Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. OKTÓBER 2001 13 FERÐALÖG er yfirskrift tónleikaraðarsem þeir Sigurður Halldórsson selló-leikari og Daníel Þorsteinsson píanó-leikari setja saman og skýtur upp kollinum af og til. Í dag kl. 16.00 er komið að Ferðalögum í Salnum í Kópavogi, en ferðinni er að þessu sinni heitið til Sovétríkjanna, eins mesta stórveldis síðari tíma. Þar um- mynduðust draumarnir um frelsi í andhverfu sína í tímans rás og snillingar tónlistarinnar þurftu oft að lauma meiningum sínum að milli línanna, til þess að komast hjá því að alsjáandi yfirvöld settu listsköpun þeirra skorður. Tveir þessara snillinga Dimitri Sjostakovitjs (1906–1975) og Alfred Schnittke (1934–1998) marka eins konar upphaf og endi Sovéttímans í tónlistarlegum skilningi; þeir standa eins og útverðir rúss- neskrar tónlistarmenningar, annar við upp- haf og hinn endalok stórveldisins og eru jafnframt sterkustu og markverðustu fulltrúar hennar. Á efnisskrá tónleikanna í dag verða tvær sónötur fyrir selló og píanó eftir Schnittke, sónata fyrir selló og píanó og Rómönsusvíta op. 127 eftir Sjostakovitsj, við ljóð Alexanders Blok. Í síðastnefnda verkinu syngja og leika einnig gestir þeirra á tón- leikunum, Marta Halldórsdóttir sópran og Sif Túliníus fiðluleikari. Sjostakovitsj og Schnittke eiga margt sameiginlegt Sigurður Halldórsson sellóleikari segir að þeir Sjostakovitsj og Schnittke hafi átt fleira sameiginlegt en að ala aldur sinn í Rússlandi Sovétríkjanna. „Þeir eiga margt sameigin- legt í tónlistinni, þrátt fyrir að Schnittke hafi verið nánast eina tónskáld sinnar kynslóðar sem ekki lærði hjá Sjostakovitsj. En mér hefur alltaf fundist margt líkt með þeim, ekki síst hvernig þeir semja fyrir sellóið. Þeir voru báðir góðir í melódískum hug- myndum, þótt tónlist þeirra væri kannski að öðru leyti ólík, og þótt þeir ynnu ólíkt úr hugmyndunum. Schnittke var miklu strang- ari með sínar hugmyndir og gaf ekkert eftir í úrvinnslu þeirra hvernig sem það hentaði svo hljóðfæraleikaranum. Hann var mjög trúr sínum hugmyndum. Sjostakovitsj var hins vegar mikill hljóðfæraleikari sjálfur sem gerði það að verkum að hann hugsaði sínar hugmyndir öðru vísi og tók meira tillit til flytjendanna.“ Sigurður segir líka áhuga- vert að bera saman sellósónötur Schnittkes sem þeir leika á tónleikunum, en önnur þeirra var samin á Sovéttímanum, 1978, en sú síðari 1994, þegar umbætur voru að kom- ast á. „Sú eldri er rosalega þung og hörð, en sú yngri er miklu ljóðrænni í hægu þátt- unum og hröðu kaflarnir fullir af húmor. Þó var hann þá orðinn mjög slæmur til heils- unnar og margoft búinn að fá heilablóðfall.“ Þótt tónlist þeirra Sjostakovitsj og Schnitt- kes sé langt frá því að vera ný af nálinni, er ekki langt síðan að enn var verið að tala um verk þeirra sem nútímatónlist. En hvernig finnst Sigurði þessi síðasta „nútímatónlist“ eldast? „Mér finnst Sjostakovitsj vera orð- inn ótrúlega mikil klassík. Og það þarf í rauninni ekkert að deila um snilligáfu hvor- ugs þeirra á hvaða mælikvarða sem er. Þetta er tónlist sem þrælvirkar!“ ÚTVERÐIR SOVÉTTÍMANS Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Sif Túliníus, Daníel Þorsteinsson, Marta Halldórsdóttir og Sigurður Halldórsson æfa Rómönsusvítu Sjostakovitsj sem flutt verður á tónleikunum. BÓKMENNTASPEKÚLANTAR velta því nú fyrir sér hverjir muni hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum að þessu sinni. Franska skáldið og bók- menntagagnrýnandinn Yves Bon- nefoy, bandarísku rithöfundarnir Norman Mailer, Philip Roth, Joyce Carol Oates og hinn suður-afríski J.M. Coetzee eru allir sagðir í hópi þeirra sem tilnefndir hafa verið að því er sænskir bókaútgef- endur hafa greint frá. Þá hefur einnig heyrst orð- rómur um að V.S. Naipaul frá Trindad, breska skáldkonan Doris Less- ing, Banda- ríkjamað- urinn Thomas Pynchon, Belginn Hugo Claus og Hollendingurinn Cees Nooteboom séu í röðum hinna til- nefndu. Sænska akademían hefur hins vegar verið þögul sem gröfin, en nóbelsverðlaunin verða nú veitt í hundraðasta skipti. „Í raun og veru veit enginn í Stokkhólmi hvert nóbelskáldið verð- ur 2001, en nokkuð áreiðanlegur orðrómur hefur heyrst um að það verði franska skáldið Yves Bonnefoy, sagði Nils Peter Sundberg frá Nor- stedt-útgáfufyrirtækinu í viðtali við AP-fréttastofuna. Anders Paulryd, gagnrýnandi dagblaðsins Aftonblad- et er á sama máli og sagði hann Bon- nefoy vel að verðlaununum komin. „Hann var þegar líklegur til að hljóta þau fyrir tveimur árum þegar Günter Grass hlaut [nóbels- verðlaunin].“ Libeskind verðlaunaður BORGARYFIRVÖLD í Hiroshima í Japan veittu á dögunum Hiroshima- listaverðlaunin í fimmta skipti. Verð- launin féllu að þessu sinni í hlut pólska arkitektsins Daniel Libeskind, en hann á m.a. heiðurinn að hönnun gyðingasafnsins í Berlín. Að mati dómnefndar hefur Libeskind „varp- að ljósi á vandamál frumstæðra sagna og borga í hönnun sinni,“ og verk hans því í fullu samræmi við markmið Hiroshima-listaverð- launanna, sem ætlað er að hvetja listamenn til að tjá frið og elsku gagnvart mannkyninu með nútíma- listsköpun. Verður sérstök sýning tileinkuð Libeskind haldin í borginni á næsta ári er arkitektinn tekur á móti verðlaununum, og er það í fyrsta skipti sem stór sýning á verk- um hans verður haldin í Japan. Li- beskind er best þekktur fyrir hönn- un sína á gyðingasafninu í Berlín, en hann vinnur þessa stundina að stækkun Victoria & Albert-safnsins í London. Safnið og leikhúsið á Drottningholm flutt LEIKLISTARSAFNIÐ og leikhúsið sem kennt er við Drottningholm í Svíþjóð verður flutt nú í upphafi októbermánaðar eftir þrjátíu ára veru á sama stað. Safnið, sem jafnt hefur hýst muni, skjöl og bækur tengd leikhúsinu, flytur ásamt leik- húsinu til Nacka í nágrenni Stokk- hólms, en í næsta nágrenni er að finna Svensk Teaterunion og Teater Alliansen. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu leikhússins www. drottningholmsteatern.dtm.se ERLENT Spáð í bók- mennta- verðlaun Nóbels Yves Bonnefoy PÍANÓLEIKARINN Nina Kavtaradzeheldur tónleika í Norræna húsinu ávegum Wagnerfélagsins á Íslandi í dagkl. 16. Á dagskrá eru eingöngu píanó- verk eftir Richard Wagner en Nina Kavt- aradze gaf nýlega út tvöfaldan geisladisk með öllum píanóverkum hans. Nina Kavtaradze er rússnesk að uppruna og menntuð við Tónlist- arháskólann í Moskvu. Hún hefur verið búsett í Danmörku um nokkurt skeið og hefur m.a. annars verið meðleikari sellóleikarans fræga Erlings Blöndals Bengtsson, en hún er einnig tengdadóttir hans. Hún hefur áður leikið hér á landi bæði með Erling og einnig einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Önnur hlið tónskáldsins þekkta Þetta er í fyrsta sinn sem píanóverk Wagn- ers eru leikin hér á landi, hvað þá heil tónleika- dagskrá með verkum hans. Nina Kavtaradze segir að það hafi verið gleðjandi og jafnframt mjög spennandi að kynnast píanóverkum Wagners. „Wagner er auðvitað best þekktur fyrir stóru verkin sín, óperurnar. En það er að mínu mati nauðsynlegt fyrir hvern þann sem hefur áhuga á óperutónlist hans að kynna sér píanóverkin. Það getur líka verið að þeim sem ekki hefur fallið óperutónlist hans í geð af ein- hverjum ástæðum komi á óvart að heyra pí- anótónlistina, því hún sýnir aðra hlið tón- skáldsins. Það er örugglega gott að kynnast Wagner með því að byrja á píanótónlistinni. Kannski leiðir það til einhvers meira.“ Óperurnar gnæfa yfir Nína hóf kynnin af píanómúsík Wagners smátt og smátt. Hún segist fyrst hafa kynnt sér nokkur verk, en eftir því sem þau urðu fleiri því áhugasamari hafi hún orðið. „Ég vissi varla hvernig ég átti að halda áfram og hvað ég ætti að velja mér til að spila. Það endaði með því að ég fór í gegnum þetta allt og lék verkin svo inn á tvær plötur.“ Nína segir að það hafi verið sérstaklega áhugavert að kynnast elstu píanóverkum tónskáldsins. Þá hafi Wagner verið ungur, og í píanóverkunum sjáist bæði áhrif frá öðrum og einnig vísbendingar um það sem kom seinna í tónlist hans. Píanófantasía sem hann samdi 18 ára sé til dæmis eins og lítil ópera með sönglesi og þar megi sjá að hann var farinn að hugsa um óperuformið. Mörg önnur píanótónlist hans frá yngri árum sé allt öðru vísi, þar séu smástykki og tækifærisverk, sem hugsuð voru í miklu einfaldara og smærra formi. En hvers vegna heyrist píanótónlist Wagners ekki oftar en raun ber vitni? „Auðvit- að eru það stóru verkin sem skyggja á. Tsjaík- ovskíj samdi tvo píanókonserta – sá númer eitt er mun frægari en sá númer tvö, sem heyrist miklu sjaldnar. Ef eitthvert annað tónskáld hefði samið þann konsert – til dæmis Carl Nielsen, þá myndi að minnsta kosti hver ein- asti danski píanisti spila hann, og eflaust væri verkið þá miklu þekktara. Þannig er það með alla aðra tónlist Wagners. Óperur hans eru svo stórbrotnar og yfirgnæfandi.“ „Með glæsilegan persónulegan stíl“ Nina Kavtaradze hóf tónlistarnám 6 ára gömul við undirbúningsdeild Tónlistarháskól- ans í fæðingarborg sinni, Moskvu. Ellefu árum síðar varð hún síðan nemandi við Tónlistarhá- skólann hjá Lev Oborin. Þegar hún útskrif- aðist þaðan sagði þessi frægi kennari um nem- anda sinn: „Hún er tónlistarmaður með hæfileika sem afar fáum eru gefnir, mikla list- ræna dýpt og glæsilegan persónulegan stíl.“ Kavtaradze hefur haldið tónleika víða í fyrrum Sovétríkjunum, í Bandaríkjunum og mörgum Evrópulöndum og leikið sem einleikari með mörgum þekktustu stjórnendum heims. Á tónleikunum í dag leikur hún sónötu úr „das Album von Frau M.W.“, Züricher Viel- liebchen valsa, Elegíu í As-dúr, Albumblatt fyrir Ernst Benedikt Lietz, Ljóð án orða í E- dúr, Adagio úr Grosse Sonate, Pólónesu í D- dúr og loks Fantasíu í fís-moll. GETA VERIÐ LYKILL AÐ ÓPERUNUM Morgunblaðið/Ásdís Nina Kavtaradze leikur píanóverk eftir Richard Wagner í Norræna húsinu síðdegis.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.