Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Side 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. OKTÓBER 2001 M ARGAR fornar leiðir liggja yfir Tröllaskag- ann á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og flestar þeirra miðuðust við að komast til eða frá Hólum í Hjaltadal. Ein stysta og fjölfarn- asta leiðin yfir fjallgarðinn var um Heljardals- heiði, en hún er um 870 m há og liggur úr botni Svarfaðardals yfir í Heljardal, sem er afdalur Kolbeinsdals í Skagafirði. Pílagrímsgangan Það var 26 manna hópur sem gekk þessa leið laugardaginn 8. júlí árið 2000 í dásamlegu veðri, logni, sólskini og hita. Prestafélag Hóla- stiftis hins forna, Minjasafnið á Akureyri og Ferðafélagið Hörgur í Hörgárdal stóðu að ferðinni. Þátttakendur komu víða að og þekkt- ust fæstir fyrir. Leiðsögumaður var undirrit- aður, en séra Gunnlaugur Garðarsson, sókn- arprestur Glerárkirkju á Akureyri, fór fyrir hópnum. Glerársöfnuður átti að standa að messu á Hólum daginn eftir og þótti tilhlýði- legt að minnast kristnitökunnar með píla- grímsgöngu að Hólum. Orðið pílagrímur er komið úr latínu og merkir ferðalangur eða útlendingur. Pílagrím- ar ferðast einir síns liðs eða í hópum til helgi- staðar og fóru fyrr á tímum gangandi. Mark- miðið var að uppbyggjast andlega og snúa endurnærður heim. Upphaflega var í kristinni trú um að ræða ferðir til landsins helga, en síð- ar urðu grafir dýrlinga sérstakir áfangastaðir. Hér erum við þátttakendur í pílagrímsferð (ekki píslargöngu, sem mun ekki lúterskur sið- ur) til Hóla í Hjaltadal, sem í augum margra er helgur staður og Guðmundur biskup góði var með í för á huglægan hátt. Sögustaðir skoðaðir Lagt var af stað frá Glerárkirkju snemma morguns og ekið að Gásum, þar sem fornar rústir voru skoðaðar. Þar var helsta höfn og verslunarstaður á Norðurlandi fram um 1400. Þarna eru einhverjar umfangsmestu rústir á Íslandi og eru nú uppi áform um rannsóknir og kynningu á þeim. Frá Gásum sást meðal ann- ars inn í Hörgárdal, en innarlega í þeim dal fæddist Guðmundur biskup góði árið 1160 og frá Gásum lagði hann í sína fyrstu utanlands- ferð, sem varð ærið ævintýraleg. Næst var ek- ið að Vallakirkju í Svarfaðardal, en þar var Guðmundur góði prestur um hríð og þaðan fór hann í afdrifaríka ferð yfir Heljardalsheiði. Olga á Sökku sýndi kirkjuna, en hún var byggð 1861 og var elsta bygging í Svarfaðardal, er hún brann árið 1997, en þá var verið að ljúka við að gera hana upp. Fámennur söfnuðurinn sýndi þann stórhug að endurbyggja hana í upprunalegri mynd. Þá var ekið inn að Urðum í Svarfaðardal og ásamt Einari og Guðlaugu, ábúendum þar, áttum við góða helgistund í Urðakirkju, þar sem séra Gunnlaugur flutti hugvekju og ferðabæn. Það var gott að fela Guði ferðina, en hann hafði þegar svarað bæn- um um gott veður. Gangan hefst Var nú ekið að fremsta bænum í Svarfaðar- dal vestanverðum, Atlastöðum, sem stendur undir tígulegu Hnjótafjallinu, en frá Atlastöð- um var lagt til göngu. Lena húsmóðir og Magn- ús bróðir hennar komu út og heilsuðu upp á ferðalangana, en þarna á hlaðinu fækkuðu sumir fötum og báru á sig sólarvörn. Allt var baðað í sól og klukkan 11.30 var lagt af stað. Gengið var suður túnið á Atlastöðum og yfir hrörlega brú á Skallánni, sem kemur úr Skall- árdalnum norðan við Hnjótafjallið. Handan Svarfaðardalsár er bærinn Kot og ofan hans gnæfir Kotafjall í suðri. Framan Kotafjallsins er afdalurinn Vífilsdalur og enn framar Vífils- fjall. Í blíðunni gengum við fram Svarfaðardal- inn undir Hnjótafjallinu eftir jeppaslóð sem liggur um grösugt svæði, sem nefnt er Hnjót- ar. Þegar framar kemur sést vel inn í dalbotn- inn, þar sem slóðin liðast upp til heiðarinnar, ágætlega árennileg að sjá, en Svarfaðardalsáin fellur í fallegri fossasyrpu niður dalbotninn. Þegar komið er fram á svonefnda Hvössu- hnjóta hefur dalurinn sveigt enn meira til vest- urs. Þar var sest niður og áð í blíðunni og leið- sögumaður sagði fyrsta hluta ævisögu Guðmundar góða. Guðmundur góði – æska og prestþjónusta Guðmundur var fæddur utan hjónabands að Grjótá í Hörgárdal, en helst er talið að það sé býli sem hafi verið framarlega í Hörgárdal vestanverðum, en jarðabók Árna og Páls frá 1712 nefnir þar eyðibýlið Grjótárkot. Faðir Guðmundar var veginn í Noregi og ólst Guð- mundur upp hjá vinum og vandamönnum víðs vegar norðanlands. Ingimundur prestur, föð- urbróðir hans, fóstraði hann mest. Guðmundur þótti óstýrilátur en Ingimundur fóstri hans var „…harðr við hann ok réð honum mjök… og var Guðmundur …barðr til bækr. Hann var ólatr mjök, ok þótti þat þegar auðsætt, at honum mundi kippa í kyn um athöfn hans ok ódæl- leika“. Við leik fór Guðmundur ætíð í hlutverk biskupa þegar önnur börn hervæddust. Nítján vetra réðst Guðmundur til utanferðar með Ingimundi fóstra sínum. Þeir lögðu upp frá Gásum en hrepptu andviðri og rak á Horn- strandir og brutu skipið en menn björguðust, Guðmundur þó illa fótbrotinn, „…ok var brot- inn fótrinn á borði bátsins svá smátt sem skeljamoli, ok horfðu þangat tær er hæll skyldi“. Gert var að meiðslum Guðmundar á næsta bæ, en beinbrot stóð áfram út úr leggn- um. Á Reykhólum var prestur sem þótti góður læknir og „… bakaði Helgi fótinn mjök, ok tog- uðu tveir karlar beinit með töng, áður út gengi, en þá græddi hann eftir...“ Guðmundur virðist hafa náð sér furðanlega eftir þessi meiðsl. Upp á Heljardalsheiði Fyrrum var einungis troðningur og síðan hestaslóð yfir heiðina, en hún mun hafa verið lagfærð, þegar símalína var lögð þar yfir 1906. Þetta var loftlína nema á verstu stöðum. Enn má sjá nokkrar leifar af þessari fornu símalínu, stöku staurar standa, og það er greinilegt að það hefur verið vandað til verksins þegar hlað- inn var fótstallur umhverfis þá. Árið 1988 var svo ljósleiðari lagður í jörð yfir heiðina og þá var lögð yfir hana jeppaslóð. Var Heljardals- heiði þá svipt nokkru af fegurð sinni, en jafn- framt gerð að auðveldustu og hættuminnstu gönguleið á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Og það er einmitt þessi jeppaslóð sem við göngumenn aldamótaársins fylgjum, og í brattanum upp heiðina liggur hún í hlykkjum, en á vinstri hönd sést annað slagið í fallega fossana í ánni. Jeppaslóð þessari er ekki lengur haldið við og má hún teljast ófær. Eftir hvíld og næringu til líkama og sálar er haldið af stað inn eftir sléttum grundum Hvössuhnjótanna að dalbotninum, en þar fer að halla á fótinn. Nú er gengið í sveigum eftir slóðinni, fossar Svarfaðardalsár eru ekki langt undan á vinstri hönd og fyrstu vörðurnar og líf- seigustu símastaurarnir koma í ljós. Þarna uppi á Kambagilsbrún var enn áð og útsýnis notið niður dalinn. Og nú fer að styttast í snjó- inn og við þurfum að fara á snjóbrú yfir þver- læk, sem kemur úr jökulskálinni á hægri hönd, Hnjótakverk. Jökullinn í skálinni tengist Deildardalsjökli og er hægt að fara þar á bak við tígulegt Hnjótafjallið á Hákamba, sem liggja norður í Fljót og Ólafsfjörð eða niður í Deildardal eða Unadal í Skagafirði. Munu Svarfdælir stundum hafa farið þessa leið til verslunar á Hofsósi. Leið okkar hefur legið mikið til vesturs, en nú sveigjum við meira til suðvesturs. Stundum er gengið á snjó, stund- um á urðum sem auðnast hafa. Síðasta brekk- an er svo Stóruvörðubrekka, allhá og brött og oftast snæviþakin og háheiðinni er náð við hina myndarlegu Stóruvörðu. Skammt vestan Stóruvörðu er fremur óhrjálegur skúr, sem vélsleðamenn komu fyrir á seinni árum og um 100 m austan hennar eru fornar en greinilegar hleðslur, sem taldar eru af fornu sæluhúsi, en engum sögum fer af því. Heljardalurinn blasir við framundan. Í sólinni og logninu á sýslu- mörkunum settust pílagrímarnir undir suður- vegg skálans og séra Gunnlaugur hafði hug- vekju og bæn. Það var léttfættur hópur sem rölti síðan niður Heljardal, fyrst nokkuð á snjó en síðan eftir slóðinni, sem þarna liggur um mjög stórgrýtt svæði. Hér staðnæmdist hóp- urinn til að hlýða á upplestur leiðsögumanns úr Guðmundar sögu Arasonar. Prestskapur Guðmundar góða Eftir hafvillurnar og fótbrotið er Guðmund- ur víða á norðanverðu landinu og er af Brandi Horft niður Heljardal. Heljarskál til vinstri en til hægri sér niður í Kolbeinsdal.Pílagrímarnir ferðbúnir á hlaðinu á Atlastöðum. Horft til Heljardalsheiðar í botni Svarfaðardals. Kotafjall lengst til vinstri, Vífilsfjall í miðju og Hnjótafjall til hægri. Á SLÓÐUM FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS Í FÓTSPOR GUÐMUNDAR BISKUPS GÓÐA                                                                            ! " # !                               !" #                $"   !"#$            $%        %  & '   %  &   %   ' %    (                           %  )      %   „Upphaflega var í kristinni trú um að ræða ferðir til landsins helga, en síðar urðu grafir dýrlinga sérstakir áfangastaðir. Hér erum við þátttakendur í pílagrímsferð (ekki píslargöngu, sem mun ekki lúterskur siður) til Hóla í Hjaltadal, sem í augum margra er helgur staður og Guðmundur biskup góði var með í för á huglægan hátt.“ E F T I R B J A R N A E . G U Ð L E I F S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.