Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2001, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2001, Blaðsíða 20
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JANÚAR 2001 T ÓNLISTARFÉLAGIÐ í Vín, Gesellschaft der Musikfreunde des Österreichischen Kaiser- staates, sem var stofnað árið 1812 byrjaði á að starfrækja söngskóla 1817 og bætti við kennslu á hljóðfæri 4 árum síð- ar. Árið 1822 voru skólarnir sameinaðir. Þessi skóli flutti ýmis verk m.a. frumfluttu nemendur hans 9. Sinfóníu Beethovens hinn 7. maí árið 1824, með tveim keisaralegum hljómsveitunum, önnur þeirra var óperu- hljómsveitin. Árið 1825 keypti tónlistarfélagið stórhýsi af F. Kolowrat greifa í Tuchlauben 558, í ná- grenni við Graben sem er nánast í miðjum kjarna Vínar og nefndi það Rauðu ugluna. Þá þegar hófust nauðsynlegar breytingar á innviðum hússins til að hægt yrði að opna þar tónlistarsal vorið 1831. Nú vænkaðist hagur margra tónsnillinga til að komast á svið og njóta þeirrar við- urkenningar að fá tónverk sín uppfærð, oft á tíðum frumsmíðar, lyfti það ekki síst orðstír hússins. Tónlistarfélagið var og er sjálfseignar- stofnun. Þeir sem komu fram á sviði hússins á upphafsárunum, voru ekki allir atvinnu- tónlistarmenn, heldur einstaklingar sem voru að þreifa fyrir sér um viðbrögð áheyr- anda og dómsúrskurð tónlistargyðjunnar. Þeir voru nefndir „Dilettanten“ eða leik- menn, sem hafði alls ekki alltaf jákvæða merkingu. En almenningur gat gengið að því sem vísu, að þeir sem þarna kæmu á svið flyttu tónlist í háum gæðaflokki og það tryggði ávallt góða aðsókn. Þar var t.d. píanótríó Franz Schuberts frumflutt árið 1828, sama ár og hann lést. Á árinu 1851 breytti Tónlistarfélagið starfsreglum sínum og heimilaði engum nema háttskrifuðum atvinnutónlistarmönn- um upp á sviðið og er svo enn. Breytt í leikhús Þessum sal var breytt í leikhús árið 1871, en þá hafði tónlistarfélagið komið sér upp veglegra húsi. Við Bösendorferstrasse 12, nú Karlsplatz 6, byggði Tómlistarfélagið sitt draumahús og það er Musikverein. Það var opnað með pomp og prakt að viðstöddum, meðal ann- arra sjálfum keisaranum Franz Joseph I, hinn 6. janúar 1870. Arkitektinn og húsameisarinn sem byggði það í renissanstíl var danskur, Theophil Hansen. Hann settist að í Vín 1840 og bjó þar til æviloka árið 1891. Í borginni eru fjölmargar merkis- og glæsibyggingar sem hann teikn- aði, mætti nefna þinghúsið, sem var opnað 1883, útlínur þess minna á grísk hof, enda bjó Hansen í Grikklandi í 8 ár áður en hann kom til Vínar. Vín og Austurríki sýndu þessum mikil- virka listamanni mikla virðingu, m.a. með því að sæma hann orðum og titlum, hann var gerður heiðursborgari Vínar og reistur minnisvarði um hann innan dyra þinghúss- ins. Fimmtánda sama mánaðar var haldinn þar fyrsti glæsidansleikurinn og í kjölfarið fylgdu margir. Þótti mörgum það mikill vegsauki að hafa tekið þátt í slíkum fagnaði. Aðeins fimm dögum eftir fyrsta dansleik- inn í þessu glæsilega húsi kom upp eldur í stóra salnum, sem olli talsverðum skemmd- um. Kapp var lagt á gera við skemmdirnar á sem skemmstum tíma, því auk tónleikaflutn- ings var salurinn notaður fyrir stórdansleiki austurríska aðalsins, íburðarmiklar lista- mannasamkomur og síðast en ekki síst voru þar haldnir virðulegir eftirsóttir grímu- dansleikir á kjötkveðjuhátíðum. Hélt svo fram þar til snemma á síðustu öld en þá lögðust þessir dansleikir af, en sú undan- tekning gerð, að starfsmönnum Vínar Phil- harmoníuhljómsveitarinnar er leyft að halda dansleik þar einu sinni á ári, í janúar. Þessi fagri salur, sem tekur 1746 manns í sæti og 300 í stæði, er einhver þekktast tón- listarsalur í heimi, ekki aðeins vegna feg- urðar og hve öllu er þar haganlega fyrir komið, þá er talið að hann hafi einna bestan hljómburð allra sala sem byggðir hafa verið til hljómleikahalds fyrr og síðar. Við getum svo velt því fyrir okkur hvort byggingar- meistarar þeirra tíma réðu yfir þekkingu, sem nú er gleymd til að svo vel mætti verða eða var það tilviljun? Loftmyndirnar í saln- um skemmdust nokkuð í heimsstyrjöldinni síðari en með alúð færustu sérfræðinga tókst að lagfæra þær svo ekki sér nokkra misfellu á. Hin mesta viðurkenning Mörg tónskáld hafa orðið þess heiðurs að- njótandi að fá verk sín flutt í fyrsta sinn í Musikverein, enda er slíkt hin mesta við- urkenning. Sinfóníur Antons Brückner nr. 3; 4; 6; 7 og 8 voru frumfluttar í Musikverein á árunum 1877 til 1899, og stjórnaði Hans Richter þeim flestum. Hinn 2. janúar 1871 var frumfluttur Píanókonsert í D-moll eftir Johannes Brahms og lék hann sjálfur á píanóið. Vínar Philharmonian frumflutti svo 2. desember 1883 þriðju sinfóníu hans undir stjórn Hans Richters. Þess er vert að geta að nú nýlega hlotn- aðist tónskáldinu og Íslandsvininum Helmut Neumann sá heiður að tónverk sem hann samdi í tilefni 1.000 ára afmælis kristni á Ís- landi var tekið þar til flutnings nú í janúar- mánuði. Í verkinu sungu þrír íslenskir ein- söngvarar, þau Rannveig Fríða Bragadóttir messósópran, Hjörtur Hreinsson tenór, Sig- urður Skagfjörð bassi, ásamt Claudiu Guarin sópran frá Kolumbíu. Verkinu var mjög vel tekið og höfundur hylltur með áköfu lófataki að flutningi loknum. Í nóvember 1937 hélt Karlakór Reykjavík- ur tónleika í þessu húsi, undir stjórn Sig- urðar Þórðarsonar, en einsöngvari var Stef- án Íslandi. Að tónleikunum loknum voru þeir báðir sæmdir heiðursmerki tónlistarfélags- ins í Vínarborg. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt tónleika í Musikverein, Stóra salnum 19. maí 1981, henni stjórnaði þá Páll Pampichler Pálsson. Lék hún verkið Snúningur eftir austurríska tónskáldið Werner Schulze, Flautukonsert eftir Jean Francais þar sem Manuela Wiesl- er lék einleik. Að lokum lék hljómsveitin sin- fóníu nr. 3 óp.78 eftir Camille Saint-Saëns. Auk loftmyndanna í stóra salnum, sem áð- ur er getið, er hann prýddur fjölda lista- verka og ber þar að nefna styttur af konum meðfram veggjum og lágmyndir eftir mynd- höggvarann Melmitzky, en málverkin í loft- inu eru eftir hinn kunna myndlistarmann August Eisenmeyer. Eftir hann eru vegg- myndir í fjölmörgum opinberum byggingum í Vín og einnig 2 altaristöflur í Schotten- kirche sem byggð var af írskum munkum ár- ið 1155, en af misskilningi kennd við Skota. Hann málaði einnig forkunnarfagrar 2 stór- ar myndir í fordyri grísk-kaþólsku kirkj- unnar við Fleischmarkt í 1. hverfi. Minni salur Musikverein, sem tekur 400 manns í sæti, ber nafn tónskáldsins Brahms og kallast Brahmssalur. Nú eru hafnar framkvæmdir við hlið húss- ins og viðbótarbyggingu neðanjarðar. Þar verður nýr salur undir toginu sem er á milli Musikvereinbyggingarinnar og Künstler- haus. Það hús var tekið í notkun árið 1861. Í þessum „kjallara“ verður nýr salur með hreyfanlegu sviði, ætlaður til hljómleikaæf- inga, fundahalda, kvikmyndasýninga og að sjálfsögðu tónleikahalds, sem verður fyrst og fremst ætlað fyrir yngri kynslóðina. Í þessari neðanjarðarhvelfingu er einnig áætlað að koma haganlega fyrir hljóðfæra- safni Musikverein, en það er í dag dreift út um allt Austurríki. Gert er ráð fyrir að þessum bygginga- framkvæmdum verði að fullu lokið í lok árs- ins 2003. Kosta drjúgan skilding Sem nærri má geta kosta þessar fram- kvæmdir drjúgan skilding, en amerískur auðjöfur að nafni Alberto Vilar birtist eins og frelsandi engill og hefur lagt fram 80 milljónir austurrískra shillinga til verksins. Framlag sitt segir hann þakklætisvott fyrir ljúfar stundir í faðmi tónlistargyðjunnar í Vínarborg á sl. 40 árum. Þessi nýi 400 sæta salur í kjallara Mus- ikverein mun að sjálfsögðu bera nafn hans. Alberto Vilar er ástríðufullur óperuunn- andi og hefur á undanförnum árum lagt fram drjúga fjármuni til framkvæmda í evrópsk- um óperuhúsum. Er talið að samanlögð upp- hæð þessara styrkveitinga nemi 2,8 millj- örðum shillinga. Auk þess að segja frá þessu musteri æðri tónlistar í Vínarborg langaði mig jafnframt til að reyna að kveða niður þann misskilning sem er ríkjandi heima á Íslandi, að Nýárs- tónleikunum í Vín sé sjónvarpað frá Vín- aróperunni. Í henni eru eins og vera ber fluttar leiknar óperur en aldrei í Musik- verein, sem er byggt til tónleikahalds ein- göngu, og fróðir menn segja að þetta tvennt fari aldrei saman í einu og sama húsinu? HÚS TÓNLISTARFÉLAGSINS Í VÍN – MUSIKVEREIN Í sal, sem ýmist er nefndur stóri eða gyllti salurinn, eru Vínarnýárstónleik- arnir heimskunnu haldnir, en þeim er sjónvarpað til tuga landa um hver áramót. Til þeirra er feikn mikið vandað og þeim alltaf stjórnað af heimsins fremstu hljómsveitar- stjórum. HARALDUR JÓHANNSSON skrifar um salinn sem er í húsi Tónlistarfélagsins í Vín, Musikverein. Í Gyllta salnum eru Vínarnýárstónleikarnir haldnir. Hús Tónlistarfélagsins í Vín.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.