Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. OKTÓBER 2001 7 Egils. Hliðstæðurnar við frásögn Landnámu hrannast upp. Völu-Steinn og Egill heyja hel- stríð af harmi eftir syni sína. Og eins og Sig- urður Nordal benti á árið 1924 hefur ekki verið ills þegns efni vaxið í Ögmundi fremur en Böðv- ari Egilssyni. Farin er alllöng leið til að leita að- stoðar. Eftirlifandi barn kemur þar við sögu. Kænskubragði er beitt. Ég vitna enn í Nordal: „Gestur gefur sama ráðið og Þorgerður Egils- dóttir fann ...: að létta treganum með því að yrkja um hann.“ Faðirinn yrkir erfiljóð um son- inn og barn hans er viðstatt þá athöfn (það kem- ur fram í brotum úr Ögmundardrápu að Egill Völu-Steinsson sé viðstaddur). Sláandi líkingar eru milli þessara brota og Sonatorreks og hef ég rakið þær í afmælisriti Hermanns Pálssonar. Eins og ég gat um hér að framan sá hinn alsjá- andi Sigurður Nordal tengslin milli sagnanna af Völu-Steini og Agli. En hann taldi að Gestur hefði nýtt sér aðferð Þorgerðar, hefði með öðr- um orðum þekkt sögu Sonatorreks. Þessu hljót- um við nú að verða að snúa við, m.a. í ljósi hug- mynda Bjarna Einarssonar um aldur Sonatorreks. Sonatorrek hefur þá orðið til í hrif- næmum huga þess sem þekkti Ögmundardrápu og aðdraganda hennar. Hallgerðarnar tvær Hér skal ég gera örlítinn útúrdúr. Tungu- Odds er víða getið. Landnáma segir frá því að hann fór til laugar í Reykholt en sjálfur bjó hann að því er virðist á Breiðabólstað, örskammt frá Reykholti. Þar urðu mikil tíðindi því að Hall- björn Oddsson frá Kiðjabergi í Grímsnesi vildi fá konu sína Hallgerði, dóttur Tungu-Odds, til að fara með sér suður á land til venslafólks síns. Þau höfðu þá búið hjá Oddi í einn vetur. En Snæbjörn galti sem var skyldur Hallgerði hefur augljóslega einnig verið ástmaður hennar. Hún situr á palli og kembir sér þegar bóndi hennar kemur inn í dyngjuna. Hári hennar er líkt við hár nöfnu hennar langbrókar. En nú vill Hall- gerður hvergi fara, ekki heldur þótt Hallbjörn reyni að neyta aflsmunar. Hann yrkir vísu þar sem fram kemur að hann sé harmi sleginn. „Böl gerir mig fölvan,“ segir hann og við hugsum til frægrar ljóðlínu í Egils sögu. Nú snarar hann hárið of hönd sér og heggur af henni höfuðið. Ástmaðurinn eltir síðan Hallbjörn uppi og drep- ur hann við Hallbjarnarvörður. Hér er m.ö.o. Hallgerðarnafnið komið ásamt aðstæðum sem um margt minna á Njálu. Eiginmaðurinn, sem er í skyldleika við mikilvægar persónur Njálu, leggur hendur á konu sína. Hárið kemur við sögu á örlagastund og fylgdarmaður eða ást- maður er nálægur. Allt á þetta sér samsvaranir í Njálu. Ég nefni þetta hér til að sýna fram á að í Njáls sögu er beitt aðferðum sem Snorri, maður hins nýja tíma í sagnaritun, hafði beitt um hálfri öld fyrr. Vésteinn Ólason segir réttilega í Bók- menntasögu Máls og menningar að höfundur Njálu hafi leyft sér meira frelsi til nýsköpunar en fyrri sagnaritarar (II, bls. 143). Um þetta mætti nefna dæmi; þannig er Njála óháðari konungasögum en Egils saga. En jafnframt má benda á að sumar þær aðferðir sem höfundur Njálu beitti og kenna mætti við frelsi til nýsköp- unar var þegar búið að nýta af listfengi í Egils sögu. Goðsöguleg vakning Mig langar nú að nefna annað dæmi um áhrif Snorra á sagnaritun. Svo er að sjá sem goð- söguleg vakning hafi orðið eftir að Edda Snorra varð kunn. Einnig má ímynda sér að meðferð edduefnis – það sem ég hef leyft mér að kalla hulin eða dulin edduáhrif – hafi farið að koma fram í öðrum sögum einnig (Til að benda á enn eitt dæmi úr Egils sögu mætti taka augnaráð („ægigeisla“) Eiríks blóðaxar sem minnir mjög á hið hvassa augnaráð Þórs í för hans til Út- garða-Loka. Í Húsdrápu Úlfs Uggasonar er meira að segja minnst á „ægigeisla“ þegar talað er um augnaráð Þórs en vísan er varðveitt í Snorra-Eddu). Ég hef beitt þessari „hulduað- ferð“ til að reyna að tímasetja þátt eins og Gunnars þátt Þiðrandabana þar sem hetju- og goðsögur leynast á bak við frásagnir af átökum kappa á Austurlandi. Ljótur og málugur bróðir Önnur tímasetning er mér reyndar ofar í huga, en það er sjálf tímasetning Egils sögu. Ég gat um það hér að framan að Egils saga væri sennilega ekki skrifuð fyrr en undir ævilok Snorra. Mér finnst allur andi sögunnar benda til þess. Ekki alls fyrir löngu fór ég að rifja upp Hreiðars þátt heimska. Þá fannst mér ég sjá þar drætti sem vel mætti hugsa sér að Snorri hefði notfært sér við sköpun Egils sögu. Með öðrum orðum fannst mér líklegt að Hreiðars þáttur mundi vera eldri en Egils saga. Þarna er um að ræða eldri og yngri bróður, annan vinsælan við hirð Magnúss konungs góða, hinn ljótan og hei- móttarlegan. Sá vill komast utan með bróður sínum – með góðu eða illu. Ljóti bróðirinn er skáldmæltur og yrkir lof um Magnús konung. En hann lendir í útistöðum við annan konung, Harald harðráða, og flýr hann (sú frásögn berg- málar í flótta Skalla-Gríms frá hirð Haralds hár- fagra). Hreiðar þiggur gjöf af Magnúsi og held- ur að lokum heim til Íslands. Þátturinn er vel skrifaður og um margt athyglisverður. En sá galli er á byggingu hans að sambandi bræðr- anna er ekki fylgt eftir. Það vantar e.k. uppgjör þeirra á milli, bróðir Hreiðars gufar einfaldlega upp. Hér fannst mér ég sjá löngun Snorra til að betrumbæta. Sambandi þeirra Egils og Þórólfs er fylgt út yfir gröf og dauða ef svo má segja. Þeir sameinast í ást til sömu konunnar og eiga hana báðir. Og eftir dauða hennar á Egill at- hvarf hjá dóttur hennar og Þórólfs. Til háðungar Snorra En hér er á sérkennilegt atriði að líta. Fyrir 30 árum birtist grein í Skírni eftir Norðmanninn Nils Hallan. Hann sýndi fram á að gjöf sú sem Magnús konungur gaf Hreiðari tengdist merki- legu atviki í lífi Snorra Sturlusonar. Sá snjalli fræðimaður Guðbrandur Vigfússon hafði bent á að orðið „fólgsnarjarl“ sem Styrmir fróði notaði um Snorra ætti ekkert skylt við leynd eða felur, það merkti með öðrum orðum ekki það að Snorri hefði verið gerður jarl með leynd. Skúli hertogi hefði einfaldlega gert Snorra að jarli með aðsetri á eynni Fólgsn við mynni Þránd- heimsfjarðar, Fólgsnarjarli. Norðmaðurinn vekur þessa kenningu, kenningu sem ýmsir fræðimenn höfðu hafnað með ákefð, og segir jafnframt að í Hreiðars þætti heimska sé vísað óbeint til þessa máls. Þar gefur Magnús kon- ungur Hreiðari eyju sem Hreiðar segir að muni tengja saman Noreg og Ísland. Magnús kaupir reyndar eyna strax af Hreiðari. Hermann Páls- son tekur málið upp árið 1992 og segir að þátt- urinn eða „fábyljan“ af Hreiðari sé skrifaður til háðungar Snorra því að þarna sé honum aug- ljóslega líkt við afglapa (Hermann tengir m.a. saman orðin heimskur og fól, sbr. nafnið Fólgsn). Við þetta má þá bæta að sé eitthvað skrifað manni til háðungar hlýtur sá að vera á lífi til að háðið bíti. Það verður með öðrum orð- um að berast þeim til eyrna sem það beinist gegn. Þannig hefur Snorri þekkt þennan þátt. Og ef svo er sem mér sýnist að þátturinn hafi mótað Egils sögu, að Snorri hafi m.ö.o. viljað hæðast að þeim sem hæddist að honum (með því að skrifa miklu snjallari sögu), þá má tímasetja Egils sögu með meiri nákvæmni en hingað til hefur tekist að gera: sagan væri semsagt skrif- uð eftir að Snorri kemur frá Skúla jarli, ein- hvern tíma á bilinu 1239–1241, sennilega eftir að fréttin um dauða Skúla barst til Íslands árið 1240 og útséð um hylli Noregskonungs. Sam- kvæmt þessu hefur Snorri nýtt allvel þann tíma sem hann átti eftir. Þeir skrifuðust á Í Egils sögu má heyra mikið bergmál eins og margoft hefur verið bent á. Svipaðar aðstæður skapast aftur og aftur, sbr. hliðstæðurnar milli Þórólfanna eða þegar þeir feðgar, Skalla-Grím- ur og Egill, grafa silfur sitt. En svo bætist við bergmál frá öðrum sögum eins og hér hefur ver- ið rætt og þar gengur allt á víxl, eigin reynsla og atvik úr samtíð og sögum, fornum og nýjum. Þessi vinnubrögð minna á það sem Eiríkur Jónsson hefur af furðulegri glöggskyggni sagt um aðferðir Halldórs Laxness við sköpun Ís- landsklukkunnar. Laxness nýtti sér aðföng úr fortíð og samtíð og raðaði saman. Þeir kölluðust á, þessir karlar. Jónas Hallgrímsson spurði: „Sáuð þið hana systur mína?“ Jóhann Jónsson svaraði löngu síðar: „Ég sá hana systur þína.“ Um Snorra og samtímamenn hans má jafnvel segja að þeir hafi skrifast á í sögum sínum. Í Hreiðars þætti er hæðst að Snorra en jafnframt vísað í rit hans því að samtal Magnúss konungs og Hreiðars á einum stað er ekkert annað en til- brigði við Prologus Heimskringlu og hin frægu orð Snorra um háð og lof. Síðan svarar Snorri fyrir sig með heilli sögu og þar má segja að háð- ið og lofið sé enn til umræðu því að Höfuðlausn Egils þar sem hamrað er á orðstír Eiríks bló- ðaxar er auðvitað ekkert annað en háð um bróð- urmorðingjann Eirík blóðöx. Heimildir: Undirritaður styðst að hluta til við fyrri rit sín um efnið. Þar má nefna bókina Die Egils saga und ihr Verhältnis zu anderen Werken des nordischen Mittelalters (1991/1995) og greinarnar „Sighvatur Þórðarson og Egils saga“ Skáld- skaparmál 3 (1994), „Er Arinbjarnarkviða ungt kvæði?“ Sagnaþing helgað Jónasi Kristjánssyni (1994), „Saga Gunn- ars Þiðrandabana“ Heiðin minni 1999, „HSk, Landnáma og Egils saga“ Helgispjöll til heiðurs Helga Skúla Kjartans- syni fimmtugum 1999 og „Egils saga, Njáls saga and the Shadow of Landnáma“ Sagnaheimur. Studies in Honour of Hermann Pálsson (2001). Þá er hér stuðst við rit Bjarna Einarssonar, Litterære forudsætninger for Egils saga (1975), Skáldasögur. Um uppruna og eðli ástaskáldasagn- anna fornu (1961) og greinina „Skáldið í Reykjaholti“ Ey- vindarbók (1992). Grein Haralds Bessasonar „Mythological Overlays“ birtist í Sjötíu ritgerðum, afmælisriti til heiðurs Jakobi Benediktssyni (1977). Sama er að segja um grein Jónasar Kristjánssonar, „Egilssaga og konungasögur“. Þá er vísað í bók Hermanns Pálssonar, Sagnaskemmtun Ís- lendinga (1962) og greinina „Hirðskáld í spéspegli“ Skáld- skaparmál 2 (1992). Ónefndar eru greinar Sigurðar Nor- dals, „Völu-Steinn“ Iðunn 8 (1924), Josephs Harris, „Goðsögn sem hjálp til að lifa af í Sonatorreki“ Heiðin minni (1999) og Nils Hallan, „Snorri fólgsnarjarl“ Skírnir (1972); einnig Bókmenntasaga Máls og menningar (1992) þar sem Vésteinn Ólason ræðir um vinnuaðferðir fornra höfunda. Skylt er og að geta skrifa Torfa Tulinius um Egils sögu, m.a. doktorsrits hans frá 1992. Loks er vísað í bók Eiríks Jóns- sonar, Rætur Íslandsklukkunnar (1981). Þessi grein er byggð á fyrirlestri sem fluttur var í boði Snorrastofu í Reykholti hinn 26. september sl. Höfundur er prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Ég hef spurt um vatnið Á heiðinni eru mörg vötn en langt frá öðrum liggur vatnið Það er djúpt og leggur ekki sem önnur vötn Og það er ekki blátt Þessa vatns leita ég Margir hafa sagt mér frá því Þar er gott til fanga Enn hefur enginn komið þar (Einferli, 1989.) Á yfirborðinu er þetta fjarska einfaldur texti. Engum ljóð-rænum brögðum er beitt. Engar líkingar, engar mynd-hverfingar, engin föst hrynjandi, engir ljóðstafir, ekkert rím. Stuttar málsgreinar, einungis aðalsetningar. Engin grein- armerki, hvorki kommur né punktar. Málsgreinar aðeins að- greindar með upphafsstaf og nýrri línu. Orðið vatn kemur fyrir fjórum sinnum. Ef til vill finnst einhverjum þetta minna á prósaljóð, sem sumum þykir vera eins konar þversögn: að ljóð geti ekki verið prósi og prósi ekki ljóð. En þótt þetta ljóð hafi ekki helstu einkenni ljóð- stíls, eins og greint er að framan, þá er þetta ekki heldur prósa- ljóð, enda er því skipt kirfilega í ljóðlínur. Ef til vill er það þá óræðni textans sem gerir hann að ljóði, því hann er eiginlega eins konar ráðgáta. Og svo felst í honum einhver einkennilegur seiður, sem krefst frekari athygli. Mig minnir að Halldór Laxness hafi einhvern tíma sagt, er hann var spurður um tiltekið atriði í leikriti sem þótti táknrænt og tor- skilið, að menn ættu að skilja þetta allt saman ef þeir bara skildu orðið. Kannski finnst einhverjum að slíkt svar sé út í hött eða út- úrsnúningur. Ég skildi það hins vegar svo að tákn ætti ekki að út- skýra. Vilji menn tala bert, nota þeir ekki tákn. Ef tákn er notað, þá er það af því að menn vilja ekki tala bert. Menn vilja skilja gátu táknsins eftir handa viðtakandanum að ráða. Og þá kemur fleira en eitt til greina í mörgum tilvikum. Í þessu ljóði Finns Torfa skiljum við orðin. Þar er ekkert sjald- gæft orð eða torskilið. En um hvað er þá þetta ljóð í raun og veru? Því er öllu erfiðara að svara, þótt við skiljum hvert orð. Þess vegna verðum við að velta fyrir okkur táknum. Þau eru oft bæði erfið viðureignar og varasöm, því að stundum er hætt við að menn þykist sjá tákn víða, ef leitað er að þeim. Þetta ljóð er hins vegar skýrt dæmi um tákn, af því að við getum ekki skilið það öðru vísi. Lykillinn hlýtur að felast í orðinu vatn, eða réttar sagt vatnið. Vatn, ótiltekið, hefur margs konar táknræna merkingu. Það tákn- ar ekki síst materia prima, upphaf alls efnis og allrar tilveru, einn- ig fyllingu eða gnægð, líf, lífgefandi afl, andlega frjósemi, en getur einnig haft neikvæða merkingu sem eyðandi afl. Og svo má ekki gleyma manninum við brunninn sem bað konuna að gefa sér að drekka, en sagðist þó sjálfur eiga lifandi vatn, sem verður að lind sem streymir fram til eilífs lífs. Stöðuvatn er stundum sýnt sem opið auga jarðarinnar, og sem draumtákn merkir það hið kvenlega og þar með upphaf lífs. Annað lykilorð er heiði sem oftlega táknar vegferð og þar með stundum vegferð mannsins, ævina. Ekki dugir þetta mér þó til fulls skilnings. Ljóst er að vatnið í ljóðinu er stöðuvatn á heiði, þar sem eru mörg önnur vötn, en þetta vatn er langt frá þeim. „Það er djúpt og leggur ekki sem önnur vötn / Og það er ekki blátt“. Og – „Þar er gott til fanga“. Margir vita af því, en enginn hefur fundið það – enn. Þetta vatn er því sílifandi og lætur ís ekki fjötra sig, og geymir í sér líf. Að þessu vatni leitar mælandi ljóðsins. Og lengra kemst ég reyndar ekki. Þetta er þess konar ljóð sem nemendur mínir í Háskóla Ís- lands hafa stundum kallað „botnlaust“ – af því að það verður ekki ráðið til fulls, og þeim hefur þótt til marks um gott ljóð með djúpri hugsun. Og kannski er vatnið í ljóði Finns Torfa líka botnlaust. Ef – og það er stórt ef – heiðin táknar hér æviferil og vatnið upp- sprettu lífsins, einnig í táknmynd stöðuvatns, þá snýst leitin að hinstu rökum, þeirri gátu sem leitandi maður glímir sífellt við. En hvað veit ég? Ég vona að einhver lesandi haldi áfram að leita skilnings á þessu heillandi ljóði. VATNIÐ LJÓÐRÝNI N J Ö R Ð U R P . N J A R Ð V Í K FINNUR TORFI HJÖRLEIFSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.