Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2001, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. MAÍ 2001 13 NÝJASTA afkvæmi Solomon R. Guggenheim sjóðsins er listasafn á Netinu að því er bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá á dögunum, en Gugg- enheim listasöfn er nú þegar að finna beggja vegna Atlantshafs- ins, í New York, Feneyjum, Bilbao og Berlín. Netsafnið mun bjóða upp á frí- an aðgang að sumum menning- arviðburðum, á meðan kaupa verður aðgang að öðrum. Stjórn- endur listasafna hafa verið dug- legir að færa sér tækniframfarir veraldarvefjarins í nyt á und- anförnum árum og er að mati New York Times líklegt að Guggenheim netsafnið skari þar fram úr öðrum. Meðal þeirra staða sem Netsafnið mun veita aðgang að er Hermitage safnið í Rússlandi og Kunsthistorisches safnið í Austurríki. Þá verður á vefnum einnig að finna vandaðar stafrænar útgáfur af málverkum og skúlptúrum frá Guggenheim listasöfnunum, auk fjölmiðl- unarverka, tónleika og upp- ákoma. Síðuna, sem opnuð verð- ur í september nk., verður að finna á slóðinni www.Guggen- heim.com. Metverð fyrir norska könnu NORSK ölkanna úr tré var í vik- unni seld fyrir metverð hjá upp- boðsfyrirtækinu Sotheby’s í London. Kannan sem er frá miðri 17. öld er einir 23 senti- metrar á hæð og er tréskurð- armeist- arinn talinn hafa til- heyrt skóla Samuel Halvorsen Fanden. Á 19. öld var kannan máluð og bentu fyrstu rann- sóknir á henni því til að um 19. aldar, og mun ódýrari, grip væri að ræða. Sem slík var verðmæti hennar talið um 300.000 ísl. kr að því er norska dagblaðið Aft- enposten greindi frá. Nánari skoðun breytti þó því mati og hækkaði verðmæti könnunar upp í fjórar milljónir króna. Endanlegt söluverð reyndist þó mun hærra og seldist kannan á tæp 83.000 pund, eða einar 12 milljónir króna. Sing Sing fangelsið gert að safni? SING Sing fangelsið, í nágrenni New York-borgar, kann í fram- tíðinni að bjóða gesti sína vel- komna af meiri alúð en tíðkast hefur þar sem uppi eru áform um að breyta hluta fangelsisins í safn. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem fangelsi yrði breytt í safn og má nefna Alcatraz-fangelsið sem dæmi. Verði safni hins vegar komið á fót í Sing Sing verður það væntanlega í fyrsta skipti sem safn verður sett á fót í starf- andi fangelsi. Glenn S. Goord, yfirmaður fangselsismála í fylk- inu, hefur þegar lýst sig sam- þykkan hugmyndinni reynist hún raunhæf, en skv. henni gætu gestir virt aðstöðu fanganna fyr- ir sér úr fjarska, auk þess að heimsækja eftirlíkingu af af- tökuklefa. „Það er erfitt að við- halda jafnvæginu,“ sagði Judith Saltzman, hjá Li/Saltzman arki- tektastofunni, sem hefur umsjón með verkinu. „Og a.m.k. á papp- írunum getum við viðhaldið jafn- vægi varðandi öryggis- og einka- mál, og samt sem áður leyft gestum að njóta reynslunnar af því að vera í Sing Sing.“ ERLENT Guggen- heim á Netinu Norska ölkannan SÝNINGIN Andspænis náttúrunni, sumarsýning á verkum í eigu safnsins, verður opnuð í dag, laug- ardag, í Listasafni Íslands. Sýningin fjallar um náttúruna sem viðfangsefni íslenskra listamanna á 20. öld. Á sýningunni verða eingöngu verk í eigu safnsins eftir íslenska myndlistarmenn. „Náttúran hefur skipað veigamikinn sess í verk- um íslenskra myndlistarmanna á öldinni, og er sýningin nokkurs konar ágrip af þeirri sögu,“ segir Ólafur Kvaran forstöðumaður Listasafns Íslands. Sýningin spannar allt frá myndum Þórarins B. Þorlákssonar til Ólafs Elíassonar. „Milli þessara listamanna sér maður hvernig náttúran birtist með margvíslegum hætti og hvernig náttúrutúlkunin hefur verið í samspili við hinar ólíku stíltegundir á 20. öldinni. Þetta má t.d. sjá þegar litið er á ljóð- rænu afstraktlistina, eins og hún birtist t.d. í verk- um Svavars Guðnasonar, Nínu Tryggvadóttur, og Kristjáns Davíðssonar, en þau hafa sótt upp- sprettu og stuðning í náttúruna og aðlagað hana sínum stíl. Í verkum hugmyndalistamanna frá því í kringum 1960, Sigurðar Guðmundssonar og fleiri, má sjá hverng það myndmál er notað til að miðla skilaboðum um náttúruupplifanir. Að lokum má benda á verk málarakynslóðarinnar, sem kemur fram upp úr 1980. Þar koma fram listamenn eins og Georg Guðni og Helgi Þorgils, sem fjalla um náttúruna og stöðu mannsins innan hennar. Þann- ig varpar sýningin í heild sinni ákveðnu ljósi á það hvernig íslensk myndlist hefur verið í samspili við ákveðna aðferðafræði og jafnframt hin djúpu tengsl íslenskrar myndlistar við náttúruna.“ Ólaf- ur bætir því við að náttúran sem viðfangsefni sé í raun rauður þráður í gegnum íslenska myndlist á 20. öld þó svo að hún hafi mótast af ólíkum tímum, hugmyndum og aðferðum. Sýningin er haldin í öllum sölum listasafnsins og stendur hún í allt sumar. „Sýningin er öðrum þræði mótuð með erlenda ferðamenn í huga, enda er aðsókn þeirra mikil á sumrin. Sýningin ætti einnig að höfða til Íslendinga, enda forvitnilegt að sjá hvernig náttúran, sem skipað hefur mjög sterk- an þátt í menningarlegri sjálfsmynd þjóðarinnar, birtist í tjáningu listamanna á ólíkum tímaskeið- um.“ Listasafn Íslands er opið frá kl. 11-17 alla daga nema mánudaga og stendur sumarsýningin til 2. september. And- spænis nátt- úrunni Hvítá í Borgarfirði: Þórarinn B. Þorláksson, 1903. KÓR Fríkirkjunnar í Reykjavík, ásamt kammersveit og einsöngvurum, flytur óratóríuna Messías eftir Ge- org Friedrich Händel í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, kl. 17 báða dagana. „Þetta sívinsæla verk hefur verið flutt mjög oft hér, en verkið var frumflutt hér á landi í Fríkirkjunni í Reykjavík í desember árið 1940. Þá var það Viktor Urbancic sem stjórnaði þeim flutningi, Kór Tónlistar- félagsins í Reykjavík söng og „Kátir félagar“ léku. Ein- söngvarar voru þau Guðrún Ágústsdóttir, Dívína Sig- urðsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Daníel Þorkelsson og Arnór Halldórsson,“ segir stjórnandinn Kári Þormar. „Messías er nú fluttur í fyrsta skipti á nýrri öld, og fer vel á því að það sé gert í Fríkirkjunni í Reykjavík.“ Einsöngvarar nú eru þau Elma Atladóttir, Hrafn- hildur Björnsdóttir, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Eyj- ólfur Eyjólfsson, Magnús Ragnarsson og Ólafur Kjart- an Sigurðarson, en hann hefur tekið þátt í á annan tug uppfærslna á þessu verki. Konsertmeistari er Gerður Gunnarsdóttir. Að sögn Kára Þormar var hann með það í huga að flytja stórt kórverk á þessu ári. Frábært verk og aðgengilegt „Við völdum þetta vegna þess að það er nokkuð langt síðan Messías hefur verið fluttur, og ágætis tilefni að vera á undan öðrum á nýrri öld. Mér finnst þetta líka spennandi vegna þess að ég hef aldrei sungið í verkinu áður og kem að því ferskur og ómótaður af hugmynd- um annarra um það. Síðast en ekki síst er þetta bara svo frábært verk og aðgengilegt fyrir alla. Þetta er uppfærsla eins og fyrr á tímum með litlum kammerkór, þar sem hver og einn kórsöngvari er enn mikilvægari en ella. Einsöngvararnir verða líka partur af kórnum. Það er einfaldlega ekki hægt að hafa mjög stóran kór í Fríkirkjunni, það verða 22 í kórnum og 17 í hljómsveit- inni. Þegar verkið var frumflutt í Dublin á sínum tíma voru aðeins 14 manns í kórnum.“ Einsöngvararnir sem syngja með kórnum eru allir ungir að árum, sumir þegar orðnir reyndir söngvarar, en aðrir að stíga sín fyrstu skref á söngbrautinni. „Ég vil ekki segja að það hafi verið aldurstakmark en söngvararnir eru allir ungir, mér fannst það spennandi að leyfa nýjum röddum að njóta sín“ segir Kári. Í tón- leikaprógramminu verður ljósmynd af forsíðu pró- grammsins sem gert var fyrir flutning Urbancic 1940. Auk söngvaranna sem fyrr eru nefndir eru þar hljóð- færaleikarar sem allir settu svip sinn á íslenskt tónlist- arlíf: Páll Ísólfsson lék á orgelið, Karl O. Runólfsson tónskáld á trompet, Árni Kristjánsson píanóleikari á sembal, Björn Ólafssson fiðluleikari var konsertmeist- ari og Heinz Edelstein stofnandi Barnamúsíkskólans lék á selló. Miðaverð er 1.500 kr. Messías Händels í Fríkirkjunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Óratórían Messías æfð í Fríkirkjunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.