Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Page 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. MAÍ 2001 M ÁLÞINGIÐ „Litera- ture Across Frontiers“ (Bókmenntir yfir mær- in) var haldið í tengslum við Bóka- stefnuna í Prag, sem í ár var blásið til í sjö- unda sinn. Þema stefn- unnar nú var þýðingar og því var afráðið að halda um það efni sérstakt málþing og bjóða þangað þýðendum, höfundum, fulltrúum bók- menntakynningastofnana og styrktarsjóða frá stórum og smáum Evrópulöndum. Markmiðið var að kortleggja þann stuðning sem þýðingar njóta í ólíkum löndum og miðla nýjum leiðum við kynningu á þýddum fagurbókmenntum. Sérstakri athygli skyldi beint að stöðu bók- mennta á „litlum“ tungumálum og möguleikum þeirra til þess að ná áheyrn á alþjóðavettvangi. Þetta voru helstu viðfangsefnin, en einnig var boðað til skemmtilegra pallborðsumræðna um ýmis tengd efni, auk kvöldupplestra á verkum viðstaddra höfunda og þýðenda. Í stuttu máli tókst málþingið framar vonum og var mál manna í lokin að það hefði verið gagnlegt bæði þátttakendum og tilheyrendum. Helst var kvartað yfir því að dagskráin hefði verið of þétt, sem hún sannarlega var, en það var leyst með því að hver og einn valdi þá fundi sem hann hafði persónulega mestan áhuga á. Skoðunarferðir um Prag og geislandi vorsólin fóru að mestu fram hjá ráðstefnugestum, en all- ir sóru að bæta sér það upp síðar. Litlar þjóðir skyldu ekki vanmetnar „Það er táknrænt að halda þetta málþing í borg sem er landfræðilega í miðju Evrópu. Ekki síst einmitt núna, þegar Tékkar og ýmsir nágrannar þeirra eru að undirbúa inngöngu í Evrópusambandið og hefja þannig keppni um menningarstyrki við önnur Evrópulönd,“ sagði Alexandra Büchler, einn helsti skipuleggjandi þingsins í inngangsorðum. Hún er mikilvirkur þýðandi en starfar hjá Mercator Centre, stofn- un sem heyrir undir Háskólann í Wales og vinnur að ýmsum verkefnum á sviði tungumála og samskipta, allt frá sjónvarpsþáttagerð til bókaútgáfu. Ned Thomas, stjórnandi Mercator Centre, sem einnig flutti inngangsorð, benti á að stofn- unin hefði í upphafi einbeitt sér að litlum tungu- málum. „En við sáum fljótt að mörkin milli lít- illa og stórra mála eru að þurrkast út á ýmsum sviðum. Stór héruð í Englandi eru kannski bet- ur sett á sumum sviðum en litlar þjóðir, svo dæmi sé tekið, þannig að niðurstaðan varð fljót- lega að efla samvinnu milli allra aðila. Stofn- unin vinnur þannig ekki aðeins að framgangi velskra bókmennta, heldur einnig bóka eftir velska höfunda sem skrifaðar eru á ensku.“ Hann tók undir orð Alexöndru Büchler um að staðarval málþingsins væri við hæfi, enda hefðu lönd Austur-Evrópu í gegnum tíðina sýnt virð- ingarverða viðleitni í að viðhalda tungu sinni og menningu, oft við afar erfiðar aðstæður og tak- markaðan aðgang að menningarlegum auðlind- um sínum. „Yfirskrift þessa málþings minnir okkur á að menningarleg landamæri eru til, en segir okkur jafnframt að til eru leiðir til þess sigrast á þess- um landamærum,“ sagði Francesc Parcerisas, skáld og yfirmaður Katalónsku bókmenntamið- stöðvarinnar í Barcelona. „Skáld lítilla tungu- mála eru jafnmikilvægur hluti af samevrópskri menningarvitund og skáld stóru málanna og skyldu aldrei vanmetin. Við erum þó ekki hing- að komin til að kvarta, við erum hér til að leggja grunninn að enn virkari menningarsamskipt- um. Aðeins með því að setja þýðingar í öndvegi á stefnuskránni, getum við varið bókmenntir okkar í heimi sem virðist verða einsleitari með degi hverjum,“ sagði Parcerisas. Hagnaðarkrafan skyggir á gæðin Fyrstu pallborðsumræðurnar báru yfir- skriftina Davíð og Golíat og snerust um bók- menntir lítilla málsvæða á alþjóðlegum vett- vangi. Þar ræddu fulltrúar smærri þjóða um reynslu sína af sambúðinni við stóru málin í Evrópu; ensku, þýsku, frönsku og spænsku. Umræðunum stýrði André Schiffrin, ötull út- gefandi þýddra bóka í Bandaríkjunum og stofn- andi The New Press í New York. Hann minnti á að Vesturlandabúar væru að koma út úr tímabili þar sem í raun hefðu ríkt tveir Golíatar, Bandaríkjamenn og Sovétmenn, sem hvor um sig hefði verið önnum kafinn við að þurrka út alla Davíða í kringum sig. Þetta mynstur heyri nú sögunni til og valdablokkir hafi riðlast. „Til dæmis hafa stórar, bandarísk- ar útgáfusamsteypur að undanförnu komist í hendur þýskra, enskra og ástralskra eiganda, svo sem Murdoch og Pierce, þannig að risa- samsteypur á alþjóðamælikvarða eru alls ekki eins „amerískar“ og margir halda,“ sagði Schiffrin og fjallaði einnig um breytingar á menningarlegu landslagi í Mið-Evrópu í kjölfar hruns kommúnismans. „Tékkar hafa lært jafn- mikið um kapítalisma á tíu árum og tók okkur heila öld að læra. Þróunin hér er skólabókar- dæmi um yfirtöku markaðarins og ekki síst um hörmulegar afleiðingar hennar í bókaútgáfu,“ sagði hann og benti á að mörg forlög gæfu ekki út bækur nema tryggt væri að þær stæðu full- komlega undir sér. Þetta hefði óneitanlega áhrif á gæði þeirra bóka sem kæmu út – auðles- ið og söluvænlegt efni skyggði á gæðabók- menntir. „Hugmyndafræði hagnaðarins er í raun engu betri en kommúnískt alræði,“ sagði hann og kvaðst kljást við sama vanda á heima- slóð. „Þar ríkir sú goðsögn að útlenskar bækur séu óhagnýt fjárfesting og því eru amerískir þýðendur fremur óduglegir við að þýða bækur af framandi málum.“ Enskir skrifa sínar bækur sjálfir Fulltrúi breskra þýðenda og útgefenda, Mal- colm Imrie, tók undir áhyggjur Schiffrins af yf- irburðum engilsaxneskra bókmennta. Sjálfur er hann þýðandi og var um árabil í forsvari fyrir óháða útgáfufyrirtækið Verso í London og New York. „Við megum ekki gleyma samhenginu sem við erum stödd í. Sjaldan hefur pólitískt gildi þýðinga verið jafn mikið og einmitt núna – ÞÝÐINGAR FLYTJA ÚT HUGSUN LÍTILLA MÁLSVÆÐA NAUÐSYNLEGT AÐ FLEIRI SÖGUR HEYRIST Líflegar umræður á ýmsum tungumálum urðu á málþingi um bókmenntaþýðingar í Prag fyrir skömmu. Í brennidepli voru lítil málsvæði og staða þeirra gagnvart stórum tungumálum. SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR sat þingið og sá marga snertifleti við stöðu íslenskra bókmennta. Morgunblaðið/Sigurbjörg Þrastardóttir Hluti málþingsins „Bókmenntir yfir mærin“ fór fram í Lapidarium-safninu á Expo-svæðinu í Prag.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.