Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2001, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2001, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Jim Smart Frá sýningunni Hærra til þín í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. SÝNINGIN Hærra til þín, trúarleg minni í vestnorrænni myndlist sem sl. haust var sett upp í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar hefur nú verið flutt til Sophiensholms-safnsins í Dan- mörku, og vakti hún á dögununum athygli list- gagnrýnanda dagblaðsins Berlingske Tidende. Hærra til þín, sem á dönsku hefur hlotið heit- ið „Passionstoner“ var sameiginlegt framlag Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Listasafns Reykjavíkur til hátíðahalda Kristnihátíðar á síð- asta ári, en auk verka íslensku listamannanna Ásmunds Sveinssonar og Sigurjóns Ólafssonar var þar að finna verk færeyska listamannsins Samuel Joensen Mikines, Norðmannanna Hannah Ryggens og Jakob Wiedemann, Dan- anna J.A. Jerichau, Svend Wiig Hansen og Olivia Holm-Møller. Það voru þó verk Íslendinganna sem hvað mesta athygli vöktu hjá danska gagnrýnand- anum, ekki hvað síst verk Sigurjóns Ólafssonar. Sagði hann m.a. það vel til fundið að setja verk Sigurjóns upp í sama rými og verk Ryggens. „Fyrir utan þau tengsl sem viðfangsefnið skap- ar milli listamannanna hafa þessir ólíku lista- menn töluvert með hvorn annan að gera,“ segir í Berlinske Tidende. Efniviður Sigurjóns og falli þannig vel að litanotkun Ryggens. Ryggens horfi þó til fortíðar og þjóðsagna í sínu efnisvali, á meðan Sigurjón taki á almennari hugtökum í verkum sínum sem einkennist frekar af ab- strakt módernisma og séu fyrir vikið opnari. „Þegar á heildina er litið eru íslensku lista- mennirnir uppteknari af hinu almenna og frum- gerðum, líkt og í Trúarbrögðum, skúlptúr Ás- mundar,“ segir gagnrýnandinn og kveður hina norrænu listamennina líta meira til fortíðar „Þessi árekstur abstrakt listar og myndskreyt- inga er þó einmitt það sem veitir sýningunni styrk sinn,“ voru þá lokaorð blaðsins um Hærra til þín. UMFJÖLLUN BERLINGSKE TIDENDE UM HÆRRA TIL ÞÍN ÁREKSTUR ABSTRAKT LISTAR OG MYNDSKREYTINGA 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MARS 2001 MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handrita- sýning opin kl. 14–16. Til 15. maí. Gallerí Reykjavík: Derek Mundell. Til 31. mars. Gallerí Sævars Karls: Katrín Sigurð- ardóttir. Til 29. mars. Gerðarsafn: Úr einkasafni Sverris Sigurðssonar. Til 31. mars. Hafnarborg: Barbara Vogler. Til 26. mars. Hallgrímskirkja: Kristín Geirsdóttir. Til 20. maí. i8, Ingólfsstræti 8: Karin Sander. Til 29. apr. Listasafn ASÍ: Guðrún Gunnarsdóttir. Til 1. apr. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudaga, kl. 14–17. Listasafn Íslands: Náttúrusýnir. Til 22. apr. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar- safn: Páll Guðmundsson og Ásmund- ur Sveinsson. Til 29. apr. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Frásagnarmálverkið. Verk frá 1961– 1999. Til 25. mars. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals- staðir: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Gullpensillinn. Til 24. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: 30 ár í list Sigurjóns. Til 1. júní. Mokkakaffi: Ragnar Stefánsson. Til 8. apr. Norræna húsið: Vatnslitamyndir frá Færeyjum. Til 25. mars. Nýlistasafnið: Fjórir listamenn. Til 25. mars. Sjóminjas. Íslands, Hafnarf.: Jón Gunnarsson. Til 2. apr. Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og Þorgerður Sigurðardóttir staðarlista- menn. Til 31. des. Slunkaríki, Ísafirði: Ragnhildur Stef- ánsdóttir. Til 1. apr. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Hveragerðiskirkja: Jónas Ingimund- arson. Kl. 16. Kirkjuhvoll, Garðabæ: Margrét Óð- insdóttir og Richard Simm. Kl. 17. Langholtskirkja: Söngsveitin Fíl- harmónía, einsöngvarar og kammer- sveit. Kl. 17. Neskirkja: Lúðrasveit Reykjavíkur ásamt einsöngvurum. Kl. 16. Seljakirkja: Landsvirkjunarkórinn, Rarik-kórinn og kór Orkuveitu Reykjavíkur. Kl. 16. Ýmir: Karlakór Reykjav. Kl. 16. Sunnudagur Hásalir, Hafnarfirði: Kammerkór Hafnarfjarðar og Andrea Gylfadóttir. Kl. 17. Hjallakirkja, Kópavogi: Kári Þormar organisti. Kl. 17. Langholtskirkja: Söngsveitin Fíl- harmónía ásamt söngvurum. Kl. 17. Ýmir: Karlakór Reykjav. Kl. 16. Mánudagur Íslenska óperan: Kvennakór Reykja- víkur, kl. 19.30 og 21.30. Þriðjudagur Hjallakirkja, Kópavogi: Hljómeyki. Kl. 20. Ýmir: Karlakór Reykjavíkur. Kl. 20. Miðvikudagur Ýmir: Karlakór Reykjav. Kl. 20. Íslenska óperan: Kvennakór Reykja- víkur. 19.30 og 21.30. Fimmtudagur Ýmir: Karlakór Reykjav. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Með fulla vasa af grjóti, 17., 18., 21 og 22. mars. Horfðu reiður um öxl, 24. mars. Blái hnött- urinn, 18. mars. Uppgjör við Pétur Gaut, 18. mars. Laufin í Toskana, 22. mars. Já, hamingjan, 17. mars. Borgarleikhúsið: Blúndur og blásýra, 17., 22. og. 23. mars. Móglí, 18. mars. Loftkastalinn: Á sama tíma síðar, 17. mars. Wake Me Up, 19. og 20. mars. Iðnó: Sniglaveislan, 21. og 22. mars. Íslenska óperan: La Boheme, 17. og 23. mars. Möguleikhúsið: Skuggaleikur, 17., 18. og 22. mars. Lóma, 21. og 23. mars. Völuspá, 18. mars. Kaffileikhúsið: Stormur og Ormur, 18. mars. Þá mun enginn skuggi vera til, 19. mars Leikfélag Akureyrar: Sniglaveislan, 17. mars. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U BRÚÐULEIKURINN Loðinbarði eftir Hall- veigu Thorlacius verður frumsýndur í Gerðu- bergi í dag laugardag kl. 14. „Loðinbarði er eldgömul íslensk þjóðsaga um tröllkarlinn Loðinbarða og samskipti hans við systurnar góðkunnu Ásu, Signýju og Helgu,“ segir Hallveig. „Ása og Signý eru í uppáhaldi hjá foreldrum sínum en Helga er höfð útundan og liggur í öskustónni og sinnir skítverkum. Loðinbarði hefur ákveðið að finna sér konu og sækir þær systur hverja af annarri. Fyrst tekur hann Ásu en hún reynist gagnslaus og sömuleiðis Signý. Helga beitir hins vegar kænskunni og tekst að blekkja Loðinbarða með ýmsum ráðum, frelsar svo systur sínar og allar halda þær heim í kotið að nýju. Þar fær hún allt annað atlæti en áð- ur.“ Hallveig hefur klætt þjóðsöguna í nýjan búning og segist beita öllum meðulum sem brúðuleikhúsinu eru tiltæk. „Ég tala fyrir all- ar brúðurnar sex, en einnig nota ég leik- myndina og leikmunina eftir þörfum; þeir fara á kreik og taka þátt í sögunni.“ Sýningin um Loðinbarða er ætluð börnum frá 4 ára aldri og verður á ferðinni í grunn- skólunum eftir frumsýningu í Gerðubergi á morgun. Leikstjórn og leikmynd er í höndum Helgu Arnalds, um lýsinguna sér Sigurður Kaiser og tónlist er eftir Atla Heimi Sveinsson og Prokofijeff. SÖGUSVUNTAN FRUMSÝNIR Í GERÐUBERGI HELGA SNÝR Á LOÐINBARÐA Úr sýningu Sögusvuntunnar á brúðuleiknum Loðinbarða. VERKIÐ á myndinni er eftir hollenska lista- manninn Johannes Vermeer og nefnist Pútnamamman. Myndin var máluð árið 1656 og er ásamt 15 öðrum verkum listamannsins hluti af sýning- unni Vermeer og myndlistarhefðin í Delft sem þessa dagana stendur yfir í Metropolitan listasafninu í New York. PÚTNAMAMMA VERMEERS AP J.K. ROWLING, rithöfundur bókanna um Harry Potter hefur nú gefið út tvær nýjar bækur sem tengjast sögunni um Potter og félaga hans. Bækurnar skrifaði Rowling, fyrir Comic Relief-líknarfélagið sem styrkir börn, undir dulnefnunum Kennilworthy Whisp og Newt Scamander. Líkt og glöggir Harry Potter aðdáendur muna þá voru bækur eftir þessa höfunda á námskrá Potters sjálfs. Whisp er þar höfundur bókarinnar „Quidditch Through the Ages“ en Scamander á heið- urinn að „Fantastic Beasts & Where to Find Them“. Búist er við að sala bókanna styrki Comic Relief um rúmar 36 milljónir dollara. NÝJAR BÆKUR FRÁ ROWLING

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.