Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Qupperneq 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. MAÍ 2001 1 Frá því að ég man eftir mér hefur OMIC- klukkuna utan á litla steinhúsinu við Klapp- arstíg 19 vantað korter í tólf. Ég er alinn upp í stóru gömlu steinhúsi sem stendur á horninu á Klapparstíg og Njálsgötu. Stigagangurinn okkar var bakatil, gengið er um dimman undirgang inn í steyptan húsagarð. Þar spratt graslaukur í litlu moldarbeði undir lágum kjallaraglugga. Við áttum heima á fjórðu hæð. Á hæðinni fyrir neðan var íbúðin hennar Ananís Núm- ínu, lítil og yfirlætislaus eins og hún sjálf. Hún var að vestan, að hálfu skírð í höfuðið á Númarímum Sigurðar Breiðfjörð. Á annarri hæð var gullsmíðaverkstæði Benedikts og íbúðin hennar Möggu. Hún var líka fremur lágvaxin en þótt furðulegt megi virðast kem ég andlitinu ekki lengur fyrir mig. Ég man bara að augun voru svolítið undrandi. Það voru þess konar augu sem bjóða börn sérstaklega velkomin, enda átti Magga alltaf eitthvað í pokahorninu þegar við bræðurnir hringdum bjöllunni hjá henni. Hún bauð okk- ur inn í hlýlega stofuna og þar sátum við brot úr degi og drukkum gos úr dósum sem var á þessum tíma útlenskur drykkur og ólíkt meira spennandi en gos á flöskum. Magga vann í eldhúsinu á Hótel Borg og því fylgdu viss hlunnindi. Stundum bauð hún líka upp á enskt konfekt en bestu heimsóknirnar voru þær þegar hún leysti okkur út með gjöfum, litlum plastskipum sem voru gul og appelsínurauð á lit. Hún sauð sér hafragraut á morgnana úr fágætu bandarísku haframjöli sem mér dettur helst í hug að hafi verið úr búrinu á Hótel Borg. Í hverjum pakka leynd- ist lítið herskip og með tímanum stýrðum við bræðurnir hvor sínum flotanum sem áttu í sögulegum orustum þegar við fórum í bað. Einu sinni komum við of fljótt aftur í heimsókn, Magga var ekki búin að klára úr síðasta haframjölspakkanum og lumaði ekki á neinu skipi. Hún bauð okkur samt inn, náði í óupptekinn pakka ofan úr skáp og fiskaði upp úr honum flugmóðurskip. Við sátum við litla eldhúsborðið hennar og ég virti fyrir mér Quaker Oats pakkninguna sem ég hafði aldrei séð áður. Á framhliðinni var mynd af brosandi manni með hatt sem hélt á sams- konar haframjölspakka og á honum var mynd af þessum sama manni sem sjálfur hélt á enn minni pakka og þannig koll af kolli þar til myndin í myndinni var ekki annað en lítill, ógreinilegur depill. Þegar við vorum búnir að kveðja og þakka fyrir okkur og Magga hafði lokað dyrunum og bróðir minn kominn upp á loft stóð ég enn kyrr á stigapallinum með plastskipið í krepptum hnefa og reyndi að fá botn í mynd- ina sem ég hafði verið að skoða. Hvernig í ósköpunum var hægt að teikna mynd sem var mynd af sjálfri sér? Og hvað merkti hún? Mig sundlaði við tilhugsunina. Og mig sundlar enn, nú þegar ég spyr sjálfan mig hvernig í ósköpunum sé hægt að skrifa fyrirlestur sem fjallar um andann í átj- án blaðagreinum sem fjalla um tíðarandann í aldarbyrjun. Er ekki slíkur fyrirlestur dæmdur til að verða lítill, ógreinilegur depill? 2 Greinarnar um tíðarandann í aldarbyrjun hafa birst vikulega í Lesbók Morgunblaðsins frá því í byrjun árs. Ég hef undantekning- arlítið lesið þessar greinar af áhuga á hverj- um laugardagsmorgni og þótt fróðlegt að sjá hvernig ólíkir höfundar hafa tekið á efninu. Að sumu leyti má líkja þessum greina- flokki við þá iðju sem við bræðurnir glímdum stundum við í Austurbæjarskólanum og kall- aðist „Ritgerð“. Kennarinn ákvað ritgerð- arefnið – til að mynda „Húsið mitt“, „Sumar í sveit“ eða „Eftirminnilegt ferðalag“ – og við máttum gjöra svo vel og reiða fram sæmilega vel skrifaða frásögn sem staðið gat undir þessu nafni. Ritstjóri Lesbókarinnar hefur verið í hlutverki kennarans og í bekknum átján nemendur, þrettán drengir og fimm stúlkur. Í þeim hópi eru nafntogaðir eðl- isfræðingar, blaðamenn, listamenn, bók- menntafræðingar, leikhússtjóri, kynjafræð- ingur og sendiherra. Og nú er komið fram í maílok, skólaárinu er að ljúka, og ég get ekki skilið ritstjóra Lesbókarinnar öðruvísi en svo en að mér sé ætlað að sinna skyldum próf- dómara. Ég hef að minnsta kosti setið við undanfarna daga og endurlesið ritgerðar- bunkann með rauðan penna á lofti. E F T I R J Ó N K A R L H E L G A S O N Hann tók í hönd hins blinda, leiddi hann út úr þorpinu, skyrpti í augu hans, lagði hendur yfir hann og spurði: „Sér þú nokkuð?“ Hann leit upp og mælti: „Ég sé menn, ég greini þá líkt og tré, þeir ganga.“ Mark. 8 23–24. G REINAFLOKKURINN um tíðaranda í aldar- byrjun á sér satt að segja allundarlegt upp- haf og ekki sérlega göf- ugt. Það var enginn inn- blástur sem steyptist yfir mig á gangi í hrika- legri, íslenskri náttúru eða við skrifpúlt með gullið tár í glasi, heldur var ég að hengja þvott á snúru þar sem ég bjó í Barcelonaborg á Spáni síðast- liðið ár þegar mér varð litið upp og sá allsberan mann úti á svöl- um í næstu byggingu. Maðurinn stóð gleiðfættur og með hendur upp í loft eins og ég beindi að honum byssu og skipaði honum upp með hendur og niður með brækur. Ég sönglaði Stuð- mannalagið fyrir munni mér og kallaði svo til konu minnar að ná- granninn væri kominn á stjá: Við vorum farin að kannast við kauða og kölluðum hann Pedró vegna þess að það stuðlaði við perri. Þetta var sem sé ekki í fyrsta skipti sem Pedró perri striplað- ist á svölunum og heldur ekki það síðasta. Ég hafði tekið eftir honum á öðrum eða þriðja degi. Í tvær vikur var konan mín hins vegar ófáanleg til þess að líta þarna yfir; það gæti ekki verið að maðurinn væri að reyna að fá okkur til þess að glápa á sig nakinn, ég væri miklu frekar pervert að vera að glápa á hann þótt hann þyrfti ef til vill að bregða sér út á svalir eftir sturtu. En Pedró var sem sé perri af því tagi sem vill láta horfa á sig með allt niðrum sig. Hann sýndi hreint ógnarlega þrautseigju í iðju sinni og var út- séður með að standa ber einmitt þegar við stóðum við gluggann okkar. Þetta er masókísk hegðun. Pedró vill upplifa sig eða skynja sem objekt, sem hlut, sem við- fang. Hann vill vera hlutgerður í „glápi“ okkar. Þetta er einhvers konar sjálfsflótti, að vilja verða annar en ekki maður sjálfur. Sartre talaði um að dýpsta þrá masókistans væri að vera stað- inn að verki. Þá yrði hann að hreinu viðfangi og fyndi fyrir mætti og yfirburðum súbjekts- ins, frumlagsins, þess sem horfir og stendur hinn að verki. Og það stóð heima með Pedró. Hann var í einhvers konar leik þar sem spurningin var hvort hann yrði gómaður, nappaður nakinn við annarlegar aðstæður; þannig beraði hann sig aldrei lengi í einu heldur skaust fram í birtuna og hvarf síðan jafnskjótt aftur þegar við sáum til hans. Það var eins og djúpstæð spéhræðsla togaðist á við sýniþörfina í honum. Ég lét mér oft detta í hug að smella mynd af karli, þar sem hann stóð berrassaður eins og kjáni, í von um að hann koðnaði niður, yrði að súbjektísku braki og léti ekki sjá sig aftur. Og loksins síðasta kvöld fyrir heimför lét ég til skarar skríða en tæknin brást í myrkrinu, filman var ekki nægilega ljósnæm eða flassið ekki nægilega stórt. Það var táknrænn ósigur að flassið skyldi bregðast. Þegar við stóðum ferðbúin við gluggann daginn eftir sýndi Pedró okkur í síðasta sinn hvernig á að „flassa“. En þennan morgun þegar ég var að hengja plöggin upp úr þvottavélinni og karlinn stóð þarna nakinn með hendur uppi og brækur niðri tók ég eftir því að hann hafði rakað allt hár á höfði sér. Þegar þarna var komið sögu vorum við nánast hætt að kippa okkur upp við það þótt Pedró beraði sig og gerði ýmsar aðrar kúnstir sem flestir gera á bak við luktar dyr. En skallinn vakti óþægilegar hugsanir. Mér hafði skilist á sálfræðingi, sem ég ræddi við um vandamál Pedrós, að þeir sem haldnir væru áráttu af þessu tagi gerðu sér oft og tíð- um skrýtnar hugmyndir um sjálfa sig og sam- félagið. Þeir gætu til dæmis aðhyllst öfga- kenndar pólitískar hugmyndir. Og sannarlega leit Pedró út eins og nýnasisti þegar hann stóð þarna nakinn og gleiðfættur, ögrandi okkur með hendur upp í loft og hvítan nauðrakaðan hausinn. Það ýtti svo undir tengingaráráttu mína að skömmu áður höfðum við fjölskyldan fyrir tilviljun orðið samferða hópi nýnasista upp úr neðanjarðarlestarstöð og áleiðis inn í hverfið þar sem við bjuggum. Þeir voru á leið til fundar við skoðanabræður sína á torgi nærri heimili okkar. Aldrei vissum við hvort Pedró tilheyrði þessum flokki en ég tel það raunar ólíklegt. Uppákoman gerði mér hins vegar ljóst að Pedró var nánast eins og holdtekning þessara undarlegu tíma. Skallinn var tákn um pólitískt rótleysi, hugmyndafræðilega eyðimörk sem fólk reynir að sá í með ofbeldisfullri róttækni. Strípihneigðin endurspeglaði ekki aðeins nið- urbrot eða upplausn sjálfsmyndar, þennan sára sjálfsflótta sem birtist einnig með skýrum hætti í klámiðnaðinum og útlitsiðnaðinum og andlegum og líkamlegum krankleikum sem þeim fylgja, heldur undirstrikaði hún einnig fjarlægðina sem er alltaf að verða meiri og meiri á milli manna. Þótt Pedró héldi nekt- arsýningu fyrir okkur nánast upp á hvern dag í fimm mánuði og á milli okkar væri ekki nema fimmtán metra breitt lokað port varð hann okkur aldrei kunnur og hvað þá nákominn. Þótt hann væri nánast í seilingarfjarlægð og við gætum greint hverja hreyfingu, andlitsfall og augnaráð þekktum við þennan mann ekki neitt. Þegar við hittum hann á götu leið okkur eins og við hefðum séð sjónvarpsstjörnu: Nei, þarna er perrinn, kallaði maður upp yfir sig og að vanda virtist hann njóta athyglinnar en að öðru leyti lét hann eins og við værum bara andlitslaus múgur. Á milli okkar var algert sambandsleysi, órafirð, nema þegar hann hélt sýningu, setti sjálfan sig á svið. Að kvöldi þessa dags skrifaði ég hugmynd að greinaflokki sem ég ætlaði að skrifa sjálfur. Hann átti að fjalla um Pedró og nekt- ina, um fjarlægðina og fjar- veruna, um sjálfsflóttann, um hnattvæðinguna og þjóðernisrót- tæknina, um rótleysið og eyði- mörkina og margt fleira. Eins og sumir höfundar í greinaflokkn- um um tíðaranda í aldarbyrjun þóttist ég geta rakið ríkjandi ástand til ákveðinna hugmynda- sögulegra breytinga á síðari hluta liðinnar aldar. Tíðarandinn er arfur fortíðar, niðurstaða af því sem menn voru að hrista saman í tilraunaglösum fyrir þrjátíu árum, rétt eins og veru- leiki framtíðarinnar er nú að verða til í tilraunastofum vís- indamannanna. Kannski hinn al- ræmdi sjöundi áratugur hafi ver- ið upphafið. Sjöundi áratugurinn var tími byltinga. Þetta var tími upp- reisna og uppbrots á viðteknum hugmyndum og hefðum. Í póli- tíkinni varð til ný vinstriróttækni og bjartsýni með frelsi á öllum sviðum, frelsi til að taka til máls og mæla af frelsi, frelsi til að njóta óhefts kynlífs, frelsis til að neyta eiturlyfja o.s.frv. Þessari bjartsýnu heimsmynd fylgdi draumur um frið og útópískt samfélag, en bjartsýnin var blönduð í svartan dauðann því á sama tíma fylltust menn enn meira vonleysi en fyrr vegna þess að frelsið og haftaleysið og formleysið, sem bítið og hippið og villta vinstrið og 68-vorið kall- aði á, smitaði einnig grunnnet þekkingarinnar og merkingar- innar. Þéttir vefir heimsmyndar upplýsingar- og raunsæishefðar- innar, hin pottþéttu kerfi vís- indahyggjunnar og form(gerðar) hyggjunnar þar sem allt virtist byggt á ofurtraustum grunni – strúktúralískur vefur sem hvergi sást í gegnum – þessi ein- ing merkingarinnar í virkni táknsins milli táknmyndarinnar og táknmiðs- ins; öll þessi ótrúlega staðfasta þekking, þessi völundarsmíð vísindanna var smámsaman rifin í sundur og dregin í efa, og eftir sátu menn ekki jafn vissir í sinni sök og áður, – frelsinu fylgdi óvænt ábyrgð, að því er virtist, og ný heimsmynd sem var torkennileg, annarleg, jafnvel vonleysisleg því ekkert var eins og það hafði virst vera, ekkert var eins og það var, – allt var öðruvísi. Og svo var auðvitað atóm- sprengjan sprungin og kalt stríð og menn voru bölsýnir, eilífðin var ótrygg eins og Thor Vil- hjálmsson orðaði það í viðtali. Öllu þessu fylgdi gríðarlegur kraftur í menningu og fræðum, róttækt endurmat en líka rótleysi – ástand sem margir telja enn ríkjandi. Greinaflokkurinn um tíðarandann í aldar- byrjun átti að verða lýsing og greining á ástandinu. Auðvitað er hann aðeins brota- kennd lýsing en sem slík er hann reyndar ágætt dæmi um heimsmynd okkar í aldarbyrj- un. Hér á eftir verður reynt að fylla aðeins upp í þessa mynd. Við setjum tíðarandann á svið, bara að við verðum ekki staðin að verki með allt niður um okkur. T ÍÐARANDI Í ALDARBYRJUN TÍÐARANDINN SETTUR Á SVIÐ Þ R Ö S T U R H E L G A S O N „Á milli okkar var algert sambandsleysi, órafirð, nema þegar hann hélt sýn- ingu, setti sjálfan sig á svið.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.