Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2001, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2001, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. JÚNÍ 2001 M EÐ sýningunni sem opnar í öllum sölum Hafnarhússins í kvöld hefur Errósafnið, sem vaxið hefur jafnt og þétt frá því að listamaðurinn ánafn- aði Reykjavíkurborg rúmlega 2000 verka sinna árið 1989, fengið varanlegan sess í safninu. Eftir að opn- unarsýningunni lýkur í janúar á næsta ári verður hluti af safninu til sýnis að staðaldri í a.m.k. einum sal Hafnarhússins og hefur Listasafn Reykjavíkur jafnframt til umráða sérútbúnar geymslur þar sem safnið verður varðveitt. Fjölbreytilegar sýningar, auk kynningar- og fræðslustarfsemi, verða jafn- framt starfræktar allan ársins hring. Opnun Errósafnsins og það aðgengi al- mennings að verkunum sem því fylgir mark- ar tímamót í uppbyggingu Listasafns Reykjavíkur sem nú er starfrækt á þremur stöðum, á Kjarvalsstöðum, í Ásmundarsafni við Sigtún og í Hafnarhúsinu, auk umsjónar með útlistaverkum í eigu borgarinnar. Hvert safn hýsir eitt hinna stóru sérsafna Listasafns Reykjavíkur, Kjarvalssafnið sem telur rúmlega 5000 verk, Ásmundarsafnið sem telur um 2800 verk og Errósafnið sem fundinn hefur verið staður í Hafnarhúsinu sem tók til starfa á síðasta ári. Þá jókst rými Listasafns Reykjavíkur til sýningar- halds fyrir myndlist samtímans til muna með opnun Hafnarhússins. Viðburður í listalífinu Segja má að saga Errósafnsins á Íslandi hafi byrjað í september árið 1989 þegar Reykjavíkurborg þáði rausnarlega lista- verkagjöf frá Erró. Davíð Oddsson, þáver- andi borgarstjóri, tilkynnti um gjöfina við opnun stórrar sýningar á samtímaverkum eftir Erró á Kjarvalsstöðum en Ólafur B. Kvaran veitti listasafninu þá forstöðu. Í ræðu sinni sagðist Davíð hafa vitnað til þess að Erró hefði í hyggju að gefa Reykjavík- urborg nokkuð af myndum eftir sig, en rausnarskapur listamannsins hafi gersam- lega komið sér í opna skjöldu og yrði gjöfin, þótt verðmæt væri, aldrei fyllilega metin til fjár. Um var að ræða safn 2270 verka frá öllum skeiðum ævi listamannsins, málverk, vatnslitamyndir, þekjulitamyndir, grafík- myndir, teikningar og samklippur, auk þess sem borgin fékk til varðveislu ýmis gögn úr fórum Errós sem varpa ljósi á feril list- mannsins og líf hans, s.s. skissubækur, dag- bækur, bréfasafn, ljósmyndir, veggspjöld, greinar og bækur. Engin skilyrði fylgdu gjöfinni af hálfu listamannsins og gaf Erró jafnframt fyrirheit um að fleiri verk bættust í safnið í framtíðinni. Þessi viðburður í listalífi þjóðarinnar gat af sér talsverðar umræður í þjóðfélaginu. ERRÓSAFNIÐ FÆR FASTAN SAMASTAÐ Formleg opnun Errósafnsins í Hafnarhúsinu í kvöld er mikill áfangi í sögu Listasafns Reykjavíkur en rúmlega 12 ár eru liðin frá því að listamaðurinn gaf Reykjavík- urborg veglegt safn verka sinna. HEIÐA JÓHANNS- DÓTTIR kynnti sér söguna á bak við safnið. „Sjóræningjar Polanskis“ (99x79) eftir Erró frá árinu 1988.Morgunblaðið/Kristinn Errósafnið hefur fengið aðstöðu í Hafnarhúsinu sem var opnað á menningarborgarárinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.