Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2001, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2001, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MARS 2001 11 þeir breyttu dofnun yfir í klippingu í ástaratriði. Þremur árum eftir að framleiðsla myndarinnar hófst var Gone With the Wind frumsýnd, með vel- þóknun Breens. Velsæmissambandið gaf henni B. Útlagi í Hollywood Þegar seinni heimsstyrjöldin braust út hrundi erlendi markaðurinn fyrir bandarískar kvik- myndir. Nú þegar tekjur Evrópumarkaðarins voru tímabundið úr sögunni urðu kvikmyndaver- in að auka aðsóknina heima fyrir með öllum til- tækum ráðum. Breen skrifaði yfirmönnum kvik- myndaveranna harðort bréf þar sem hann lýsti því yfir að myndum þar sem skýrar útlínur brjósta sæjust, hvað þá holdið sjálft, yrði meinað um framleiðslustimpilinn sem nauðsynlegur var fyrir dreifingu. Þetta var hótun sem flestir neyddust til að taka al- varlega, en undan- tekningar voru þó á reglunni. Það var á þessum tíma sem einn ríkasti maður heims, flugvélaframleiðand- inn Howard Hughes, ákvað að söðla um yfir í kvikmyndagerð með þeim afleiðingum að leiðum hans og Breens bar saman, hinum síð- arnefnda til ómældrar mæðu. Þegar Breen sá kvikmyndina The Out- law með Jane Russell í aðalhlutverki féllust honum algjörlega hendur; aldrei hafði hann orðið vitni að neinu sambærilegu eða eins og hann orð- aði það sjálfur í bréfi: „Á áratugalöngum ferli mínum sem gagn- rýninn áhorfandi kvik- mynda hef ég aldrei séð neitt sem ofbýður mér jafn mikið og skotin af brjóstum kvenpersónunnar Rio. Brjóst stúlkunnar, sem eru stór og áber- andi, eru á blygðunar- lausan hátt sett í for- grunn í nærri hálfri myndinni.“ Hughes var milljónamæringur og mikill sérvitringur, jafnvel á mælikvarða Hollywood, og brá sér í hlutverk kvikmynda- gerðarmanns sjálfum sér til skemmtunar og hugsanlega með ein- hver gróðamarkmið að leiðarljósi. Hann gat sjálfur lagt til nægt fjármagn og var því fullkomlega óháður stóru kvikmyndaverunum. Hughes hafði lagt grunninn að djörfu orðspori myndarinnar með því að senda Breen eintak af handriti hennar strax í upphafi framleiðsluferl- isins. Því var samstundis hafnað. Tilgreindar ástæður kvikmyndaeftirlitsins voru kynlíf, morð á löggæslumanni og það að þeim seku var ekki refs- að fyrir glæpsamlega hegðun sína. Þá var Hughes varaður við að sýna nokkuð af líkama Rio (sem var hlutverk Russells). Þegar hér var komið sögu hefðu stóru kvikmyndaverin annaðhvort hætt við framleiðslu myndarinnar eða látið endurskrifa handritið frá grunni. Hughes breytti engu. Nokkrum mánuðum síðar sendi Hughes mynd- ina fullgerða til Breens. Við höfum þegar fengið smjörþefinn af viðbrögðum hans. Hughes neitaði að klippa myndina eða milda hana að neinu leyti. Vitanlega var henni ekki veittur framleiðslu- stimpillinn. Hughes áfrýjaði úrskurðinum og studdi mál sitt meðal annars með því að fá stærð- fræðing til að reikna út tommurnar sem sæjust af brjóstaskorum í myndinni. Farið var fram á 108 klippingar, flestar af Russell þar sem hún beygir sig eftir einhverju. Hughes samþykkti 105, sam- tals um mínúta. Þetta var mun minna en Breen hafði farið fram á og hans fyrsti stóri ósigur, sér- staklega í ljósi þess að ekki var snert á neinum af hinum þáttunum sem farið höfðu fyrir brjóstið á honum (lög vanvirt o.s.frv.). Það kom því nokkuð á óvart þegar Hughes hætti við að setja The Outlaw í dreifingu. Líklega sá hann meiri gróðavon í flug- vélaiðnaðinum þar sem Bandaríkin voru um það bil að hefja þátttöku sína í stríðinu. Stríðsárunum, sérstaklega síðustu tveimur, fylgdu miklar félagslegar breytingar í bandarísku þjóðlífi enda þótt óbreyttir borgarar upplifðu ekki átökin með beinum hætti. Ásakanir í garð kvenna um ósæmilega hegðun – s.s. lauslæti eða tíðar heimsóknir á skemmtistaði og knæpur – jukust til dæmis um 200 prósent á þessu tímabili. Stríðið hafði líka mikil áhrif á tískuna. Framleiðsla á vefnaðarvörum dróst saman og ýmis hráefni voru af skornum skammti. Áhrifin sem þetta hafði á fatahönnun birtust meðal annars í nýjum línum á borð við baklausa kjóla, stutt pils og bíkinið. Fólk kann að hafa verið farið að þreytast á vöruhömlum og skömmtunarkerfinu árið 1943 en þá ákvað Howard Hughes að snúa aftur með kvik- mynd sína. Slagorð myndarinnar var: „Kynlíf hef- ur ekki verið skammtað!“ Frá því að tökum lauk hafði aðalleikkonan, Jane Russell, öðlast frægð sem fyrirsæta í blöðum á borð við Look og Life. Hún hafði hins vegar ekki enn sést á hvíta tjald- inu. Hin gríðarlega auglýsingavél sem Hughes gangsetti umhverfis myndina snerist því að mestu um líkama hennar; meðfylgjandi kynferð- islega ögrandi ljósmynd af Russell þar sem hún lá í heysátu var setningin: „How would you like to tussle with Russell?“ og fleira í þessum dúr. Vel- sæmissambandið var í miklu uppnámi. Hughes hafði ekki einu sinni sent þeim eintak af myndinni til að flokka en það mátti þykja augljóst að hún yrði fordæmd. Hann hafði hins vegar enn fram- leiðslustimpilinn og myndin gekk afar vel í San Francisco þar sem hún var frumsýnd. Hughes tók þó myndina úr dreifingu eftir aðeins sex vikur og ástæðurnar fyrir því hafa aldrei verið fyllilega skýrðar. Þegar stríðinu lauk reyndist Hollywood einn af sigurvegurunum. Bandarískar kvikmyndir voru vinsælasta afþreyingarefni heims og aðsókn í bíó heimafyrir náði sögulegu hámarki árið 1946. Þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar sóttu kvikmyndahús reglulega. Hughes var heldur ekki af baki dottinn og ákvað nú að snúa aftur með kúrekamyndina sína djörfu. Velsæmissambandið bannaði mynd- ina á nýjan leik en það hafði vitanlega engin áhrif á Hughes sem ákvað að „frumsýna“ myndina í Chicago, höfuðvígi kaþólsku kirkjunnar. Myndin gekk vel enda orðin ein umtalaðasta kvikmynd tímabilsins. Kirkjan tók þessu þó ekki þegjandi heldur gerði Hughes ljóst að ef hann ætlaði að halda áfram að sýna myndina í almennum kvik- myndahúsum yrði hann að fara eftir Framleiðslu- sáttmálanum. Þar var skýrt tekið fram að lög- gæslumenn skyldi ekki myrða, o.s.frv. Hughes hafði um tvo kosti að velja. Taka myndina (aftur) úr dreifingu eða sýna hana í listabíóum og öðrum óháðum kvikmyndahúsum, og það gerði hann. Það var sama hvað Velsæmissambandið, kirkjuyfirvöld og aðrir umbótasinnar gerðu eða sögðu, myndin sló aðsóknarmet hvar sem hún var sýnd. Hughes gekk síðan svo langt að leigja hluta af hraðbrautum utan við þær borgir sem ekki leyfðu sýningar á myndinni og reisa þar skamm- tíma bílabíó. Merkilegast við allt ævintýrið kring- um The Outlaw og deilur Hughes við ritskoðunar- nefnd Hays og Velsæmissambandið er að þrátt fyrir að hann hafi farið með sigur af hólmi (Hug- hes lét allt sem bæði Breen og kirkjan sögðu sem vind um eyru þjóta og mynd hans halaði samt inn um fimm milljón dali, sem var nánast met á þess- um tíma) breyttist ekkert í samskiptum Hollywo- od og ritskoðunarstofnananna. Uppfræðsla pabba og mömmu Stríðsárin höfðu að sjálfsögðu mest áhrif á her- mennina sjálfa. Þegar þeir sneru heim höfðu þeir upplifað ýmislegt sem breytti heimssýn þeirra en áhugaverður þáttur sem tengdist hermennskunni var sá háttur hernaðaryfirvalda að dreifa meðal þeirra bæði veggspjöldum og ljósmyndum af leik- konum og öðrum fegurðardísum. Þannig urðu t.d. Betty Grable, Jane Russell og Rita Hayworth vin- sæl kyntákn í röðum hermannanna. Ímyndirnar voru líka góðar fyrir baráttuþrek þeirra, bæði veittu þær stundaránægju en jafnvel mikilvægara var að þær gáfu hermönnunum ástæðu til að berj- ast (þ.e. vernda konurnar heima fyrir). Þá voru söng- og dansmyndir mjög vinsælar á þessum tíma. Sérstaklega hafði MGM-kvikmyndaverið sérhæft sig í framleiðslu slíkra mynda og nutu þær ekki síst vinsælda þar sem þær opinberuðu meira kvenmannshold en almennt var talið við- unandi á þessum tíma. Það þurfti engan sérstak- an snilling til að leggja tvo við tvo og sameina áhugann fyrir fyrirsætunum og dansi. Þannig varð vinsæl kvikmyndagrein fimmta áratugarins til, búrlesku myndirnar. Í augum framleiðenda var um gullnámu að ræða þar sem enginn sér- stakur söguþráður var í myndunum og sömu at- riði var því hægt að nota margoft í ólíku sam- hengi. Að láta söguþráðinn fjúka var nokkur nýlunda og gefur ýmislegt í skyn varðandi breytt viðhorf. Það þurfti ekki lengur að dulbúa hið djarfa efni sem fræðsluefni. Þá voru leikkonurnar dansarar og fullkomlega meðvitaðar um markmið myndanna. Helsti áhorfendahópur búrlesku myndanna voru karlmenn og á sama tíma og hjónabands- og barnasprengjutímabil eftirstríðsáranna fór í hönd kom kvikmynd fram á sjónarsviðið sem átti eftir að slá öll aðsóknarmet. Það var Mom and Dad eft- ir Kroger Babb. Kostnaður við gerð hennar fór ekki yfir hundrað þúsund dali og þegar upp var staðið, rúmum þrjátíu árum eftir frumsýningu (enn var verið að sýna hana í sveitabíóum á átt- unda áratugnum), höfðu áætlaðar tekjur af henni farið yfir 100 milljón dali. Söguþráðurinn er ein- faldur: Stúlka verður barnshafandi og það leiðir til fjölskylduátaka. Eftir fæðinguna stígur lýð- fræðari fram á sjónarsviðið sem ásakar samfélag- ið fyrir að uppfræða ekki unga fólkið um getn- aðarvarnir. Það sé ástæðan fyrir því að atburðarás sem þessi endurtaki sig í sífellu. Undir venjulegum kringumstæðum hefði mynd á borð við þessa ekki slegið í gegn, að mörgu leyti var um tuggu að ræða. Það sem myndin hafði þó umfram aðrar af sama tagi var raunveruleg fæðingarsena, sem stolið var úr alvarlegri fræðslumynd, og ein- stakir sölumannshæfileikar Babbs. Heilu bæjar- félögin voru undirlögð af auglýsingum og „vís- indalegum“ greinum um viðfangsefnið. Aðskildar sýningar voru fyrir karla og konur sem jók enn á spennuna þar sem menn gátu aldrei verið öruggir um hvað hitt kynið hafði séð. Meðan á sýningu stóð kom lítt þekktur dr. Forbes fram (þeir voru reyndar margir því myndin var sýnd á fleiri en einum stað í einu) og hélt litla tölu um viðfangs- efnið og seldi eigin leiðbeiningarbækling um getn- aðarvarnir. Kvennaútgáfan af myndinni var sér- staklega vinsæl þar sem tímatafla fyrir egglos var kynnt meðan á sýningunni stóð en hún gerði kon- um kleift að reikna út hvenær á tíðahringnum þær yrðu líklega (og það sem mikilvægara var, hvenær þær yrðu líklega ekki) barnshafandi. Fleiri undarlegar kvikmyndategundir urðu til á þessum tíma, eins og frumskógarmyndin, en frek- ar verður fjallað um þær í næstu grein ásamt tímabilinu þegar kverkatak Velsæmissambands- ins á kvikmyndaiðnaðinum tók að losna. Heimildir: Betrock, Alan: The ’I Was A Teenage Juvenile Delinquent Rock’n’Roll Horror Beach Party’ Movie Book. A Complete Guide to the Teen Exploitation Film, 1954–1969. Shake Books. New York, 1986. D’Emilio, John og Freedman, Estelle B.: Intimate Matters. A History of Sexuality in America. University of Chicago Press. Chicago og London, 1997. Leff, Leonard J. og Simmons, Jerold L.: The Dame in the Kimono. Hollywood, Censorship, and the Production Code from the 1920s to the 1960s. Grove Weidenfeld. New York og London, 1990. Muller, Eddie og Fairs, Daniel: Grindhouse. The Forbidden World of ’Adults Only’ Cinema. St. Martin’s Press. New York, 1996. Sklar, Robert: Movie Made America. A Cultural History of American Movies. Revised and Updated. Vintage Books. New York, 1994 (fyrsta útgáfa 1975). Djarfur klæðnaður Jane Russell í The Outlaw þótti særa blygðunarkennd broddborgaranna en almenningur heillaðist og myndin sló aðsóknarmet. Dwain Esper, konungur vegasýninganna, var alls óhræddur við að takast á við hitamál samtímans. Kynsjúkdómamyndir náðu umtalsverðum vinsæld- um á fjórða áratugnum. Forvarnir voru fyrirsláttur kvikmyndagerðarmannanna sem óhræddir veltu sér upp úr æsandi viðfangsefninu. r ekki teknar neinumyta til að uppfylla sið-var alveg sleppt. Höfundur er bókmenntafræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.