Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. MAÍ 2001 15 MYNDLIST Galleri@hlemmur.is: Birgir Snæ- björn Birgisson. Til 17. júní. Gallerí Fold, Rauðarárs.: Lýður Sig- urðs. Harry Bilson. Til 27. maí. Gallerí List, Skipholti 50: Ninný. Til 8. júní. Gallerí Smíðar og skart: Aggi. Til 2. júní Gallerí Sævars Karls: Bragi Ásgeirs- son. Til 26. júní. Gerðarsafn: Sölusýning. Til 2. júní. Gerðuberg: Ljósmyndasýning grunn- skólanema. Til 2. júní. Hafnarborg: Messíana Tómasdóttir. Til 3. júní. i8, Klapparstíg 33: Hrafnkell Sig- urðsson. Til 16. júní. Íslensk grafík: Valgerður Björnsdótt- ir. Til 17. júní. Listasafn Akureyrar: Henri Cartier- Bresson. Til 3. júní. Listasafn Borgarness: Bjarni Þór. Til 18. júní. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudaga, kl. 14-17. Listasafn Íslands: Verk í eigu safns- ins. Til 2. sep. Listasafn Rvíkur - Ásmundarsafn: Ásm. Sveinsson. Til 10. feb. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús: Norskir teiknarar. John Baldessari. Til 17. júní. Í Portinu Patrick Marold. Til 2. júní. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvals- staðir: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Odd Nerdrum. Til 27. maí. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: List Sigurjóns. Til 1. júní. Listasetrið Kirkjuhvoli Akranesi: Elías B. Halldórsson. Til 4. júní. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Mósaíkverk. Til 6. júní. Listasalurinn Man: Anna Þ. Guðjóns- dóttir Til 27. maí. Mokkakaffi: Gisle Nataas. Til 30. maí. Nýlistasafnið: Ólöf Nordal, Anna Lín- dal og Valborg S. Ingólfsdóttir. Til 3. júní. Sjóminjasafn Íslands, Ásgeir Guð- bjartsson. Til 31. maí. Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og Þorgerður Sigurðardóttir staðarlista- menn. Til 31. des. Straumur, Hafnarfirði: Ingibjörg Klemenzdóttir og Helga Unnarsdótt- ir. Til 4. júní. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Bústaðakirkja: Kangakvartettinn. Kl. 17. Háskólabíó: SÍ. Stj. Bob Bernhardt. Einleikari er Elizaveta Kopelman. Kl. 16. Kirkjuhvoll, Garðabær: Ingibjörg Guðjónsdóttir, Peter Maté og Kvennakór Garðabæjar. Kl. 15. Salurinn, Kópavogi: Hlöðver Sigurðs- son. Kl. 16. Sunnudagur Hallgrímskirkja: Jósúa, óratóría eftir Händel. Kl. 20. Hafnarborg: Eydís Fransdóttir og Brynhildur Ásgeirsdóttir. Kl. 20. Langholtskirkja: Gradualekór Lang- holtskirkju. Kl. 20. Þriðjudagur Hallgrímskirkja: Das Orchester Damals und Heute frá Köln. Kl. 20.30. Fimmtudagur Háskólabíó: SÍ. Stj. Bernharður Wilkinson. Einleikari Christian Lind- berg. Kl. 19:30. Hallgrímskirkja: Orgeltónleikar Gill- ian Weir frá Bretlandi. Kl. 20. Föstudagur Hallgrímskirkja: Norræn kórtónlist við miðnætursól. Kl. 21. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Með fulla vasa af grjóti, 30. maí. Syngjandi í rigning- unni, 26., 31. maí. 1. júní. Ungir menn á uppleið, 27. maí. Borgarleikhúsið: Með vífið í lúkun- um, 26. maí. 1. júní. Píkusögur, 26., 27., 29., 31. maí. 1. júní. Loftkastalinn: Á sama tíma síðar, 26., maí. 1. júní. Iðnó: Rúm fyrir einn, 30., 31. júní. 1. júní. Feðgar á ferð, 27. maí. 1. júní. Hafnarfjarðarleikhúsið: Platanof, 25. maí. Íslenska óperan: Fífl í hófi, 26. maí. 1. júní. Leikfélag Akureyrar: Ball í Gúttó, 26. maí. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U þegar aðeins ein saga er í gangi. Við þurfum á því að halda að fleiri sögur heyrist, sögur frá fleiri svæðum,“ sagði Imrie og var mikið niðri fyrir. Hann kvaðst hafa að gamni kynnt sér metsölulista bóka í nokkrum löndum vikuna fyrir málþingið og komist að því að í Frakk- landi, Ítalíu og víðar hefðu Patricia Cornwell, Stephen King og bækurnar um Harry Potter nær einokað efstu sæti. Helsta undantekning hefði verið Ísrael, þar hefði José Saramago trónt á toppnum í stað bóka enskra höfunda. „En á topp-tíu listum í Englandi, jafnvel topp-hundrað, voru engar þýddar bækur þessa vikuna fremur en venjulega,“ sagði hann og upplýsti að aðeins tæp 3% útgefinna bóka í Englandi væru þýðingar. Bækur á ensku fljóta þannig um víða veröld en bækur frá víðri veröld eiga ekki jafngreiða leið að enskum lesendum. Á ferli sínum hefur Imrie, sem nú rekur um- boðsskrifstofu ásamt félaga sínum, einbeitt sér að því að „veita erlendum bókmenntum í meira mæli inn í gamla Bretland“ og hefur safnað á útgáfulista sinn höfundum frá ýmsum löndum. „Þeir hafa verið þýddir á ensku og í kjölfarið er rétturinn að bókum þeirra farinn að seljast til fleiri landa. Þannig hefur enskan nýst sem mik- ilvægur tengiliður milli höfundarins og útgef- enda í öðrum löndum. Ég get nefnt sem dæmi gríska bók sem ekki vakti mikla athygli þegar hún kom út í Grikklandi, en eftir að hún kom út á ensku fór allt af stað og hefur bókin nú verið þýdd á tíu tungumál. Þótt við reynum leynt og ljóst, til dæmis á þessu málþingi, að berjast „skelfilegum yfir- ráðum“ enskrar og amerískrar tungu og menn- ingar, megum við ekki gleyma því að enskan er heimsmál og getur sem slík nýst á jákvæðan hátt sem milliliður milli menningarsvæða.“ Finnskan er bæði Davíð og Golíat Iris Schwanck, forstjóri Upplýsingamið- stöðvar finnskra bókmennta í Helsinki, benti á að lítil tungumál gætu á stundum orðið „bana- mál“ [ens. killer-language]. „Í Finnlandi eru tveir minnihlutahópar, Samar og sígaunar, og í tilfellum þeirra er finnski menningarheimurinn Golíat. Á alþjóða- vettvangi er finnsk menning hins vegar í hlut- verki Davíðs.“ Hún sagði svipað eiga við um þann mikla fjölda innflytjenda sem nú er að koma sér fyrir í öllum löndum Evrópu, smáum og stórum. „Er þeim gefið svigrúm til þess að skrifa á sínu eigin máli? Þetta er áleitin spurn- ing sem við stöndum nú frammi fyrir.“ Schwanck benti á að menningarsamskipti milli landa færu sífellt vaxandi, sem væri af hinu góða. „Gott dæmi eru nemendaskipti sem auka skilning einstaklinganna á menningu dvalarlandsins og auka málakunnáttu. En slík kunnátta dugir ekki ein og sér, brýnt er að leggja áherslu á málakennslu í skólum til þess að ala upp góða þýðendur,“ sagði sú finnska og benti á að mun fleiri þýðendur störfuðu nú við að þýða úr finnsku yfir á tékknesku en öfugt og bæri það að þakka öflugri finnskukennslu í Karlsháskólanum í Prag. „Þess má líka geta að aðeins ein finnsk bók var á síðasta ári þýdd yfir á portúgölsku, en í Portúgal er einmitt ekki boðið upp á finnskunám á háskólastigi.“ Umræðurnar um Davíð og Golíat héldu áfram og næstur tók til máls Lucien Leitess, framkvæmdastjóri svissnesku útgáfunnar Unionsverlag. Hann kvað þýðingapólitík ekki snúast um peninga, heldur hugarfar. „Sjóðir og styrkir eru vissulega mikilvægir, en þeir duga ekki einir sér. Þetta er eins og með þróunar- hjálp í þriðja heiminum; það þýðir ekki að reisa verksmiðjur og skilja þær eftir í eyðimörkinni. Það er nauðsynlegt að móta stefnu og hún get- ur verið á ýmsan veg. Sjálfum finnst mér til dæmis að hver þjóð eigi ekki einungis að verja styrkjum sínum í að kynna bókmenntir sínar erlendis, heldur ætti ákveðin prósenta að vera frátekin til þess að þýða bækur af öðrum mál- um. Menningarsamskipti hljóta nefnilega alltaf að snúast um innflutning og útflutning. Í annan stað legg ég til að unnið verði mark- visst að auka áhuga lesenda á þýddum bókum. Margar þjóðir nota styrkfé sitt til þess að ota bókum sínum að erlendum útgefendum, en það þarf ekki síður að huga að hinum enda keðj- unnar – lesendunum – sem hljóta að verða að kaupa bækurnar svo dæmið gangi upp.“ Leitess benti einnig á að þýðingasjóðir væru eins og landamærastöðvar eða útlendingaeft- irlit. Þar væri í raun ákveðið hverjum væri hleypt inn og hverjum ekki – hvaða bækur ættu kost á að ná til lesenda. Því yrði að tryggja að sjónarhorn sjóðanna væri sem víðast; að þröng- ir hagsmunir réðu því ekki hverjir hlytu styrki. Sígaunum og Sömum er aldrei boðið Pólverjinn Piotr Sommer hristi upp í mál- þingsgestum með innslagi sínu, en hann er ljóð- skáld og ritstjóri Literatura na Swiecie sem er veglegt tímarit á pólsku um heimsbókmenntir. „Þegar við hófum útgáfu ritsins ákváðum við að vera ekki alþjóðlegir heldur pólskir,“ sagði hann um útgáfuna og áréttaði að miklar kröfur væru gerðar til þeirra þýðinga sem í ritinu birt- ast. „Ef þær hljóma ekki vel á pólsku, eiga þær ekkert erindi við pólska lesendur.“ Svo sneri hann sér að umræðum um gildi bókmenntamálþinga, eins og þess sem hann var í því augnabliki að ávarpa. „Mér finnst ráð- stefnur sem þessar hafa takmarkað gildi því þær hefjast alltaf á almennum umræðum um tvenndir eins og Davíð/Golíat, stór/lítill, miðja/ jaðar. Er þetta ekki svolítið heimsvaldalegur hugsunarháttur?“ spurði Sommer. „Erum við ekki með þessu að segja að við höfum vald til þess að skipta heiminum í stór og lítil svæði? Kannski var það þannig einu sinni, en það er ekki þannig lengur. Þessi meinta skipting gerir að verkum að menn eru allan tímann í varn- arstöðu; ef þeim er sagt að þeir séu að tala frá jaðrinum þá haga þeir máli sínu ósjálfrátt þannig,“ sagði hann og bætti við að sjálfum þætti honum erfitt að tala samkvæmt slíkri flokkun. Og bætti við: „Kannski eru svona ráðstefnur mikilvægar fyrir suma, en til þess að vera í þeim hópi verð- ur maður að vera fæddur á málsvæði sem boðið er á ráðstefnur sem þessar. Áðan var til dæmis minnst á sígauna og Sama. Fulltrúum þeirra er samt ekki boðið hingað, við tökum að okkur að tala fyrir þeirra hönd. Í ljósi þessa má segja að stigskipting milli „stórra“ og „lítilla“ menning- arsvæða sé í raun búin til á svona ráðstefnum.“ Og hana nú! Grískt, en ekki nógu grískt Grikkinn Demosthenes Kourtovik hélt ekki síður eftirminnilegt erindi, en hann fjallaði um væntingar til grískra höfunda. Hann sagði þá kröfu vera háværa að bækur þeirra og persón- ur samræmdust viðteknum goðsögnum um Grikki og grískt samfélag. „Stór útgáfufyrir- tæki í Evrópu hafa ákveðnar hugmyndir um Balkanlöndin og fleiri lítil lönd álfunnar. Við er- um ekki beðnir um góðar bækur, við erum beðnir um öðruvísi bækur. Höfundar sem skrifa á stóru málunum þurfa hins vegar ekki að vera öðruvísi, það er nóg að þeir skrifi góðar bækur.“ Kourtovik sagði að karlpersónur í grískum skáldsögum ættu helst að vera eins konar sam- bland af Ódysseifi og Zorba, villimannslegir, sterkir og sídrekkandi ozu undir eilífri sól. Kon- urnar ættu að draga dám af Penelópu með dá- litlu nornayfirbragði að hætti Kirku. Þetta væri það sem útgefendur vildu sjá. „En mér þykir fyrir því, þannig er ekki veruleiki nútíma- Grikkja,“ sagði Kourtovik. Hann bætti því við að stundum læsu erlendir útgefendur handrit skáldsagna, klóruðu sér í skegginu og segðu: „Jú, jú, þetta er grískt, en ekki nógu grískt!“ og ættu þá við að hina skýru drætti vantaði. „Ég spyr, hver á að dæma um það hvað er „nógu grískt“? Þetta dregur okkar eigin dóm- greind og hæfileika í efa og getur varla verið hvetjandi fyrir sjálfstraustið. Við megum helst ekki beita heimspeki, pólitík eða raunsærri per- sónusköpun í sögum okkar, í staðinn eiga sveitaleg þjóðtrú og skopmyndir af fólki upp á pallborðið. Við eigum helst að vera „krúttlega gamaldags“ – og við slíkar kröfur getur verið þreytandi að búa.“ Í umræðum sem á eftir fygldu könnuðust fleiri fulltrúar smærri þjóða við að vera álitnir tákn um eitthvað framandi; fulltrúar menning- arkima sem þrífast á skrítileika. Aðeins rithöf- undur frá Portúgal hafði aðra sögu að segja, að „of portúgölsk“ einkenni væru talin til vansa á skáldsögum. Umræðurnar bárust um víðan völl og meira var rætt um enskuna sem hið alltumlykjandi samskiptamál. Athygli vakti ábending lett- nesku skáldkonunnar Noru Ikstena um að skandinavísku málin virkuðu eins og enska fyr- ir Eystrasaltslöndin. Þegar bók á lettnesku væri þýdd yfir á Norðurlandamál væru auknar líkur á því að hún næði athygli útgefanda í öðr- um Evrópulöndum. Norska, sænska og danska væru þannig tengimál fyrir höfunda frá enn smærri þjóðum. Lucien Leitess endaði á jákvæðu nótunum fyrir hönd fámennra bókmenntaþjóða, með því að játa að hann hefði þrátt fyrir allt hafa óbil- andi trú á lesandanum. „Í hverri viku gerast kraftaverk: lesendur finna og kaupa bækur sem ekki eru á metsölulistum og hafa ekki hlot- ið sérstaka athygli í fjölmiðlum. Enn skjóta upp kollinum höfundar frá litlum löndum eða hér- uðum, með nöfn sem enginn kann að bera fram, og segja sögur sem fólk langar að heyra. Og einmitt í því felast töfrar bókmennta – og til- veruréttur þýddra bókmennta.“ Ljósmynd/Martin Civín Gríski höfundurinn Demosthenes Kourtovik er langþreyttur á því að vera „krúttlega gamal- dags“ eins og útgefendur vilja gjarnan að fulltrúar lítilla landa séu. Ljósmynd/Martin Civín Skáldið Piotr Sommer undirbýr erindi sitt, en hann vakti fólk af værum blundi með beittri ádeilu. Ljósmynd/Martin Civín Gestir málþingsins voru allra þjóða og tóku þátt í umræðum að pallborðserindum loknum. sith@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.