Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. OKTÓBER 2001 15 É G ER svo tvenns konar,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, mynd- listarmaður og búningahönn- uður, sem verður viðfang Sjón- þings Gerðubergs í dag. Flestir þekkja Þórunni betur sem Tótu Sveins en það er tæpast nógu virðulegt að ávarpa listamanninn þannig þegar efnt er til þings um list hans. „Ég er bæði ofboðslega forvitin um annað fólk og rosalega feimin. Ég er annaðhvort mjög snautleg í litavali í tepp- unum mínum eða ég missi mig alveg í lita- gleðinni. Ég hef gríðarlega þörf fyrir að vera innan um annað fólk og svo þess á milli þarf ég að vera ein. Svona er ég bara.“ Líklegt er þó að meira leynist á bak við glaðlegt yfirborðið en hér kemur fram og vafalaust þurfa þau Halldóra Friðjónsdóttir, stjórnandi sjónþingsins, og spyrlarnir Kjart- an Ragnarsson og Hildur Hákonardóttir að hafa sig öll við ef gera á starfsvettvangi Þór- unnar skil á hálfum öðrum klukkutíma. „Ég taldi mig þekkja ágætlega til Þórunn- ar,“ segir Halldóra, „en komst að því þekking mín takmarkaðist við störf hennar í leikhús- inu. Hún hefur svo sannarlega komið víðar við en það. Það liggur við að hún hafi alltaf verið alls staðar.“ Til að gefa hugmynd um hvað við er átt þá hefur Þórunn stundað myndlist allt frá því hún gat hreyft fingurna og byrjaði á því að nota gamla kóktappa sem hún lét keyra yfir til að fletja þá út. „Léstu keyra yfir þá vilj- andi?“ spyr Hildur. „Já, ég dreifði þeim í hjólfar og beið eftir að keyrt yrði yfir þá,“ segir Þórunn. „Svo bjó ég til mynd úr þeim. En myndlistaráhugi minn mótaðist í æsku af því að pabbi minn var smiður, mamma mín var gríðarleg hannyrðakona og amma mín átti stórkostlegt háaloft. Þegar við bættist hæfilegt magn af slysum á mér sem krakka, sem neyddi mig til að vera kyrr, þá var ekki hægt annað en búa eitthvað til með hönd- unum.“ „Tóta hefur alltaf verið gríðarlega útsjón- arsöm í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur,“ segir Kjartan. „Þess vegna er svo gott að hafa hana í leikhúsinu. Hún finnur alls kyns hluti og fatnað sem kostar lítið.“ „En það er líka oft nauðsynlegt að finna notaðan fatnað í leikbúninga,“ segir Tóta að bragði og rifjar upp að þegar hún ásamt fleir- um stofnaði Hótel Búðir hafi leitt af sjálfu sér að stíll hótelsins var eins konar blanda af ýmsu sem kostaði lítið. „Þetta var svona kitsch-stíll sem þótti flottur en skapaðist af nauðsyn. Leirtauið var allt sitt af hverju tagi og dúkar og gardínur fengin héðan og þaðan. Þannig er það líka með teppin mín. Þetta eru bútar sem ég tíni saman og kalla svo hver á annan í teppin. Stundum er ég með ákveðna mynd af teppinu í huganum en stundum taka efnin og mynstrin alveg af mér ráðin og verða að einhverju sem ég hafði ekki hugmynd um fyrirfram. Þetta er svona með alla list. Þú ferð af stað með eina hugmynd og af henni fæðist önnur og síðan koll af kolli. Þetta er lifandi ferli. Óskaplega skemmtilegt.“ Það kemur kannski ekki mjög á óvart að Þórunn átti stóran þátt í að stofna Kolaport- ið, hún rak veitingastaðinn Á næstu grösum, var með í götuleikhópnum Svörtu og syk- urlausu, Gullströndinni og ýmsu fleiru. Hún hefur gert búninga við fjölda leiksýninga sem of langt mál væri að telja upp en meðal stórra verkefna hennar á seinni árum eru Antígóna, Krítarhringurinn í Kákasus og Sjálfstætt fólk og búningar fyrir kvikmyndirnar 101 Reykjavík og Ikingut. Hún hefur einnig unn- ið við sjónvarpsleikrit, tónlistarmyndbönd og auglýsingar. Að sjónþinginu loknu verður opnuð sýning á nýjum verkum Þórunnar. Sýningin ber yf- irskriftina Heimanmundur – vinsamlega snertið … og samanstendur að mestu leyti af bútateppum sem Þórunn hefur unnið fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Sjónþingið hefst í dag kl. 13.30. Morgunblaðið/Þorkell Halldóra Friðjónsdóttir, Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, Hildur Hákonardóttir og Kjartan Ragnarsson. Fyrsta Sjónþing Gerðu- bergs á þessu hausti fer fram í dag og fjallar um myndlistarkonuna Þór- unni Sveinsdóttur. Hún hefur unnið um árabil sem búningahönnuður við leikhús en ýmislegt fleira hefur hún tekið sér forvitnilegt fyrir hendur. HEIMANMUNDUR – VINSAMLEGA SNERTIÐ … MYNDLIST Árnastofnun: Handritasýning opin þri.–fös. 14–16. Til 15.5. Galleri@hlemmur.is: Olga Bergmann. Til 7. okt. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Helga Kristmundsdóttir. Til 7. okt. Gallerí Sævars Karls: Árni Ingólfsson. Til 18. okt. Gerðarsafn: Gísli Sigurðsson. Hjörleifur Sigurðsson. Til 7. okt. Hafnarborg: Sigurbjörn Jónsson. Til 14. okt. Hallgrímskirkja: Detel Aurand. Til 26. okt. i8, Klapparstíg 33: Kristján Davíðsson. Til 27. okt. Íslensk grafík, Hafnarhúsinu: Friðrika Geirsdóttir. Til 7. okt. Listasafn Akureyrar: Frumherjar í byrjun 20. aldar. Til 4. nóv. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14– 17. Listasafn Íslands: Verk úr eigu safns- ins: Þorvaldur Skúlason, Magnús Tóm- asson. Til 7. okt. Naumhyggja. Til 14. okt. Listasafn Rvíkur – Ásmundarsafn: Svipir lands og sagna. Til 10.2. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Erró. Til 6.1. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: Kristján Guðmundsson. Til 16. nóv. Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Til 31.5. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Helgi Gíslason myndhöggvari. Til 28. okt. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Guð- björn Gunnarsson (Bubbi). Til 9. okt. Gallerí Skuggi, Hverfisgata 39: Birgir Andrésson, Guðmundur Oddur Magn- ússon, Lilja Björk Egilsdóttir og AKUSA (Ásmundur Ásmundsson og Justin Blaustein). Til 21. okt Mokkakaffi: Karl Jóhann Jónsson og Ómar Smára Kristinsson. Til 16. okt. Nýlistasafnið: Sjálfbær þróun. Til 7. okt. Sjóminjasafn Íslands: Sigga á Grund. Til 7. okt. Skaftfell, Seyðisfirði: Haustsýning Skaftfells. Til 18. nóv. Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og Þorgerður Sigurðardóttir. Til 31. des. Slunkaríki, Ísafirði: Ferðafuða. Til 7. okt. Þjóðarbókhlaða: Kristín Reynisdóttir. Þjóðmenningarhúsið: Skjöl frá Þjóðfundinum. Til 15. okt. Landafundir og ragnarök. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Íslenska óperan: Töfraflautan e. Mozart. Kl. 19. Salurinn: Ferðalög. Sigurður Hall- dórsson, Daníel Þorsteinsson og gestir. Kl. 16. Norræna húsið: Nina Kavtaradze kl. 16. Sunnudagur Ýmir: Caput, Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Pét- ur Jónasson. Kl. 16. Íslenska óperan: Töfraflautan e. Mozart. Kl. 19. Fimmtudagur Háskólabíó: Sinfóníutónleikar. Stjórn- andi og einleikari Philippe Entremont. Kl. 19.30 LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Syngjandi í rigningunni, lau, fös. Hver er hræddur við Virginíu Woolf, sun, fim. Vatn lífsins, sun, fim. Með fulla vasa af grjóti, mið. Borgarleikhúsið: Kristnihald undir Jökli, lau. Með vífið í lúkunum, lau, fös. Píkusög- ur, lau, fim. Önd- vegiskonur, lau, fim, fös. Hafnarfjarðar- leikhúsið: Englabörn, lau, fös. Möguleikhúsið: Skuggaleikur, sun. Lóma, sun. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U hafa verið sett upp hér á landi, og hafa konur leikstýrt þeim öllum. Leikritið Vilji Emmu er á fjölum Þjóðleikhússins um þessar mundir í leikstjórn Vigdísar Jak- obsdóttur, Kristín Jóhannesdóttir sviðsetti Ofanljós í Borgarleikhúsinu 1998 og María Sigurðardóttir Bláa herbergið í sama leik- húsi 1999. Árið 1978 leikstýrði Bríet Héð- insdóttir sýningu Nemendaleikhússins á leikritinu Fanshen. Melkorka Tekla Ólafsdóttir fjallar um David Hare og feril hans. Arnar Jónsson ljær skáldinu rödd og flytur valin brot úr viðtölum sem varpa ljósi á persónu hans FYRSTA dagskrá Listaklúbbsins á þessum vetri, á mánudag, verður helguð breska leik- skáldinu David Hare. Hann er af mörgum talinn einn fremsti leikritahöf- undur Breta í dag. Margar af kven- persónum Hares hafa orðið áhorf- endum minnisstæðar. Fjögur leikrita hans og skoðanir. Kristín Jóhannesdóttir deilir með klúbbgestum reynslu sinni af sviðsetn- ingunni á Ofanljósi. Þá flytja leikkonurnar Kristbjörg Kjeld og Elva Ósk Ólafsdóttir, sem leika mæðgurnar í Vilja Emmu, atriði úr sýningu Þjóðleikhússins. Eftir hlé verða pallborðsumræður, þar sem leikstjórarnir Vigdís og Kristín sitja fyrir svörum ásamt leikkonunum Krist- björgu og Elvu Ósk, Mörtu Nordal, sem lék í Bláa herberginu og Guðlaugu El- ísabetu Ólafsdóttur, sem lék í Ofanljósi. Dagskráin hefst kl. 20.30. Húsið er opn- að kl. 19.30. David Hare og konurnar David Hare

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.