Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2001, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. MAÍ 2001 T ÓNLISTARÞÆTTIR eins og Skon- rok(k) og Poppkorn sem voru gerðir fyrir sjónvarp á hinum ofurhallær- islega níunda áratug nutu mikilla vinsælda. Þar sýndu poppáhuga- menn valin tónlistarmyndbönd og átrúnaðargoðin stigu fram á stofu- gólf í allri sinni dýrð. Oft var efni lagsins sett í leikrænan búning sem dýpkaði túlk- un þess verulega. Ekki er ólíklegt að drjúgur hluti vinsælda Wham og Duran Duran hafi einmitt ver- ið hinum epísku og íburðarmiklu myndböndum að þakka. Þróunin í gerð tónlistarmyndbanda var afar hröð og nú hefur myndbandið a.m.k. svipað list- rænt gildi og lagið sjálft. Á sjónvarpsrásinni Popptíví ganga tónlistarmyndböndin nú tímunum saman ungu kynslóðinni til ómældrar gleði. Þar eru „heitustu“ myndböndin valin fyrir áhorfend- ur/-heyrendur og leikin æ ofan í æ. Vitaskuld er hér aðeins um lítið brot af framleiðslunni að ræða og valið háð smekk og gróðahyggju einhverra markaðsspekúlanta á bak við tjöldin. Myndböndin í Popptíví eru mikið augnayndi og sum hver hrein listaverk þar sem heilmikið er lagt í sviðsmynd og umgjörð alla. En heimsmynd tónlistarmyndbanda er stöðluð og klisjukennd; ætla mætti að það væri bara til ungt og fallegt fólk í heiminum – eða a.m.k. aðeins ungar og fallegar konur. Sjónarhorn myndavélanna beinist mjög að kvenlíkamanum og það er langur vegur frá hinu djarfa myndbandi Duran Duran, Girls on Film, til nútímans. Fyr- irferð kynferðislegra skilaboða hefur stóraukist og athyglinni er linnulítið beint að líkamshlutum eins og andliti, brjóstum, maga og rassi sem eru klipptir inn í nærmynd. Fegurð og kynþokki eru undirstrikuð með öllum tiltækum ráðum; filterum, lýsingu, líkamsstöðu og svipbrigðum. Einu virðist gilda hvort konur eru flytjendur tónlistarinnar eða leikendur – eða jafnvel leikmunir eins og í kynningarmyndbandi íslenska evróvisjónlagins. Myndband Jennifer Lopez, Love don’t cost a thing, er nýlegt dæmi um kvenlíkamann í aðal- hlutverki. Lopez er ýmist sýnd á göngu vaggandi mjöðmunum eða hálfnakin á sólarströnd með vindinn í hárinu að velta sér upp úr rökum sand- inum eða að dansa við fjallmyndarlega vini sína. Flestöll tónlistarmyndbönd nota granna, sólbrúna kvenmannskroppa og fögur, vel snyrt andlit til að markaðssetja lag og flytjanda. Mörkin milli popps og kláms eru orðin ansi óljós. Sítt flaksandi hár, sílikonbrjóst, þröngur og fleginn fatnaður, eggjandi hreyfingar, hálfopinn munnur með þrýstnum og rökum vörum… Hverju er verið að lýsa? Klámmyndaleikkonu? Nei, tónlistarmynd- bandi nútímans. Stöðluð, kynferðisleg kvenímynd tónlistar- myndbandanna gengur aftur í klæðnaði og hegð- un ungra stúlkna. Í Séð og heyrt eru myndir af þeim á skemmtistöðum borgarinnar, klæddum eins og þær stundi elstu atvinnugrein í heimi. Þetta er afleiðing þeirrar líkams- og kynlífsdýrk- unar sem nú tröllríður öllu (!) og hefur breyst í áþján sem gefur kvennakúgun fyrra alda ekkert eftir. Vert er að staldra við og velta fyrir sér hvert poppklámsiðnaðurinn stefni héðan af. Hvar draga menn mörkin? Verður brátt boðið upp á tónlistar- myndbönd fyrir fullorðna? Þá munum við Simon le Bon horfa á eitthvað annað. FJÖLMIÐLAR S T E I N U N N I . Ó T TA R S D Ó T T I R POPP OG KLÁM Þetta er afleiðing þeirrar lík- ams- og kynlífsdýrkunar sem nú tröllríður öllu (!) og hefur breyst í áþján sem gefur kvennakúgun fyrra alda ekkert eftir. I Útvarpsleikhúsið er stærsta leikhús þjóðarinnar.Þar er að jafnaði ein frumsýning á viku og fjöldi áheyrenda skiptir þúsundum hverju sinni. Útvarps- leikhúsið er jafnframt einn helsti vettvangur ís- lenskra leikritahöfunda og þar eru frumflutt jafn- mörg eða fleiri ný leikverk árlega en í öllum öðrum leikhúsum landsins samanlögðum. Þrátt fyrir þetta er Útvarpsleikhúsið eitt mesta olnbogabarnið í leik- húslífi þjóðarinnar. Prósentvíshlustun á útvarpsleikrit er ekki mikil. Ekki fyrir svo löngu var sagt að hlustunin væri að jafnaði 1-3%. En hvað eru það mörg eyru? Það eru hvorki meira né minna en 5.700-17.100 eyru. Ekki þætti slæmt að hafa svo mörg augu að einni leiksýn- ingu. II Fyrir páskana var fluttur einleikurinn AusaSteinberg sem vakti mikla athygli. Svo mikla að á stuttum tíma var leikritið endurflutt tvisvar og hafði þá verið flutt þrisvar. Hlustendahópurinn varð á endanum gríðarstór og fólk ræddi þetta verk sín á milli í fermingarveislum um páskana. Hversu langt er ekki síðan útvarpsleikrit hefur notið slíkrar athygli? Og hve lítið þurfti samt til. Aðeins gott leik- rit og góðan flutning og verkið náði til fleiri áheyr- enda en nánast allar leiksýningar vetrarins í leik- húsunum. Allar raddir þögnuðu um að Útvarpsleikhúsið hafi runnið sitt skeið á enda og hafi glatað hlutverki sínu í veröld myndarinnar, hreyfingarinnar og hraðans og menn rifjuðu þess í stað upp notalegar stundir við útvarpstækið á fimmtudagskvöldum hérna í den. En tvær kynslóðir hafa vaxið úr grasi síðan og þekkja ekki hina nota- legu stund við fjölskylduhlustun á fimmtudags- leikritið. Listform sem höfðar til fortíðarþrár ein- göngu er ekki vel lifandi. Það er í dauðateygjunum. Útvarpsleikritið er eina listformið sem fjölmiðillinn útvarp hefur alið af sér en jafnvel það réttlætir ekki tilveru þess ef ekkert lifir nema notaleg tilfinning um góðar stundir í gamla daga. III Á breska ríkisútvarpinu BBC er enn við lýðisápuóperan The Archers sem mun vera lengsta samfellda útvarpssápan í veröldinni. Þar hefur hver kynslóðin tekið við af annarri, bæði í út- varpinu og framan við viðtækin, og þá sjaldan sem einhverjum dettur í hug að leggja til að hætta þessu rís þjóðin upp og mótmælir einum rómi. Í hugum margra eru Archers raunverulegt fólk sem hefur lif- að sínu lífi samhliða lífi þjóðarinnar og þjóðfélags- breytingar á undanförnum áratugum hafa ekki síð- ur haft áhrif á líf og afkomu Archer-fjölskyldunnar en annarra í Bretlandi. IV Vandi útvarpsleikhússins íslenska felst ekki íspurningum um hvort tilvist þess sé réttlæt- anleg heldur stöðugleika í dagskrá, en þar hafa breytingar á eðli útvarpshlustunar komið hvað harðast niður. Vandinn er að koma því skil- merkilega til skila hvenær leikritin eru á dagskrá því flestir hlusta núorðið mjög svo tilviljanakennt á útvarp og þurfa sífelldar áminningar ef þeir eiga að muna að hlusta á ákveðnum tíma. Þar skiptir miklu að festa rækilega í minni þjóðarinnar útsend- ingartíma útvarpsleikritanna, rétt eins og fimmtu- dagsleikritin á sjötta og sjöunda áratugnum. NEÐANMÁLS NÝ SKÁLDSAGA eftir Louise Erdrich kom út í byrjun mán- aðarins og nefnist The Last Re- port on the Miracles at Little No Horse. Sögu- svið bók- arinnar er verndarsvæði Ojibwe- indíána í Norður- Dakóta. Fjöl- margar skáldsagna Erdrich gerast á þessum slóðum, og koma sömu persónurnar fyrir frá bók til bókar. Hér er sagan sögð út frá sjónarhóli prests sem þjónað hefur samfélaginu um árabil – en er í raun þýsk ekkja í prestsgervi. Þegar nær dregur endalokunum hjá hin- um aldraða „presti“ tekur hann að kvíða óhjákvæmilega afhjúpun hins raunverulega kynferðis síns. Louise Erdrich er af ind- íánaættum og er fræg fyrir að hafa vakið máls á bókmenntum þess minnihlutahóps sem hún sjálf tilheyrir, þ.e. frumbyggja Bandaríkjanna. Ný skáldsaga frá Louise Erdrich Louise Erdrich ERLENDAR BÆKUR Spilling og sjúk þjóðarsál NÝ SKÁLDSAGA eftir James Ellroy, The Cold Six Thousand, er komin út. Í bókinni tekur höfundurinn upp þráðinn frá einni af fyrri bókum sínum, Americ- an Tabloid, sem út kom ár- ið 1995. Þar dró höfundur upp mynd af spillingu og glæpum í bandarísku samfélagi í tengslum við Kennedy- morðið. The Cold Six Thous- and hefst rétt eftir að forsetinn hefur verið ráðinn af dögum og lýsir á hvassan hátt spillingu og sjúkri þjóðarsál. James Ellroy er einn virtasti rithöfundur Bandaríkjanna á sviði glæpasagna, og er hann frægur fyrir að hafa gætt bók- menntahefð harðsoðinna glæpasagna nýjum víddum. Meðal metsölubóka hans er L.A. Confidential, sem sam- nefnd kvikmynd var gerð eftir. Skrif Martin Amis í eina bók BRESKI rithöfundurinn Martin Amis hefur sent frá sér rit- gerðasafnið The War Against Cliché, en þar hefur höfund- urinn safnað saman ritgerð- um og dómum sem birst hafa eftir hann á ár- unum 1971 til 2000. Amis er frægur fyrir óviðjafn- anlega stílsnilld, en um bækur hans og persónuleika hefur aldrei leikið lognmolla. Amis hefur einnig áunnið sér sess sem óvæginn gagnrýnandi bók- mennta og menningar. Rit- gerðasafnið varpar ljósi á ákveðna þróun í skrifum Amis á þessu sviði. Þar er að finna skarpa gagnrýni á samtímabók- menntir, ritgerðir um höfunda á borð við Cervantes og Vladimir Nabokov og greinar um einstök efni á borð við skák, kjarn- orkuvopn, karlmennsku, Andy Warhol og Margaret Thatcher. Martin Amis James Ellroy Hvað er höfundur? Er nið- urröðun orða í ákveðinni röð á blað virkilega verk einhvers eins manns? Hver eru tengslin á milli texta og höfundar, eru þau nokkur? Ábendingar lærðra manna á síðustu dögum hafa fullvissað undirritaðan (þótt í raun sé vafanum undirorpið hver er höfundur þessa pistils) um að slíkt er hjóm eitt. Textar eiga sér enga höfunda og það væri alrangt að segja að bæk- urnar um Frank og Jóa væru höfundarverk. Ef draga á þau stórvirki í dilka og setja á þau merkimiða (sem í sjálfu sér er rangt) verður að segja að bóka- flokkurinn sé samfélagsafurð. Kolbeinn Óttarsson Proppé, Múrinn www.murinn.is Feilnóturnar í íslensku tónlistarlífi Stundum mætti ætla að ten- órar - bæði hér og annarsstaðar - líti á sig sem sérstakan þjóð- flokk útaf fyrir sig í tónlist- arheiminum. Þeir þurfi ekki að vera innblásnir listamenn sem hrífi fólk með túlkun sinni. Þeir séu bara íþróttamenn sem hafi innbyggðan ghettoblaster í barkanum og renni sér listilega upp á háu C-in hvenær sem er. Það eitt dugi til að tryggja ær- andi fagnaðarlæti. Jónas Sen, Mannlíf www.ismennt.is/not/sen/heima Hvíslað um Saccani Jón Ásgeirsson kemur inn á það í gagnrýni um sinfón- íutónleika í Mogga á föstudag sem um hríð hefur verið skrafað í lágum hljóðum, að fjarvera Ricos Saccani úr stjórnandapúlti í Háskólabíó stafi ekki aðeins af veikindum. Menningarsíða DV telur sig hafa vissu fyrri því að Saccani sé veikur í hálsi og eigi að hvíla raddböndin, en ef rétt er að gerð hafi verið skoð- anakönnun meðal hljómsveit- armanna um hvort eigi að ráða hann eitt kjörtímabil í viðbót þá er miklu betra að niðurstaðan úr henni verði gerð heyrin kunn en að hvíslað sé um hana í skotum. Það er satt að segja einkennileg stjórnunaraðferð að gera slíka leynikönnun og hefði verið eðli- legra að ræða kosti hans og hugsanlega galla opinskátt á fundi með öllum aðilum málsins og taka síðan ábyrga ákvörðun í framhaldi af því. Silja Aðalsteinsdóttir DV Morgunblaðið/Jim Smart Samtal milli vagna. HVAÐ ER HÖFUNDUR?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.