Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Síða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. OKTÓBER 2001 Á RIÐ 1952 birtist í Tímariti Máls og menningar ritgerð- in „Til varnar skáldskapn- um“ eftir Sigfús Daðason. Yfirlýst markmið hennar var að reyna að minnka bil- ið milli almennings og nú- tímaskáldskapar, ekki með því að reyna að búa til algilda skilgreiningu á skáldskap, heldur frekar með því að játa van- mátt sinn frammi fyrir slíku verkefni, já, svo að aðrir geti komið á eftir, betur hæfir en Sigfús sjálfur, og bætt úr því sem á skortir. Ritgerðin var vörn fyrir nútímaljóðlist á Íslandi um miðja 20. öldina en um leið var hún hugleiðing um og gagnrýni á viðteknar hugmyndir um skáldskap og viðtöku hans hér á landi. Því íslenskur skáld- skapur var, að dómi margra þeirra gagnrýn- enda sem Sigfús andmælir, óháður þróun evr- ópskrar ljóðlistar. Haft var á orði að „Ísland ætti sinn eigin tíma“. Af því tilefni ritar Sigfús: „Ísland á sinn eigin tíma“ sem ekki þarf að vera sama og „Ísland er alltaf aftur úr“, en sjálfsagt getur síðari setningin oft staðizt.“1 Og Ísland á sannarlega sinn eigin tíma ef spurt er um hvar þess sjái stað sem Sigfús kallar ævintýralega landvinninga evrópskrar ljóðlistar á fyrri hluta 20. aldar. Við sjáum það núna. Það sem vekur hins vegar furðu Sigfúsar er hvers vegna gagn- rýnendur og fáein skáld á Íslandi láti ekki að- eins glepjast af því sem hægt er að nefna tíma- villuna í efnum skáldskaparins, heldur haldi jafnvel uppi vörnum fyrir hana, fólkið sem á að byggja brýrnar milli nútímans í listum og al- mennings. Sigfús skiptir greininni í fjóra hluta. Í þremur fyrstu fjallar hann um ríkjandi sjónarmið í garð nútímaljóðlistar á Íslandi sem eru: 1)„nútíma- ljóðlist er vanhelgun á íslenzkri ljóðhefð“ 2) „hvað kemur okkur þetta við?“ (í merkingunni hvað kemur nútímaskáldskapur okkur Íslend- ingum við?) 3)„þeir skulu ekki plata okkur“ (í merkingunni nútímalist spottar blásaklaust fólk). Í fjórða og síðasta hlutanum spyr Sigfús: Hvað er skáldskapur? og gerir síðan tilraun til að svara spurningunni: Eru nútímaljóð skáld- skapur? Sigfús biður reyndar lesendur og sjálf- an sig afsökunar á þessu athæfi sínu og segist fylgjandi þeirri reglu að skáld eigi ekki að skrifa um ljóð heldur yrkja þau. Hann minnir líka les- endur á hversu sleipt viðfangsefnið sé, að eðli skáldskaparins verði ekki skilgreint í eitt skipti fyrir öll, að kannski sé aðeins hægt að tala um skáldskap í því sem hann kallar „negasjónum“. Ég virði það sjónarmið. Um leið langar mig til að spyrja með honum hver sé tími Íslands, fag- urfræðilega séð. Ástin á skáldskaparforminu Í fyrsta hluta ritgerðarinnar bregst Sigfús við sjónarmiðinu „nútímaljóðlist vanhelgar íslenzka ljóðhefð“, og fjallar um vanda ungu skáldanna á Íslandi andspænis íslenskri ljóðhefð. Það sem skiptir máli, í huga Sigfúsar, er þetta: „Þegar formið er storknað, hlýtur alltaf að verða bylt- ing eða að öðrum kosti dauði.“ Ekki tóku allir gagnrýnendur og öll skáld um miðja 20. öldina undir þetta fagurfræðilega sjónarmið. En hvers vegna? Sigfús vísar í ummæli Dr. Björns Sigfús- sonar í Tímariti Máls og menningar frá árinu 1951, en þar má finna eftirfarandi brot: „Stuðl- ar, með eða án höfuðstafa, og einhver háttbund- in hrynjandi, sem þeir bera uppi, verða nauðsyn íslenzku brageyra næstu aldir. Óstuðluð ljóð kann enginn degi lengur nema söngtexta, og fæst eru þau sönghæf. Ljóð, sem enginn ljóð- vinur nennir að rifja upp fyrir sér og njóta með brageyranu, eru andvana fædd og engu síður fyrir það þótt þau kunni að vera eins hlaðin „sýmbólík“ og fyrirtaks myndlist á úrkynjunar- skeiði.“2 Við, segir Sigfús, yrkjum hins vegar fyrir lif- andi menn, en ekki fyrir eitthvert abstrakt hug- tak eins og „íslenzkt brageyra“. Það sem honum finnst þó skipta mestu máli í þessu sambandi eru þær skoðanir sem dr. Björn setur hér fram, skoðanir sem að öllum líkindum voru útbreiddar á Íslandi um miðja 20. öldina, sjónarmiðið: Ljóð sem menn kunna ekki utan að eru vond, og af því hlýtur að eiga að draga þá ályktun að ljóð sé því betra sem fleiri kunni það og því betra sem menn rifji það oftar upp (í huganum). Sigfús andmælir þessari skoðun og teflir á móti fram hugsun um viðtöku skáldskapar sem enn hlýtur að teljast gild, en það er hugmyndin um skáld- skap sem atburð í huga fólks. Í því efni vísar hann í franska ljóðskáldið og fagurfræðinginn Paul la Cour: „Skáldið vígir þig hins vegar til inngöngu í hugmyndaheim sinn. Sá heimur sleppir þér ekki framar. Framvegis ert þú með- sekur.“3 En hvað með gagnrýnandann Sigurð Nordal? Á Sigfús vin í honum, fagurfræðilega séð? Vandamál íslensks nútímaskáldskapar, segir Sigfús, verða varla rædd af fullum heiðarleika án þess að taka afstöðu til skoðana prófessors Sigurðar Nordals. Og í því efni ræðir Sigfús hina frægu ritgerð Sigurðar, „Samhengið í ís- lenzkum bókmenntum“, sem birtist árið 1924. Eins og Sigfús fjallar um, átti Sigurður eftir að taka víðsýnni og væntanlega réttlátari afstöðu til íslenskrar ljóðhefðar og þá sér í lagi til eddu- kvæða og dróttkvæða en þá sem birtist í um- ræddri ritgerð. Sigfús vísar ennfremur í ritgerð Nordals, í brot sem veitir lesendum innsýn í þá afstöðu Nordals til íslenskra bókmennta að þær séu „verðmæti“ sem skáldum beri að „varð- veita“, en í þessu broti, segir Sigfús, sem má líta á sem „nokkurs konar hvatning[u] og dagskipun til íslenzkra skálda“ nær íhaldssemi Nordals há- marki: „Tuttugasta öldin er miklu auðugri að andlegu efni en 10. öldin, sér víðar og leggst dýpra, bæði í heimi efnis og sálar. En þessa and- legu menningu skortir oft aðhald og takmörk. Hún er eins og mikil elfur, sem myndar ekki fossa, af því að hún þenur sig út um flesjar og flóa. Íslendingar eiga að sækja sér sinn hlut af þessum auði, láta hann hlíta skorðum tungu sinnar og braga, byltast í gljúfrum dróttkvæða og hringhenda, svo að allur máttur efnisins fái sig fullreyndan.“4 Ritgerð Sigurðar um sam- hengið í íslenskum bókmenntum er þó ekki í heild sinni merkt íhaldssemi í garð nútímaskáld- skapar. Sigfús ræðir einmitt þá vissu Sigurðar að „andspyrna og íhaldssemi skapi aldrei miklar bókmenntir“. Ef marka má túlkun Sigfúsar, var Sigurður sér meðvitaður um hættuna sem fylgir því að „eiga sér tíma“, bókmenntalega séð. Sigfús tek- ur hins vegar skýra afstöðu með skáldskapnum og varar ung skáld hér á landi við „varðveislu“- sjónarmiðinu, fylgi sköpun ekki með. Um leið bendir hann á eftirfarandi: Skilyrði fyrir „ann- arri gullöld“ í bókmenntum hér á landi er lifandi samband við heiminn: „Íslenskar bókmenntir,“ segir Sigfús, „geta ekki verið pukur úti í horni heldur verða þær að vera fullgildur aðili, með skyldum og áhættum, að menningarheild heimsins.“5 Ljóst er að um miðja 20. öld er ungum skáld- um á Íslandi vandi á höndum. Íslensk ljóðhefð er þeim erfitt og óleyst vandamál, eins og Sigfús bendir fimlega á. Hann vonar hins vegar að eng- um blandist hugur um hvað beri að gera, ef velja verður milli gamals skáldskaparforms og skáld- skaparins sjálfs. Hér er vert að staldra við. Þetta er ekki aðeins hárnákvæm fagurfræði, heldur felur hún í sér tímalaust gildi, trúi ég, fyrir fólk sem velur að gera skáldskap að við- fangsefni sínu – hér á landi. Spurningin er nefni- lega sú hvort ástin á skáldskaparforminu beri á stundum ástina á skáldskap ofurliði. Þegar svarið er já, kann ástin á skáldskaparforminu að fóstra tímavillu fagurfræðinnar. Nánar verður komið að henni síðar. Hvað kemur okkur þetta við? Í öðrum hluta greinar sinnar ræðir Sigfús sjónarmið þeirra gagnrýnenda sem spyrja: Hvað kemur nútímaskáldskapur okkur Íslend- ingum við? Í stuttu máli fjallar hann þar um þá gagnrýnendur sem velja að gera nútímaljóðlist að viðfangsefni sínu, en án kunnáttu, þekkingar og áhuga á efninu. Hér gæti verið um langlíft vandamál að ræða, því séu til „masblöðrur“ á Ís- landi hreiðra þær ósjaldan um sig í umræðu um framsækinn skáldskap. Ennfremur er Sigfús að glíma hér við viðhorf sem hefur tekið á sig ýms- ar myndir frá því um miðja 20. öld: krafan um að listaverk snerti með beinum hætti „meint“ framfaraöfl heimsins. Í þessu efni vísar hann meðal annars í skrif Bjarna Benediktssonar um ljóð eftir Éluard, en í ritdómi sem birtist í Þjóð- viljanum árið 1949 spyr Bjarni: „Og til hvaða manns skírskotar þessi skáldskapur?“ Sigfús kemur auga á augljósa þverstæðu í þessu við- horfi, því hvernig getur sósíalískur gagnrýnandi fúlsað við mannlegri viðleitni? Hér má hugsanlega greina tvíhliða tímavillu í viðtöku gagnrýnenda nútímaljóðlistar á Íslandi, þá sem varðar ljóðformið og þá sem varðar reynsluna af efni þess. Því má ekki gleyma að um miðja 20. öld hefur glíman við hið hversdags- lega í listinni verið fólki alvöru viðfangsefni. Og sú glíma hefur án efa ekki verið sú sama hér og á meginlandinu. En í stað þess að fabúlera um raunverulegan mun á reynslu fólks af atburði eins og síðari heimsstyrjöldinni berst Sigfús gegn hinum þrönga og þröngsýna skilningi á „aktúalíteti“ í listum og bókmenntum hér á landi og minnir gagnrýnendur nútímaljóðlistar á eftirfarandi: Hafi listin glatað ljóma sínum hefur hún skyldum að gegna: að sýna mann- inum fram á að hann er maður, knýja hann til að neita að lifa hálfu lífi. Þessi krafa Sigfúsar á meira skylt við ást á og virðingu fyrir mögu- leikum listarinnar í tálsviptum heimi en þá framfaratrú sem boðuð var á Þjóðviljanum laust fyrir 1950. Það er kannski þess vegna sem hún – ólíkt trúnni á framfarirnar – snertir auman blett, hugsi maður um möguleika listarinnar á okkar tímum. Að eigna sér bókmenntirnar Í þriðja hlutanum ræðir Sigfús sjónarmiðið „þeir skulu ekki plata okkur“ og segir þar meðal annars: „Eitthvert ömurlegasta fyrirbærið í umræðum um nútímalist er sú marghausaða óvild sem oft virðist á undarlegan hátt vera sprottin bæði af minnimáttarkennd og hræðslu og stundum nálgast hatur. Þegar við gætum betur að könnumst við reyndar við fyrirbærið. Það er hræðslan við það sem menn þekkja ekki, við hið nýja, löngunin til að halda kyrru fyrir í þeim vanabundnu formum sem menn hafa ein- hverntíma komizt í, af tilviljun.“6 Annað sígilt atriði sem Sigfús ræðir í þessum hluta er sú leiða tilhneiging hjá „sumu“ fólki að slá sjálft sig til riddara í menningarlegum efn- um og það með því að rægja alvöru formtil- raunir í listum. Á árunum í kringum miðja 20. öldina mátti t.d. lesa um í blöðum stórfenglega sleggjudóma hinna réttsýnu í garð nútímalistar. Sigfús vísar í einn slíkan, en árið 1951 birtist í Þjóðviljanum ritsmíð eftir Eið Bergmann þar sem hann gagnrýnir abstrakta list og segir með- al annars um hana: „Hún er sprottin af lífsleiða, óljósum skilningi á brjáluðu umhverfi og skiln- ingsleysi eða ógeði á þeim nauðsynlegu og hag- nýtu verkefnum, sem alstaðar bíða lausnar. Málverk eins og „Landslag að innan“ hlýtur að verka á normalt fólk eins og verið sé að skop- ast að heilbrigðri skynsemi…“7 Hér má greina viðhorf sem kann að hafa mót- að hugmyndir fólks hér á landi um möguleika listarinnar, ekki einungis á tímum „sovétisma“ í gagnrýni, heldur bæði á undan og eftir, en það er andúðin á því sem býr hið innra. Þessi andúð kann að haldast í hendur við það vandamál sem Sigfús bendir réttilega á, vandamál sem telja má óleyst á Íslandi, en það er skortur á rými þegar kemur að smekk á listum. Upp úr miðri 20. öldinni hafði vestrænt þjóðfélag, eins og Sig- fús bendir á, þegar stigið skrefið í átt til „kaup- mennsku“ í listum. Hvergi sé fólk verr statt að þessu leyti en hér, þar sem listræn uppfræðsla æskunnar fari að mestu fram í kvikmyndahús- um, sem sýna lítið annað en hratið úr skál amer- ískrar kvikmyndaframleiðslu. Það er hlutverk listamanna, segir Sigfús, að stuðla að því að list- smekkur æskufólks skapist. En það er önnur þversögn sem Sigfús kemur auga á, þversögn sem kann að varpa ljósi á tíma- villu þeirra sem gera skáldskap að viðfangsefni TÍMI ÍSLANDS „Ólíkt því sem sumir Íslendingar halda í kringum 1950 eru rím og hrynjandi ekki aðaleinkenni skáld- skapar. Takmark og markmið nútímaskálda, eins og Sigfús setur það fram, á ekkert skylt við hina öruggu, en takmörkuðu leiðsögn fortíðarinnar. Sigfús talar nefnilega um afneitun á ófullkomleika mannlegrar tjáningar, að nútímaskáld hafi reynt að útmá bilið milli sannleika og tjáningar, milli lífs og listar. „Eða, þar sem þessu marki verður aldrei náð: þau hafa vilj- að gera þetta bil sem allra minnst.““ Teikning/Brian Pilkington Sigfús Daðason E F T I R B I R N U B J A R N A D Ó T T U R Fáein orð um ritgerð Sigfúsar Daðasonar „Til varnar skáldskapnum“ og tíma fagurfræðinnar á Íslandi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.