Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2001, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MARS 2001 15
punkta og settu niður prik, sem svo borgin
skyldi vaxa eftir. Það var gert án nokkurs tillits
til sérstöðu landsins; sögu, veðurfars, náttúru,
jarðvarma eða sérstakrar fegurðar á hinu
mögulega borgarstæði.
Í þessa grunnmynd Dananna setja svo ís-
lenskir arkitektar menntaðir erlendis – að sjálf-
sögðu í fræðum funksjónalismanns – niður sín-
ar funksjónalísku blokkir, raðhús og
einbýlishús, sem eru hvorki betri né verri en
gengur gerist á sama tíma á meginlandi Evr-
ópu. En afleiðingin var að höfuðborg Íslands
varð að borg funksjónalismanns, með sínum af-
leiðingum: 1. Dreifing byggðar, með þeim vist-
fræðilegu og hagrænu afleiðingum, sem því
fylgir og rof félagslegrar tengingar og þar með
rof þeirrar örvunar og þéttunar sem hefur verið
snar þáttur í menningu hinnar evrópsku borg-
ar. 2. Hún þurrkar út stræti og torg, aldagamla
félagslega stofnun borgarinnar og hugsar borg-
ina einungis út frá bílnum. Fótgangendur kom-
ast hér ekki á blað. 3. Fegurð er ekki markmið í
skipulaginu, sem tekur ekki tillit til sérstöðu og
mögulegrar fegurðar bæjarstæðisins, í fjörum
þess, hæðum og dældum, með það í huga að
virkja það í mynd borgarinnar. Ekki heldur að
endurspegla sérstöðu íslenskra skilyrða og að
virkja þær í þágu borgarinnar.
Niðurstaðan er byggð sem engan veginn get-
ur kallast borg í hefðbundnum skilningi, byggð,
sem á sér sorglegar hliðstæður í flestum lönd-
um, þar sem byggt hefur verið í anda funksjón-
alismans.
Í grein sem ég lét birta í Lesbók Morgun-
blaðsins árið 1986 var skrifað:
„Borgin er minnisvarði um þá menningu,
sem stendur að henni. Í henni steinrenna óskir
okkar, draumar og vonir. Hún er umhverfi
mannsins gert af manna höndum. Í mynd borg-
arinnar endurspeglast viðhorf okkar til lífsins.
Hún er mót sem mótar líf okkar og menningu.
Gerð hennar á snaran þátt í velferð okkar, and-
legri sem efnalegri. Borgin sjálf, borgarkrist-
allinn sem umhverfi er því örlagaríkt framlag
menningarinnar til sjálfrar sín.
Hún er opin bók um hugvit, þroska og
menntun þess samfélags sem stendur að henni.
Í vissum skilningi er hún ytri mynd athafna
okkar og felur því í sér vissan hluta af tilgangi
starfs okkar.
Í borginni verða markmið og viðhorf einnar
kynslóðar rammi og mót lífs og menningar
næstu kynslóðar. Draumar og viðhorf liðinna
kynslóða umljúka ungt líf samtímans, en því
miður einnig mistök.
Borgin getur verið lýðræðisleg, en hún getur
einnig gert lítið úr borgaranum, lagt óviljandi
eða viljandi steina í götu hans. Hún getur verið
myndlaus og óhentug til félagslegs lífs, en einn-
ig margbreytilegt fagurt umhverfi og með gerð
sinni auðveldað manninum að vera til.“
Hvað er dýpra samhengi?
Lífið er sköpun, inntak þessarar sköpunar er
fegurð lífsins. Allar persónur bærast og berast
á öldu þessa afls. Einn af frumþáttum menning-
arinnar liggur í því að læra að skilja þau lögmál,
sem hið innra með manninum, liggja gleði og
fegurð til grundvallar og jafnframt þá virkni
sem stendur þeim í vegi. Á sama hátt, að skilja
lögmál hinna ytri aðstæðna, sem eiga að bera
þetta inntak. Maðurinn er með líkama sínum
bundinn inn í lögmál efnisheimsins og þá virkni
sem þar ríkir. Umgangur við þessi lögmál, er
hluti af inntaki menningar hans. Honum ber –
ef hann vill ekki lenda í þversögn við frum-
inntak lífs síns – að umgangast þessi lög af virð-
ingu. Þessi virðing kemur fram í því hvernig
hann umgengst yfirborð jarðar. Borgin, sem
meiriháttar inngrip í þessi lög, á að spegla til-
vist þeirra og taka inntak þeirra upp í mynd
sína og munstur. En ofan á þetta hagræna og
vistfræðilega munstur koma aðrir þættir, sem
tengjast inntaki alls lífs, gleði og fegurð. Borgin
er sjálf sköpun, sem slík verður hún jarðvegur
og mót þess margbreytilega lífs, sem hún held-
ur utan um með gerð sinni. Hún getur örvað,
tengt, opnað, en hún getur líka slitið í sundur,
deyft og lagt steina í veg borgarans. Sem sköp-
un á hún að gefa fullnægju með fegurð, hún á að
vera falleg, það er framlag hennar til þess
fruminntaks, sem bærist í brjósti alls lífs: Feg-
urð. Að breyta yfirborði jarðar án og utan þess
inntaks, er synd gegn fruminntaki lífsins.
Spurningin er bara sú, hvernig Íslendingar
geti komið þeirri tilfinningu, – sem þeir anda að
sér í ljósi náttúrunnar – yfir í þann heimspeki-
lega reit sem borgin á að vera, samkvæmt
fruminntaki allrar borgarmenningar.
Borg er ekki bara húsaröð eða þyrping af
byggingum. Borgarmenning er sérstök menn-
ingaraðferð. Við uppruna hennar fyrir sjöþús-
und árum var hún ekki til sem einföld stækkun
þorpsins, heldur liggur frjó hennar á heilögum
stað við grafreit, tímabundinn samfundarstað-
ur, þar sem maðurinn hugleiddi tilvist sína,
staður sem varð staður samskipta, verslunar og
örvunar, sem einkennir menningaraðferð borg-
arinnar. Spurning tilvistar, inntaks lífs og
menningar var frá upphafi frumþáttur í menn-
ingu borgarinnar, musteri og grafhýsi mynd-
uðu upprunalegan kjarna hennar. Í þróun hinn-
ar evrópsku borgar, frá upphafi hennar í
grískri klassík, er maðurinn að fjalla um inntak
lífs og menningar. Með aðferð borgarmenning-
arinnar breytir hann yfirborði jarðarinnar,
borgin sjálf er umbrot náttúrunnar yfir í nýja
efnislega mynd á yfirborði jarðarinnar, náttúru
sprottna af mannlegum huga, sem verður um-
hverfi mannsins. En hvert er hið eiginlega inn-
tak þessa umbrots? Hvað felst þar að baki, í
hvers þágu tekur borgin á sig mynd og hvað á
sú mynd að innihalda?
Íslendingar hafa ekki lagt þessa spurningu
fyrir sig opinberlega. Né hvað gæti falist að
baki hugtaksins „Íslensk borg“. Íslendingar
mega vita, að innan vissra marka er hægt að
byggja hvaða borg sem er, hvernig sem er. Til
þess þurfa þeir aðeins að mynda sér skoðun á
því sem þeir vilja. Til þess þurfa þeir að hafa að-
gang að upplýsingum, að þeim sjóndeildar-
hringum, sem ný borg getur opnað.
Borgin, líkami
menningarinnar
Með þessari grein vil ég vekja umræðu um
það hvaða þýðingu efnisleg mynd borgarinnar
hefur fyrir menningu yfirleitt og út frá því hvað
það þýðir, sérstaklega fyrir íslenska menningu.
Spurningin um það hvaða möguleika Íslending-
ar hafa um þróun borgar og höfuðborgar, sem
uppfyllir háar kröfur um fegurð, sem er félags-
lega hagræn og virki sérstæð fríðindi landsins
eins og jarðhitann, endurspegli íslensk skilyrði
og kringumstæður. Borg, sem væri svar ís-
lenskrar menningar við íslenskum skilyrðum.
Býr íslensk menning yfir þeim hæfileikum að
taka slíkt mál fyrir og leysa það af einhverri
kunnáttu? Eða sitjum við áfram við þá – þið fyr-
irgefið mér – daufu stefnu- og myndleysu sem
funksjónalisminn færði okkur, og ýtti okkur á
aftasta bekk meðal borga? Verðum við áfram
dauft endurskin kraftlausra erlendra strauma?
Ef svo er þá grætur sálin með líkamanum.
Höfundur er myndlistarmaður.
„Íslendingar mega
vita, að innan vissra
marka er hægt að
byggja hvaða borg
sem er, hvernig sem
er. Til þess þurfa þeir
aðeins að mynda sér
skoðun á því sem þeir
vilja“.
„Í þessa grunnmynd Dananna setja svo ís-
lenskir arkitektar menntaðir erlendis – að
sjálfsögðu í fræðum funksjónalismans – niður
sínar funksjónalísku blokkir, raðhús og ein-
býlishús, sem eru hvorki betri né verri en
gengur og gerist á sama tíma á meginlandi
Evrópu. En afleiðingin var að höfuðborg Ís-
lands varð að borg funksjónalismans, með
sínum afleiðingum.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg