Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2001, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JANÚAR 2001
Borgin er lit-
laus en býr
yfir dulúð sem fáir skilja nema þeir sem búið
hafa þar lengi, en þeir eru svo samgrónir henni
að þeir veita dulúðinni enga athygli.
„Hvað finnst þér um Reykjavík sem borg?“
spyr ég vin minn sem farið hefur víða og þekkir
margir borgir.
„Ég þekki hana svo vel að ég er fyrir löngu
hættur að taka eftir henni,“ segir hann.
❧
Þessi vinur
minn, sem
farið hefur víða og þekkir margar borgir, er
enginn annar en dr. Róbert Pétursson.
Þú hefur kannski heyrt hans getið.
Dr. Róbert er hálærður hagfræðingur frá
Cambridge og París og hefur auk þess próf-
gráðu í sagnfræði og stjörnuvísindum. Hann
var um skeið prófessor við Háskólann í Móbasa
og áður en stjórnmálamenn sneru við honum
baki var hann yfirmaður efnahagsmála á Ís-
landi. Bónorð hans til fegurðardrottninga eru
ættuð frá þeirri tíð sem og sú sögn að einni
þeirra hafi hann snúið til marxisma.
Eftir að dr. Róbert kom heim frá Móbasa
sneri hann sér að sjoppurekstri, lærði á tromp-
et og hóf nám í stjörnuvísindum. Hann áleit að
himinhvolfið bæri að túlka út frá vísindalegum
marxisma og vildi afsanna tilvist fljúgandi
furðuhluta. Á seinni árum hefur dr. Róbert ver-
ið umboðsmaður danshljómsveita sem aðallega
leika listir sínar fyrir fráskilið fólk af eldri kyn-
slóðinni og sumir nefna æðahnútabönd.
Ég veitti dr. Róbert athygli á götum borg-
arinnar löngu áður en ég kynntist honum per-
sónulega. Ég vissi ekki einu sinni hvað hann hét
en sperrti eyrun þegar ég heyrði nafn hans: dr.
Róbert. Á Revolver-plötu Bítlanna er lag með
sama nafni: Doctor Robert, þó þar sé átt við allt
annan Róbert. Ring my friend I said you’d call
doctor Robert.
Þegar ég heyri John Lennon syngja þetta lag
dettur mér dr. Róbert Pétursson í hug og svo
öfugt: þegar ég sé dr. Róbert ganga yfir Lauga-
veginn með samning við danshljómsveit í vas-
anum fer grammófónplata undir nál í heilanum
og það er árið 1966 og svaka gaman að vera tólf
ára.
Eitt af því sem vakti athygli á Bítlunum var
klipping þeirra og hárgreiðsla, en dr. Róbert er
nánast burstaklipptur, nema hárbroddarnir á
höfðinu eru hærri en í hliðunum.
Auk sjoppureksturs og umboðsstarfa leigði
dr. Róbert út húsnæði. Vestur í bæ átti hann
kjallara sem hólfaður var niður í herbergi. Dr.
Róbert leigði aðeins þrem þjóðfélagshópum: fá-
tækum stúdentum, misskildum listamönnum
og fráskildum fræðimönnum.
Eitt sinn málaði dr. Róbert þakið á húsinu.
Sama dag mætti ég honum í Austurstrætinu.
Þá vissi ég að þakið var grænt einsog hendur
hans og hár. Fólk horfði á hann einsog fljúgandi
furðuhlut, en enginn reyndi að skýra hann út
frá vísindalegum marxisma.
Ég sá dr. Róbert fyrst á fundi hjá Samtökum
herstöðvaandstæðinga. Hann kvaddi sér hljóðs
og skoraði á Samtökin að beita sér fyrir þjóð-
aratkvæði um hermálið. Tillaga doktorsins
vakti mikla kátínu og var þögguð niður af há-
menntuðum mælskukóngum en nokkru síðar
var þessi sama tillaga orðin að helsta baráttu-
máli samtakanna.
Áhugi minn á dr. Róbert var vakinn, ekki út
af tillögunni heldur persónuleikanum.
Félagi minn, Brynjólfur Jónsson, trotskyisti
sem stundaði síldveiðar á Norðursjónum, sagði
mér að dr. Róbert hefði þýtt ritgerðir eftir
breska hagfræðinga og gefið út á bók.
Brynjólfur sýndi mér bókina.
Þetta voru fimm eða sex ritgerðir í litlu kveri,
en það var alveg sama í hvaða bókabúð ég
spurði. Enginn bóksali í borginni kannaðist við
breskar hagfræðiritgerðir þýddar af dr. Róbert
Péturssyni fyrrum efnahagssérfræðingi rík-
isstjórnarinnar, nú umboðsmanni dans-
hljómsveita.
Svo er það einn laugardagsmorgun að ég sé
dr. Róbert á gangi við Hverfisgötuna, nálægt
Arnarhóli. Ég ákveð að gefa mig á tal við hann
og segi: „Ert þú ekki dr. Róbert Pétursson?“
„Jú, sá er maðurinn,“ segir dr. Róbert.
„Og hefur þýtt hefur marxíska hagfræðinga
frá Bretlandseyjum?“ spyr ég.
„Stendur heima,“ segir dr. Róbert og horfir á
mig.
Vera má að dr. Róbert hafi fundist ég, síð-
hærður unglingur í Belgjagerðarúlpu, hálf
skrýtinn að ávarpa hann með þessum hætti. Þó
er ég ekkert viss um það, því dr. Róbert kallar
ekki allt ömmu sína.
Hann spurði mig að nafni og hverra manna
ég væri. Á þessum tímavoru róttæklingar
gjarnan ættfróðir og sumir snobbaðir. Ég sagði
dr. Róbert nafn mitt og rakti ættir mínar eins-
og ég gat. Þegar ég hafði lokið máli mínu sagði
dr. Róbert: „Viltu ekki ganga með mér dálítinn
spöl og drekka kaffi með mér og móður minni.
Þá get ég sýnt þér hagfræðiritgerðirnar.“
Skömmu síðar vorum við staddir í einu af
þessum bakhúsum sem maður finnur aldrei aft-
ur þó maður leiti að þeim; og veit þá ekki hvort
búið er að rífa þau eða hvort þau hafa aldrei
verið til. Slík bakhús eru hluti af dulúð borg-
arinnar.
Öldruð móðir doktorsins tók á móti okkur.
Við drukkum kaffi. Talið barst að Bernard
Shaw, handritunum frá Dauðahafinu, fram-
kvæmd sósíalismans í heiminum og hnignun
Bretaveldis.
Á eftir stóðum við upp og gengum upp tré-
stiga. Dr. Róbert opnaði dyr inn í herbergi.
Þarna voru bresku hagfræðiritgerðirnar. Þær
þöktu veggina frá gólfi til lofts. Upplagið hafði
aldrei farið í dreifingu, nema tvö eintök sem
seldust á fundi þar sem dr. Róbert hélt erindi
um kenningar bresku hagfræðinganna.
Fimm manns mættu á fundinn, þeirra á með-
al Brynjófur Jónsson trotskyisti, sem stundaði
síldveiðar á Norðursjónum og sagði mér frá
bók sem leiddi til frekari kynna af dr. Róbert,
bók sem ég fann hvergi í búðum þó nú stæði ég
frammi fyrir upplagi hennar eða svo gott sem.
❧
Ég kynntist
dr. Róbert
sumarið 1971, sama ár og handritin komu heim
og gerðar voru út sendinefndir til að kaupa
uppstoppaðan geirfugl. En krían kom sjálf og
skógarþrestir og heiðlóur. Stelkir hossuðu sér í
fjörum. Glóbrystingar skreyttu tún.
Sólin hellti gullrauðum geislum yfir fjöllin og
glampaði á sjónum. Sumir kölluðu þetta rauð-
vínssumarið mikla.
Skýin blöktu einsog þvottur á snúru. Und-
arleg glaðværð flæddi um götur og torg.
Vængjaðir hestar flugu út úr blámanum.
Ég man að borgin var full af sérvitringum.
Sumir voru útlenskir og tilheyrðu sértrúarsöfn-
uðum, aðallega baháíum, sem fyrst höfðu aðset-
ur í Breiðfirðingabúð en síðan í húsi við Óðins-
götuna.
Lágvær tónlist ómaði við kertaljós.
Ég man eftir Patrick. Hann var kartöfluæta
frá Írlandi og gekk um göturnar í köflóttum ull-
arjakka með töskur úr úlfaldaskinni hangandi
niður úr öxlunum. Hann sá vængjuðu hrossin
með eigin augum og orti um leið ljóð á gelísku.
Patrick bjó á Hótel Lóni þar sem Helgi
magri, stundum nefndur Helgi fagri, var næt-
urvörður og hélt dagbækur, eða réttara sagt
náttbækur, en Patrick var nýkominn frá
Egyptalandi og hélt að hann gæti haft í sig og á
með því að tefla á götum úti, líktog hann hafði
gert á hassbúllunum í Kairó, en hann var fljótur
að loka skákborðinu eftir að annar hver blað-
söludrengur í borginni hafði mátað hann.
Frá því um veturinn hafði ég sótt fundi hjá
Guðspekifélaginu ásamt félögum mínum og
mætt á samkomur hjá Baháísöfnuðinum, sem í
sjálfu sér voru engar samkomur, heldur sátum
við ungmennin með krosslagða fætur við kerta-
ljós og reyndum að finna okkur sjálf á vængjum
kliðmjúkrar tónlistar í anda Crosby, Stills og
Nash, sem gárungarnir kölluðu Crosby, Pills og
Hash. Þetta var ekkert ósvipað og á jógaæfing-
unum hjá Sigvalda í Guðspekifélaginu nema að
þar var þögn í stað popptónlistar.
Ég hvarf hins vegar burt frá skýjuðum trúar-
brögðum því leit mín endaði í Fylkingunni, bar-
áttusamtökum sósíalista, sem enn hafði yfir sér
lífsglaðan stjórnleysingjablæ enda ekki komin á
vald kreddumanna sem einn góðan veðurdag
mættu með bakpoka frá Noregi fulla af ritling-
um eftir Maó og Stalín og sögðu lífsnautna-
mönnum og stjórnleysingjum stríð á hendur til
þess eins að verða sjálfir kaffærðir af fylg-
ismönnum Trotskys en þeir komu sprenglærðir
frá Svíþjóð og trompuðu kreddumennina frá
Noregi með þekkingu sinni á svínarækt í Sov-
étríkjunum og alls kyns illvirkjum sem þeir
skráðu á reikning Stalíns og Maós á meðan
Trotsky var nánast helgur maður þó til væru
stjórnleysingjar sem kölluðu hann slátrarann
frá Kronstadt.
Á þessum árum sótti ungt fólk og útlend-
ingar mjög í húsakynni Fylkingarinnar og var
vel tekið á meðan stjórnleysingjar réðu þar
ríkjum.
Ég man eftir pari frá Júgóslavíu sem oft var
á rölti í bænum en sat annars í Fylkingarhúsinu
á Laugavegi 53a og góndi út í loftið þar til kvöld
eitt að maðurinn, sem var hávaxinn með sítt lið-
að hár og skegg einsog Jesús Kristur, reis upp
og hélt reiðilestur yfir sósíalismanum. Hann
titraði af reiði og spurði fyrir hvers konar vit-
leysu fólk væri að berjast. Að því búnu hvarf
parið og síðar var því haldið fram að það hefði
verið sjónhverfing, en ræðu síðhærða mannsins
gleymi ég aldrei.
Brynjólfur Jónsson, trotskyistinn sem stund-
aði síldveiðar á Norðursjónum, bjó í risi Fylk-
ingarhússins og var þar húsvörður þegar hann
var ekki á sjónum. Hann las ævisögu Trotskys
eftir Isac Deutscher, gekk um með jójó og
keypti fimm lítra rauðvínskúta sem við ungling-
arnir hjálpuðum honum að drekka úr og urðum
vitrari eftir því sem við hlustuðum á fleiri ein-
hleypa verkakarla, drykkfellda bakara og allra-
handa listaspírur og spjátrunga ausa úr sagna-
brunnum þessa heims og annars.
Ég reyndi að lesa bresku hagfræðiritgerð-
irnar í þýðingu dr. Róberts Péturssonar, en
skildi minna í þeim en ég vildi. Neðanmáls-
greinar dr. Róberts báru vott um mikinn lær-
dóm. Hljómfall orðanna skipti mig síst minna
máli en vísindalegt innihaldið.
Ég var að uppgötva vímugjafann orð, hvort
heldur var í tyrfnum hagfræðiritgerðum Bret-
anna eða tærri ljóðrænu Toníó Krögers eftir
Thomas Mann. Áhrifamátt orðanna var alls
staðar að finna: í boðskap skeggjaðra spá-
manna sem flæddi með gítargutli yfir kertalog-
um sértrúarsafnaðanna, í ræðuhöldum úti-
fundanna og sagnalist bóhemanna sem
hópuðust að Fylkingarhúsinu og létu gamminn
geisa.
Samt vissi ég ekkert hvað bærðist með mér,
nema kvöld eitt lá leið mín á Borgarbókasafnið
við Þingholtsstræti, byggingu sem að utan lík-
ist heimilum breskra fyrirmenna.
Ég var að leita að róttæku lesefni, orðum
sem tækju veröldina upp með rótum og festu
óreiðu sálarinnar á blað. Ég fann Blökkustúlk-
una eftir Bernard Shaw, Háskóla mína eftir
Maxim Gorkí og Efnisheim Björns Franzsonar.
TIL VARNAR
DR. RÓBERT
Teikning/Andrés
Frá því um veturinn hafði ég sótt fundi hjá Guðspekifélaginu ásamt félögum mínum og mætt á samkomur hjá Baháísöfnuðinum, sem í sjálfu sér
voru engar samkomur, heldur sátum við ungmennin með krosslagða fætur við kertaljós og reyndum að finna okkur sjálf á vængjum kliðmjúkrar
tónlistar í anda Crosby, Stills og Nash, sem gárungarnir kölluðu Crosby, Pills og Hash.
E F T I R E I N A R M Á
G U Ð M U N D S S O N
Þrír sagnaþættir
Reyk jav í k
D r. Róbe r t
Hendu r og o rð