Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2001, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2001, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MARS 2001 5 „Allt frá árinu 1945 voru hugmyndafræðileg- ar áherslur í vestrænum ríkjum Evrópu og í Bandaríkjunum mjög skýrt afmarkaðar og þær breyttust ekkert í langan tíma, sem er afar óvenjulegt í sögulegu samhengi. Yfirleitt breytist hugmyndafræði mjög hratt og vits- munalegur tíðarandi sömuleiðis. Breytinga varð vart í undirliggjandi þáttum og ákveðnum grunnatriðum, en samt sem áður voru þær andstæður sem fólust í frjálslyndri markaðs- hyggju og kommúnisma mjög áberandi. Þann- ig mátti eiginlega segja að vitund fræðimanna, hugsuða og stjórnmálamanna hafi verið klofin í togstreitu á milli frjálshyggjunnar annars veg- ar og marxisma hins vegar. Kraftur staðhæf- inga sem komu fram í Evrópu snemma á eft- irstríðsárunum, með höfundum á borð við Sartre og Camus, fólst í sambandinu á milli marxisma og tilvistarhyggju eins og þróunin varð í París. Í Bretlandi hefur það hins vegar alltaf verið þannig að stór hluti þeirra sem búa yfir vitsmunalegum krafti hafa fylkt sér á vinstri vænginn. Hugmyndafræðileg umræða hér mjakaðist því úr lýðræðislegum sósíalisma yfir í marxisma. Það sem var þó sérstakt og jafnframt kaldhæðnislegt varðandi ástandið hér var að margir þeirra sem aðhylltust marx- isma voru jafnframt afar smáborgaralegir. Því kom það mér á skemmtilega á óvart að það fólk sem ég kynntist austan járntjaldsins og átti að vera marxískir hugsuðir voru engir marxistar. Það má fremur líkja þeim við munka á trú- ræknum tímabilum, þar sem allir þeir sem vildu stunda hugvísindi og íhugun eða helga sig lærdómi urðu að vígjast sem kirkjunnar menn. Það var þó engin sönnun þess að þeir tryðu á kirkjuna. Þetta austantjaldsfólk var vígt inn í marxisma á sama máta og munkarnir trúnni hér áður fyrr,“ útskýrir Bradbury. --------------------------- „Kjarni málsins er sá að við bjuggum í heimi tveggja hugmyndakerfa. Eftir að Berlínar- múrinn féll leit út fyrir að eitt kerfi hefði tekið yfir, en sannleikurinn er sá að við búum nú í heimi sem er í rauninni rúinn allri hugmynda- fræði,“ segir hann. Þér finnst þá ekki að fall múrsins hafi sam- einað Evrópu í hugmyndafræðilegum skilningi eins og vonir manna stóðu til? „Nei, ég held þvert á móti að fólk hafi í stórum stíl snúið baki við hugmyndafræðileg- um viðfangsefnum,“ svarar Bradbury. „Og með því er ég að vísa til mótunar á markverð- um hugmyndum á sviði heimspeki og stjórn- mála, en þar virðist vera lítill efnislegur styrk- ur miðað við það sem er að gerast t.d. í vísindum. Ég held að ástæðurnar að baki þessu öllu saman séu þær að á meðan við vorum öll að rífast um kapítalisma og kommúnisma í kalda stríðinu var önnur bylting af allt öðrum toga í uppsiglingu,“ segir Bradbury. „Sú bylting fólst einfaldlega í tilkomu póstmódernismans. Póst- módernisminn er knúinn áfram af alþjóðlegum straumum sem eru svo sterkir og síbreytilegir að það er erfitt að gera sér grein fyrir þýðingu þeirra, þótt það sé alltof auðvelt að baða sig í því sem hreyfingin hefur leitt af sér. Hér er ég að vísa til þróunar á sviði fjölmiðla og tölvu- tækni og þess t.d. hvernig lífið byggist ekki lengur einungis á prentuðum texta heldur á myndræðum skjá. Ég er líka að vísa til valds al- þjóðlegra samsteypa, sérstakleg á sviði fjöl- miðla og gervihnatta, sem eru í aðstöðu til að ríkja yfir heilu þjóðunum, heilu stjórnmála- hreyfingunum og stjórna hvað er til umræðu á flestum vígstöðvum. Einnig þar sem fólk ímyndar sér að það sé óháð. Þessi þróun er á góðri leið með að hnika heiminum yfir í nýtt kerfi sem felur í sér svo mikið vald að heim- spekilegar og hugmyndafræðilegar vangavelt- ur eru vart mögulegar.“ „Ég held að það sem á sér stað á þessu sviði nú í lok aldarinnar,“ segir Bradbury, „sé svo ótrúlega kraftmikið að það megi hiklaust líkja því við það sem gerðist í lok átjándu og nítjándu aldar. Í lok þeirrar átjándu var franska stjórnarbyltingin og í Bandaríkjunum var sömuleiðis bylting sem var forsenda grund- vallarbreytinga í hugsunarhætti. Átökin sner- ust ekki síst um að bylta gömlum ímyndum, þær snerust um það hvernig fólk leit á heiminn og sjálft sig. Þær leiddu því báðar til víðtækra hugarfarsbreytinga; t.d. varðandi stöðu ein- staklingsins, kynjanna, ólíkra kynþátta og jafnvel heilla þjóða. Svipað átti sér stað í lok nítjándu aldar þegar módernisminn var að ryðja sér rúms. Þá urðu grundvallarbreytingar á sviði vísinda, tækni, læknisfræði, heimspeki og þekkingarfræði. Sú hugarfarsbylting sem fylgdi í kjölfarið hafði í för með sér að enn á ný breyttust öll viðmið. Hluti þeirrar þróunar var að skilgreina ný hug- tök varðandi listsköpun og brjóta niður þá list- rænu hefð sem fyrir var til að skapa svigrúm fyr- ir nýja. Samtímis leið skynjun nítjándu aldar- innar á heiminum undir lok og sömuleiðis við- teknar hugmyndir manna um hvað fólst í siðferði, lýðræði, stjórn- sýslunni og hlutverkum kynjanna. Öllum við- teknum hugmyndum um þessa þætti tilvistarinn- ar var ógnað á afdrifarík- an hátt sem leiddi til þessarar sterku tilfinn- ingar fyrir nýrri heims- mynd – fyrir því sem síð- an gekk í garð og við höfum kallað nútímann,“ segir Malcolm Brad- bury. Þótt búið hafi verið úr tekatlinum þegar hér var komið sögu voru þetta þó ekki lokaorð hans í þessu samtali. Þegar búið var að skerpa undir vatninu á nýjan leik, settumst við aftur niður og Bradbury féllst góðfúslega á að segja frá upphafsárum námskeiðsins sem hann stjórnaði í skapandi skrifum og verður sú saga rakin í stuttlega í annarri grein, ásamt við- tali við arftaka hans í því starfi, lárviðarskáldið Andrew Motion. Þetta torg er hjarta háskólasvæðisins og tröppurnar mynda hálfhring um það og þjóna stundum eins og áhorfendapallar. Þar er iðulega mikið um að vera enda veit- ingahús, krár og fyrirlestrasalir þar í kring. East Anglia-háskólinn í Norwich er mjög nýtísku- legur en háskólasvæðið er hannað eins og lítið þorp þar sem allt tengist með stígum og brúm sem eru hluti sjálfra bygginganna. Reuters Rithöfundurinn og fræðimað- urinn sir Malcolm Bradbury. Hann var aðlaður fyrir störf sín í þágu bókmennta skömmu fyrir dauða sinn og var myndin tekin við það tækifæri. „Eftir að Berlínar- múrinn féll leit út fyrir að eitt kerfi hefði tekið yfir, en sannleikurinn er sá að við búum nú í heimi sem er í raun- inni rúinn allri hugmyndafræði.“ Í bókinni „Dr. Criminale“ sem kom út 1992 lýsir Bradbury af miklu innsæi manni af þeirri kynslóð sem mótaðist af kalda stríðinu og hinni gömlu heimsmynd eftirstríðsáranna. Crim- inale er álitinn einhver mesti hugsuður aldarinnar en er í raun aðeins einn þeirra sem svífst einskis til að lifa af. Hér lýsir ung- ur maður Criminale en hann hefur elt hann um alla Evrópu í tilraun til að skilja sinn eigin tíma: „Hann hafði lifað af bruna- gadd og þíðu, kúgun, vongleði og síðan kúgun á nýjan leik. Hann hafði búið í hersetnum borgum, farið yfir hættuleg landamæri, komist framhjá varðturnum og séð við símahler- unum, ómerktum bílum og ritskoðun, honum hafði verið ógnað með þrælabúðum og öllum þeim hættum sem leyndust í lands- lagi á borð við það sem ég sá út um gluggann. Hann tilheyrði þeim tíma sem reyndi að gleyma, forðast, útrýma, útiloka og brenna á tímum ógnar og rangfærslna, hann tilheyrði tíma fangelsaðra hugmynda, bannaðra bóka, kæfðra hugsana, fólks án persónueinkenna og stétta sem búið var að eyða. Og á einhvern máta, sem ég gat ekki skilið, hafði hann lifað af, orðið hetja hugmynda. Á máta sem mig gat ekki órað fyrir hafði honum tekist að vera báðum megin við múrinn að finna lykilinn að bakdyrunum, að byggja brýr hugsana fram og til baka, til hliðar og upp á við, brýr sem voru svo nauðsynlegar á þessum ruglingslega og hörmulega tíma mannsandans. Hann tilheyrði ekki mínum tíma, sem fól í sér að ég skildi hann ekki.“ Nokkru seinna í sömu bók lýsir Bradbury unga manninum og breyttri sögusýn hans kynslóðar: „Ég get ekki sagt að ég hafi alveg gefið leitina að Bazlo Criminale upp á bátinn. Kannski vegna þess að eins og hann sagði mér, þá er hans saga líka mín saga. Af og til velti ég því fyrir mér hvort ég gæti ef til kastanna kæmi kallað fram meiri siðferðislegan styrk en hann gerði og gerði ekki á sínum tíma. Ég veit að það er í besta falli ólíklegt og í versta falli hégómleg ímyndun, dæmigerð fyrir hverja kynslóð áður en hún gerir sér grein fyrir hversu stórt verkefnið er. Ef svo vildi til að mannkynssagan (sem við köll- um núna lífsstíl) kallaði á undirskriftir eða skuldbindingar, myndi ég líklega skrifa undir hvað sem er, eins og flestir. Eftir því sem ég fæ best séð (sem er ekki mjög langt) hafa flest okk- ar byggt upp nógu sterkt einstaklingseðli til að standast það að láta undan, gefast upp, gerast liðhlaupar. Auðvitað myndi ég alltaf vera umburðarlyndur, efins, eftirlátur, raunsær, góð- hjartaður, opinn og frjálslyndur. Ég myndi líka gera ráð fyrir að ekkert væri satt eða öruggt; engin hugmyndafræði, heim- speki, félagsfræði eða guðfræði annarri betri. Fyrir mig yrði lífið því eins og uppstilling, eins og stórmarkaður, eins og endalaus fjölmiðlasýning, þar sem allt – skemmtilegt eða fáránlegt, kynæsandi eða viðbjóðslegt, hetjulegt eða klám- fengið, viðkvæmnislegt eða skammarlegt – er viðurkennd heimssýn, þar sem allt getur gerst. Það yrði enginn stór sann- leikur og engin stór lygi.“ Hetja hugmynda

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.