Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2001, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JANÚAR 2001
V
IÐ sátum einn góðan veð-
urdag á Kjarvalsstöðum og
vorum að drekka kaffi og
ræða málverkið – en við er-
um báðar málarar. Svo
barst það í tal að íslenska
málverkið ætti 100 ára af-
mæli núna um aldamótin en
Þórarinn B. Þorláksson opnaði fyrstu mál-
verkasýninguna í desember árið 1900. Við
fórum að hugsa hvað við gætum gert til að
halda upp á afmæli málverksins og þá kom
þessi hugmynd bara eins og þruma úr heið-
skíru lofti, næstum því fullmótuð. Okkur datt
í hug að það væri tilvalið að fjalla um sófa-
málverkið vegna þess að það er orðið ákveðið
hugtak í íslenskri menningu,“ segir Anna Jóa
þegar hún er spurð út í tildrög sýningarinnar
sem hún og Ólöf Oddgeirsdóttir hafa sett upp
í Hafnarhúsinu en yfirskrift hennar er ein-
mitt Sófamálverkið.
Með sófamálverkinu skírskota þær til
þeirrar sterku hefðar á íslenskum heimilum
að gera stofuna að miðpunkti heimilisins – og
sófann með hinu hefðbundna málverki fyrir
ofan að miðpunkti stofunnar. „Með því að
taka fyrir sófamálverkið erum við að fjalla
um meira en málverkið. Við erum að fjalla
um þróun málaralistarinnar á síðustu öld,
sem var öld mikilla breytinga á Íslandi og
þannig er hægt að spegla margt í einu; þjóð-
félagsbreytingarnar, þróun málverksins og
viðhorf almennings til þess – án þess að vera
að gera einhverja sérstaka úttekt á listasög-
unni, það var ekki markmiðið,“ heldur Anna
áfram.
Gaman að sjá hvað málverkið
skipar veglegan sess
Þær stöllur fengu að fara með myndavél
inn á fjölmörg íslensk heimili og taka myndir
af stofusófanum og málverkinu fyrir ofan
hann. Heimilin eru jafnólík og þau eru mörg,
hefðbundin jafnt sem framúrstefnuleg, enda
TVÆR SÝNINGAR OPNAÐAR Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR – HAFNARHÚSINU Í DAG
LANDSLAGIÐ TEKIÐ
MEÐ HEIM Í STOFU
Tvær sýningar verða
opnaðar í Listasafni
Reykjavíkur – Hafnarhúsi
kl. 16 í dag. MARGRÉT
SVEINBJÖRNSDÓTTIR
fór á fund þeirra Önnu
Jóa og Ólafar Oddgeirs-
dóttur, sem eru sýning-
arstjórar á sýningunni
Sófamálverkið, og Eiríks
Þorlákssonar safnstjóra,
sem sagði henni frá
frönsku sýningunni
Frásagnarmálverkið.
Báðar standa sýning-
arnar til 25. mars nk. Sýningarstjórarnir Anna Jóa og Ólöf Oddgeirsdóttir fóru með sófa upp í Öskjuhlíð og stilltu sér upp til myndatöku fyrir sýningarskrá, uppáklæddar
sem fulltrúar 20. og 21. aldarinnar. Römmuðu svo inn Skarðsheiðina og hluta af borgarlandslaginu fyrir ofan sófann.
Ljósmynd/Hanna Gunnarsdóttir
LISTAMENNIRNIR sem eiga verk á sýning-
unni Frásagnarmálverkið sem opnuð verður
í sölum E og F í Hafnarhúsinu í dag eru Val-
erio Adami, Peter Klasen, Jacques Monory,
Hervé Télémaque, Bernard Rancillac og
Erró. Á sýningunni eru rúmlega 40 verk en
Listasafn Reykjavíkur setur hana upp í sam-
vinnu við Villa Tamaris í Frakklandi, þar sem
hún var opnuð í júní sl., og Listasafnið í Berg-
en, þar sem hún var í haust.
„Þessi hópur listmálara er búinn að vera í
formlegu og óformlegu samneyti frá því
snemma á sjöunda áratugnum þegar þeir
uppgötva að þeir eru allir að vinna meira og
minna í fígúratífu málverki á tíma þar sem
afstraktmálverkið er hið ráðandi listform í
málverkinu. Þannig að þeir eru að koma
fram með algerlega nýja hluti á þessum
tíma,“ segir Eiríkur Þorláksson safnstjóri og
bætir við að sá þessara málara sem Íslend-
ingar þekki best, Erró, birtist nú í breiðara
listsögulegu samhengi en við höfum séð hér
hingað til. Eiríkur segir hópinn hafa sýnt
saman af og til á síðastliðnum fjórum áratug-
um. „Hér var til dæmis lítil og mjög falleg
sýning á grafíkverkum ýmissa úr hópnum í
Galleríi Nýhöfn árið 1991. Þessi sýning núna
er tilraun til að líta til þeirra og fylgja þeim
örlítið eftir,“ segir hann. Á sýningunni í
Hafnarhúsinu beinist kastljósið ekki ein-
göngu að verkum frá upphafi tímabilsins
heldur verður skoðað hvað listamennirnir
hafa tekið sér fyrir hendur síðan og hvernig
fígúratíf list þeirra hefur þróast allt fram
undir þennan dag.
Ekki hreyfing í hefðbundnum skilningi
Í kynningu frá Listasafni Reykjavíkur seg-
ir m.a. um myndefni, tækni og samnefnara
listamannanna frönsku: „Í sköpunarferli
Morgunblaðið/Jim Smart
Bernard Rancillac: Chick Webb, 1997.
FRÁSAGNAR-
MÁLVERK FRÁ
FRAKKLANDI