Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2001, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. JÚNÍ 2001 13 NÝR stjórnandi hefur verið ráð- inn til Bolshoi leikhússins í Moskvu, aðeins viku eftir að fyrr- um stjórnandi þess Gennady Rozhdestvensky hætti þar störf- um í kjölfar neikvæðrar gagnrýni á uppsetningu á Fjárhættuspil- aranum eftir Prokoviev. Sagði Rozhdestvensky ófremdarástand ríkja í starfsemi og rekstri leik- hússins og að framkvæmdastjór- inn Anatoly Iksanov gerði lítið til að hjálpa honum við að bæta úr ástandinu. Nýi stjórnandinn, hinn 38 ára hljómsveitarstjóri Alexander Vedernikov, tekur að sögn yf- irvalda við í næstu viku. Í því sambandi hefur Iksanov tilkynnt að leikhúsið hyggist stefna að nýjum markmiðum í uppbygg- ingu sinni, m.a. að höfða til yngri áhorfenda. Komið hefur fram í rússneskum fjölmiðlum að leik- húsið þurfi á gríðarlegu fé að halda til að ráða fram úr van- rækslu síðustu ára, en þeir Rozhdestvensky og Iksanov voru ráðnir til leikhússins af mennta- málaráðherra landsins í von um að snúa mætti við slæmu gengi leikhússins. Vermeer-sýning slær öll met YFIRLITSSÝNING á verkum hollenska listmálarans Vermeer og annarra sautjándu aldar mál- ara frá borginni Delft heldur áfram að trylla myndlistar- áhugamenn beggja megin Atl- antsála. Sýningunni lauk nýlega í Metropolitan safninu í New York, og hafa þegar selst 10.000 miðar í forsölu að sýningunni sem opnar í National Gallery í Lundúnum þann 16. september næstkom- andi. Fulltrúar safnsins hafa ákveðið að takmarka fjölda sýn- ingargesta á dag við 1000 gesti. Sýningin hóf fyrst göngu sína í Hollandi árið 1996, og hefur hinn gríðarlegi áhugi almennings á sýningunni komið mörgum í opna skjöldu. Væntanlegir sýning- argestir bíða í röðum yfir nótt til að ná í miða og í Washington mynduðust lengstu raðir listasög- unnar fyrir utan National Gallery þar í borg. Vermeer er einn af meisturunum í hollenskri mynd- listarhefð, en nafn hans var þó ekki hafið til vegs og virðingar fyrr en á 19. öldinni. Myndlist Vermeer markar hápunktinn í blómlegri myndlistar- og hand- verksmenningu bæjarins Delft í Hollandi á sautjándu öld. Af 75 verkum sýningarinnar, sem eru eftir ólíka listamenn frá Delft, eru 13 verk eftir Vermeer sjálf- an. Ný smásaga eftir Mark Twain lítur dagsins ljós SÍÐASTLIÐINN mánudag birti bandaríska tímaritið The Atl- antic Monthly hluta úr áður óbirtri nóvellu eftir bandaríska rithöfundinn Mark Twain. Sög- una sem heitir „A Murder, a Mystery, and a Marriage“ (Morð, ráðgáta og hjónaband) samdi Twain fyrir tímaritið í tengslum við hugmynd sína um leynismá- sagnakeppni, en ekkert varð úr hugmyndinni. Sagan mun hafa verið saman með nokkrum hraði og eru skiptar skoðanir um gæði hennar. Eftir nokkur málaferli við Mark Twain stofununa fékkst leyfi til að gefa söguna út og fékk Atlantic Monthly frumbirting- arrétt á hluta sögunnar. Í sept- ember næstkomandi mun Nor- ton-útgáfan gefa nóvelluna út í formi 80 síðna bókar, og líklegt þykir að sagan muni jafnframt koma út á netinu. Manna- breytingar hjá Bolshoi ERLENT V IÐ LOK 19. aldar skrifaði Strind- berg verkið Fröken Júlía sem gerist á sænsk- um herragarði og fjallar um sam- skipti Júlíu, dótt- ur eiganda herragarðsins, við elda- buskuna Kristínu og þjóninn Jean sem eiga í ástarsambandi. Júlía hrífst hins vegar af Jean og örlaga- nótt eina hættir hún sér út fyrir sín siðferðilegu mörk í ýmsum skiln- ingi með afdrifaríkum afleiðingum. Í leikgerð Einleikhússins, Frök- en Júlía – enn og aftur alveg óð, er eldabuskan hins vegar orðin kokk- urinn Kristinn sem leikinn er af Árna Pétri Guðjónssyni og Jean orðin kona að nafni Jenný sem leik- in er af Sigrúnu Sól Ólafsdóttur. Pálína Jónsdóttir fer með hlutverk Júlíu. „Jú, þetta er öðruvísi Fröken Júlía en flestir eiga að venjast,“ segir leikstjórinn Rúnar Guð- brandsson. „Þarna er þó texti Strindbergs nánast óbreyttur. Við vildum prófa að kúvenda kynhlut- verkum og komumst að því að áherslur breyttust að ýmsu leyti.“ List leikarans lögð til grundvallar Sýningin er niðurstaða tilrauna- verkefnis þar sem list leikarans var lögð til grundvallar. Í vinnuferlinu voru ýmsar aðferðir hafðar að leið- arljósi, þ.á m. aðferðafræði sem Stindberg lýsir sjálfur í formála verksins Draumleiks, sem hann samdi rúmum áratug eftir að hann skrifaði Fröken Júlíu. Stuðst er við nýja þýðingu Sig- rúnar Sólar á verkinu og nálgaðist hópurinn það eftir ótroðnum slóð- um. „Leikarinn er útgangspunktur- inn til jafns við verkið. Ég lít á hann sem skapandi listamann en ekki eingöngu túlkanda. Ég sem leik- stjóri reyni að hjálpa honum að finna farveg fyrir sína sköpunar- gáfu.“ Ýmsar breytingar gerðar Leiksmiðjuvinna hófst í febrúar og segir Rúnar þá í raun ekki hafa vitað hvar, hvenær eða jafnvel hvort að verkið yrði sýnt. „Við tókum þetta í skorpum og unnum í nokkrar vikur í senn. Ferl- ið hefur því staðið yfir í nokkuð langan tíma með hléum. Við vorum öll að sinna öðrum verkefnum á meðan en fyrir utan það þá var þetta leið sem við vildum fara.“ Rúnar segir að á meðan vinnu- ferlinu stóð hafi ýmsar breytingar átt sér stað á útfærslu verksins. „Við höfum leikið okkur með efnið fram og til baka og ýmsar skemmti- legar aðstæður skapast. Þegar vinnan hófst í Smiðjunni fyrir nokkrum vikum áttum við því mikið af efni og margar útgáfur af hverri senu. Því má líkja lokasprettinum við kvikmyndagerð þar sem klippt er saman mynd úr öllu hráefni sem er til. En þegar ég byrja vinnu sem þessa veit ég ekki hvernig lokaút- koman verður og ég vil ekki vita það,“ segir Rúnar. „Vinnuaðferðin og handritið er öryggisnetið sem ég hef en lokaniðurstaðan er ekki fyr- irfram ákveðin.“ Tilraun Strindbergs endurtekin Þegar Fröken Júlía kom fyrst fram á sjónarsviðið olli hún miklu fjaðrafoki enda er Frökenin hlaðin slíkri kynorku að varla hafði fyrr sést annað eins á leiksviði. Er Rún- ar að sækjast eftir öðrum eins við- brögðum og Strindberg fékk á sín- um tíma? „Mér finnst leikhús eiga að róta upp í fólki, skapa svolítið öng- þveiti,“ svarar hann. „Það þarf að vera til leikhús sem að stillir fólki upp við vegg og vekur upp spurn- ingar.“ Strindberg lýkur formála sínum að Fröken Júlíu með þessum orð- um: „Ég hef gert tilraun, – hafi hún mistekist, þá er nægur tími til að endurtaka hana,“ og það hefur Ein- leikhúsið svo sannarlega gert. Í fréttatilkynningu frá leikhópnum segir: „Leikhúsið er vettvangur til- rauna, það má líta á það sem til- raunastöð eða rannsóknastofu,“ og Rúnar bætir við: „Ég lít á leiksýn- ingu sem sjálfstætt listaverk, ofið úr mörgum þráðum, þar á meðal texta en textinn þarf ekki endilega að vera aðalútgangspunkturinn. Útgangs- punkturinn getur allt eins legið í leikaranum, hugarfylgsnum hans, tilfinningum og líkama, eða einhvers staðar allt annars staðar; í hljómfalli, í samspili ljóss og skugga, forms og lita, rýmis og tíma. Íslendingar telja sig bókmennta- þjóð og hér er landlæg sú hugmynd að leiklist snúist fyrst og fremst um „rétta“ túlkun og flutning á leikbók- menntum. Þetta er vissulega sjónar- mið út af fyrir sig og svo sannarlega einn angi leiklistarinnar. En það eru fleiri tré í skóginum. Hinn sjálfskip- aði rannsóknarréttur bókstafstrúar- manna er viðkvæmur fyrir því að leikhúslistamenn leyfi sér að gera til- raunir eða svokallaðar leikgerðir upp úr hinum „helgu“ textum en kippa sér sjaldnast upp við það ef af- urðin er kölluð eitthvað annað en leiksýning, t.d. ópera eða bíóimynd. Það er hægt að vera „trúr“ höf- undi á svo margan hátt. Enda er ég handviss um að tilraunamaðurinn Strindberg hefði gaman af að sjá hvaða örlög bíða frökenarinnar í klónum á Kidda kokki eftir að hún asnast á kvennafar.“ Rúnar Guðbrandsson leikstjóri. LEIKHÚS Á AÐ RÓTA UPP Í FÓLKI Fröken Júlía eftir Strindberg hefur fengið nýtt og nútímalegt útlit í leikgerð Einleikhúss- ins sem frumsýnd verður í Smiðjunni í kvöld. SUNNA ÓSK LOGADÓTTIR ræddi við leik- stjórann Rúnar Guðbrandsson um aðferða- fræði og íslenskt tilraunaleikhús. Morgunblaðið/Sigurður JökullSigrún Sól Ólafsdóttir og Pálína Jónsdóttir í hlutverkum sínum í Fröken Júlíu eftir Strindberg. sunna@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.