Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. MAÍ 2001 9 jarðlög, sýni, gripi og fleira, allt til að tak- marka huglægni og áhrif rannsakandans á niðurstöður. Á þröskuldi nýrrar aldar heldur umræðan að sjálfsögðu áfram um það hvað sé rétt og hvað sé rangt. Póstmódernisminn, eða öllu heldur angi hans póstprósessúalisminn, hef- ur gert sig heimakominn í fornleifafræðinni sem og öðrum greinum. Umræðan snýst í æ meira mæli um það hver þessi fortíð sé sem verið er að grafa upp og hvort hún verði nokkuð uppgötvuð þó rétta tæknilega aðferð- in til þess verði fundin upp. Hugmyndafræði fornleifafræðinnar tók með póstprósessúalismanum fyrst og fremst mið af hinu huglæga, túlkuninni og einstak- lingnum. Athygli fornleifafræðinga hefur horfið frá því að beinast að ákveðnum þróun- arkerfum, almennum lögmálum eða að því að fylla upp í ákveðnar heildarmyndir. Samhliða þessu hafa túlkanirnar orðið að sögnum (narratives) í stað upptalninga á gripum og réttri lausn á gátunni. Einsögurnar hafa jafn- framt fengið aukið vægi á kostnað stórsagn- anna. Í stað þess að skýra til dæmis þróun ís- lenskrar húsagerðar með því að draga fram ákveðnar húsagerðir sem mikilvæga hlekki eða vörður í þróunarsögunni, er hvert hús skoðað sem ein heildarmynd með eigin sögu. Þessir nýju straumar urðu til þess að forn- leifafræðingar skiptust skýrar en áður í tvær andstæðar fylkingar raunhyggjusinna (emp- írista) og hughyggjusinna (teorista) en bilið milli þeirra hafði raunar alltaf verið staðar. Hughyggjusinnarnir drógu í efa að unnt væri að gera fullkomlega hlutlægar rannsóknir. Bara það að skrá gripinn eða jarðlagið er huglæg ákvörðun. Hver er hinn rétti túlkandi þegar að því kemur að vinna úr uppgröfnum gögnum og gripum? Hið einstaklingsbundna viðhorf markar óumflýjanlega sín spor í túlk- anir og samsetningu niðurstaðna. Af þessum ástæðum ætti ekki að vera hægt að endur- gera eða endurskapa hina einu réttu fortíð. Samtímis hafa raunhyggjusinnar gagnrýnt póstprósessúella hughyggjusinna fyrir þekk- ingarfræðilega afstæðishyggju (epistemic relativism) og viljað halda því fram að túlk- anir þeirra gangi í eilífa hringi. Sumir álíta að með póstprosessúalismanum hafi gamalgróin sannindi fallið úr gildi, að landamæri kenn- inganna hafi máðst út og „allt hafi orðið leyfi- legt“. Margir raunhyggjusinnar eru á þeirri skoðun að það að blanda saman kenningum og uppgraftrartækni sé fornleifarannsóknum einungis til trafala. Jafnframt hafa þeir bent á að notkun kenninga með þessum hætti sé í raun mikið umstang til einskis. Þeirri gagn- rýni hefur einnig verið varpað fram af raun- hyggjusinnum að hughyggjusinnar eyði tíma sínum einvörðungu í að túlka aðferðina í stað- inn fyrir að túlka uppgraftrargögnin. Pendúllinn sveiflast sem fyrr hátt í báðar áttir. Meðal raunhyggjusinna hefur sú gagn- rýni komið fram að hughyggjusinnar hafi aldrei svo mikið sem snert á múrskeið, hvað þá heldur stungið henni nokkursstaðar í mold. Af gagnrýninni mátti ráða að hughygg- jusinnar væru af þessum sökum ekki forn- leifafræðingar í hinni eiginlegu merkingu sem lesa má í myndhverfingar hennar. Hughyggjusinnar hafa tekið gagnrýni þessa til skoðunar og lagt af stað út á vett- vang uppgraftra með kenningar sínar í far- teskinu. Þeir hafa miðað rannsóknir sínar við það hvernig hægt sé að nota hugmyndafræði fornleifafræðinnar á vettvangi uppgraftr- anna sjálfra. Aðferðir þeirra byggjast á þeim grundvallaratriðum að rannsakendur þurfi fyrst og fremst að hafa ómótaða og sveigj- anlega hugmynd gagnvart viðfangsefninu. Áherslan er lögð á þverfagleika við uppgröft- inn, þar sem kenningar rannsakenda, þekk- ing þeirra, reynsla og samskipti hafi áhrif á útkomu rannsóknarinnar, auk þess sem túlk- unin eigi að eiga sér stað strax á vettvangi og muni í raun aldrei taka enda. Hún geti verið síbreytileg og án landamæra. Hér er Indiana Jones aftur settur upp í hillu myndbandaleigunnar og markvisst unn- ið að því að taka fornleifafræðinginn af stalli sem óskeikulan og alvitran einstakling sem muni leysa gátuna bara ef hann grefur nægi- lega djúpt. Er þessi lýsing farin að hljóma kunnuglega? Mér virðist reyndar mikil- mennskubrjálæði fræðimanna koma víðar fram en í fornleifafræðinni. Tíðarandinn tekur í sama streng. Við lifum í afstæðri veröld, veröld sem er aðgengileg okkur í senn sem raunveruleiki og ofurraun- veruleiki. Heimurinn er síbreytilegur, óstöð- ugur og augnablikskenndur. Heimsvæðingin stjórnast af alheimslegri einsleitni, hvort heldur hún er hagræn, þjóðfélagsleg, menn- ingarleg, umhverfisleg eða tæknileg. Hún krefst þess sífellt meir að það sem er „öðru- vísi“ sé samþykkt. Landamæri eru að mást út og allt er mögulegt. Rannsóknir á fortíðinni eru í raun vitn- eskja nútímans. Já, og ég hef líkt fornleifa- fræði við kviksjá fortíðar. Myndhverfing fornleifafræðinnar segir mér samt sem fyrr að ég verði að komast að árangursríkri nið- urstöðu eða lausn við uppgröft minn, rétt eins og spæjarinn sem verður að finna morðingj- ann. Ég fer því örlítið hjá mér þegar ég svara áleitnu spurningunni um það hvort ég hafi fundið eitthvað og segi: bara ryðgaða nagla og keramikbrot… Þess er sem sagt enn kraf- ist af fornleifafræðingnum að hann geri það sýnilegt sem var framleitt í fortíðinni. En tíð- arandinn krefst þess jafnframt að mynd- hverfing fornleifafræðinnar taki breytingum í takt við samtímann. Í hvers víkingaaldar- skála göngum við og hver á þau orð sem koma frá gínunni sem stendur í sýningarsaln- um? Já, máttur myndhverfinganna er mikill. Óhjákvæmilega verðum við að hagræða „sannleikanum“ og færa hann í söluhæft ástand. Ryðguðu naglarnir og keramikbrotin eru jú hluti af sannleikanum og sögunni. Í kviksjánni sé ég ólík brot af litríkum perl- um sem raðast saman og mynda margskonar og breytilegar myndir, allt eftir því hvernig ég sný skjánum. Heimildir: Barker, Philip 1993: Techniques and Archaeological Excavation. Third edition, fully revised. Batsford, Lond- on. Freud, Sigmund 1984 (1925): Note on the Mystic Writ- ing Pad. On Metapsychology. Penguin, Harmondsworth. Ginsburg, Carlo 1990: Clues: Morelli, Freud, and Sherlock Holmes. The Signs of Three. Ed. Umberto Eco and Thomas A. Sebeok. Indiana University Press, Bloomington. Harris, Edward 1989: Principles of Archaeological Stratigrphy. Second edition. Academic Press. London. Hodder, Ian 1992: Reading the Past. Current Ap- proaches to Interpretation in Archaeology. Önnur út- gáfa. University Press, Cambridge. Hodder, Ian 1992: On the Archaeological Method. University Press, Cambridge. Kuspit, Donald 1989: A Mighty Metaphor: the Ana- logy of Archaeology and Psychoanalysis. Sigmund Freud and his Art. His Personal Collection of Antiquit- ies. Ed. Gamwell & R. Wells. Bls. 133-151. Thames and Hudson, London. Tilley, Christopher 1990: Reading Material Culture. Blackwell, Oxford. Höfundur er fornleifafræðingur og formaður stjórnar ReykjavíkurAkademíunnar. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Við lifum í afstæðri veröld, veröld sem er aðgengileg okkur í senn sem raunveruleiki og ofurraunveruleiki.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.