Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. MAÍ 2001 F ORNLEIFAFRÆÐIN hefur þá sérstöðu meðal annarra hugvís- indagreina að grunnvinna henn- ar fer venjulega fram á opnum vettvangi. Fornleifafræðingar vinna venjulega við uppgröft á sumrin þegar ferðamannatíma- bilið stendur sem hæst og ferða- þjónustuaðilar nýta sér þessar aðstæður af fremsta megni, sem og annað sem hugsan- lega getur dregið að. Móttaka gesta og leið- sögn um uppgraftarsvæði hefur þannig orðið mikilvægur þáttur bæði fyrir ferðaþjónustu og ekki síst fyrir fornleifafræðina sjálfa sem markaðsvöru. Ferðamenn gera í æ meiri mæli kröfu til þess að upplifa lifandi eða „raunverulega“ stemmningu. Skýringartext- inn við askinn nægir ekki lengur. Sýningar safna hafa breyst í leiksvið með talandi gín- um. Safngestir geta gengið inn í endurgerða víkingaaldarskála og jafnvel upplifað andann í matarboðum hjá stærstu höfðingjum land- námsaldar. Spurningin sem áhugasamir gestir spyrja venjulega þegar þeir líta ofan í fornleifaupp- gröft er því eðlilega: Ertu búin að finna eitt- hvað? Trúlega var Snæbjörn í Hergilsey spurður þessarar sömu spurningar þegar hann gróf í Flókatóttir á Barðaströnd við lok 19. aldar, og ætli aðrir sem komið hafa ná- lægt þessum fræðum hafi ekki verið spurðir þessarar sömu spurningar allt fram til dags- ins í dag? Hefur fornleifafræðin þá sjálf ekkert breyst? Að mínum dómi er nauðsynlegt að bera þessa spurningu upp nú í byrjun 21. ald- ar. Væri eðlilegt að ætla að hún hefði ekki tekið breytingum í rúma öld? Ég lít svo á að fornleifafræðin hafi breyst á þessum tíma. Hún stendur ekki kyrr frekar en annað, held- ur breytist með okkur í takt við breytingar annarra fræðigreina og framfarir í vísindum og tækni. Er það þá kannski „tíðarandi“ forn- leifafræðinnar sem hefur staðið í stað? Tíðarandinn getur gert sig sýnilegan í myndhverfingum (metafórum). Því er rétt að staldra hér við og skoða í þessu samhengi myndhverfingu fornleifafræðinnar. Ég skil- greini annars myndhverfingar sem tákn sem endurspegla samsetningu ímynda, eftirlík- inga eða hugmynda um viðfangsefnið. Táknin vekja einfalda skynjun og framkalla þar með ómeðvituð viðbrögð, skýringu eða túlkun. Og hverjar eru þá myndhverfingar forn- leifafræðinnar? Lengi framan af snerist forn- leifafræðin um söfnun forngripa og afsönnun eða sönnun á tilvist ákveðinna persóna eða jafnvel þjóðfélagshópa. Leitað var eftir al- mennum lögmálum, stórsögum, sem útskýrt gætu flókna þróun mannkyns. Fornleifafræð- in tók síðan stakkaskiptum upp úr miðri síð- ustu öld með auknum pósitívistískum áhrif- um, sem raunar höfðu sett mark sitt á flestar aðrar greinar vísinda og fræða löngu fyrr. Rannsakendur settu nú fram tilgátu. Hún var síðan sönnuð eða afsönnuð með uppgreftri sem unnið var úr með tölfræði eða saman- burðarrannsóknum. Í framhaldi af þessu leit hin svokallaða „Nýja fornleifafræði“ dagsins ljós. Gerð var meiri krafa til uppgraftrarlegr- ar tækni en áður. Margir fornleifafræðingar hafa upp frá því lagt sitt af mörkum við að finna og kynna hina „réttu“ uppgraftrar- tækni til að geta hagað leitinni að sannleika fortíðar sem best. Þessar breyttu áherslur, sem urðu til með aukinni þekkingu á sviði tækni og raunvís- inda, fléttast haganlega saman við mynd- hverfingu fornleifafræðinnar. Hún birtist reyndar í margskonar formum og ímyndum, sem allar byggjast á sama grunninum: – að finna eitthvað. Ein myndhverfing fornleifafræðinnar jafn- gildir púsluspili sem er raðað saman til heild- stæðrar myndar. Ég heyrði fornleifafræðing segja í útvarpsviðtali fyrir stuttu að leit okk- ar að fornminjum væri senn lokið, því nánast væri búið að rannsaka flest það sem finnst hér í jörðu. Þetta er púsluspilsmyndhverf- ingin sem birtist hér í hnotskurn. Önnur myndhverfing fornleifafræðinnar tekur á sig mynd sakamálasögu þar sem fornleifafræðingurinn leikur leynilögregluna. Fornleifafræðilega vinnan jafngildir þá glæparannsókn. Í myndhverfingunni er ker- amikbrotum líkt við blóðbletti og Sherlock Holmes ræður gátuna. Hér á landi brugðu fornleifafræðingar sér í líki ævintýrahetjunn- ar Indiana Jones í heimildamynd sem sýnd var í sjónvarpinu nýverið um fræðigreinina. Þar er meðvitað eða ómeðvitað verið að und- irstrika áðurnefnda myndhverfingu: forn- leifafræðingurinn ræður gátuna á meðan landsmenn maula poppið. Frægust er notkun sálkönnuðarins Freuds á myndhverfingu fornleifafræðinnar þegar hann líkti henni við sálgreiningu. Samkvæmt Freud afhjúpa bæði fornleifafræðin og sál- greiningin týndan raunveruleika sem orðið hefur að þjóðsögu með tímanum. Rétt eins og Atlantis sem sökk ekki einungis í sæ heldur einnig í huga fólks. Freud sá fornleifafræðina og sálgrein- inguna sem formfasta greiningarvinnu, fram- kvæmda til að endurgera hina gleymdu for- tíð. Báðar opnuðu þær leiðir til ákveðinna valkosta um skilgreiningu á lífinu. Sálgrein- andinn fæst við minningar en fornleifafræð- ingurinn fæst við hluti og báðir leita þeir eftir fortíðinni. Freud líkti jafnframt draumum við uppgraftarsvæði og greiningu drauma við uppgröft. Eiga þessar myndhverfingar við rök að styðjast? Eru viðfangsefni fornleifa-fræðinn- ar eins og púsluspil eða óleystar morðgátur? Þó munurinn á púsluspilinu og morðgátunni í myndhverfingu fornleifafræðinnar sé kannski ekki mjög skýr við fyrstu sýn er hann samt fyrir hendi. Þessar tvær mynd- hverfingar byggjast á áþreifanlegum gögn- um (empirical data) sem vísa beint til þekk- ingarinnar sem bíður þess að verða grafin upp. Í líkingu fornleifafræðinnar við púsluspil skiptir magn þeirra minja, sem fundist hafa, mestu máli en gæði þeirra týnast við að renna inn í heildarmyndina. Það er nóg að hafa myndbitana til að hægt sé að raða púslu- spilinu saman. Meginatriðið er að skoða bit- ana gaumgæfilega til að finna þeim réttan stað í heildarpúsluspilinu. Í síðari myndhverfingunni, morðgátunni, er fornleifafræðingnum líkt við spæjara sem reynir að bera ummerki, brot og vísbend- ingar saman við kenningar um hátterni sem ljóstrar upp um sekt glæpamannsins. Þarna snýst aðalspurningin ekki um magn upplýs- inga, heldur frekar um það að finna réttu vís- bendingarnar. Myndhverfingin gengur sem sagt út á það að finna brotin sem sanna eða afsanna liðna atburði. Eða eru viðfangsefni fornleifafræðinnar eins og sálgreiningar? Þessi líking hefur ver- ið gagnrýnd af fornleifafræðingum sem álíta að skírskotun sálgreiningarinnar til forn- leifafræðinnar sé byggð á rökfræðilegum misskilningi að því leyti að sálgreinandinn fá- ist við huglægar minningar á meðan forn- leifafræðingurinn fáist við dauða hluti. Að sálgreiningin sé óaðskiljanleg frá skýringar- fræðilegum túlkunum með þeim hætti að hún afneiti því sjálfsagða og krefjist sérvalinna skoðana sem oft séu þrungnar kynlegum og stundum óræðum þörfum einstaklingsins. Fornleifafræðilegar uppgötvanir séu aftur á móti fastbundnar skýringarfræðilegum skil- yrðum. Stóra spurningin hefur samt verið sú hvort sálgreiningin og fornleifafræðin geti nokkurntíma verið aðskilin frá þeim fantasíu- feldi sem greinarnar klæðast. Grunnur myndhverfinganna hefur greini- lega haldist óbreyttur í tímans rás en hinn greinanlega mun á ytri umgjörð þeirra má að mínu mati rekja til breyttra áherslna í forn- leifafræðinni. Sú uppgraftartækni, sem forn- leifafræðingar margir hverjir kynna í ritum sínum eftir að Nýja fornleifafræðin ruddi sér til rúms, byggir að grunni til á þeirri reglu að grafa skuli án þess að nokkurri túlkun sé beitt á uppgraftarstað. Gengið er út frá því að allir uppgreftir skulu gerðir án nokkurrar huglægni, því mikilvægast sé að útiloka allar túlkanir rannsakandans meðan á uppgreft- inum sjálfum stendur til að hægt sé að nálg- ast hina „réttu niðurstöðu“. Skrá verður öll uppgrafin gögn á stöðluð eyðublöð, þ.e. fyrir KVIKSJÁ FORTÍÐAR Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Í kviksjánni sé ég ólík brot af litríkum perlum sem raðast saman og mynda margskonar og breytilegar myndir, allt eftir því hvernig ég sný skjánum.“ E F T I R S T E I N U N N I K R I S T J Á N S D Ó T T U R T ÍÐARANDI Í ALDARBYRJUN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.