Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2001, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2001, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. SEPTEMBER 2001 9 stæða kvenhetja, verði ástfangin af Brandon ofursta, sem er mun eldri en hún, og líklegur til að hemja hana og temja. En samband þeirra hefur löngum verið gagnrýnt af aðdáendum Austen sem álíta ungan eldhuga betur við hæfi Maríönnu. Annað viðbótaratriði undirstrikar það hvernig kvikmyndaaðlögun er aldrei bundin einum frumtexta, en það er píanógjöfin undir lok myndarinnar. Brandon sendir Maríönnu píanó, en hún hefur verið kynnt sem mikill tón- listarunnandi. Í skáldsögunni gerir hann ekk- ert slíkt, en píanógjöf – sem ástarjátning – kemur hinsvegar við sögu í annari skáldsögu Austen, Emmu. IV Enn af Emmum (ástin: hvar er Darcy?) Árið 1996 voru gerðar heilar þrjár kvik- myndir eftir Emmu. Ein var gerð fyrir breskt sjónvarp með Kate Beckinsale í titilhlutverki, önnur var bandarísk framleiðsla með Gwyneth Paltrow og í þeirri þriðju var Emma færð inn í nútímasamfélag í kvikmyndinni Clueless, með Aliciu Silverstone í hlutverki „Emmu“. Þrátt fyrir að fyrri tvær myndirnar séu báðar tíð- arandamyndir eru þær ólíkar um margt, og samanburður á þeim dregur vel fram hvernig kvikmyndaaðlögun felur alltaf í sér mjög ákveðna túlkun á skáldsögunni. Eins og Alda Björk Valdimarsdóttir segir í grein sinni „Kú- pid í Highbury og Hollywood“ sem birtist í Heimi kvikmyndanna (1999), þá túlka þessar tvær aðlaganir Austen á tvo „andstæða“ vegu: „Bandaríska kvikmyndin leggur áherslu á af- þreyingu og léttleika, en í henni eru rómönsu- einkenni skáldsögunnar Emmu jafnframt dregin fram. Breska sjónvarpsmyndin er aftur á móti þyngri og einblínir á ástarþríhyrninga bókarinnar á kostnað rómantíkurinnar. Auk þess bætir hún inn samfélagsgreiningu sem er ekki að finna í bókinni.“ Alda bendir á hvernig hvorug þessara mynda er „trú“ bókinni, „sem er hæfileg blanda þessara tveggja þátta“. Þrátt fyrir að Clueless sé síst „trú“ skáld- sögunni, þá er hún á sinn hátt kannski „trúust“ anda Austen, að því leyti sem aðlögunin nær vel fram hinum ísmeygilega stíl Austen: á yf- irborðinu virðist myndin dæmigerð innihalds- laus unglinga(stelpu)mynd, en þegar betur er að gáð er fjölmargt að gerast, bæði í texta og myndmáli, sem grefur undan einföldum lestri. Besta dæmið er kannski að í bakgrunninum sést að önnur hver stúlka er með sárabindi um nefið. Og ekki má heldur gleyma frægum um- ræðum um Hamlet, þar sem menntaskólapían Cher, sem hefur aldrei lesið leikritið, kveður menningarsnobbaða háskólastúdínu í kútinn því hún þekkir Mel Gibson kvikmyndina. En það er ekki auðvelt að viðhalda tvíræðri íróníu Austen í kvikmyndahandriti, því tungu- mál hennar er svo hlaðið blæbrigðum, og skýr- ar yfirlýsingar að sama skapi fáar, eins og fram kom í grein undirritaðrar um Austen sem birt var í Lesbók fyrir skömmu. Því fara hand- ritshöfundar yfirleitt þá leið að láta setningar í munn kvenhetja sinna sem hvergi er að finna í bókum Austen, en eru þó „trúar“ hennar anda. Þannig er Anne í Persuasion miklu aðgangs- harðari í myndinni en hún er í skáldsögunni þegar hún reynir að fá Wentworth til að hlýða áfram á tónleikana, og beinlínis þráðbiður hann að fara ekki, og Elinor í Sense and Sen- sibility, ræðir stöðu konunnar af mun meiri festu en hún gerir í bókinni og segir: „Þið karl- ar erfið ykkar eignir, en við konur megum ekki einu sinni vinna fyrir okkur.“ Að sama skapi eru kvenhetjurnar yfirleitt gerðar ákveðnari og sjálfstæðari í hegðun og atferli. Patricia Rozema, leikstýra og handritshöf- undur Mansfield Park (1999) gengur lengst í þessu, og reyndar er sú mynd einkar gott dæmi um hinar margvíslegu gildrur kvik- myndaaðlögunar. Rozema fer þá leið að draga fram „baksvið“ sögunnar, en Mansfield Park er sú af sögum Austen sem hvað mest vísar til heimsvaldastefnu Englendinga, því Sir Thom- as Bertram, eigandi Mansfield Park, byggir auð sinn á nýlendueign. Aðalhetja sögunnar, Fanny, er sú af kvenhetjum Austen sem er minnst sjálfstæð og fyndin, og því er það all- mikil breyting að gera hana að einskonar stað- gengli Austen sjálfrar í myndinni. Þannig er Mansfield Park í aðra röndina sett upp sem ævisaga Austen, þar sem Fanny er látin skrifa æskuverk Austen, og ganga í gegnum það að taka bónorði að kvöldi og slíta því að morgni (árið 1802 bað Harris Bigg-Wither um hönd Austen – hún tók honum, en hætti svo við allt saman næsta morgun). Fanny er ákveðin og pólitísk og gagnrýnir bæði nýlenduþrælahald- ið og stöðu kvenna – sem hún reyndar er látin bera saman. Slíkur samanburður er vissulega til staðar í undirtexta sögunnar, en er hvergi settur skýrt fram. Þrátt fyrir að þarna sé á ferðinni áhugavekj- andi túlkun, þá fer það svo að hún ber sjálfa söguna ofurliði, og myndin virkar fremur sem eins konar svar við Austen, en sjálfstæð kvik- mynd. Skáldsagan er byggð upp í kringum feimni Fanny, og því skapast of mikið ójafn- vægi í aðlöguninni, sérstaklega að því er lýtur að persónu hennar. Hinsvegar er myndin Mansfield Park sér- lega áhugaverð með tilliti til umræðunnar sem hefur staðið í kringum kvikmyndanirnar á Austen, en sú umræða hefur endurspeglað umræðuna um skáldsögurnar: eru þessar myndir íhaldssamar eða hafa þær einhverja framsækna pólitík fram að færa? Sýnist nú sitt hverjum, sumir gagnrýnendur benda á þá for- tíðarhyggju sem má segja að einkenni allar tíðarandamyndir (upphafning á horfnum hefð- um, einföldum kynhlutverkum), meðan aðrir vilja leggja áherslu á þau mót í tíma sem skap- ast í svona myndum, sem bjóða upp á áhuga- vekjandi og ögrandi samanburð (hvað hefur breyst, t.d. hvað varðar kynhlutverk?). Leik- stýra Mansfield Park virðist ætla sér að sneiða hjá öllum slíkum pólitískum gildrum og sýna fram á að bæði geti Austen sjálf og tíðaranda- myndin haft pólitískt vægi. Með tilliti til útkomunnar – sem er ekki góð – er ljóst að þrátt fyrir að varasamt sé að líta á frumtexta bókarinnar sem heilagan, þá verður einnig að gæta hófs hvað varðar úrvinnslu og túlkun: skáldsaga er flókið og margbrotið fyr- irbæri sem er ekki endilega auðvelt að taka og sveigja að nýjum miðli og nýjum kröfum. Ó, og svo má ekki gleyma þeim nauðsynlega hæfileika að sniðganga alla pólitík og hella sér heilshugar út í þá dásamlegu rómantík sem Austen hefur upp á að bjóða, hvort sem er í skáldsögunum eða aðlögununum. V Eftirskrift (Darcy, loksins) Og hafandi sagt það þá verð ég að bæta því við að ég er ekki bara þeirrar skoðunar að bók- in sé alls ekki alltaf betri en myndin, heldur vil ég halda því fram að oft geti myndir verið betri en bækurnar! Besta dæmið um það er einmitt myndin Dagbók Bridget Jones, sem tekur skáldsögunni langt fram (og það er ekki bara af því að Colin Firth leikur í henni). Höfundur er bókmenntafræðingur. AP Gwyneth Paltrow leikur Emmu Woodhouse og Jeremy Northam er hr. Knightley í kvikmyndinni „Emma,“ en Doug McGrath leikstýrði og skrifaði handritið eftir samnefndri skáldsögu Jane Austen frá 1816. Reuters Mynd taívanska leikstjórans Ang Lee, Krjúpandi tígur, dulinn dregi, var kynnt sem „Jane Austen með bardagaívafi“. Leikararnir Zhang Ziyi til vinstri og Chang Chen í hlutverkum sínum. Reuters Leikararnir Colin Firth, Renee Zelwegger og Hugh Grant við frumsýningu Dagbókar Bridget Jon- es í London í apríl síðastliðnum. Myndin tekur skáldsögunni langt fram, segir Úlfhildur. „Bent hefur verið á að kvikmynd er ekki myndskreyting á skáldsögu, útgáfa af henni, eða eftirlík- ing. Kvikmynd er alltaf „sjálfstætt“ verk og hlýtur að gera þá kröfu að vera metin á eigin for- sendum. Það að bera hana einhliða saman við eina bók sem hún sækir efnivið til er heftandi, því kvik- myndun er miklu margháttaðri sam- setning en svo.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.