Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2001, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. MAÍ 2001
Þ
EIR sem fást við íslensk fræði
af einhverju tagi eru oft spurð-
ir að því hvort íslenska sé ekki
að líða undir lok. Þá er
kannski spurt sem svo: Hefur
unga fólkið nokkurn orða-
forða? Er beygingakerfið ekki
að fara veg allrar veraldar? Er
ekki kennd alltof lítil málfræði í skólum? Er
ekki lögð alltof mikil áhersla á málfræðistagl
í skólum? Ef menn taka ekki undir svarta-
gallsraus um þessi efni er stundum litið svo
á að þeir séu áhugalausir um velferð móð-
urmálsins, jafnvel hálfgerðir landráðamenn.
Í þessari grein langar mig að benda á
nokkur atriði í málrækt og móðurmáls-
kennslu sem ég held að hafi tekist vel á síð-
ari hluta tuttugustu aldar. Ég ætla líka að
nefna atriði sem ég held að hafi tekist illa og
séu byggð á misskilningi. Markmiðið er að
við reynum að læra af reynslunni og hafa
hana að leiðarljósi á þessari öld. Í lokin vík
ég svo að spurningunum sem voru nefndar
hér á undan.
Dæmi um jákvæða þróun
Endurnýjun orðaforðans
Ég tel alveg ótvírætt að sú nýyrðastefna
sem hér hefur löngum verið fylgt hefur skil-
að mjög miklum árangri. Auðvitað hefur oft
tekist misvel til við smíði nýrra orða. En þar
hefur líka margt tekist vel. Mestu máli
skiptir þó sú meginstefna sem hefur verið
fylgt hefur gefist vel, nefnilega sú stefna að
það sé æskilegt að reyna eftir föngum að
smíða ný orð úr innlendum efniviði um ný
hugtök, eða þá að laga erlend orð að ís-
lensku beyginga- og hljóðkerfi. Þessi stefna
hefur skapað okkur Íslendingum nokkra
sérstöðu sem margir öfunda okkur af og hún
hefur átt mjög mikinn þátt í því að auðga
orðaforðann, halda beygingakerfinu við og
varðveita þannig samhengið í þróun málsins.
En þetta er náttúrulega pólitísk stefna og
þess vegna þarf að hafa hér alla gát. Ef mál-
stefnan er of einstrengingsleg er hætt við að
hún njóti ekki nægilegs fylgis og málstefna
sem nýtur ekki fylgis er gagnslaus og
reyndar verri en engin. Ég kem að því síðar.
Umburðarlyndi og afstaða til mállýskna
Um miðja tuttugustu öld voru menn að
velta því fyrir sér í alvöru að búa til ein-
hvers konar fyrirmyndarmál á Íslandi með
því að velja úr íslenskum mállýskum. Þetta
mál yrði þá kennt í skólum og notað í út-
varpi til dæmis. Til allrar hamingju logn-
uðust þessar hugmyndir út af. Gallinn við
allar hugmyndir af þessu tagi er sá að með
því að velja á milli mállýskuatriða á þennan
hátt eru menn að setja sumar mállýskur
skör lægra en aðrar og þá er um leið búið að
skapa opinbera málfarslega stéttaskiptingu
með öllum þeim erfiðleikum sem slíku
fylgja. Ýmsar nágrannaþjóðir okkar hafa
slæma reynslu af því og eru ekki öfunds-
verðar. Þær geta hins vegar öfundað okkur
fyrir að hafa ekki búið okkur til vandamál af
því tagi.
Í stað þessa hefur umburðarlyndi gagn-
vart mállýskumun í íslensku farið vaxandi,
enda hefur verið ýtt undir það. Í áliti um
málvöndun og framburðarkennslu í skólum,
sem ráðherraskipuð nefnd skilaði haustið
1986, er t.d. lögð áhersla á slíkt umburð-
arlyndi, hvatt til þess að fræðsla um mál-
lýskur verði aukin í skólum og að kennarar
hlynni að minnihlutaframburði þar sem þeir
verði hans varir, enda eigi allur staðbundinn
minnihlutaframburður rétt á sér. Sama sjón-
armið hefur líka verið áberandi í námskrám
undanfarna áratugi, m.a. í íslenskuhluta
þeirrar námskrár sem gengið var frá 1999.
Skylt þessu er líka það sjónarmið, sem kem-
ur víða fram í námskránni, að nemendur
þurfi að „öðlast trú á eigin málkunnáttu og
málhæfni“. Menn geta væntanlega gert sér í
hugarlund hversu auðvelt væri að efla slíka
trú með þeim sem töluðu annars flokks mál-
lýsku samkvæmt skilgreiningu samræmdrar
fyrirmyndaríslensku. Trúin á móðurmálið og
eigið vald á því skiptir hins vegar meginmáli
fyrir þróun þess um alla framtíð.
Málfræðikennsla í skólum
Á tímabili, t.d. á níunda áratug tuttugustu
aldar, skiptust íslenskir móðurmálskennarar
í tvær fylkingar eftir afstöðu til málfræði-
kennslu í skólum. Sumir töldu brýnast að
kenna sem mesta málfræði og berja helst öll
beygingardæmin úr málfræði Björns Guð-
finnssonar inn í hausinn á grunnskólanem-
um. Aðrir töldu að það væri sannað að mál-
fræðinám gerði nemendur ekki að „betri
málnotendum“ og vitnuðu stundum í því efni
í rannsóknir á breskum skólanemum, án
þess að hafa svo sem nokkra hugmynd um
það hvers konar málfræði þessum bresku
nemendum hafði verið kennd eða hvernig
málnotkun þeirra hafði verið prófuð.
En smám saman fóru menn að átta sig á
því að málfræðikennsla þarf ekki að vera og
á ekki eingöngu að vera kennsla í móð-
urmálinu heldur á hún ekki síður að vera
kennsla um móðurmálið og kannski líka
mannlegt mál almennt. Ef móðurmálið er
eitt af sérkennum okkar sem Íslendinga og
málið er það sem greinir menn einna helst
frá dýrum þá má færa rök að því að það geti
verið ómaksins vert að vita eitthvað um
þetta fyrirbæri, ekkert síður en um íslensk-
ar bókmenntir, sögu eða náttúrufræði. Þetta
sjónarmið hefur síast inn í nokkrar nýlegar
kennslubækur og handbækur um móðurmál-
ið og það er líka fyrirferðarmikið í nýrri
námskrá í íslensku. Þess vegna eru sagnir
eins og átta sig á, skilja og þekkja áberandi
í markmiðslýsingum þeirrar námskrár.
Fjölbreytni
Loks langar mig að vekja athygli á því að
móðurmálskennslan er orðin miklu fjöl-
breyttari en hún var áður og það er gott.
Þetta má m.a. sjá af áðurnefndri námskrá.
Þar er fjallað sérstaklega um markmið í
lestri, töluðu máli, hlustun og áhorfi, ritun,
bókmenntum og málfræði. Auk þess eru þar
kaflar sem fjalla um íslensku sem annað
tungumál, íslensku fyrir heyrnarlausa og um
táknmál (ég er hér einkum að tala um nám-
skrána fyrir grunnskólann). Þetta eru fleiri
þættir en áður komu við sögu í sams konar
námskrám. Um leið hafa hefðbundnir þættir
eins og lestur, ritun, bókmenntir og mál-
fræði orðið fjölbreyttari. Þar er lögð áhersla
á margs konar þjálfun í lestri og ritun, lest-
ur margvíslegra bókmennta og mun fleiri
hliðar málfræðinnar en áður var. Náms-
gagnastofnun hefur til dæmis nýlega gefið
út kennsluefni í móðurmáli handa 8.–10.
bekk grunnskóla. Þessar bækur heita Mál-
yrkja I–III og í þeim er ekki bara miklu
meira og fjölbreyttara málfræðiefni en í al-
þekktri málfræðibók Björns Guðfinnssonar
til dæmis heldur eru þar sýnishorn fjöl-
breyttari bókmennta og texta en í sýnisbók
Nordals sem ég las á sínum tíma. Þá er ótal-
ið annað móðurmálskennsluefni og hand-
bækur, bæði á sviði bókmennta, málfræði og
ritunar, sem Námsgagnastofnun hefur gefið
út á undanförnum árum og menn geta kynnt
sér á sýningu í Þjóðarbókhlöðunni þessa
dagana.
Öll þessi fjölbreytni gerir miklu meiri
kröfur til kennaranna en áður voru gerðar
og hún gerir líka að sumu leyti meiri kröfur
til nemendanna en áður. En hún gerir einnig
annars konar kröfur og gefur, eða á að gefa,
fleiri nemendum kost á að njóta sín í skól-
anum. Nú þurfa nemendur til dæmis ekki
eingöngu að skrifa skáldlegar frásagnir sem
ritunaræfingar heldur líka ýmsa aðra texta,
jafnvel skýrslur og minningagreinar. Það
leiðir til þess að fleiri fá raunverulega þjálf-
un í ritun en þeir sem hafa hæfileika til þess
eða áhuga á því að „skrifa upp úr sér“ eins
og Halldór Laxness kallaði það einhvern
tíma, enda eru það ekki bara rithöfundar
sem þurfa að kunna að skrifa læsilegan
texta heldur hver sem er. Fjölbreytt skrif,
fjölbreyttur textalestur og fjölbreytt um-
fjöllun um mál og málfræði vekur líka at-
hygli á því að við notum ekki alltaf spari-
búning málsins heldur ýmsa aðra búninga,
enda yrði sparibúningurinn fljótt snjáður og
lítil prýði að honum ef gengið væri í honum
á hverjum degi.
Dæmi um stöðnun
og skaðlega íhaldssemi
Um orðaforðann
Ég nefndi áður að sú málstefna sem m.a.
kemur fram í áherslu á nýyrðasmíð sé vand-
meðfarin og og megi ekki verða of ein-
strengingsleg. Þá er hættan sú að málið
klofni í tvennt, annars vegar einhvers konar
sparimál sem fáeinir sérfræðingar eða sér-
vitringar tala og hins vegar mál sem al-
menningur talar. Svokölluð varðveisla ís-
lenskrar tungu er auðvitað tilgangslítil ef
við erum aðeins að hugsa um það að varð-
veita eitthvert gullaldarmál sem menn þurfa
að læra sérstaklega í skólum og verður þeim
ekki tamt. Ef málstefnan verður svo ein-
strengingsleg að fólk vill ekki fylgja henni
eða svo flókin að almenningur getur ekki
fylgt henni þá verður þróunin þessi.
Meginmarkmið íslenskrar málstefnu hefur
annars vegar verið að „halda órofnu sam-
hengi í máli frá kynslóð til kynslóðar“ og
hins vegar „að auðga orðaforðann svo að
ávallt verði unnt að tala og skrifa á íslensku
um hvað sem er“. Svona er þetta orðað í
álitsgerð nefndarinnar sem áður var sagt frá
og það samhengi sem þarna er nefnt hefur
það m.a. í för með sér að við getum lesið
texta frá ýmsum tímum án sérstakrar
kennslu. Orðaforðinn getur að vísu verið
býsna ólíkur en málkerfið er í aðalatriðum
það sama, einkum beygingakerfið og setn-
ingagerðin. Það væri líka skemmtilegt ef
komandi kynslóðir gætu skilið þær hljóð-
upptökur sem tuttugasta öldin skildi eftir
sig. Það geta þær þó ekki nema hljóðkerfið
haldist lítið breytt. Þetta er ástæðan fyrir
því að meginmarkmið íslenskrar málstefnu
er að varðveita málkerfið.
Ef við höfum þetta í huga, sjáum við að sú
málstefna sem hér er lýst gerir ekki upp á
milli orða eins og bíll og bifreið til dæmis.
Þó er orðið bíll tökuorð. En það hefur verið
lagað að íslensku hljóð- og beygingakerfi og
því getur það ekki ógnað málkerfinu á neinn
hátt. Þess vegna hefur það líka öðlast þegn-
rétt í íslensku máli, rétt eins og gömlu töku-
orðin kirkja, prestur og biskup. Þess eru þó
dæmi að íslenskir málhreinsunarmenn vilji
útrýma orðum sem líta út eins og íslensk
orð, hljóma eins, beygjast eins og hafa
kannski verið notuð á Íslandi í áratugi en
eru upphaflega ættuð úr öðru máli. Stund-
um nægir þessum mönnum grunur um er-
lendan uppruna. Mig minnir að ég hafi heyrt
orð eins og fréttabréf og gjarna nefnd sem
dæmi um þetta (sbr. enska orðið newsletter
og danska orðið gerne). Þetta er skaðleg
íhaldssemi af því að hún er ekki í samræmi
við neina vitræna málstefnu og felur það í
MÁLFRÆÐI, MÁLRÆKT OG MÓÐ-
URMÁLSKENNSLA VIÐ ALDAMÓT
„Ef málstefnan er of einstrengingsleg er hætt við að hún njóti ekki nægilegs fylgis og málstefna
sem nýtur ekki fylgis er gagnslaus og reyndar verri en engin.“
„Ég held það sé yfirleitt kennd of lítil raunveruleg,
gagnleg og upplýsandi málfræði í skólum og það
sé alltof mikil áhersla á það sem er réttnefnt „mál-
fræðistagl“, nefnilega hjakk í einhverjum undantekn-
ingum, aukaatriðum og utanbókarlærdómi sem
hægt er að prófa menn í og menn geta lært án
þess að vera nokkru nær um eðli móðurmálsins
eða mannlegs máls yfirleitt.“
E F T I R H Ö S K U L D Þ R Á I N S S O N