Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2001, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2001, Page 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. JÚNÍ 2001 við eiginlega rétt byrjuð gagnvart heildarsög- unni. Hafþór Rósmundsson tók við formennsku í áhugamannafélaginu og í safnstjórninni 1997 og með okkur hefur verið mjög gott samstarf. Ég hef áfram haft fullt frelsi til þess að leika mér með hugmyndir og skipuleggja framtíð- arsýningar vaxandi safns. Einn stjórnarmanna, Sveinn Björnsson, komst að því að það átti að rífa Paulmjölhúsið og við ákváðum að freista þess að fá húsviðina og nota þá til nýbygginga. Það hrinti af stað nýju hugmyndaflæði og á fundi um jólaleytið ’97 kynnti ég stjórninni teikningar af stórri bátaskemmu og bræðsluhúsi. Við ákváðum að kynna stjórnendum bæjarins þessi nýju og róttæku sjónarmið, áttum reyndar von á mis- jöfnum undirtektum, en nú brá svo við að þeir tóku okkur fagnandi og sögðu bara flott og áfram! Þessar hugmyndir settum við í litprentaðan bækling og kynntum fyrir þjóðminjaráði, sem setti þær strax á forgangslista, og mennta- málaráðherra, Björn Bjarnason, kvaðst vilja sjá þetta verða að veruleika og reiddi fram tíu milljónir króna til verksins. Þessi viðbrögð og ákvörðun ráðherra skiptu sköpum um það að við gátum hrint hugmynd- um okkar í framkvæmd. Ári síðar, á hátíðarfundi 20. maí 1998, á 80 ára afmæli kaupstaðarins, ákvað bæjarstjórn Siglufjarðar að leggja fram aðrar 10 milljónir til þessara tveggja safnahúsa. Og fleiri góða styrki höfum við fengið.“ Nú er bræðsluhúsið, Grána, risið, og heitir í höfuðið á frægri verksmiðju, sem forðum mal- aði gull úr silfri hafsins. Það hefur þegar verið tekið í notkun, þótt önnur sé en því er ætlað. Þetta er tvílyft hús að stórum hluta opið frá neðra gólfi og upp úr. Vélasalur verður niðri og hið efra geta gestir gengið í kring og kynnt sér sögu síldarbræðslunnar á Íslandi. Í fyrrasum- ar voru haldnir tónleikar í húsinu og tókust svo vel að fleiri verða haldnir þar í sumar. Þá eru haldnar málverkasýningar á efri hæðinni. Til gamans segir Örlygur mér frá því að þeg- ar Björn Bjarnason menntamálaráðherra heimsótti safnið í fyrra, hafi þeir komið í nýju Gránu. Þar sagði hann ráðherranum frá þess- um listviðburðum í húsinu og sló þá ráð- herrann því fram með brosi á vör að þarna væri þá fyrsta fjölnota menningarhúsið risið! En meðan flestir hlutir í Róaldsbrakka eru fengnir á heimaslóð er öðru til að dreifa með vélarnar í Gránu. „Siglfirðingum lá alltaf svo mikið á að end- urnýja bræðslurnar og farga því gamla. Þegar við svo fórum að líta í kringum okkur eftir munum til bræðslusafns var eiginlega ekkert eftir á Siglufirði. Þetta var hálfhallærisleg staða.“ En svo fengust leyfi til þess að ganga í gaml- ar verksmiðjur í Ingólfsfirði og á Hjalteyri. „Þetta hefur kostað langa, dýra og erfiða leiðangra, en umfram allt afar skemmtilega. Og það hefur aldrei verið hörgull á mönnum til þess að fara þessar ferðir. Í einni þeirra höfð- um við meira að segja harmonikuleikara í hópnum og slógum upp síldarballi í Ingólfsfirði að loknum vinnudegi. Nú má heita að við séum komnir með næst- um allt hingað, sem bræslusafnið þarf.“ Í sumar verður svo byrjað á bátaskemm- unni, sem hefur reyndar stækkað stöðugt frá því hugmyndin fæddist. Í peningum talið úr 15 í 65 milljónir. „Eins og mál hafa þróast má fullyrða er hér sé í gangi fyrsta alvöru, stóra tilraunin á Ís- landi til að koma upp sjóminjasafni. Við stönd- um því frammi fyrir einstöku tækifæri og þá er annað ófært en að byggja hér upp með glæsi- brag. Við eigum fyrir þriðjungi af byggingar- kostnaði bátahússins og það dugar til þess að hefja framkvæmdir í sumar. Svo njótum við vonandi áframhaldandi stuðnings og í trausti á hann höldum af stað.“ Í bátaskemmunni verður Týr SK 33, tæp- lega 40 tonn, sem Örlygur segir vera dæmigert lítið íslenzkt síldveiðiskip á fimmta áratugnum. Týr var smíðaður á Fáskrúðsfirði, hluti af raðsmíðaverkefni nýsköpunarstjórnarinnar. Sauðkrækingar tóku Tý á land og hafa nú gefið Siglfirðingum hann til varðveizlu á síldar- minjasafninu. Draupnir, 15 tonna dæmigerður reknetabát- ur, er bundinn við bryggju hjá Róaldsbrakka. Auk þeirra verða í bátaskemmunni þrír nótabátar, tveir snurpu- og einn hringnótabát- ur. Tveir bátanna eru fengnir í Siglufirði og einn í Eyjafirði. Reyndar segist Örlygur hafa augastað á fleiri nótabátum, „svona tveimur og hálfum, sem ég veit um“. Í bátaskemmunni er líka ætlunin að geyma Sigurvin, trilluna Gústa guðsmanns. Hugmyndin er að í bátaskemmunni gangi gestir um Siglufjarðarhöfn þar sem bátar liggja við bryggjur og þar verða bryggjusk- úrar með öllu tilheyrandi. Á ljósmynd uppi á gríðarstórum vegg opnast gestum útsýn yfir Siglufjarðarhöfn; það er landlega og milli 4 og 500 skip inni. Ætlunin er að taka bátaskemmu og bræðsluhús í notkun 2003, þegar 100 ár verða liðin frá því fyrstu reknetasíldinni var landað í Siglufirði. Síldarþorp í Siglufirði En það leynist fleira í framtíðinni; draum- urinn er að fullkomna sviðið; síldarþorpið í sinni fjölbreytilegustu mynd. „Á síðasta ári fengum við Sigurjón Jóhanns- son, leikmyndahönnuð og gamlan síldarstrák, til að ljúka við endanlega sviðsmynd bátahúss- ins og einnig að vinna annað líkan að framtíð- arskipulagi safnsvæðisins. Við Sigurjón sátum saman löngum stundum og spjölluðum fram og aftur um hugmyndir okkar og hann vann svo sitt verk með glæsi- brag. Síðan höfum við heimamenn samþykkt og gert að okkar þá framtíðarsýn sem birtist í líkaninu. Þar er til dæmis búið að flytja inn á svæðið lítið íbúðarhús, dæmigert hús frá síldartíman- um, með vélaverkstæði í kjallaranum. Safnið á nú þegar slíkt hús, fullbúið húsgögnum og vél- um. Sigurjón hefur sýnt okkur hvernig við get- um reist stóran skála og notað til hans viðina úr Paulverksmiðjunni. Í þessum skála verður Siglufjarðarsafn; minnisvarði um þennan gerj- unarpott mannlífsins, sem síldarauðinn sauð. Syðsta húsið á svæðinu, Ásgeirsskemmuna, sjáum við fyrir okkur sem veitingahús, og inni í myndinni eru Sunnubrakkarnir, sem auðvitað væri gaman að settu endapunktinn norðan- megin með bryggjuhóteli og fleiru. Við höfum líka orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá annan hæfan leikmyndahönnuð til að leggja á ráðin með okkur, en það er Árni Páll Jóhannsson, sem teiknaði útlit stóru báta- skemmunnar.“ En þótt hús rísi hvert á fætur öðru, þá er að fleiru að hyggja. „Það er gríðarlega margt ógert hérna á síld- arstasjóninni,“ segir Örlygur. „Við þurfum að reisa myndarlegan skorstein og lýsistanka og svo er eitt og annað sem vantar enn í þá sviðs- mynd, sem hæfir stórbrotinni síldarsögu okkar Íslendinga.“ Sviðsmyndin er kannski ekki fullkomin ennþá. En aftur ríkir síldarævintýrið í Siglu- firði. Það er sólbjartur sumardagur og ræs- irinn hendist á hjólið og kallar: Það er síld! frjo@mbl.is „Þetta er bara allt eins og það var.“ Messíasarspáin er enn að rætast (sbr. Jesaja 9:6. - Lag: Þú, Guð, sem stýrir stjarnaher) Hin merku orð og mikla spá um Messías fyrst ræða. Nú guðspjöll honum greina frá. Um grundvöllinn oss fræða. Hann undraráðgjafari var og er í dag hann slíkur, svo hvar sem finnast fræðingar ei finnst neinn honum líkur. Hann Guð- er -hetjan gæsku fróm. Með góðu illt skal flýja, hann gerði upp sinn Gyðingdóm og Guðs trú kom með nýja. Hann eilífð vora undirbjó vor Alfaðir í Kristi, sem burt tók sekt – gaf sálarró, að svo á jörð menn gisti. Svo Friðar- hann er -höfðingi, og hann sinn frið gaf yður. Því slíðrum sverðin, sveitungi. Það svarið um hann biður. Minnst sjö um aldir sjáandinn leit sólarvíddir yfir að fæðast mundi Frelsarinn. Í fólkinu hann lifir. PÉTUR SIGURGEIRSSON Höfundur er biskup Íslands. Á STOFNDEGI KIRKJUNNAR 2001 ÉG hitti Halldór Laxness í Napólí. Það kom mér á óvart því hann hafði dáið þá um vorið. Hann brosti mjög glaðlega undir ný- snyrtu yfirvaraskegginu sínu, og gekk rösklega gegnum víðan salinn; látlausan veitingastað með hvítum dúkum, steinsnar frá piazza Garibaldi. Hann leit vel út, í ljós- um buxum og köflóttum tvídjakka, alveg eins og á ljósmyndum frá Íslandi sem tekn- ar voru á sjötta áratugnum. Hann settist við borð þar sem fyrir voru kona og maður, og þau töluðu öll fjörlega saman á ítölsku meðan þjónninn bar fyrir þau vín og ým- iskonar rétti; fyrst pasta, síðan fisk, brauð og salat. Halldór Laxness borðaði af góðri lyst, hann hló hneggjandi hlátri og var vel með á nótunum. Það gladdi mig, ég hafði heyrt að hann væri orðinn elliær, og auk þess var hann dáinn. Sjálfur hafði ég rétt sloppið lif- andi eftir næturgistingu í klaustri fyrir norðan Salerno, þar sem afar hrífandi draugar sóttu að mér. Þegar máltíðinni var næstum lokið fyllt- ist ég löngun til að ganga yfir til þeirra, heilsa honum og segja hversu ánægður ég væri með að sjá hann svona hraustan og heilbrigðan. En mér var orða vant, og kannski kærði hann sig ekki um að einhver bæri kennsl á sig hér í útlöndum, nú þegar hann væri dáinn. Þess í stað hlustaði ég af áfergju á samtalið, og skyndilega tókst mér að fanga heillegar setningar: „Mikilleiki Guðs fer algjörlega eftir þeim sem trúir,“ sagði Laxness. „Litlar manneskjur hafa litla guði, og þeir smásmugulegu leita ár- angurslaust að honum í smásjánni.“ Hann hló innilega. Að lokum stóðu Ítalirnir tveir upp frá borðum. Konan hélt stutta ræðu og dró um leið upp pakka á stærð við bók og rétti Halldóri Laxness. Hann opnaði pakkann af mikilli varfærni. Þetta reyndist vera eitt par af svörtum sokkum, kannski úr silki. Halldór Laxness var mjög hrærður, það komu tár í augu hans og hann sagði eitt- hvað mildri, óskýrri röddu. Mér tókst ekki að greina einstök orð, en ítalskan hans var falleg og mér fannst hann segja: „Ég þakka ykkur kærlega fyrir, þetta var góð gjöf. Og ég sem á ekki einu sinni afmæli!“ EFTIR NIELS HAV LAXNESS Í NAPÓLÍ Jón Kalman Stefánsson þýddi Höfundur er danskt skáld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.