Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2001, Page 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. OKTÓBER 2001 BÓKASTEFNAN bar sem fyrr ýmsa eig-inleika bókmenntahátíðar með um-ræðufundum og ræðuhöldum rithöf-unda og vísindafólks. Í ár voru um 500 slíkir fundir í boði. Norrænar bókmenntir voru að vanda eitt aðalþemað, en „hvert er hlutverk höfundarins?“ varð oft hin leiðandi spurning. Áhrif atburðanna þann 11. september leyndu sér ekki og vígslan varð helgistund með ávörp- um gegn hryðjuverkum. Parvez Manzoor Shejk, (fyrrv. formaður Múslimska sambands- ins í Svíþjóð) hvatti alla til að gera ekki hryðju- verkin að spurningu um trú og erkibiskup K.G. Hammar minnti á að bókastefna væri vettvang- ur fyrir þörfina til að hittast og skiptast á skoð- unum. Að þagna – eða ekki Norðmaðurinn Jan Kærstad, sem að áliti margra hefur skapað Pétur Gaut nútímans með sögupersónunni sjónvarpsframleiðandanum Jonas Wergeland (sbr. tríólógíuna frá árunum 1993 – 1999, er leiddi til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2001 fyrir Oppdagaren), á yf- irleitt í engum vandræðum með að gera grein fyrir breytilegu hlutverki höfundarins í upplýs- ingasamfélaginu þar sem orð verða „hrávara“. Um það hvernig upplýsingaflæði og marg- slunginn veruleiki móta nýjar frásagnaraðferð- ir hafði hann líka sitthvað að segja þegar hann kom fram á fyrsta degi stefnunnar. Kærstad er guðfræðimenntaður og í hans huga er skáld- skapur og líf ekki aðskilinn veruleiki. En þegar sagan sem maður lifir í tekur svo óvænta stefnu þá tekur hún með sér orðin og höfundurinn stendur á krossgötum hugans, orðlaus um stund vegna þess er gerst hefur og er ekki skáldskapur heldur veruleiki. Að sagan, frá- sögnin, er „það besta sem við eigum til að öðlast innsæi og skilning á því að vera manneskja“, virtist bókmenntaverðlaunahafi Norðurlanda- ráðs þó ekki efast um. Ein skærasta stjarna stefnunnar var Moses Isegawa (f. 1963) með 600 síðna verkið Abyss- inian Cronicles, nú komin út á 13 tungumálum, þar á meðal á hebresku. Moses Isegawa er frá Úganda, ólst upp á Kampalasvæðinu og flutti til Hollands árið 1990. Sögumaður í Abyssinian Cronicles, er Mugezi fæddur 1961, (árið áður en Úganda varð sjálfstætt ríki). Hann er því tíu ára þegar hinn margfaldi meistari í hnefaleik- um tekur völdin: Idi Amin Dada Oumee, sem fékk herþjálfun í nýlenduher Breta. Rétt eins og höfundurinn Isegawa býr sögumaður við þá pólitísku óreiðu og blóðsúthellingar sem fékk marga rithöfunda að flýja Uganda um og uppúr 1970. Fáfræði „upplýstra“ Evrópubúa um Úganda vakti mikla undrun hjá Moses Ise- gawa og um leið þörfina til að segja frá. Og hann sagðist lengi hafa varið sig gegn því að verða „afrískur“. „Ég varð afrískur í Evrópu, fékk sífellt að heyra að ég væri einn af þessum Afríkönum. En ég var frá Úganda! Í Afríku var enginn í vafa um að ég væri frá Úganda…“ Og hann sagðist í byrjun ekki hafa talið sig bera ábyrgð á Afríku sem einhverri heild sem hún ekki er. En loks hugsað: Ókei, ég er afrískur, ég ber ábyrgð… Abyssinian Chronicles er hans fyrsta bók, en bókmenntagagnrýnendur hafa líkt Moses Isegawa við García Márquez. Að þýða menningar Á öðrum degi hitti ég djarfa hugs- uði að kynna ritgerðasafnið Sverige och de Andra: Postkoloniala perspektiv (Natur och Kultur, 2001). Ritstjórar eru Michael McEachrane og Louis Fay en 11 höfundar eiga efni í bókinni um áhrif sænskrar nýlendustefnu á nútímahugsunarhátt frá ólíkum sjónarmiðum. Þar er fjallað um hvernig kynþáttafordómar enduróma í hagfræðilegum rannsóknum, hvernig myndin af innflytjendanum sem „ógn gegn öryggi“ verður til og hvernig nýlenduhug- myndir feðraveldisins hafa smogið inn í hug- myndaheim femínista. Stefan Helgesson (gagnrýnandi á DN mm) á texta í ritgerðasafninu og flutti ræðu prófessors Homi K. Bhabha í fjarveru hans (vegna lokaðra flugvalla) og sá til að hann tæki þátt í umræðum símleiðis frá Bandaríkunum. Bhabha er ásamt Edward Said og Gayatri Spivak talinn einn mikilvægasti hugsuður okkar tíma á sviði póstkóloníalisma (eftir-nýlenduhugmynda) og þekktur fyrir skarpskyggna túlkun á listum og bókmenntum er birtast á mörkum ólíkra menn- ingarheima. H. K. Bhabha ólst upp í Bombay og hlaut sína akademísku menntun bæði þar og í Oxford. Frásögn af ferðinni inn í evrópska menningu og ný tungumál varpaði ljósi á það viðfangsefni er hann nefnir „translation of culture“. Við að þýða menningu kemur óstöðugleiki merkingar- innar í ljós og um leið að vald menningar getur ekki byggst á stöðugleika hennar. Valdið er hverfult og hverfulleikinn er sú gáta valdsins, er Bhabha fæst við í skrifum tengdum póstkól- oníalisma. Símleiðis sagði hann frá óútkominni bók sinni um „réttinn til að segja frá“ (the right to narrate), ekki í merkingunni löggilt tjáning- arfrelsi, heldur hinn „díalogíska“ rétt til að segja frá og um leið að vera heyrður, sem krefst umburðarlyndis. Þá athöfn skilgreinir Bhabha sem félagslegan þátt, er hvorki á sér einstak- lingsbundið upphaf né endi, en opnar mögu- leikann á að „þýða“ menningar. Það krefst þess að þýðandi/sögumaður geti staðið bæði í og ut- anvið sömu menningu, hafi ég skilið Bhabha rétt. Sú „þýðing“ sem hann talar um krefst nærgöngulla spurninga um þann merkingar- heim við byggjum mál okkar á. Halló mister Bhabha! Hvaða sögu er þá verið að segja okkur með hryðjuverkunum, sjálfsmorðsárásunum þann 11. september? Þar sagðist hann hafa á tilfinningunni að um væri að ræða „plott“ án umboðs, hlustandi því skilinn eftir í reiðileysi. „Þegar ofbeldi er frásagnarmátinn er hlustand- inn ekki virtur og samtal krefst gagnkvæmrar virðingar…samtal sem drepur er ekki samtal.“ Í máli sínu vísaði Bhabha bæði beint og óbeint í verk hinnar þýsk-amerísku Hannah Arendt. Ég játa að ég eirði illa á fundum sem ekki viku á einhvern hátt að ríkjandi pólitískri og til- finningalegu óreiðu. Óvænt hreifst ég af hug- leiðingu ljóðskáldsins og fiðluleikarans Kerstin Nordborg (f. 1961) sem kynnti fyrstu skáldsögu sína, Min faders hus (Nordstedts 2001), um vermlenskan prest sem þagnar í ræðustólnum. Óbeint vék hún að efninu í hugleiðingu um talið og þögnina, um þegar málið hættir að virka, eins og hún heyrði barn að gerst hefði hjá prest- inum afa hennar sem oftar en einu sinni varð að yfirgefa predikunarstólinn á fjórða áratugnum. Kerstin Nordborg, menntuð sem blaðamaður, sagði frá blaðamannareynslu og óttanum við að glata málinu, við að viss orðnotkun þaggi. Hún greip til fiðlunnar, varð fiðlukennari sem varð ljóðskáld (seinasta ljóðabók: Så fort jag går ut, 1998), og hún skapaði magnaða stund með frá- sögn og músíkölskum lestri úr Min Faders hus. Eyjahöfundar Íslensk forlög voru með sýningarsvæði á stefnunni undir umsjón Önnu Einarsdóttur. Þar sýndu Eddu-forlögin (Mál og Menning, Forlagið, Vaka-Helgafell og Iceland Review) ásamt JPV útgáfunni, Háskólaútgáfunni, Ið- unni og Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Litið var til baka og Lars-Åke Engblom sagði frá því þegar 25 íslenskir höfundar komu á bókastefnu árið 1990, ásamt frú Vigdísi Finn- bogadóttur þáverandi forseta sem og menntamálaráðherra Svavari Gests- syni (og núverandi sendiherra í Stokkhólmi). Árangurinn hefur sýnt sig í stóraukinni útgáfu á þýddum bókum, meira en 50 fagurbók- menntatitlar á 10 árum, eftir ísl. höf- unda, flesta áður lítt þekkta í Skand- inavíu. Allnokkrir Íslendingar voru á ferð- inni í ár og tóku virkan þátt í stefn- unni m.a. Hafdís Gísladóttir, talsmað- ur fatlaðra og Jón Yngvi Jóhannsson gagnrýnandi er tók þátt í pallborðs- umræðum á vegum Norðurlanda- ráðsins, þar sem ritstjórn Nordisk litteratur var samankomin. Aðeins þrír höfundar komu frá Íslandi: Mar- grét Lóa Jónsdóttir, Guðrún Helga- dóttir og Þorvaldur Þorsteinsson. Margrét Lóa flutti úr sjöundu ljóða- bók sinni Háværasta röddin í höfði mínu (M&M 2001) við undirleik Gísla Magnússonar, Gímaldin, sem flutti eigin tónsmíðar. Norræna húsið í Reykjavík stóð fyrir þeirri uppá- komu, sem var endurtekin þrisvar. Sameiginlegt framtak Norrænu húsanna var nýjung í ár, með kynningum forstöðufólks frá Íslandi, Grænlandi, Álandseyjum og Færeyj- um. Helga Hjörvar framkvæmdastjóri og Úlfur Hjörvar rithöfundur komu frá Færeyjum ásamt skáldinu Thórodd Poulsen sem tók þátt í umræðufundi og flutti ljóð á sýningarsvæðinu, m.a. úr bókinni: Vatnið ljóðar sum um onkur hefur drukkið av tí (Vatnið hljómar eins og ein- hver hafi drukkið af því). Guðrún Helgadóttir og Þorvaldur Þorsteins- son voru í aðalhlutverki í pallborðsumræðum á vegum Máls og menningar um listina að skapa barnabók. Bæði nutu sín vel í frásögnum sínum. Christina Engblom stjórnaði fundinum og Guð- rún Helgadóttir skemmti áheyrendum með sögu af að vera elst tíu systkina skiptandi sér af öllum, sem leiddi í annarri sögu til þess að hún þurfti að skipta sér af landsmönnum öllum. Guðrún sendi Jón Odd og Jón Bjarna út til landsbarna fyrir 26 árum og sagðist nú hreint ekki halda sig neinn „brillíant“ höfund þá, bara eins og bítlarnir: Á réttum stað á réttum tíma. Samvinna tveggja listamanna, þess er skrifar og þess er myndskreytir er oft ekki vandræða- laus, en Þorvaldur gat lýst hvernig þeir örvuðu og studdu hvor annan, þegar báðir voru hann sjálfur. Og höfundur Blíðfinnsbókanna sagði aðspurður að hann skrifaði fyrir börn út frá því hvað hann hefði sjálfur kosið að heyra um. Engar nýjar þýðingar úr íslensku koma út í ár en hinn sívirki Inge Knutsson er að þýða tvær skáldsögur: Bók Vigdísar Grímsdóttur Þögnin, fyrir Anammaforlagið og Draumar á jörðu eftir Einar Má Guðmundsson, fyrir Natur och Kultur, báðar væntanlegar 2002. Unglinga- bókin Leikur á borði eftir Ragnheiði Gestsdótt- ur er væntaleg hjá Almquist & Wiksell í vor, einnig í þýðingu eftir Inge Knutsson. 500 FUNDIR Á BÓKAHÁTÍÐ Alþjóðlega bókastefnan í Gautaborg var haldin í skugga hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. KRISTÍN BJARNADÓTTIR var á staðnum. Frá Bókastefnunni í Gautaborg. krbj@mailbox.calypso.net Ljósmynd/Guðmundur Svansson STRENGJASVEIT Tónlistarskólans íReykjavík, undir stjórn MarksReedmans, hélt tónleika á listahá-tíðinni „young.euro.classic“ sem haldin var í Konzerthaus am Gend- armenmarkt í Berlín nýverið. Á efnisskrá tónleikanna var fyrst verkið „10–11“ fyrir píanó og strengi eftir Stefán Arason, Adagio fyri strengi og slagverk eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, Poémi fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Hafliða Hall- grímsson, þar sem einleikari var Sigrún Eðvaldsdóttir, sem á sínum tíma var sjálf í strengjasveitinni, og að lokum Tilbrigði eftir Benjamin Britten um stef eftir Frank Bridge. Húsfyllir var á tónleikunum og voru stjórnandi og hljómsveit kölluð fram marg- sinnis í lokin. Umfjöllun í Berlínarblöðum var yfirleitt mjög jákvæð. Í Der Tagesspiegel segir Uwe Friedrich m.a.: „Flaututónar sem deyja út virðast vera mjög vinsælir hjá ís- lenskum tónskáldum. Stefán Arason notar þetta viðkvæma tjáningarmeðal í verkinu „10–11“ fyrir píanó og einleiksstrengja- hljóðfæri til skiptis með dökkum róm- antískum tónum í þjóðlagastíl sem minna greinilega á Edvard Grieg. Í brota- kenndum tilvitnunum vísar hinn 23 ára gamli Stefán Arason frekar til depurðar Chopins og opnar innhverft tónamál. Stjórnandastíll Marks Reedmans, sem ein- kenndist af stórum hreyfingum, er í góðri andstöðu við þetta tónamál. Hafliði Hall- grímsson notar einnig flaututóna mikið í verki sínu „Poémi“ fyrir einleiksfiðlu og strengjasveit. Stöðugur og hvíslandi hljóm- sveitarhljómur gefur frábærum flutningi fiðluleikarans, Sigrúnar Eðvaldsdóttur, enn dýpri hljóm. Pizzicato, tvígrip og tón- stöður á ystu nöf hljóðfærisins krefjast yf- irburðatækni hjá einleikaranum. Magnús Blöndal Jóhannsson gengur að verki sínu „Adagio“ leiðina til baka í sögunni og líkist þannig Arvo Pärt með sínum nýrómantíska stíl. Í lokin léku gestirnir frá Reykjavík Tilbrigði eftir Britten um stef eftir Frank Bridge með miklum húmor, hæðni og til- finningaþrungnum kjarki.“ Í Kultur/Musik/Jugend skrifar Klaus Klingbeil: „Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík frumflutti þrjú verk í Þýska- landi: sterk og skáldleg, nálægð við náttúruna með áhrifamiklum fiðlueinleik Sigrúnar Eðvalds- dóttur. Stjórnandanum Mark Reedman tókst að sýna að fullu yndisþokka og töfra Frank- tilbrigðanna eftir Britten.“ Í Märkische Allgemeine skrif- ar Olaf Wilhelmer: „Þeir sem komu í tónleikahöllina við Gend- armenmarkt sl. föstudag gátu ekki hætt að undrast og dást að samtímatónlistarlífinu á Íslandi: Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík lék m.a. verkið Poémi fyrir einleiksfiðlu og strengja- sveit eftir Hafliða Hallgrímsson. Með Sigrúnu Eðvaldsdóttur sem einleikara breyttist verkið, sem var nokkurs konar myndasaga eftir mótífum Chagalls, rólegt verk samið af stillingu og sjálf- stjórn, í ofsafengna baráttu milli ein- staklings og hóps – verk sem var raun- veruleg uppgötvun fyrir hlustandann.“ Menntamálaráðuneytið, Reykjavík- urborg, utanríkisráðuneytið, SPRON, Ís- landsbanki, Eimskip hf. og young.euro.- classic styrktu ferð sveitarinnar. Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík fær góða dóma fyrir tónleika sína í Þýskalandi „UNDRAST OG DÁST“ Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík á æfingu í Konzerthaus am Gendarmenmarkt í Berlín. Mark Reed- man æfir sveitina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.