Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. OKTÓBER 2001 9 ferð eða myndrænum einkennum, heldur einnig í þeirri sýn á frásagnarheim verksins sem hann leitast við að miðla. Margir hafa heyrt rithöfunda lýsa því hvernig skáldverk þeirra líkt og lifna við, og nefna það sem dæmi að persónurnar hreinlega taki völdin og fari að lifa sjálfstæðu lífi, sem rithöfund- urinn líkt og fylgist með. Sama getur átt við þegar teiknari vinnur myndir sínar, persón- urnar og umhverfið sem hann mótar, hrein- lega lifnar við og vindur fram líkt og af sjálfu sér,“ segir Áslaug og bætir því við að skortur á skilningi í garð myndskreytinganna í um- fjöllun um bækur, sé óneitanlega letjandi fyr- ir þá sem helgað hefur sig slíkri vinnu. „Al- gengt er að einblínt sé á textann, og myndirnar jafnvel afgreiddar með einni setn- ingu í lokin. Hér vantar faglega gagnrýni, þar sem myndskreytar og útgefendur geta fengið viðbrögð við bæði því sem vel er gert og því sem er ófullnægjandi“. Fyrstu kynni barna af myndlestri Áslaug segir fagið ekki síst heilla sig vegna þess að hin myndskreytta bók hafi svo margt að bjóða. „Það má líta á hana sem nokkurs konar skúlptúr, þrívíða heild myndar og texta. Þessa heild á lesandinn að geta skynj- að um leið og hann tekur upp bókina, kápan á að vera fyrsta skref lesandans inn í heim verksins. Þetta á einnig við um bækur án mynda, enda er nauðsynlegt að hönnunin, allt frá kápumynd til leturgerðar, myndi vandaða heild.“ Áslaug segir að því miður sé mörgum þess- ara þátta ábótavant í íslenskum útgáfuheimi. Oft sé ekki farið að huga að þætti mynd- skreytinga og hönnunar fyrr en við lok vinnsluferlisins, og er teiknurum og hönn- uðum þá ætlaður allt of lítill tími í sína vinnu. Lítil áhersla sé sömuleiðis lögð á samvinnu rithöfundarins og myndskreytarans, en í mörgum tilfellum sé slík samvinna grundvall- aratriði ef verkið á að geta orðið eins vandað og unnt er. „Ekki má gleyma því að fyrstu bækurnar sem lesnar eru fyrir börnin, og sem þau síðan lesa sjálf, eru myndabækur. Það er mikilvægt að mikið sé í barnabæk- urnar lagt, því þar á barnið fyrstu kynni sín af myndlist og myndlestri. Börnin eru ákaflega þakklátir viðtakendur lista og sköpunar og þau eiga það skilið að mikið sé lagt í verkin sem eru skrifuð handa þeim. Þótt kostnaðarsamt sé að gefa út vandaðar myndabækur, og þótt misjafnt sé hversu arð- bær slík útgáfa geti verið, finnst mér það þess virði að lagt sé í slíka útgáfu.“ Áslaug telur þó að nokkur viðhorfsbreyting eigi sér nú stað í þessum efnum. „Þær kynslóðir sem nú eru að vaxa úr grasi, alast upp með sjón- ræna menningu allt í kringum sig. Börn öðl- ast því snemma myndlæsi og þetta læsi er mikilvægt að þroska með því að gefa út bæk- ur sem standast kröfur barna og vel það.“ Áslaug hefur starfað við fagið í um tíu ára skeið og segir hún að Íslendingar eigi nóg af hæfileikafólki á þessu sviði. „Fólk þarf aðeins að fá hvatningu og svigrúm til að vinna að þessari listgrein,“ segir Áslaug að lokum. Myndskreytarnir sem sýna verk á sýning- unni „Myndir úr veröld barnabókanna“ eru Anna Cynthia Leplar, Áslaug Jónsdóttir, Björk Bjarkadóttir, Erla Sigurðardóttir, Freydís Krist- jánsdóttir, Guðjón Ketilsson, Guð- rún Helga Hannesdóttir, Gunnar Karlsson, Halla Sólveig Þor- geirsdóttir, Halldór Bald- ursson, Jean Antoine Po- socco, Margrét Laxness, Ragnheiður Gestsdóttir, Sara Vilbergsdóttir, Sig- rún Eldjárn, Sigurborg Stefánsdóttir, Tryggvi Ólafsson og Þóra Sigurð- ardóttir. Sýningin stendur fram til 26. október. TÓNLISTIN hefur frá örófi alda veriðein af þeim fjölmörgu leiðum sem not-aðar hafa verið til að miðla sögum oggæða þær lífi. Á norrænu barna- bókahátíðinni munu leiða saman hesta ís- lenskir og danskir tónlistarmenn sem hafa sérhæft sig í að skemmta börnum með söng og kvæðum og búið hafa til skemmtilegan heim í kringum tónlist sína. Margir krakkar kunna eflaust utan að lögin af plötunum „Berrössuð á tánum“ og „Bullutröll“, eða heyrt þau Önnu Pálínu og Aðalstein Ásberg flytja lögin og fengið að syngja með. Á tón- leikum sem eru á dagskrá hátíðarinnar laug- ardaginn 13. október, munu Aðalsteinn og Anna Pálína syngja um Krúsilíus, Argintætu, bullutröllin, en með þeim kemur fram líflegur hópur danskra tónlistarmanna, hljómsveitin Tante Andante (Andante frænka), en hún hefur notið mikilla vinsælda meðal danskra barna. Mun sveitin flytja mörg af sínum vin- sælustu lögum, auk þess sem þau hafa æft nokkur af lögunum af plötunni Berrössuð á tánum á dönsku. Tante Adante hópurinn er merkilegur fyrir margar sakir. Hann hófst sem hljómsveit, en hefur vaxið og dafnað og rekur nú umfangs- mikla barnaskemmtunarstarfsemi í Dan- mörku, Bandaríkjunum, Austur-Evrópu og Suður-Afríku. Það voru söngkonan og laga- smiðurinn Benedikte Riis og texta- höfundurinn Halfdan Ramussen sem byrjuðu að flytja frumsamin lög fyrir dönsk skólabörn fyrir rúmum tíu árum. Benedikte er sjálf Tante Andante, en auk þess eru í hljómsveit- inni þau Lonne Sonne (Frk. Sonne), Robert Nilsson (Askefis), Vibeke Rødgaard (Charl- otte) og Kim Bahnsen (Charles). Viðtökur barnanna voru svo góðar að fyrr en varir var Tante Andante farin að leika fyrir börn um alla Danmörku og í útlöndum. Blaðamaður hringdi í Benedikte Riis og spurði hana nán- ar út í starfsemi Tante Andante-hópsins. Benedikte verður glöð þegar hún heyrir frá Íslandi og segist hlakka til að koma aftur til Íslands, en þangað hafi hún komið og kynnst m.a. íslenskum jólasveinum, Grýlu og Leppalúða. Hún segir blaðamanni að rúm- lega tíu ár séu liðin frá því að hópurinn fór af stað með starfsemi sína. „Við byrjuðum með hljómsveitina Tante Andante vegna þess að okkur langaði til að koma með eitthvað hlýtt, skemmtilegt og ævintýralegt inn í hversdag- inn hjá börnunum, sem veitti þeim um leið víðsýni og innsýn í þá skapandi þekkingu sem lífið hefur upp á að bjóða.“ segir Benedikte. „Við komumst brátt að því að börnin höfðu ótakmarkaðan áhuga á að læra um heiminn á þann lifandi máta sem við reyndum að búa þeim, og stofnuðum við því Tante Adante húsið, nokkurs konar miðstöð söngva, leikja og sagna fyrir börn. Börn og fullorðnir geta komið í heimsókn í húsið, og tekið þátt í ýmiskonar skemmtilegri dagskrá, s.s. söng, dansi, leiklist, tónlistarnámskeið- um. Þá hefur verið staðið fyrir uppákomum sem ná allt frá myndlistarsýningum til skírn- arathafna og afmælisveislna. Starfsemin hreinlega sló í gegn í Danmörku, og stofn- uðum við í kjölfarið sams konar vettvang í Iowa og Wisconsin í Bandaríkjunum, og síðan hafa bæst við Tante Andante-hús í Búlgaríu, Ungverjalandi og nú í janúar hóf Tante And- ante starfsemi sína í Suður-Afríku“. Öll Tante Andante-húsin er uppbyggð á sama hátt. Húsin hafa verið gefin starfseminni og þau rekin af áhuga og einurð. Í húsinu er síð- an að finna söngleiksmiðju, búningahorn, sögutjald, listamannaborð, upplifunarskáp, fantasíukaffihús og ævintýrabúð. Að lokum þakkar Benedikte Riis Tante Andante fyrir sig og leggur áherslu á það hversu mjög hljómsveitin hlakkar til að kynn- ast íslenskum börnum og syngja með þeim Aðalsteini og Önnu Pálínu á tónleikunum í Norræna húsinu að viku liðinni. Tante Andante-Band skemmtir með Aðalsteini og Önnu Pálínu ÆVINTÝRAHEIM- UR TÓNLISTAR OG GLEÐI Morgunblaðið/Jim Smart Hjónin Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg munu koma fram á tónleikum fyrir krakka, ásamt Tante Adante Band. Myndskreyting Höllu Sólveigar Þorgeirs- dóttur úr barnabókinni Hundaeyjan. Lítið æv- intýri um undrun, frelsi og fyrirgefningu eftir Sindra Freysson. Mynd/Hall a Sólveig Þo rgeirsdótti heida@mbl.is Myndskreyting úr Sögunni af bláa hnettinum eftir Ás- laugu Jónsdóttur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.