Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Page 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. OKTÓBER 2001 SKÁLDSAGA spænska spennu- rithöfundarins Arturo Pérez- Reverte, La Carta Esférica, er nýkomin út í enskri þýðingu Margaret Sayers Peden. Heitir hún á ensku The Nautical Chart, og segir þar frá sjómanninum Coy sem kynnist safnstýrunni Tanger Soto á sjóminjauppboði í Barcelona. Þar kemst Tanger yf- ir gamalt sjókort frá 17. öld, sem býr yfir vísbendingum um stað- setningu fjársjóðsskips á hafs- botni. Skáldsagan lýsir æsilegri leit að fjársjóðum fortíðar, jafn- framt því að vera ástarsaga. Margir íslenskir lesendur þekkja eflaust vel til Arturo Pér- ez-Reverte, sem sérhæft hefur sig í nokkurs konar fortíðar- og dul- úðarblöndnum spennusögum og þykir höfundurinn einkar fær á því sviði. Skáldsaga hans La Tabla de Flanders hefur verið þýdd á íslensku undir heitinu Ref- skák eða Bríkin frá Flandri. Með- al þekktustu verka Péres-Reverte er El Club Dumas (á ensku The Club Dumas), sem kvikmynd Romans Polanskis, The Ninth Gate, er byggð á. Nýjasta bók höfundarins, El Oro del Rey, sem lýsir ævintýrum Alatriste skip- stjóra, kom út á þessu ári. Önnur skáldsaga Mick Jackson BRESKI rithöfundurinn Mick Jackson sendi í nýliðnum mánuði frá sér sína aðra skáldsögu, Five Boys (Dreng- irnir fimm) sem hlotið hefur góðar viðtökur með- al gagnrýn- enda og les- enda. Sagan gerist á tímum heimsstyrjald- arinnar síðari, og segir frá pilt- inum Bobby, sem sendur er úr stórborginni og komið fyrir í sveitaþorpi. Þar kynnist Bobby kostulegu samfélagi, og er m.a. tekið sem þýskum njósnara af strákaklíku þorpsins sem kennir sig við Drengina fimm. Brátt kynnast drengirnir þó betur og eiga ýmis ævintýri í skugga stríðsins. Mick Jackson vakti mikla at- hygli með fyrstu skáldsögu sinni, The Underground Man, sem út kom árið 1998 og var m.a. til- nefnd til Booker-verðlaunanna, og Whitebread-verðlauna fyrir fyrstu skáldsögu. Þá hefur Mick Jackson getið sér gott orð fyrir listrænar og nýstárlegar heimild- armyndir sínar. Ramond Carver í frásögn Nýleg skáldsaga Chucks Kinder, The Honeymooners, hefur vakið mikla athygli í bókmenntaheim- inum vestanhafs en þetta er fyrsta bók Kinders í rúm tuttugu ár. Bókin vekur ekki síst athygli fyrir að vera lítt dulbúin frásögn af einum þekktasta rithöfundi eftir stríðsáranna, Raymond Carver, en þeir Kinder og Carv- er, sem lést árið 1988, voru einkar góðir vinir. Menning- arskírskotanir verksins ná þó lengra. Kinder kennir skapandi skrif við Háskólann í Pittsburg og hefur gefið út tvær skáldsögur, báðar á áttunda áratugnum, og er almennt álitinn fyrirmynd Gradys Tripp, rithöfundarins sem á við ritstíflu að etja, og Michael Douglas leikur í kvik- myndinni Wonder Boys. Honey- mooners sem e.t.v. vill mætti lýsa sem dulinni ævisögulegri skáld- sögu, hefur fengið prýðisgóðar viðtökur gagnrýnenda. ERLENDAR BÆKUR Spænski spennu- meistarinn Mick Jackson BERT kvenfólk sást sjaldan eða aldrei í virðu- legu dagblaði eins og Morgunblaðinu fyrr á ár- um. Djarfir umsjónarmenn síðu einnar sem kölluð var Fólk birtu stundum myndir af fyr- irsætum í léttum tískufatnaði frá París og Míl- anó þar sem sást móta fyrir berum brjóstum undir gagnsæju efni. Myndatextinn var jafnan á þá leið að sennilega yrði þeim kalt ef þær reyndu að nota þennan klæðnað á Íslandi. Svona myndir birtast reyndar enn og mynda- textinn hefur lítið breyst. En þær höfða öðru- vísi til neytenda en áður. Nú eru auglýsingar orðinn einn af birtingarháttum mannslíkamans í allri sinni dýrð, yfirleitt innan skikkanlegra velsæmismarka - sem eru reyndar bæði óljós og einstaklingsbundin. Rætt er um að fólk sé bara spéhrætt, skinheilagt, feimið eða öfund- sjúkt þegar það nöldrar yfir að nekt (oftast kvenna) í auglýsingum fari í taugarnar á því og flestum detta beiskar mussuklæddar kven- rembur í hug. Táknmál auglýsinga byggir á langri hefð og er viðfangsefni margra bókmennta- og menn- ingarfræðinga. Tággrannur líkami auglýsir heilbrigði og nútímalegan lífsstíl (morgunkorn og sykurlausir gosdrykkir), stæltir skrokkar eru til að sanna hollustu Egilskristals og LGG en feitur og loðinn búkur táknar að nú sé kom- inn tími á Létt og laggott. Auglýsingasmiðir og -hönnuðir eru óþreytandi að finna upp á nýj- ungum til að hnippa í neytandann. Barnung stúlka sem bítur tælandi á neðri vörina, berar aðra öxlina og lætur kjólinn falla á gólfið er auðvitað að fara í Kringluna sbr. herferð sem nú er í fullum gangi í blöðum og sjónvarpi. Leiknar auglýsingar hljómuðu annarlega í eyrum þeirra sem sátu spenntir við útvarps- tækin þegar Rás 2 og Bylgjan hófu útsendingar sínar á níunda áratugnum. Þær vöndust þó fljótt og er gerð þeirra nú orðin öflug atvinnu- grein. Þar er jafnan róið á mið orðaleikja, ríms og stuðlaðra slagorða. Yfirleitt eru útvarps- auglýsingar glaðlegar, stuttar og grípandi og gjarnan er brugðið á leik með skemmtilegri tví- ræðni. Á síðustu tveimur til þremum árum virð- ist hugmyndaauðginni hinsvegar hafa hnignað hjá sumum, a.m.k. þegar leitað er til kynlífsiðn- aðarins eftir einhverju að ögra áheyrendum með. Þá eru raddir leikendanna másandi og munúðarfullar og tvíræðnin mest neðan mittis. Ísafold sportkaffi auglýsir t.d. hvaða tónlist- armaður troði upp um helgina með háværum samfarastunum konu í bakgrunni. Margar auglýsingar hitta beint í mark og eru fyndnar, áhrifamiklar og eftirminnilegar. Gunnar Helgason fer t.d. á kostum í auglýs- ingaherferð SS, dapur og lystarlaus af pylsu- skorti í útlöndum. Kjörorð SS er snjall, íslensk- ur orðaleikur sem skilja má á tvo vegu í þessu samhengi: „fremstir fyrir bragðið“. Auglýs- ingaröð Húsasmiðjunnar í sjónvarpi og á ris- aplakötum er sömuleiðis afar vel heppnuð. Þar tengist nakinn mannslíkaminn vörum fyrirtæk- isins með fallegum og listrænum hætti, skrúf- lyklar öðlast nýja vídd og Magga Stína er glæsileg í flísakjól. Leikin útvarpsauglýsing um vinsældir sjónvarpsþáttarins þáttarins Popp- tíví er allt í senn: óskammfeilin, fyndin og ögr- andi. Þá eru auglýsingar frá EuroCard sérlega myndrænar, hnyttnar og hugvitsamlegar. Allar þessar auglýsingar skila sínu án allrar kynferð- islegrar skírskotunar, án þess að seilast til neð- anmittis-húmorsins sem er bæði ódýr lausn og hugmyndasnauð. Eða ætti ég kannski bara að fá mér mussu? Nú eru auglýsingar orðinn einn af birtingarháttum mannslíkamans í allri sinni dýrð, yfirleitt innan skikk- anlegra velsæmismarka - sem eru reyndar bæði óljós og einstaklingsbundin. FJÖLMIÐLAR „FREMSTIR FYRIR BRAGÐIГ S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R ALMENNINGUR les aftur á móti það sem er við hans hæfi, eitt- hvað um ísfólkið, eða horfir endalaust á ameríska sjónvarps- þætti um gamansemi og eins kon- ar pappírskörfuástir gagn- og samkynhneigðra, svartra og hvítra í sátt og samlyndi tölv- anna á skrifstofum fjölþjóðafyr- irtækja í Californíu sem stuðluðu að hnattvæðingu efnahagsins áð- ur en turnar auðvaldsins hrundu með hærri skelli og örlagaríkari fyrir alræði peninganna en hrun Berlínarmúrsins var fyrir alræði öreiganna. Eftir viðtölum að dæma halda ráðstefnurnar samt áfram og hinir skólagengnu smá- borgarar, sem sækja þær, liggja eins og ekkert hefði gerst í bók- um um harmleik geishunnar sem á í höggi við karlmenn í jap- önskum tehúsum uns hún sleppur nær dauða en lífi til San Frans- isco nakin undir kímono- sloppnum og byrjar að skrifa á innflytjendaensku glettilega góð- ar innflytjendabókmenntir, kenn- ir nokkra kúrsa við Berkeleyhá- skóla og fær óspart hrós með ánægjulegu flissi og hröðu tali um spennu fyrir hádegi á mánu- dögum í Ríkisútvarpinu hjá les- endum vikunnar. Þeir virðast vera annað hvort á snærum R- listans eða Samfylkingarinnar og hafa auk þess þá eftirsókn- arverðu hæfileika að geta lesið að minnsta kosti fimm bækur í einu, ekki bara hvarvetna heima hjá sér heldur líka á vinnustaðn- um innan um ljósrit, skjöl og for- gangsverkefni. Guðbergur Bergsson Kistan www.kistan.is Gervigreind Spielbergs Er Steven Spielberg vélmenni? Óneitanlega hvarflar þessi spurning að bíórýni sem er nýbú- inn að sjá mynd hans, Gervi- greind, í Háskólabíói. Hvers vegna? Jú, vegna þess að fæst vélmenni hafa tilfinningar og Gervigreind snýst um þroska- sögu vélmennisins Davids sem er forritaður með tilfinningar og þær leiða hann í leit að – ja, hverju? Draumum sínum er lík- lega svar Spielbergs enda heitir fyrirtæki hans því uppskrúfaða nafni Dreamworks. Þetta er raunar býsna klisjukennt Holly- woodsvar en vélmenni eins og Spielberg hugsa ekki frumlega. Það er væntanlega eitt af því sem skilur þau frá mönnum þó að á það sé ekki minnst í bíómyndinni. Ármann Jakobsson Múrinn www.murinn.isMorgunblaðið/Sigurður Jökull Á hlaupum. ÍSFÓLKIÐ OG PAPP- ÍRSKÖRFUÁSTIR I Form var eitt helsta deiluefni í umræðum umlistir og fagurfræði á síðustu öld. Sumir að- hylltust rómantíska íhaldssemi í þeim efnum en aðrir voru róttækir uppbrotsmenn. Ein umfangs- mesta en jafnframt kostulegasta deila í íslenskri menningarumræðu aldarinnar snerist um hina svokölluðu formbyltingu í íslenskum skáldskap. Því var haldið fram að ljóð ungra skálda um miðja öldina „vanhelguðu íslenska ljóðhefð“, þau brytu gegn þeirri venju að íslensk ljóð væru bundin með stuðlasetningu og rími. Talað var um að þetta væri ekki skáldskapur heldur eitt- hvað allt annað, jafnvel tilraunir til að draga dár að saklausum lesendum. Sumum þótti þetta útlensk tíska sem kæmi Íslendingum ekki við og aðrir sögðu að þetta væri úrelt fagurfræði frá út- löndum, ungskáldin íslensku væru aftur úr eftir sem áður. II Þessum viðhorfum var andmælt harðlegaeins og gefur að skilja. Meðal annarra skrif- aði Sigfús Daðason, sem var eitt af hinum al- ræmdu atómskáldum, ritgerð í Tímarit Máls og menningar árið 1952 er nefnist „Til varnar skáldskapnum“ og stendur enn fyrir sínu eins og Birna Bjarnadóttir og Hallgrímur Helgason benda á í greinum sínum um ritgerðina og skáldskaparviðhorf Sigfúsar í Lesbók í dag. Sig- fús talar um að nútímaskáldskapur einkennist af vantrausti á formi, máli og orðum: „krafan um að skáldið hafi svo að segja lifað hvert orð áður en það er sett á pappírinn: það er vinnuað- ferðin.“ Sigfús hélt fram viðhorfum um að les- andinn eða njótandinn taki þátt í sköpun sér- hvers listaverks en þau mörkuðu mjög fagurfræðilega umræðu á síðari hluta ald- arinnar. III Þessi viðhorf um listina sem eins konarsamræðu hafa ýmist fært athyglina að form- inu eða frá því. Augljóst er að í bókmenntum hefur birst ákveðin tilhneiging í þá átt að brjóta upp hefðbundin form. Menn hafa hins vegar ekki verið sammála um hvort túlka ætti það sem gagngera formhyggju eða sem andúð á formi, jafnvel uppreisn gegn eða afneitun á mikilvægi formsins sem hluta af merkingarmyndun verks. Fræðimenn tala sumir um skörun forma en aðr- ir um upplausn þeirra en meginniðurstaðan virðist vera sú að það sé ekki lengur hægt að skipta bókmenntum í tilteknar tegundir eða greinar, öll mörk hafi máðst burt. IV Þegar upp er staðið stendur enn eftirspurningin um eðli skáldskaparins eða eðli bókmenntanna, sem Sigfús velti fyrir sér í fyrr- nefndri grein. Og sem fyrr reynast svörin óljós. Samræðuhugtakið er kannski ríkjandi sem stendur, bókmenntir mynda endalaus tengsl við annars konar orðræðuhætti, önnur táknkerfi, aðrar valdastofnanir o.s.frv. En kannski eru rómantísk viðhorf Jena-hópsins í Þýskalandi á nítjándu öldinni enn jafn gild, að skáldskap- urinn sé enn að verða til og eðli hans sé í raun það eitt að hann sé alltaf aðeins að verða til. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.