Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2001, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2001, Síða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. JÚNÍ 2001 E GGERT Pétursson hefur skap- að sér sérstöðu í íslenskum myndlistarheimi með blóma- myndum sínum, og með sýn- ingunni í Gallerí i8 hafa verk hans heillað myndlistaráhuga- menn á erlendum vettvangi, en erlendur listaverkasafnari keypti allar myndir sýningarinnar utan tvær sem áður voru seldar skömmu eftir opnunina. Eggert segir það ánægjulegt að erlendur safnari skuli sýna íslenskri myndlist áhuga og vonar hann að um sé að ræða merki um það að kynning íslenskrar myndlistar á erlendum markaði, líkt og Edda Jónsdóttir eigandi Gallerís i8 hefur unnið að, eigi framtíð fyrir sér. Eggert hefur unnið með viðfangsefni sitt á ólíkan hátt, og segir hann sjálfur að blómin hafi verið að koma smám saman inn í myndlist hans. Í fyrstu hafi þau komið fram sem af- þrykk, eða á kanti myndarinnar, en smám saman hafi þau færst inn á myndflötinn. „Á þessari sýningu geng ég lengra með blóma- myndirnar. Ég vinn nú með liti og birtu og myndirnar eru meiri einstaklingar en oft áð- ur, en ég hef flestar sýningarnar mínar sem samræmda heild,“ segir Eggert. „Myndirnar eru það stórar og tekur vinnuferlið því það langan tíma, að þær þróast kannski hver í sína áttina. Ef það ætti að skilgreina mynd- listina mína ætti orðið þráhyggjustefna kannski best við,“ segir Eggert og brosir við. Hefðbundinn miðill í nútímasamhengi Eggert hefur starfað við myndlist frá því að hann lauk námi frá nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans árið 1979. Hann hélt til Hol- lands í framhaldsnám við Jan Van Eyck há- skólann í Maastricht. Að námi loknu tók hann virkan þátt í starfi nýlistahreyfingarinnar hér á landi, hann kom m.a. að rekstri Gallerís Suðurgötu 7 og sat í stjórn Ný- listasafnsins. Síð- ar átti hann þátt í útgáfu tímarits- ins Tenings sem fjallaði um mynd- list og bókmennt- ir. „Þetta voru af- skaplega frjóir tímar, menn voru opnir fyrir öllu. En mér finnst gróskan alveg jafn mikil í dag, og sé ég raunar ekki fram á neitt lát á hugmyndaaugðinni. Ég held að þetta sé alltaf að verða meira og meira spennandi,“ segir Eggert. Nú ferð þú nokkuð sérstaka leið í þinni list- sköpun, eftir að hafa verið nátengdur nýlista- hreyfingunni. Þú snýrð þér að gamla hand- verkinu, týnir þér í nákvæmnisvinnu í gamla góða olíumálverkinu „Já, ég er nú enginn sérstakur áhugamaður um að endurreisa málverkið sem slíkt, en mér finnst áhugavert þegar hægt er að vinna með hefðbundinn miðil í nútímasamhengi. Mál- verkið hefur þann kost að upplifun áhorfand- ans er þar svo mikilvæg. Það má líkja því við tengsl bókar og lesanda. Það skoðar aðeins einn maður bókina í einu, og verður upplifun hans og skynjun algerlega einstaklingsbund- in. Hann er í lestrinum, og má einmitt segja að nokkurs konar einstaklingsbundinn lestur eigi sér stað þegar málverk er skoðað.“ Egg- ert segist hafa mikinn áhuga á þessum tengslum og leitast við að vinna með þau í sinni myndlist. „Það sem ég hef verið að gera, er að vinna með bilið milli áhorfandans og myndarinnar. Ég reyni að skilja þar eftir eitt- hvað pláss fyrir upplifun hvers og eins.“ Egg- ert undirstrikar hvernig þetta er með því að sýna mér stórt málverk á sýningunni af krossmöðru, gulmöðru, blóðbergi og beitilyngi. Ef staðið er í fjarlægð verður málverkið flatt, nánast eins og mynstrað veggfóður, en fer síðan á hreyfingu þegar nær er komið. Þannig tekur blóðberg að stingast upp innan um flóruna, og blómabreiðan fær meiri dýpt. Aðrar sýningar Egg- erts hafa jafnframt kallað á einhvers konar virkni í skynjun áhorfandans. Má þar vísa í innsetningar í Ný- listasafninu þar sem mál- verk voru hengd á ólíka staði á veggjum, og sam- kvæmt ákveðinni heildar- hugsun. Dökkum og ljósum blómamyndum Eggerts mætti ef til vill lýsa sem nokkurs konar felumynd- um. Í fjarlægð virðast þær holdgervingar naumhyggj- unnar, en þegar nær er komið birtist áhorfanda fín- leg og nákvæmnislega unn- in blómaflóran. „Mynd og málverk er tvennt ólíkt,“ segir Eggert. „Mál- verkið verkar meira á skynfærin því þú þarft að standa frammi fyrir því. Málverkið krefst áhorfanda, og það breytist eftir skynjun hvers og eins.“ Íslenska flóran úr fjarlægð Nú hefur þú haldið þig við það að mála ein- göngu blóm, allt frá því í kringum 1988. Hvers vegna blóm? „Ég teiknaði myndir í blómabókina Íslensk flóra með litmyndum sem gefin var út árið 1983 og upp úr því fór ég að fást mikið við blómin. En ég veit ekki hvort það var ég sem valdi viðfangsefnið eða hvort það valdi mig. Ég hef haft mikinn áhuga á blómum frá því að ég man eftir mér. Í kringum sumarbústaðinn þar sem við fjölskyldan bjuggum á sumrin týndi ég blóm handa mömmu og byrjaði síðan að skoða þau og læra nöfnin og tegundirnar. Ég man líka eftir því að hafa fundið plöntu sem talin var útdauð, kornasteinbrjót, í túninu ofan við Vatnagarða sem þá var óspillt náttúra. Ingimar Óskarsson grasafræðingur bjó þarna rétt hjá og við pabbi fórum til hans með steinbrjótinn sem var síðan komið fyrir í grasagarðinum í Laugardal. Það var mjög spennandi.“ Þú hefur verið nokkuð vel að þér um flór- una fyrst þú barst kennsl á kornasteinbrjót- inn? „Jú, ég lærði að þekkja flóruna, safnaði blómunum og þurrkaði þau. Það má kannski segja að ég sé fyrst og fremst að mála það sem ég þekki,“ bætir Egg- ert við eftir dálitla umhugsun. „Þegar ég bjó í Bretlandi reyndi ég að mála bresk blóm í Yorkshiredölunum en það gekk ekki upp. Ég þekkti þau ekki eins vel og var farinn að leita að blómum sem voru sem líkust þeim ís- lensku. Ég hætti því bara og hélt bara áfram að mála íslensku flóruna úr fjarlægð. Mér finnst líka spennandi að vinna þannig.“ Spratt sú sýn á blómin sem þú setur fram í myndunum þá upp úr þessari fjarlægð? „Að vissu leyti því ég er fyrst og fremst að mála minningar, en ekki ákveðna fyrirmynd sem ég hef fyrir framan mig. Þessar minn- ingar eru hins vegar af tilteknum brekkum, breiðum og dýjum sem ég man eftir sem krakki.“ Eggert bendir blaðamanni nú á tvö málverk á sýninguni, af sóleyjum og augnfró. Í þeim myndum vann hann eftir minningu um síðsumarskvöldstemmningu sem gat af sér glóandi gras í mótvægi við dökka skugga, og minningu um hvernig sólin skein á hluta af sóleyjarbreiðu. „Engu að síður er þetta alger- lega tilbúin náttúra sem ég bý til úr þeim efni- viði sem ég þekki og er hluti af mér. Mér finnst íslensku plönturnar vera að mörgu leyti eins og íslenska tungan. Íslendingar þekkja sína flóru. Ég nota íslensku flóruna í minni list alveg eins og íslenskir rithöfundar skrifa á íslensku. Þó er blómaformið kannski mun betri leið til að ná til umheimsins.“ Má þá líkja íslensku flórunni í myndlist þinni við tungumál, sem þú tókst inn sem barn og ert að nota og vinna úr. Voru grasa- ferðirnar nokkurs konar tungumálanám? „Það eru nokkuð sterkar hliðstæður þarna á milli. Líkt og í tungumálinu lærði ég að þekkja einstakar tegundir, ættir og flokka. Það má segja að ég hafi unnið við að skrá þessa „málfræði“ flórunnar þegar ég teiknaði myndirnar í Íslensku flóruna. Í náttúrunni er þó engin ein planta eins, alls staðar eru til- brigði og þetta lærir maður við að skoða blómin. Það kemur aldrei sami hluturinn fyrir tvisvar. Myndirnar sem ég mála af blómunum verða vitanlega ekki eins heldur, hinn gegnsæi blái litur blágresisins verður til dæmis seint fangaður,“ segir listamaðurinn. Sýning Eggerts Péturssonar stendur til 28. júlí, og er Gallerí i8 opið vikulega frá þriðju- degi til laugardags milli kl. 13 og 17. LESIÐ Í BLÓMIN Morgunblaðið/Billi „Ég veit ekki hvort það var ég sem valdi viðfangsefnið, eða það sem valdi mig,“ segir Eggert Pétursson. Nafnlaus (152 x 122) eftir Eggert Pétursson. Nærmynd af verki Eggerts Péturssonar, Nafnlaus (91 x 91). Grasaferðirnar sem Eggert Pét- ursson myndlistarmaður fór í sem barn voru í raun nokkurs konar tungumálanám, komst HEIÐA JÓ- HANNSDÓTTIR að þegar hún hitti listamanninn að máli í Galleríi i8, þar sem hann sýnir nú um stundir. heida@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.