Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2001, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2001, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MARS 2001 9 Á RUM ef ekki áratugum saman hefur Reykjavíkur- flugvöllur fengið að sitja hjá í fjárveitingum á meðan samgöngumannvirki hafa verið byggð upp annars staðar. Fyrir vikið er flug- völlurinn lítið augnayndi, húsakostur víða lúinn og skipulag tilviljana- kennt. Endurbætur á flugvellinum hafa lengi verið á dagskrá, en það var ekki fyrr en 1999 að Alþingi samþykkti fjárveitingar til uppbyggingar á flugbrautum. Í framhaldi af samþykkt aðal- skipulags og deiliskipulags fyrir flugvallar- svæðið hóf Flugmálastjórn Íslands undirbún- ing að gerð skipulagstillagna. Flugmálastjórn fékk flugvallasérfræðinga British Aerospace Systems til að gera úttekt á starfsemi flugvallarins og í framhaldi af því að gera tillögur að framtíðarskipulagi hans. Meg- inniðurstaða BAE Systems var að leggja til flutning á allri flugvallarstarfseminni saman á austurhluta svæðisins. Það mundi auðvelda alla þjónustu við flugreksturinn ásamt því að bæta aðstöðu og þróunarmöguleika jafnt flugfélaga og Flugmálastjórnar. Með tilkomu Hlíðarfótar yrði aðkoma að nýja flugrekstrarsvæðinu auðveld og í góðum tengslum við aðrar meginumferðaræðar. Þetta gæti einnig skapað möguleika á frekari land- vinningum umhverfis völlinn þar sem áður var skilgreint flugvallarsvæði, en hefur í raun ekki verið nýtt sem slíkt til fullnustu. Á grundvelli þessara niðurstaðna BAE Syst- ems var Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar (THG) fengin til að útfæra þessar hugmyndir í samráði við Flugmálastjórn og setja þær inn í skipulagslegt samhengi með hliðsjón af núver- andi Aðalskipulagi Reykjavíkur. Tillögurnar sem spruttu upp úr þeirri vinnu byggðust allar á þessari grunnhugmynd að þjappa flugvallar- starfseminni saman á austanverðu svæðinu og spinna síðan mismunandi útfærslur út frá því. Tillögurnar Þær þrjár tillögur THG sem hér er fjallað um eiga það sameiginlegt að gera ráð fyrir að NA/SV-flugbrautin verði lögð niður, í samræmi við núgildandi deiliskipulag, að íbúðarbyggðin í Skerjafirði þróist til austurs meðfram strand- lengjunni og að á svæðinu þar sem afgreiðsla Flugfélags Íslands er nú verði blönduð byggð með starfsemi tengdri Háskólanum, eins konar „þekkingarþorp“. Í dag er kominn góður grunnur að náms- mannabyggð í Skerjafirðinum, næst Háskólan- um. Með blandaðri starfsemi fyrirtækja á þekkingarsviði, námsmönnum, starfsmönnum Háskólans og Háskólanum sjálfum gæti mynd- ast öflugt samfélag framsækinnar þjónustu í svokölluðum þekkingariðnaði. Skv. tillögunni væri hægt að byggja u.þ.b. 66 þúsund fermetra atvinnu- og íbúðarhúsnæði á því svæði þar sem nú eru fluggarðar. Þetta er utan hins eiginlega háskólasvæðis og þarna gæti orðið til grund- völlur fyrir 500 til 1.000 störf og 40 til 50 íbúðir. Skerjafjörðurinn er einn af fáum stöðum Reykjavíkur þar sem íbúðarbyggð hefur þróast meðfram ströndinni án stórra umferðaræða milli strandar og byggðar. Samkvæmt tillögum THG gæti byggðin í Skerjafirði þróast enn lengra til austurs að öryggissvæði vallarins og þar mætti reisa allt að 450 íbúðir. Öll helstu staðareinkenni hverfisins myndu halda sér, ró- legt yfirbragð og tilfinning fyrir rýmd til suðurs og norðurs með útsýni til Esjunnar í norðri og Faxaflóann til suðurs. Það sem hefur gert Skerjafjörðinn að eftirsóknarverðu svæði til íbúðar yrði allt fyrir hendi áfram. Svæðið umhverfis NA/SV-flugbrautina hef- ur löngum verið þyrnir í augum fólks. Sam- kvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir að Hringbrautin færist til suðurs og Land- spítalinn fái aukið umráðasvæði. Þar er gert ráð fyrir þjónustubyggð tengdri spítalanum eða annarri þjónustu sem hefur þörf fyrir góðar tengingar við aðalumferðaræðar. Þessi byggð teygir sig niður að Hljómskálagarði og myndar skjól milli Hringbrautar og íbúðarbyggðarinn- ar í Þingholtunum. Sunnan við nýja Hring- braut, austan við íþróttasvæði Vals, skapast möguleiki á athafnalóðum, alls 6,7 hektarar. Þar mætti koma fyrir 100 þúsund fermetrum af byggingum sem hýst gætu margþætta starf- semi með allt að 3.300 starfsmönnum. Þannig gæti byggingin tengst flugvellinum á óbeinan hátt, eða verið alls ótengd honum. Þessi reitur er mjög vel staðsettur m.t.t. samgangna bæði innanbæjar og út á land. Tvennt eiga þessar tillögur síðan sameigin- legt til viðbótar. Í öllum tilvikum er gert ráð fyrir að æfingaflugið verði flutt annað og að væntanleg flugstöð við völlinn verði sameigin- leg samgöngumiðstöð höfuðborgarinnar fyrir innanlandsflug og áætlunarbifreiðir. Þannig er hægt að sýna fram á að unnt er að skapa svæði til byggingar allt að 160 þúsund fermetra atvinnuhúsnæðis með allt að 4.300 störfum til viðbótar við þau sem fyrir eru á flug- vallarsvæðinu. Einnig er hægt að byggja allt að 500 íbúðir á nýjum svæðum án þess að hreyfa við núverandi staðsetningu flugvallarins. Á þessu sést að hægt er að aðlaga núverandi flug- völl framtíðinni og skerpa umgjörð hans þannig að hann geti sinnt hlutverki sínu sem miðstöð almenningssamgangna í landinu með sóma. Tillaga 1 – samgöngu- miðstöð nálægt Nauthólsvík Í þessari tillögu er samgöngumiðstöðin stað- sett syðst á svæðinu, niðri við Nauthólsvík, eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Þar fæst nægt rými fyrir miðstöðina og þyrluþjón- ustuna á sama stað, en svæðið umhverfis Hótel Loftleiðir hefur tækifæri til að þróast sem þjón- ustusvæði í norður. Helsti styrkur þessarar staðsetningar er rýmið sem hún hefur og möguleikarnir á tengingum við hugsanleg jarð- göng sem tækju við Hlíðarfæti til suðurs. Þá eru samnýtingarmöguleikar fyrir aðstöðuna í Nauthólsvík á bílastæðum og annarri þjónustu í samgöngumiðstöðinni. Flughlöð samgöngu- miðstöðvar og þyrluþjónustu eru samtengd en hugsanleg viðhaldsþjónusta yrði handan flug- brautarinnar, í Skerjafirði. Þessi tillaga hefur fengið einna sístar viðtökur vegna þess að flug- starfsemin er ekki að öllu leyti komin austur fyrir flugbrautir. Tillaga 2 – samgöngu- miðstöð á Hótel Loftleiðum Í tillögu 2 er gengið lengra í samþjöppun flugstarfsemi á austursvæðinu ásamt mestri nýtingu á núverandi húsnæði á flugvallarsvæð- inu. Þar er gert ráð fyrir að samgöngumiðstöð- in verði á jarðhæð núverandi Hótels Loftleiða. Þess má geta að upphaflega var hótelið hannað með slíka starfsemi í huga. Til að mæta stærð- arþörfinni er hugsuð glerbygging í portinu við hótelið, þar sem bílastæðin eru núna, og ný fjöl- hæða bílastæði reist við hliðina. Þessi staðsetn- ing er miðsvæðis á flugvallarsvæðinu og að- koman að hótelinu vel þekkt meðal landsmanna. Svæðið norðan Nauthólsvíkur losnar undir viðhaldsstarfsemi og vegna fyr- irhugaðrar staðsetningar þyrluþjónustunnar á núverandi svæði Landhelgisgæslunnar er sam- nýting flughlaða þessara þátta æskileg. Þessi tillaga hefur hlotið hvað bestar undirtektir af hálfu þeirra sem hafa kynnt sér tillögurnar og tjáð sig um þær. Tillaga 3 – nær borginni Tillaga 3 reynir að gera meira úr tengingu samgöngumiðstöðvarinnar og borgarinnar. Samkvæmt henni er miðstöðin við norðurenda N/S-flugbrautarinnar, á því svæði þar sem NA/ SV-brautin var áður. Flugstöð og Umferðar- miðstöð eru sambyggðar þjónustuhverfi sem gert er ráð fyrir á svæðinu vestan Hlíðarenda og mynda brú yfir Hlíðarfót. Við það myndast eins konar „hlið“ inn á flugvallarsvæðið sem markar komu og brottför inn á svæðið. Þessi útfærsla býður upp á meiri tengsl þjónustufyr- irtækja við samgöngumiðstöðina, annars vegar varðandi farþega og farþegaþjónustu og hins vegar varðandi ýmiss konar þjónustu við lands- byggðina sem reiðir sig á flug- og áætlunar- ferðir. Svæðið umhverfis Hótel Loftleiðir getur þróast áfram sem eins konar flughótel eða breyst yfir í að vera skrifstofu- eða þjónustu- byggingar. BREYTINGAR Á SKIPULAGI FLUGVALLAR- SVÆÐISINS Í þessari tillögu er samgöngumiðstöðin syðst á svæðinu, niður við Nauthólsvík, eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Tillaga 3 reynir að gera meira úr tengingu samgöngumiðstöðvarinnar og borgarinnar. Í tillögu 2 er gengið lengra í samþjöppun flug- starfsemi á austursvæðinu ásamt mestri nýtingu á núverandi húsnæði á flugvallarsvæðinu. „Allar tillögurnar miða að því að fella flugvöllinn inn í núverandi aðalskipulag og sýna fram á möguleika þess að flugvöllurinn og starfsemi tengd honum geti búið í sátt og samlyndi við ört vaxandi borg.“ E F T I R H A L L D Ó R G U Ð M U N D S S O N Höfundur er arkitekt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.