Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. MAÍ 2001 7 fræðiaðstoð í 50 klukkustundir, og yfirheyrslur fóru fram á bak við luktar dyr, án þess að al- menningur eða fjölmiðlar fengju aðgang. Öðr- um var haldið inni í bifreiðum í allt að átta klukkustundir, án matar, vatns og aðgangs að salerni. Þetta eru alls ekki allar sögurnar, en þær sem hér hafa verið sagðar gefa hrollvekjandi mynd af ástandinu. Samtök um borgaralegt frelsi í Quebec-borg, sem höfðu fengið 30 manns til að fylgjast með mótmælunum, greindu frá því að ofbeldið á laugardeginum hafi stigmagn- ast vegna aðferða lögreglunnar. Lögreglu- mennirnir notuðu táragas strax í upphafi átak- anna í stað þess að nota það sem síðasta úrræði. Þeir beittu árásarvopnum, eins og vatnsbyssum og plastkúlum. Þeir fóru frá afgirta svæðinu, sem þeim var ætlað að verja, til að elta mótmæl- endur inn í íbúðarhverfi. Stúdentar greindu frá þeirri samhygð sem íbúar borgarinnar auð- sýndu þeim, með því að leyfa þeim að hvíla sig á tröppum íbúðarhúsnæðis og nota garðslöngur til að fylla vatnsflöskur sínar. Augljóslega fannst íbúum Quebec-borgar þeim ekki stafa nein hætta af þeim sem þátt tóku í mótmæl- unum, og ekki þurfa á lögregluvernd að halda. Fríverslunarsvæði Ameríku- ríkja og hnattrænt hagkerfi Þeir hópar sem mótmæltu samningaviðræð- um um fríverslunarsvæði Ameríkuríkja eru fæstir mótfallnir hnattvæðingu eða frjálsri verslun. Þeir halda því fram að brýnt sé að grundvallargildi samfélagsins, eins og að vernda mannréttindi og umhverfið, hafi áhrif á hvernig hnattvæðing þróast. Margar grasrót- arhreyfingar hafa verið að hnattvæðast í sí- auknum mæli: Samtök framleiðenda og selj- enda um lágmarksverð á vöru, samtök sem veita litlum fyrirtækjum lán, samtök um notkun félagslegra og vistfræðilegra vörumerkja, vina- bæir og vinaskólar, borgaralegir diplómatar, samstaða stéttarfélaga margra landa, samtök fyrirtækja í eigu starfsmanna, alþjóðleg samtök fjölskyldubújarða, og mörg önnur. Dæmigert er að andófsmenn eru ásakaðir fyrir að ráðskast með fjölmiðla, en fundurinn í Quebec-borg bauð upp á lítið annað en tækifæri til ljósmyndunar fyrir 100 milljónir kanadískra dollara (6,5 milljarða íslenskra króna) sem teknir eru úr vasa kanadískra skattgreiðenda. Fyrir hina 34 stjórnmálaleiðtoga og 9.000 sendi- fulltrúa, sem sátu fundinn, var hann vettvangur stjórnmálamanna til að koma með stefnumark- andi yfirlýsingar, sem höfðu verið settar á blað mörgum vikum og mánuðum fyrir fundinn af stjórnsýslunni, er ber ábyrgð á að berja saman einstök atriði samkomulagsins. Gagnstætt risa- fyrirtækjunum, sem gátu eytt allt að 500.000 dollurum (32,7 milljónum ísl. króna) til að taka þátt í fundinum, skortir grasrótina bæði fé og áhrif í valdakerfinu. Styrkur grasrótarinnar kemur frá því að virkja nógu marga til að stjórnmálamenn fyllist áhyggjum af pólitískri framtíð sinni og fari að velta fyrir sér afleið- ingum þess að halda fast við ríkjandi stefnu. Hvað er það varðandi fríverslunarsvæði Am- eríkuríkja sem kemur stéttarfélögum, umhverf- isverndarsinnum, mannréttindafrömuðum og almenningi í uppnám? Af hverju sögðu 4,4 millj- ónir Kanadamanna, samkvæmt einni skoðana- könnun, að þeir hefðu tekið þátt í mótmælunum ef þeir hefðu átt peninga og heimangengt? Skortur á upplýsingum er meiriháttar dragbít- ur fyrir Kanadamenn. Ríkisstjórnin hefur neit- að að láta nokkuð uppi um samningsstöðu sína. Fjölmiðlarnir hafa ekki fylgst með samninga- viðræðunum til að upplýsa almenning. Ef held- ur fram sem horfir verður Fríverslunarsvæði Ameríkuríkja komið á án almennrar umræðu og athugasemda frá almenningi, og án allsherj- aratkvæðagreiðslu sem mæti vilja þjóðarinnar. Samningaviðræðurnar um Fríverslunar- svæði Ameríkuríkja snúast um að NAFTA, frí- verslunarsamningur Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó, færist út til annarra ríkja Ameríku (31 ríki), að undanskilinni Kúbu. George Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, setti fyrstur fram hugmyndina um fríverslunarsvæði Amer- íkjuríkja árið 1990, og hefur sonur hans, George W. Bush forseti, gert hana að forgangsverkefni sínu. Samningaviðræður um frjáls viðskipti milli ríkja Norður- og Suður-Ameríku hófust árið 1994 í Miami, Bandaríkjunum, og var hald- ið áfram í Kólumbíu árið 1998. Stjórnmálaleið- togar ríkjanna hafa komið sér saman um að full- gera samkomulagið snemma árs 2005, og koma því í framkvæmd árið eftir. Hvernig framkvæmd Fríverslunarsvæðis Ameríkuríkja verður háttað er óljóst. Þeir sem munu græða mest á samningunum eru Banda- ríkjamenn. Með slíkt hagkerfi á bak við sig, sem fríverslunarsvæðið verður, mun staða Banda- ríkjamanna í samningaviðræðum við Evrópu- sambandið og Japan styrkjast verulega. Smærri ríkin hafa áhyggjur af því að stefna þeirra í velferðarmálum lúti í lægra haldi fyrir bandarískum viðskiptahagsmunum. Ríki Suð- ur-Ameríku standa frammi fyrir stöðugum ójöfnuði ef þau binda viðskiptahagsmuni sína Bandaríkjunum einvörðungu. Þau kynnu að vera betur sett með því að efla Mercusor-efna- hagssvæðið (Argentína, Brasilía, Paragvæ, Úrúgvæ) og Andean-efnahagssvæðið (Bólivía, Kólumbía, Ekvador, Perú og Venesúela), koma á fjölbreyttari viðskiptasamböndum við Evrópu og Asíu, fremur en að vera eingöngu undir bandaríska hagkerfinu komin. Leiðtogar Suð- ur-Ameríku eru tregir til að veita tilslakanir í samningaviðræðunum, vegna þess að George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur ekki fullt um- boð frá þinginu til að ganga frá samkomulaginu, og því gæti sú staða komið upp að bandaríska þingið endurskoði hluta af samkomulaginu í því skyni að vernda störf í Bandaríkjunum. Reynsla Kanadamanna og Mexíkóa af NAFTA gefur tilefni til að hafa áhyggjur. Um- deilanlegasti þáttur NAFTA, sem gæti orðið hluti af samkomulaginu um fríverslunarsvæði Ameríkuríkja, er ellefta greinin, ákvæði sem veitir risafyrirtækjum rétt til að fara í mál við stjórnvöld vegna allra stjórnvaldsaðgerða sem takmarka viðskipti. Málsóknir fara ekki fyrir venjulega dómstóla, heldur hafa fulltrúar Al- þjóðabankans tilsjón með þeim. Þær fara fram bak við luktar dyr og almenningur hefur ekki rétt á að fylgjast með framgangi málanna. Hvorki einstaklingar né innlend fyrirtæki hafa rétt til að lögsækja stjórnvöld fyrir að takmarka gróða þeirra. Nokkur mál eru í athugun um þessar mundir, önnur hafa dregið fram í dagsljósið það vald yfir lýðræðislegum stofnunum þjóðríkja sem frí- verslunarsamningar hafa fært alþjóðlegum risafyrirtækjum. Stjórnsýslustofnanir hafa þanist út til að hægt sé að fjalla um dómsferlið. Yfirgengilegasta málið varð 1997, þegar kan- adíska ríkisstjórnin reyndi að banna notkun á íblöndunarefni fyrir eldsneyti, sem kallað var MMT og var hugsanlega eitrað. Bandarískur framleiðandi þess, Ethyl Corporation, fór í mál við kanadísku ríkisstjórnina sem kostaði 251 milljón kanadískra dala (16,5 milljarða ís- lenskra króna), vegna þess að vísindalegar nið- urstöður um eiturvirkni efnisins voru ekki af- gerandi. Ríkisstjórn Kanada afturkallaði bannið og féllst á að greiða Ethyl 19 milljónir dala (1,25 milljarða ísl. króna), sem gefur til kynna að „varúðarreglan“, sem ætti að skylda Ethyl til að sýna fram á öryggi íblöndunarefn- isins, er ekki innifalin í samningnum um frí- verslunarsvæðið. Í öðru máli, sem tekið var fyrir á síðasta ári, krafðist NAFTA þess að stjórnvöld í Mexíkó greiddu Metalclad, bandarísku fyrirtæki sem sérhæfir sig í losun eiturefna, 25,5 milljónir dala (1,65 milljarða ísl. króna). Mexíkósk stjórnvöld höfðu synjað fyrirtækinu um leyfi til að byggja losunarstöð eiturefna í landinu. NAFTA úr- skurðaði að synjunin, sem byggðist á vistfræði- legum þáttum, hindraði frjáls viðskipti. Í frjáls- um viðskiptum er eiturefnaúrgangur skil- greindur sem verslunarvara, og hvorki talinn hættulegur heilsu manna né valda náttúru- spjöllum. Málið er nú fyrir dómstólum í Bresku- Kólumbíu, og sækja Kanadamenn málið fyrir hönd Mexíkóa. Stofnunin Canadian Centre for Policy Al- ternatives, sem hefur annast nákvæma grein- ingu á áhrifum NAFTA á Mexíkó og Kanada, hefur bent á hve hæpnar forsendur liggi að baki þeirri fullyrðingu stjórnvalda að frjáls milli- ríkjaviðskipti skapi ný störf. Á fyrstu níu árum samningsins voru fjögur af hverjum fimm nýj- um störfum annaðhvort sjálfstæð atvinna eða hlutastörf, og bilið á milli ríkra og fátækra hefur aukist. Rauntekjur hafa minnkað um 4,5% hjá þeim 40% Kanadamanna sem eru lægst laun- aðir, á sama tíma og tekjur hinna 20% hæst- launuðu hafa aukist um 6,6%. Í krafti samningsins geta risafyrirtæki auð- veldlega flutt starfsemi sína á svæði þar sem kostnaður er með lægsta móti. Þetta gerir þeim kleift að beita starfsmenn sem krefjast hærri launa og aukinna réttinda þrýstingi. Stjórnvöld, sem einbeita sér að því að bæta aðstöðu fyr- irtækja, venjulega með því að setja hömlur á verkalýðsfélög og lækka laun, eru nú einnig undir þrýstingi að lækka skatta, bjóða fram op- inbera styrki til fyrirtækja og takmarka vinnu- vernd og reglur um umhverfisvernd. Gagnkvæm tengsl milli hagkerfa þýðir að launamenn í hinum ýmsu löndum eru látnir keppa hver við annan með því að þiggja lægri laun og sætta sig við lakari vinnuskilyrði en ella. Fataverksmiðjur sem voru starfræktar í Que- bec-borg hafa hætt starfsemi sinni þar og flutt hana þess í stað til illræmdra „þrælabúða“ í Norður-Mexíkó, sem voru stofnaðar til að laða að sér erlenda fataframleiðendur. Við þetta lagðist innlendur fataiðnaður í Mexíkó af að mestu og konur sem höfðu unnið við hann neyð- ast nú til að sjá fyrir sér með götusölu. Stjórn- völd telja að þetta sýni aukin atvinnutækifæri. Hvers konar framtíð viljum við? Fjölmiðlar í Kanada hafa í síauknum mæli gert sjónarmið valdhafanna að sínum. Tvö risa- fyrirtæki ráða nú stærstum hluta dagblaða, ásamt útvarps- og sjónvarpsstöðvum, en CBC- útvarps og sjónvarpsstöðin, sem er ríkisrekin, hefur fækkað stöðugildum um 3000 vegna stöð- ugs niðurskurðar á fjárframlögum síðastliðin níu ár. Siðferðisþrek fjölmiðlamanna hefur minnkað vegna meira ósjálfstæðis og því hljóta þeir sem hafa metnað að hverfa til annarra starfa. Þetta þarf ekki að vera svona. Breskir fjöl- miðlar halda áfram að andæfa valdbeitingu lög- reglu fyrsta maí. Þeir minna bæði almenning og stjórnvöld á borgaraleg réttindi. En kanadísku fjölmiðlarnir hafa gleymt ábyrgð sinni gagnvart sameiginlegri framtíð okkar með því að láta hjá líða að gera stjórnvöld og forsvarsmenn stór- fyrirtækja ábyrg fyrir áframhaldandi þróun lýðræðis. Lýðræðið er óskipulegt, það er há- vaðasamt og flókið. Það verður ætíð þannig. En ég tek þá framtíð sem það færir með sér á nýju árþúsundi fram yfir þá framtíð sem risafyrir- tækin bjóða upp á. Sú framtíð lítur út eins og verslunarmiðstöð. Opinberar vefslóðir: www.americascanada.org <http://www.americasc anada.org/> www.ftaa-alca.org <http://www.ftaa-alca.org/> Óháðar vefslóðir: www.sierraclub.ca/national/trade-env/ <http:// www.sierraclub.ca/national/trade-env/> www.indymedia.org <http://www.indymedia.org/> www.policyalternatives.ca <http://www.policyalternati ves.ca/> Öryggissjónarmið kanadísku leyniþjónustunnar www.csis-scrs.gc.ca <http://www.csis-scrs.gc.ca/> (check out report #2000/08) www.nologo.org Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Lýðræðið er óskipulegt, það er hávaðasamt og flókið. Það verður ætíð þannig.“ Höfundur er mannfræðingur frá Kanada.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.