu bæði ástæðu til að vera ekki að
flagga bréfaskrifunum.
Sára saklaus
En hvað um þessar meintu ástir þeirra Þor-
steins og Ólafar? Voru þær einhverjar? Var ein-
hvern tíma um raunverulegt ástarsamband að
ræða þegar þau voru samtíða í Reykjavík árin
1881–1882, og svo aftur sumarið 1883, og
bjuggu undir sama þaki um tíma? Seinna höfðu
þau ekki tækifæri til slíkra kynna því þau sáust
ekki nema tvisvar eftir það, ekki fyrr en árið
1910 og svo aftur árið 1914.
Bréfin sjálf eru til vitnis um að um ástarsam-
band var alls ekki að ræða. Um það má nefna
nokkur dæmi. Í fyrsta bréfinu milli þeirra, sem
Ólöf hafði frumkvæði að, tekur hún fram að hún
skrifi honum, ekki vegna þess að hún sé for-
elskuð í honum, heldur vegna áhuga hennar á
honum sem skáldi og fræðimanni (s. 39). Þá
kemur fram í svarbréfi Þorsteins að hann telur
að bréfin hafi ekkert að fela sem ekki megi
koma fyrir sjónir manna.
Enda eru þau fyrir okkur nútímafólk sára
saklaus og segja ákaflega lítið frá forboðnum
málum. Bréfin eru fyrst og fremst vinabréf. Því
er óeðlilegt að halda því fram eins og Erna gerir
að þegar Ólöf, í bréfi frá árinu 1886, er í gleði
sinni að segja Þorsteini frá ástvini sínum, þá sé
hún með því að reyna að gera Þorstein afbrýði-
saman (s. 41). Í bréfi árið 1895, þegar Ólöf gerir
tilraun til að hefja aftur bréfaskriftir við Þor-
stein en hann svarar ekki, segir hún honum frá
því hve heitt hún elski „fóstra“ sinn. Er það sér-
kennileg leið að byrja aftur bréfaskriftir með
því að reyna að gera viðtakandann afbrýðisam-
an, þ.e. ef kenning Ernu er rétt.
Þá skrifar Þorsteinn einnig á þann hátt um
áhuga sinn á kvenkyninu að ljóst má vera, að
hann er að skrifa vini sínum, en ekki konu sem
hann hefur hug á (s. 69). Einnig kemur fram að
Ólöf hefur sagt Halldóri frá bréfum Þorsteins
(árið 1886). Af því er Þorsteinn ekki hrifinn og
segir það ástæðulaust þar sem Halldóri sé að
„engu leyti ... gert rangt til“ (s. 43). Hann telur
að þetta verði aðeins til að gera Halldór afbrýði-
saman.
Eftir þetta verða straumhvörf í bréfaskrifum
þeirra segir Erna og dregur sína ályktun af því.
Hún telur að Þorsteinn hafi ekki þolað sam-
keppnina við Halldór og því misst áhugann á að
skrifa Ólöfu. Hér túlkar Erna hlutina á óeðlileg-
an og alltof dramatískan hátt að mínu mati.
Eðlilegra er að líta svo á að Þorsteinn hafi ekki
viljað spilla sambandi Ólafar og Halldórs og því
gert þessa athugasemd. Þá hættu þau ekki
bréfaskriftum eftir þetta, heldur héldu áfram að
skrifast á í tvö ár og því varla hægt að tala um
einhver straumhvörf árið 1886. Þá kemur ekki
fram hvort þeirra hætti bréfaskriftunum árið
1888, en fram kemur í bréfum Ólafar seinna að
hún hafi verið mjög veik um það leyti. Leiða má
líkum að því þess vegna, að það hafi verið hún
sem hætti að skrifa Þorsteini en ekki öfugt.
Ekki ástarsamband
Þegar þau tóku upp þráðinn að nýju árið
1895, að frumkvæði Ólafar, er annar og ráðsett-
ari blær á skrifum þeirra, enda bæði gift. Þó
klykkir Erna út með því að fullyrða, þrátt fyrir
augljósa annmarka á þeirri staðhæfingu, að
Þorsteinn hafi verið „stóra ást“ Ólafar, sama
hvorum megin grafar hann lá (s. 44). Sem dæmi
um hve hæpin þessi fullyrðing er, má nefna um-
mæli Ólafar í bréfi frá árinu 1895 en þar minnir
hún Þorstein á að hann hafi lítið reynt að fá
hana til við sig og að þau hafi aldrei kysst (s.
114–115). Eru þessi orð eflaust einhver sterk-
asta sönnun þess að aldrei hafi verið ástarsam-
band á milli þeirra.
Að vísu verður að viðurkennast að Ólöf nefnir
það í þessu sama bréfi að Þorsteinn standi sér
nær en aðrir óskyldir menn, hún er þar mjög á
persónulegu nótunum og ýjar að ýmsu. Hún tal-
ar einnig um sig sem hálfblinda „af draumórum
og ástarþrá og ýmsu þaðan af verri heimsku“,
og verður þetta bréf að teljast dæmi um eitt af
slíkum köstum hennar (s. 112). Bréfið sýnir
okkur mynd af konu sem líður illa. Hún er full af
þrá eftir einhverju ókenndu og man allt í einu
eftir Þorsteini, skrifar honum og fær útrás fyrir
draum- og kynóra sína. Þá er í því að finna sár-
indi og dylgjur í garð hans og skot á samband
hans og danskrar eiginkonu, svo vel er skilj-
anlegt að Þorsteinn svarar ekki bréfinu.
E.t.v. er það einmitt ólík sýn Ólafar og Þor-
steins á ástinni sem segir okkur mest um sam-
band þeirra og einnig um persónur þeirra. Ólöf
heldur því margoft fram að Þorsteinn hnjóði í
ástina og sé illa að sér á því sviði. Hún láti til-
finningarnar ráða en hann stjórnist af skynsem-
inni. Hann hafi reynt að drepa trú hennar á ást-
ina og hafi jafnvel haldið því fram að hún ætti
ekki til ást. Eftirfarandi kvæði, sem hún kallar
„Efa“ orti Ólöf eftir samtal milli þeirra um ást-
ina og trúna: „Vissan er töpuð, í vafa ég geng, /
vonin mín hrærir við raddlausum streng. / Líttu
á minn efa og logandi þrá, / lof mér í trúnni þig,
alvaldur, sjá.“ 8
Þorsteinn talar í þessu sambandi um „fornar
deilur“ milli þeirra. 9 Sem dæmi um þessar deil-
ur má benda á kvæði Ólafar um trú, von og kær-
leika sem Þorsteinn svarar með kvæðinu „Trú,
von og ást“ þar sem hann setur fram allt aðrar
skoðanir en Ólöf. Silja Aðalsteinsdóttir hefur
einnig bent á áhrif þessara „heimsspekilegra“
deilna á kvæði Ólafar svo sem í ljóðinu „Tilfinn-
ing (mín) og skynsemi (yðar)“ sem lýkur á þessa
leið:
„Ég lært hefi kærleikans lífsreynslu bók; / ég
lært hef á engan að stóla. / Ó, rengdu mig ekki;
ég examen tók / í elskunnar gagnfræðaskóla!“ 10
Þá er Þorsteinn mjög einlægur við Ólöfu og
kemur með margar ráðleggingar um hvernig
megi bæta samband hennar við Halldór, en
minnstu munaði að ekkert yrði úr giftingu
þeirra. Skrifar Ólöf Þorsteini oft og iðulega um
vandræði þeirra og eru svör hans fullsæmandi
hvaða sálusorgara sem er. Það er aftur á móti
ekkert í bréfunum sem bendir til þess, eins og
Þóranna gefur í skyn, að Ólöf hafi verið að
skrifa honum vegna þess að hún hafi vonað
innst inni að Þorsteinn tæki af skarið og bæði
hana að bíða sín. 11 Hann skrifar henni sem vin-
ur og finnst sýn hennar á hjónabandið vera þess
eðlis að ráðlegast sé fyrir hana að giftast ekki.
Hún virðist hafa haft „blinda og dreymandi“
sýn á hjónabandið, en það leiðir aðeins til ævi-
langs böls að mati Þorsteins: „Gangi maður í
hjónabandið með þeirri meðvitund, að maður
eigi að lifa með manni, og vonist ekki eftir nein-
um táknum og stórmerkjum ástar og yndis,
sem væri jafn heitt alla æfi, þá skal ég ábyrgjast
hjónabandið ... Það er satt, það er lífsspursmál
að eiga vin, sem maður getur trúað, en heimti
maður of mikið af honum, þá getur hann orðið
manni til böls og harma.“ Þá talar Þorsteinn um
að þegjandi þófið, þegjandi ósamlyndi og laun-
brall sé það versta fyrir hjónabandið, en rifr-
ildið geri „ekki baun“. 12 Í bréfi ári seinna segir
hann að mikilvægt sé að „böndin liggi þægilega
á manni, en liggi þau óþægilega eða vilji togna á
þeim“ þá er eins gott að vera laus við böndin (s.
68).
Allt þetta segir manni að samband þeirra var
„ÓMILDRA HENDUR“
UM MEINTAR ÁSTIR ÓLAFAR Á HLÖÐUM OG ÞORSTEINS ERLINGSSONAR
Hér er fjallað um tvær bækur sem komu út síðastliðið
vor um bréfasamskipti skáldanna Þorsteins
Erlingssonar og Ólafar á Hlöðum. Er því haldið fram
að ekki hafi verið um ástarsamband þeirra á milli
að ræða eins og gengið er út frá í bókunum
heldur vinasamband.
Ólöf á Hlöðum.Þorsteinn Erlingsson og eiginhandaráritun.
E F T I R T O R FA K R I S T J Á N
S T E FÁ N S S O N H J A LTA L Í N