Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2001, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. JÚNÍ 2001 15
MYNDLIST
Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur - frá
býli til borgar. Til 31. ág.
Árnastofnun: Handritasýning opin
mán.-lau. 11-16. Til 25. ág.
Byggðasafn Hafnarfjarðar: Blóðug
vígaferli og götulíf víkinganna í York.
Til 1. okt.
Galleri@hlemmur.is: Birgir Snæ-
björn Birgisson. Til 8. júní.
Gallerí Smíðar og skart: Aggi, Þór-
arinn Óskar Þórarinsson ljósm. Til 2.
júní.
Gallerí Sævars Karls: Bragi Ásgeirs-
son. Til 26. júní.
Gerðarsafn: Sölusýning á um 80
verkum fremstu listamanna landsins.
Til 2. júní.
Gerðuberg: Ljósmyndasýning grunn-
skólanema. Til 17. ág.
Grafarvogskirkja: Og sjá. Til 8. júní.
Hafnarborg: Messíana Tómasd.
Magdalena Margrét Kjartansd. Til 3.
júní.
i8, Klapparstíg 33: Hrafnkell Sig-
urðsson. Til 16. júní.
Íslensk grafík: Valgerður Björns-
dóttir. Til 17. júní.
Listasafn Akureyrar: Henri Cartier-
Bresson. Til 3. júní.
Listasafn Borgarness: Bjarni Þór. Til
18. júní.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla
daga, nema mánudaga, kl. 14-17.
Höggmyndagarðurinn er alltaf opinn.
Listasafn Íslands: Andspænis nátt-
úrunni. Til 2. sep.
Listasafn Reykjavíkur - Ásmundar-
safn: List Ásmundar. Til 10. feb.
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús:
Innsetning Patricks Marold í porti.
Til 2. júní. Heimskautslöndin unaðs-
legu. Til 4. júní. John Baldessari.
Norskir teiknarar. Til 17. júní.
Listasafn Reykjavíkur - Kjarvals-
staðir: Jóhannes S. Kjarval.
Listasetrið Kirkjuhvoli Akranesi:
Elías B. Halldórsson. Til 4. júní.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg:
Mósaíkverk 10 listakvenna. Til 6.
júní.
MAN, Skólavörðustíg 14: Arnar Her-
bertsson. Til 20. júní.
Nýlistasafnið: Ólöf Nordal, Anna
Líndal og Valborg S. Ingólfsdóttir.
Til 3. júní.
Reykjavíkur Akademían, Hringbraut
121: Ljósmyndasýning Kristins Ing-
varssonar. Til 10. júní.
Sjóminjasafn Íslands: Ásgeir Guð-
bjartsson. Til 22. júlí.
Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og
Þorgerður Sigurðardóttir. Til 31. des.
Straumur, Hafnarfirði: Ingibjörg
Klemenzdóttir og Helga Unnarsdótt-
ir. Til 4. júní.
Þjóðmenningarhúsið: Landafundir
og ragnarök.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is, undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Hveragerðiskirkja: Bjartar sumar-
nætur. Almita og Roland Vamos, sem
eru heimsþekktir fiðlu- og víólukenn-
arar, Jóhann Friðgeir Valdemarsson
tenórsöngvari, Selma Guðmundsdótt-
ir píanóleikari, Jörg Sondermann
orgelleikari, Hávarður Tryggvasson
bassaleikari ásamt Tríói Reykjavíkur.
Kl. 17.
Sunnudagur
Hveragerðiskirkja: Bjartar sumar-
nætur. Kl. 20:30.
Mánudagur
Hallgrímskirkja: Mótettukór Hall-
grímskirkju. Kl. 20.
Þriðjudagur
Salurinn: Unnur Fadila Vilhelms-
dóttir píanóleikari. Kl. 20.
Miðvikudagur
Kirkjuhvoll, Garðabær: Ingibjörg
Guðjónsdóttir, Peter Máté og
Kvennakór Garðabæjar. Kl. 20.
Fimmtudagur
Háskólabíó: SÍ. Kl. 19:30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Syngjandi í rigning-
unni, 6., 8. júní. Með fulla vasa af
grjóti, 2. júní.
Borgarleikhúsið: Með vífið í lúkun-
um, 2. júní. Píkusögur, 2., 4., 7., 8.
júní.
Loftkastalinn: Sniglaveislan, 2. júní.
Iðnó: Feðgar á ferð, 7. júní.
Íslenska óperan: Fífl í hófi, 7. júní.
Hafnarfjarðarleikhúsið: Platanov, 6.,
7. júní.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
listamaðurinn hefur átt í basli með að segja
skilið við skólun sína og leysa formið upp í
gegnsýrandi birtu. Hann mótaði hvern einasta
hluta myndarinnar af nákvæmni áður en hann
málaði síðustu umferðina með sterkum litum
og snöggum pensilstrokum.
Impressjónistarnir snúa heim
Eftir að bandarísku impressjónistarnir flutt-
ust aftur til heim til Bandaríkjanna settust þeir
flestir að í New York, sem var miðstöð lista og
menningar, eða í Boston. Þar var Chase aðal-
sprautan í menningarlífinu. Hann kom sér fyrir
í stúdíóíbúð á 51 West Tenth Street í Green-
wich Village, í byggingu sem hafði verið sér-
staklega endurgerð til að hýsa listamenn. Hann
sýndi verk sín hjá mörgum nýstofnuðum sam-
tökum, til dæmis The Society of American Art-
ists, sem voru stofnuð 1877 til þess að þjóna
málurum og myndhöggvurum sem lærðu í Evr-
ópu en áttuðu sig á því þegar heim kom að eldri
samtök eins og National Academy of Design
höfðu ekki áhuga á listaverkum sem fólu í sér
alþjóðlegar tilhneigingar. Chase átti þátt í að
stofna ýmis listamannafélög, var mikilvirkur
kennari og á síðasta áratug aldarinnar stofnaði
hann The Chase School, sem síðar varð New
York School of Art og enn síðar The Parsons
School. Hann kenndi einnig við Art Institute í
Chicago og var í tólf ár gestakennari við Penn-
sylvania Academy of the Fine Arts. Frá 1891 til
1902 rak hann sumarskóla í Shinnecock Hills á
Long Island, þar sem Annie Traquair Lang og
Gifford Beal voru meðal nemenda hans.
Sumarlistaskólar voru mikil lyftistöng fyrir
bandaríska impressjónismann. Shinnecock-
skólinn var eins og Giverny að því leyti að hann
snerist fyrst og fremst um einn mann og varð
miðstöð fyrir impressjóníska málverkið undir
handleiðslu Chases. Þótt Monet kenndi alltaf á
óbeinan hátt en Chase ræki listaskóla, varð
Shinnecock á vissan hátt hið bandaríska Giv-
erny. Smám saman fjölgaði sumarskólum og
listamannanýlendum í Bandaríkjunum og urðu
mikil lyftistöng fyrir myndlistina þar næstu
áratugina.
Eftirhermur eða heimsmenn?
Við fyrstu sýn kann að virðast sem banda-
rísku listamennirnir hafi aðeins fiktað yfir-
borðslega við impressjónismann til þess að
vera samkeppnisfærir við Monet og félaga
meðal bandarískra listaverkasafnara. En þótt
margir bandarískir málarar hafi brugðist við
impressjónismanum á yfirborðslegan hátt,
náðu þeir áhugaverðustu þó kjarna hans, eink-
um þeirri sannfæringu að verk þeirra ættu að
fjalla um samtíma þeirra á nútímalegri listræn-
um nótum.
Þótt bandarísku impressjónistarnir hafi ver-
ið seinni af stað en þeir evrópsku, leið ekki á
löngu þar til þeir voru farnir að þróa stefnuna
fram úr félögum sínum í Frakklandi. Ein
ástæðan var sú að bandarísku impressjónist-
arnir nýttu sér vel þær samgöngubætur sem
fólust í gufuskipaferðum til Evrópu. Þeir sóttu
reglulega sýningar í Royal Academy of Arts í
London og í sýningarsölum Parísarborgar, til
að sækja sér innblástur, fylgjast með því sem
fólk var að gera annars staðar, eða til að búa í
listamannanýlendum Frakklands um tíma. Og
þeir héldu lengra og heimsóttu söfn og lista-
menn í Þýskalandi, á Spáni og Ítalíu. Það má
því segja að bandarísku impressjónistarnir hafi
verið mun meiri heimsmenn en félagar þeirra í
Frakklandi og hafi haft breiðari grunn til að
vinna út frá.
Bjartari hliðar tilverunnar
Bandarísku impressjónistarnir fylgdust með
samfélaginu breytast úr landbúnaðarsamfélagi
í iðnaðarsamfélag – bæði heima og erlendis.
Um leið og þeir fögnuðu breytingunni, þráðu
þeir sveitalíf fortíðarinnar. Þeir aðhylltust nýja
lífshætti en söknuðu þess öryggis sem var að
hverfa. Þeir leiddu hjá sér vandamál eins og
innflytjendur og fátækt í borgum, og vörpuðu
jákvæðu ljósi á tíma sinn og kusu að „einbeita“
sér að bjartari hliðum tilverunnar, sem eru
mun amerískari, eins og William Dean Howells
hafði ráðlagt rithöfundum að gera í Criticism
and Fiction árið 1891.
En þótt bandarísku impressjónistarnir litu
framhjá þrúgandi borgarvandamálum, voru
margir þeirra heillaðir af strætum borgarinnar
með sitt litríka mannlíf. Einn þeirra var Childe
Hassam, sem hélt því fram að sá listamaður
sem ætlaði sér að ná varanlegri frægð, „ætti“
að mála sinn eigin tíma og myndir af hvers-
dagslegum atburðum sem væru að gerast í
kringum hann. Hassam náði í myndum sínum
að fanga andrúmsloft og sérkenni þekktra
staða í New York og París. Í verki sínu
Broadway and 42nd Street – svæðinu sem nú
er þekkt sem Times Square á Manhattan, en
var þá nýja leikhúshverfið – dregur hann upp
mynd af vetrarkvöldi, þar sem rafljósin blika
og allt iðar af mannlífi, bílum og sporvögnum.
Bandarísku impressjónistarnir máluðu þær
hliðar borgarlífsins sem voru dæmigerðar fyrir
breytingarnar sem áttu sér stað frá sveitasam-
félagi yfir í borgarsamfélag. Þeir máluðu líka
náttúrumyndir frá stöðum sem þeir dvöldu á
þegar þeir vildu flýja óþægilegan raunveru-
leika borgarlífsins. En þeir bundu sig ekki ein-
göngu við bandarískan veruleika, heldur ferð-
uðust víða og máluðu sögufræga staði,
hversdagslega atburði og fólk sem varð á vegi
þeirra víða um Evrópu. Þáttur þeirra í banda-
rískri listasögu er mjög afdrifaríkur og varla
hægt að átta sig á þeirri yfirgripsmiklu sögu án
þess að byrja á því að kynna sér impressjónist-
ana.
Childe Hassam, Broadway and 42nd Street, olía á striga frá 1902.