Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2001, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. JÚNÍ 2001
TÍUNDI áratugurinn er liðinn. Ég las fá-einar bækur. Svo var ég beðinn um aðskrifa nokkrar greinar um tíunda áratug-inn svo ég dældi bílinn minn fullan af
bensíni og brunaði norður á Akureyri. Það var
ágætis færi og leiðin er alltaf falleg. Á Akureyri
sat ég við skriftir einsog fínn maður. Ég var
held ég bara nokkuð iðinn. Síðan sneri ég aftur
suður með drög að fjórum greinum um tíunda
áratuginn, harla ánægður með sjálfan mig. Ég
kallaði þær „Í öfugum sjónauka“. Þær voru
uppfullar af skoðunum og meiningum, skelegg-
ar og ögrandi. Fljótlega fækkaði þeim þó um
eina. Svo fækkaði þeim um aðra. Ég vissi eig-
inlega ekki alveg lengur hver hefði skrifað þess-
ar greinar. Mér hefur verið sagt að á Akureyri
sé mikið um huldar vættir og var farinn að hall-
ast að því að einhver þeirra hafi verið mér
hrekkjótt því ég var steinhættur að kannast við
þessar hvassyrtu skoðanir né gegn hverju þær
beindust.
Nú var ég farinn að skrifa grein um grein-
arnar sem ég hafði skrifað. Svipað og í enda-
leysu Stefáns Jónssonar í Vísnabókinni forðum:
„Það var einu sinni strákur,/sem átti lítinn
bíl…“. Strákurinn semur um bílinn stíl sem er
stíllinn um að semja um bílinn stíl. Lagið er
endalaust. Eins var mér farið um greinarnar og
um tíunda áratuginn. Ég „þorði ekki að hika“.
Í fyrstu greininni velti ég fyrir mér hvort á tí-
unda áratugnum með sinni aldalokajörvagleði
hefðu hugmyndakerfi og bókmenntastefnur
hlaðist upp í einskonar safnþró. Sé augum rennt
yfir útgáfu áratugarins, sagði ég, er áberandi
hversu hátt er hlutfall endurútgáfna, heildar-
útgáfna og safnrita hverskonar. Þýðingar á
stórvirkjum tuttugustu aldarinnar og þeirrar
nítjándu eru mun fleiri en t.d. á sjöunda ára-
tugnum og margt um afrek. Á tíunda áratugn-
um kom út höfuðskáldsaga James Joyce, helsta
verk Gustave Flauberts, skáldverk eftir Dostoj-
evskí, Thomas Mann, Rabelais, Kafka, Marcel
Proust, Boccacio, Virgil, höfuðrit Platons,
Kierkegaards og Nietszche. Þá komu velflestar
skáldsögur Halldórs Laxness út á tíunda ára-
tugnum. Vitaskuld í endurútgáfum. Hugmyndin
um safnþró virðist ekki alveg úr lausu lofti grip-
in; öllu virðist hafa skolað á fjörur tíunda ára-
tugarins, öllu verið safnað og haldið til haga —
líkt og eitthvað væri í vændum eða í þann mund
að renna sitt skeið á enda. Í greininni dró ég
upp gríðarstóra líkingu af einskonar menning-
arlegu syndaflóði sem í vændum hafi verið á Ís-
landi á tíunda áratugnum. Til að bæta fyrir
menningarlegan afdalahátt okkar söfnuðum við
saman öllu nýtilegu frá fyrri tíð. Til að gera lík-
inguna ennþá stórkarlalegri setti ég alþjóða-
væðinguna í hlutverk syndaflóðsins. Örkin hún
Ísland var orðin drekkhlaðin af menningarleg-
um gersemum þegar líða tók að flóði.
Til að bæta gráu ofan á svart hélt ég því fram
að allur nýr íslenskur skáldskapur á tíunda ára-
tugnum hefði á vissan hátt verið „endurútgef-
inn“, því allt hafi verið með „meta“ fyrir fram-
an. Metaskáldskapur er sú tegund skáldskapar
sem vinnur markvisst úr eldri skáldskap. Hann
vekur stöðugt athygli á eigin blekkingarleik.
Þetta, sagði ég í greininni, var ekki aðeins ein-
kenni á mörgu af skáldskap áratugarins heldur
á allri samfélagsumræðu og hugsun. Fjölmiðlar
urðu til að mynda iðnir við að sundurgreina eig-
in frammistöðu fyrir opnum tjöldum; sífellt
fleiri þættir fjölluðu um hlutverk fjölmiðla í
samfélaginu. Jafnvel auglýsingar voru teknar
að vekja sífellt meiri athygli á eigin blekkingu í
upphafi áratugarins. Auðvitað er þetta ekki al-
veg einskorðað við tíunda áratuginn. Stefán
Hörður Grímsson nær að höndla þessa tilhneig-
ingu algjörlega í ljóði sínu „Rannsókn“ úr ljóða-
bókinni Yfir heiðan morgun frá árinu 1989:
Fuglaskoðendur eiga heiður skilinn fyrir að
flokka sig í stopulum frístundum og ferðast í
hópum vítt um lönd til að sinna þessu áhuga-
máli sínu. Þeir einir fá kaup sem hafa útskrift
upp á hurðarskjöld og síma til þess arna, og
þeir eru oft að pukrast við þetta einir fyrir lítið
sem ekkert. Enda þótt fuglaskoðendur styggi
stundum fugl og fugl af eggjum, er það til mik-
ils hagræðis fyrir gaukynjur. En nú kvað vera
farið að stofna áhugamannafélag til þess að
skoða fuglaskoðendur, og finnst víst sumum að
það hljóti nú að vera nokkuð undarlegir fuglar
sem það stunda. Og menn eru þegar byrjaðir að
flokka sig til þess að skyggna þá.
Mikil óskapa snilld eru þessar greinarhjá mér, hugsaði ég í bílnum mínumá leiðinni suður. Ég lét mér detta íhug að hringja í einhvern bara til að
monta mig, segja að ég hefði náð tangarhaldi á
fagurfræði og hugmyndaheimi tíunda áratug-
arins. Og raunar er þetta nokkuð vel afmark-
aður áratugur í sögulegum skilningi. Múrinn
hrynur, austurblokkin fellur og atburðirnir á
Torgi hins himneska friðar skekja heimsbyggð-
ina. Alnæmi hefur gerbreytt lífsýn fólks, ekki
aðeins verið áfall fyrir vísindalega bjartsýni
heldur haft áhrif á kynhegðun fólks. Kynlíf
tengist nú ótta við dauðann. Þegar kalda stríð-
inu lýkur blasir við breytt heimsmynd. Kyn-
slóðir sem hafa alist upp við þá tilhugsun að
gereyðingarvopn gerðu framtíð þeirra að engu í
einni svipan, vakna upp við það að sú hugsun
virðist óþörf. Stjórnmálalegar andstæður riðl-
ast. Þjóðviljinn er hættur að koma út, fólk getur
ekki lengur hugsað um menningu sína, stjórn-
mál og bókmenntir eftir þeim andstæðu pólum
sem Morgunblaðið og Þjóðviljinn endurspegl-
uðu. Í einni svipan virðist ekkert fráleitara en
að hugsa í niðurnjörvuðum pólitískum andstæð-
um. Hugmyndasagan hafði aðeins sofið í kalda
stríðinu, sofið eða verið slegið á frest, en var nú
komin á kreik á ný.
Auðvitað var það ekki þannig að manneskjan
hafi nú orðið frjáls undan allri stjórnmálalegri
og menningarlegri hugmyndafræði og komist í
fagurfræðilegt, sögulegt og stjórnmálalegt
himnaríki, stikkfrí. Hinsvegar finnst manni að
bókmenntir sem fjalla um kjarnorkuvá hafi
breytt um ásjónu í einni svipan og orðið allt
öðruvísi útlits í upphafi áratugarins en áður.
Stjórnmálaástand sem virtist óbreytanlegt og
varði svo áratugum skipti tekur enda. Bók-
menntalegar afurðir þess orka skyndilega
ákaflega bundnar tíma sínum, jafnvel úreltar.
Að minnsta kosti umbreytast þær í söguleg
dokúment, því hvað segir ljóð um bombuna
manni þegar hættan er ekki lengur fyrir hendi?
Það segir manni að eitt sinn hafi fólk lifað við
þessa stöðugu ógn.
Í upphafi tíunda áratugarins var ekki vonlegt
að skrifað væri um bombuna. Hannes Péturs-
son orti: „Hvort heyri ég nú/hlymja ísbrot Sög-
unnar/er ryðst hún fram úr gljúfrum/eins og
gult, hávængjað ljón ...“ Sagan virtist fremur í
þann mund að leysast úr læðingi en að ljúka í
einum hvelli. Á sama tíma – og í þessu felst
þversögn – verður sú hugsun algengari að nú sé
allt búið, að við lifum á eftirsögutímum. Persa-
flóastríðið snemma á áratugnum þótti marka
tímamót í sögu styrjalda. Áður óþekkt óveru-
leikakennd sveif yfir vötnum. Frá bæjardyrum
Vesturlanda séð virtist enginn munur á raun-
verulegu stríði og framsetningu þess í sjónvarpi
eða kvikmynd; í vissum skilningi virtist Persa-
flóastríðið vera framsetning á sjálfu sér.
Hingað til Íslands siglir svo hugsun úr meg-
inlandsheimspeki sem segir mörk hámenningar
og lágmenningar vera í þann mund að hverfa.
Punkturinn er sá að í raun og veru sé enginn
eðlismunur á þessu tvennu. Skipting menning-
arinnar í tvö lög, efri hæð og neðri hæð, byggist
á valdaafstæðum í samfélaginu. Þetta á sér
lengri sögu en óþol margra módernista gagn-
vart fjöldaframleiðslu iðnaðarsamfélagsins.
Löng hefð er fyrir að hafa skömm á alþýðlegri
dægurmenningu og margar nýjungar módern-
ismans mættu gífurlegum andbyr alþýðu
manna. Nærtækast er að nefna íslensku at-
ómskáldin. Evrópskir póstmódernistar voru
hinsvegar núna teknir að stunda allskonar
blöndun til að andæfa þeirri hugmynd að há-
menning væri í raun og veru há og lágmenning
lág. Þeir færðu til mörk og völsuðu yfir þau
einsog þau væru ekki til. Í ítölsku samklippi-
ljóði er t.d. skeytt saman frösum svæsnustu
vasahöfunda við ljóðlínur þýskra skáldjöfra og
sér hvergi misfellu á. Kitsið var líka hluti há-
menningarinnar. Allur eðlismunur há- og lág-
menningar hafði verið uppspuni. Nú var kom-
inn tími sögulegra sátta.
Leggi maður nú frá sér öfuga sjónaukann og líti
glerlaust í kringum sig er eins líklegt að maður
sannfærist um að hæpið sé að tala um að orðið
hafi sögulegar sættir hámenningar og lágmenn-
ingar. Evrópskur klassíker og fagurkeri af að-
alsættum hefur án nokkurs vafa enn stéttvísa
óbeit á öllu sem hugsað er til dægurbrúks,
hampar glæsileika sögunnar og varanleika há-
menningarinnar, þótt reyndar hafi hvorki
Shakespeare né Cervantes samið með neina ei-
lífð fyrir augum. Á hinn bóginn getur maður
fundið í verksmiðjuhverfinu stæka andúð á há-
menningu, lítt dvínandi hatur á nútímatónlist
eða -bókmenntum. Í mesta lagi má segja að orð-
ið hafi til stöku bókmenntaverk sem spanna
skammlaust allan þennan skala, eru hámenning
og drasl í senn. Hámenningarreyfarar Umberto
Eco eru gjarnan nefndir í því samhengi og
stundum jafnvel taldir upphaf póstmódernisma.
Eftir að ég kom suður og lagði frá mér öf-uga sjónaukann fór ég að rifja upp bæk-ur sem mér þótti gaman að lesa á tíundaáratugnum. Ég átti til dæmis einstaka
lestrarreynslu af Íslenska draumnum eftir Guð-
mund Andra Thorsson. Fólk heldur að ég sé að
ljúga þegar ég segi þessa sögu, en ég fékk bók-
ina í jólagjöf og fór að lesa hana nokkrum dög-
um síðar. Fljótlega fór ég að reka mig á misfell-
ur í frásagnaraðferð, skiptingar á sögusviði og
stíl sem mér þóttu tilgerðarlegar. Ein frásögnin
sagði frá hópi unglinga og sú virkaði líkt og
skopstæling við hlið hinnar frásagnarinnar. Á
einum stað tók ég eftir að setning hélt ekki
áfram á eðlilegan hátt þegar ný blaðsíða tók við.
Þetta þótti mér varhugaverð tilraunamennska.
Verra fannst mér að þegar á leið hvarf með öllu
það sögusvið og saga af unglingum sem verið
hafði í fyrstu köflunum. Smám saman rann upp
fyrir mér að ég var með gallað eintak í hönd-
unum; glefsur úr unglingabók eftir Þorgrím
Þráinsson höfðu á einhvern hátt slæðst með í
frágangi. Mér er óljúft að játa að ég var ekki
meiri póstmódernisti en svo að ég skipti gallaða
eintakinu umsvifalaust í stað þess að halda uppá
þessa gersemi sem ég hefði svo getað selt öðr-
um hvorum höfundi fyrir morð fjár.
Það er eitthvað dæmigert við gallaða eintakið
mitt af Íslenska drauminum, eitthvað sem segir
meira en þúsund greinar um tíunda áratuginn.
Margar íslenskar skáldsögur fara ekkert ósvip-
aða leið og hámenningarreyfarinn gerði. Ís-
lenski draumurinn segir sögu einstaklinga, um
ást og svik, en söguþráðurinn er frásagnarleg
gulrót af svipuðu tagi og Þorgrímur Þráinsson
notar til að halda lesendum sínum við efnið.
Morgan Kane og Rauðu ástarsögurnar gera
þetta líka. Í reynd fjallar Íslenski draumurinn
um Ísland, íslenska þjóðarvitund, um sögu
vinstrihreyfingarinnar og um sýndarmennsk-
una við íslenska drauminn, sem gengur ein-
hvern veginn út á að fara í hundana með stæl.
Nú hugsaði ég mér að halda því fram að allar
bækur væru gallagripir. Á milli þeirra liggja lítt
sýnilegir þræðir sem kallaðir eru textatengsl.
Það sem ég hinsvegar hélt fram í greinardrög-
um mínum að norðan að heillaði landann mest
voru meistaraverk, snillingar og algjör frum-
leiki. Ég hélt því blákalt fram að stöðug leit
stæði yfir að þessu þrennu og bætti því við að
það væri í raun að fara í geitarhús að leita ullar
að leita að meistaraverkum á tíunda áratugn-
um, því meistaraverk væru ekki skrifuð heldur
búin til eftir á af öðrum en höfundum. Það ferli
nefnist kanónísering og á sér oftast stað löngu
síðar. Hana stunda allir sem koma að umfjöllun
um bókmenntir. Verk eru tekin og hafin upp til
skýjanna, talin með flokki verka sem mynda
fallbyssufóður hverrar þjóðar.
Póstmódernistar hafa dregið í efa fyrirbærið
kanónu. Samsetning á kanónum er vefengd sem
aldrei fyrr og þessa sér stað á Íslandi. Það
merkir ekki að það sé talið ofmetið sem í metum
er haft og öfugt. Spurt er um tilgang kanónu,
forsendur hennar, pólitískan og þjóðernislegan
grunn; hvernig kanónan myndist og hvaða að-
ferðir séu notaðar við að útiloka eitt á kostnað
annars; fæstir telja að hægt sé að komast af án
kanónu af einhverju tagi. Og íslensk kanóna var
og er Halldór Laxness fremur en nokkur annar.
Þrátt fyrir að Halldór hafi ekki verið virkur í
þjóðlífinu lengi markar fráfall hans á síðasta
áratug síðustu aldar ákveðin þáttaskil. Enginn
einn höfundur stendur eftir sem er Ísland í
jafnmiklum mæli, sem er Höfundurinn.
Og nú (sagði ég blygðunarlaust í greininni) er
„BÍLINN STÍL,
STÍL, STÍL“
„Tíundi áratugurinn er liðinn. Ég las fáeinar bæku
„Þrátt fyrir allt tal um fjölbreytni virðist þrengra um vik í
íslensku bókmenntalífi í lok tíunda áratugarins en við
upphaf hans. Það er ekki lengur fínt að snúast gegn
þróun samfélagsins og yfirvaldi þess. Þrátt fyrir allt er
kannski ekki svo fráleit hugmynd að einmitt núna séu
að skapast kjöraðstæður fyrir meiri fábreytni en áður
hefur þekkst, skilvirkara útilokunarkerfi og ósvífnari
innlimun. Í einu orði sagt: einsleitni.“
E F T I R H E R M A N N S T E FÁ N S S O N
SUNDURLAUSAR HUGLEIÐ INGAR UM T ÍUNDA ÁRATUGINN Í ÍSLENSKUM BÓKM