Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2001, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2001, Blaðsíða 17
L ATNESKA nafnið Laterna magika var heiti fyrstu opinberu sýningar hóps, sem kom saman árið 1950 og starfaði undir stjórn leikstjórans Alfreds Radoks og leikmyndagerð- armannsins Josefs Svoboda. Segja má að frumhugmyndin hafi orðið til úr þeim möguleika, sem við könnumst öll við, að gera kattarhaus með skuggum fingra sinna á hvítt tjald. Frá þeirri hugmynd hefur mikil þróun orðið á þessu listformi. Næsta sýning félaganna var í kynningar- skála Tékkóslóvakíu á heimssýningunni í Brussel árið 1958. Þar settu þeir Radok og Svoboda á svið tékkneskan harmleik eftir Samberts, sem nefndist Ellefta boðorðið og var hörð ádeila á ríkjandi þjóðskipulag upp úr aldamótunum 1900 og kom Franz Josef keis- ari þar mikið við sögu. Leiklistina önnuðust valinkunnir tékkneskir leikarar. Félagarnir settu sér það markmið við gerð sýningarinnar í Brussel að sýna samspil sviðs- og kvik- myndaleiks án þess að hlutur annars yrði skertur, en kvikmyndin skyldi annast teng- ingu beggja listgreina. Auðvitað gekk þetta ekki eins og í sögu, þeir ráku sig sí og æ á agnúa sem þörf var á að slípa og jafnvel breyta. Allt þetta kostaði feiknavinnu, en eins og alltaf lærðu menn af reynslunni. Ekkert talað Í sýningunum er ekkert talað en aðeins leikin tónlist meðan leikararnir, í samskonar búningum og eru í myndinni, sýna atburða- rásina á sviðinu með kvikmyndina í litum að baki sér. Á sviðinu eru engir aðrir leikmunir en sjást á tjaldinu. „Á árum kommúnismans hrifsaði ríkið starfsemina í sínar hendur og greiddi starfs- fólkinu laun og hafði þá auðvitað fulla stjórn á því sem mátti sýna. Árið 1992 varð leikfélagið aftur sjálfseignarfyrirtæki og síðan þá hefur Laterna magika haft húsakynni Þjóðleikhúss- ins í Prag á leigu fyrir starfsemi sína,“ segir frú Milena Honsíkova sem starfað hefur við fyrirtækið frá upphafi og nú síðustu ár sem talsmaður þess. „Það eru alltaf 5 leikverk í gangi í einu og á þeim skipt til sýninga á viku fresti. Sýning- argestir eru hvaðanæva að úr heiminum, því það sem hér fer fram án talaðs orðs, er öllum auðskilið.“ Í endaðan nóvember sl. sá undirritaður leikgerð af ævisögu Casanova, afar ljúfa og skrautlega sýningu, sem hafði á sér ævin- týrablæ, og nú fyrir stuttu uppfærslu á verki sem kallast Sirkustöfrar; hún var mikið frá- brugðin hinni, ærslafengin, efnislega spenn- andi og tilþrifamikil. Það fer ekki framhjá neinum áhorfenda að bak við hverja sýningu hjá Laterna magika liggur feikn mikil vinna og oft ekki síst ná- kvæmnisvinna, því hér má engu muna. Ónefndur mikilvægur þáttur í sýningunum er tónlistin sem sett er á kvikmyndafilmurn- ar, henni er safnað saman úr ýmsum áttum og stillt að efninu af hugkvæmni og natni. Allt verður að tengjast á líkan hátt og tónar margra mismunandi hljóðfæra í hljómsveit- arverki. Stjórnendur Laterna magika hafa reynt uppsetningar á óperum og óperettum og urðu Ævintýri Hoffmanns fyrst fyrir valinu; sú sýning vakti athygli og var feiknavel sótt. Uppfærslan varð dýrari en búist var við því nú þurfti að kalla til atvinnusöngvara, en þó var ráðist í uppsetningu á Töfraflautu Moz- arts nokkrum árum síðar, sem óefað hlýtur að vera eins og sniðin fyrir listflutning af þessari gerð. Óskertar sýningar í Prag Á fyrstu starfsárunum naut „leikhúsið“ starfskrafta tékkneska þjóðleikhússins en nú- orðið hefur stofnunin sinn eigin starfsmanna- hóp á föstum launum. Þó þarf í sumum til- fellum að kalla til listamenn af öðrum vettvangi, svo sem atvinnuleikara, söngvara og einnig dansara. Þessi starfsmannafjöldi gerir stofnuninni kleift að halda uppi óskertum sýningum í Prag þótt staðið sé að sýningum í öðrum lönd- um á sama tíma. Gestaleikir hafa t.d. verið 6 vikur samfleytt á Broadway í New York, einnig sama viku- fjölda í Barraults-leikhúsinu í París. Að auki hafa þeir sýnt í Hollandi, Belgíu, á Spáni, í fyrrum Ráðstjórnarríkjunum og oft í Þýska- landi, Ítalíu og Sviss. Alls starfa 80 manns við húsið, þar af 30 faglærðir dansarar með sérþjálfun í lát- bragðsleik. Það nýtur engra styrkja, hvorki frá ríkinu né borginni, heldur ekki frá áskrift- um. Sýningar eru alla daga nema sunnudaga og frí taka allir sér þrjár vikur í febrúar og aftur 3 vikur í júlí. Þetta leikhúsform Laterna magika er hvergi að finna nema í Prag og mun verða haldið upp á fimmþúsundustu sýningu þess frá upphafi í september næstkomandi. SAMSPIL SVIÐS- OG KVIKMYNDALEIKS Án myndar ekkert svið og án sviðs engin mynd. Þetta eru kjörorð stofnunar í Prag sem menn hafa sæst á að nefna leikhús, þó af óvenjulegri gerð sé, því auk sviðsleiks fer kvikmyndasýning fram samtímis. HARALDUR JÓHANNSSON fjallar um Laterna magika. Casanóva: Ljúf og skrautleg sýning og hafði yfir sér ævintýrablæ. Sirkustöfrar: Ærslafengin, efnislega spennandi og tilþrifamikil sýning. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MARS 2001 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.