Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. JANÚAR 2002 RUTH Kluger gaf fyrir rúmum áratug út í Þýskalandi æviminn- ingar sínar þar sem hún rifjar upp reynslu sína af því að vaxa úr grasi á valdatíma nasista. Fyrir skömmu kom verkið út á ensku og heitir bókin Still Alive: A Holocaust Girlhood Rememb- ered. Áður hafði bókin verið þýdd á fjölda tungumála, m.a. frönsku, ítölsku, tékknesku og japönsku en ensku útgáfuna vildi höfundurinn fyrst gefa út að móður sinni látinni. Kluger hefur búið í Bandaríkj- unum frá því að hún flúði þang- að ásamt móður sinni. Þar nam hún þýskar bókmenntir við Berkley-háskóla og gegnir nú prófessorsstöðu við Irvine- háskóla í Kaliforníu. Æviminn- ingar Kluger vöktu mikið umtal er þær komu út í Þýskalandi fyr- ir um áratugi en frásögnin þykir beinskeytt og áhrifamikil. Þar lýsir hún reynslu sinni af vax- andi gyðingaofsóknum og vist í fangabúðum í Thereisenstadt og Auschwitz. Verkið hefur unnið til virtra bókmenntaverðlauna í Þýskalandi og hefur m.a. verið skipað í röð með helfararfrá- sögnum Primo Levi og Elie Wiesel. Á sléttum Norður-Ameríku BANDARÍSKI rithöfundurinn Barbara Kingsolver sendi frá sér nýja skáldsögu á dögunum, Prodigal Summer (Gleymda sumarið). Skáldsagan er sú sjötta sem höfundurinn sendir frá sér og hefur hvarvetna hlotið góða dóma. Í bókinni segir frá sumri einu í lífi nokkura persóna er dvelja á afskekktu svæði víð- áttumikilla slétta í Norður- Ameríku. Barbara Kingsolver er fædd árið 1955, og er uppalin á sveitabæ í Kentucky-fylki í Bandaríkjunum. Eftir að hafa lokið meistargráðu í líf- og vist- fræði gegndi hún ýmsum störf- um, en hóf skriftir upp úr 1985. Fyrsta skáldsaga hennar, The Bean Trees, hlaut góðar við- tökur, bæði meðal gagnrýnenda og almennra lesenda. Síðan hef- ur Kingsolver sent frá sér skáld- sögur á borð við Pig in Heaven og High Tide in Tuscon: Essays from Now and Never auk ljóða, ritgerða og smásagna. Suðurríkjareyfari frá Leonard ELMORE Leonard sendir í lok mánaðarins frá sér nýja skáld- sögu sem á sér stað í Suð- urríkjum Bandaríkjanna og heit- ir Tishomingo Blues: A Novel (Tregi í Tishomingo: Skáldsaga). Segir þar frá áhættuskemmti- krafti í Missisippi sem verður vitni að morði og kemst í kjölfar- ið að ýmsu misjöfnu um Dixie- mafíuna, sem öllu ræður á þeim slóðum. Elmore Leonard er víðfrægur fyrir harðsoðnar glæpasögur sínar. Hann hóf rithöfundaferil sinn upp úr 1950, eftir að hafa gegnt herþjónustu í síðari heimsstyrjöld og lokið há- skólanámi í ensku og heimspeki. Í fyrstu skrifaði hann fjölda vestrasagna, m.a. The Bounty Hunters og Hombre, en hóf að skrifa glæpasögur á sjöunda áratugnum. Glitz varð met- sölubók eftir að hún kom út árið 1983, og í kjölfarið fylgdi fjöldi vinsælla reyfara sem margar hverjar hafa verið kvikmyndað- ar. Af þeim má nefna Get Shorty og Out of Sight, sem samnefndar kvikmyndir eru byggðar á og Rum Punch sem leikstjórinn Quentin Tarantino byggði á í kvikmynd sinni, Jackie Brown. ERLENDAR BÆKUR Æviminningar Kluger Í FRÉTT í Morgunblaðinu í liðinni viku kom fram að kanadíska söngkonan Nelly Furtado væri fokvond vegna myndar sem að breska tímaritið FHM birti af henni á forsíðu. „Á myndinni skartar Furtado berum maganum og í fyrirsögn segir að um sé að ræða kyn- þokkafyllstu mynd sem birst hafi af söngkonunni. Furtado segir hins vegar að í myndatökunni hafi hún verið klædd skyrtu og miðhluti einhverrar annarrar konu hafi verið fluttur með stafrænni tækni á myndina af sér.“ Þegar ég las þessa frétt mundi ég eftir upp- hafinu að Bókinni um hlátur og gleymsku eftir Milan Kundera. Þar er því lýst hvernig víð- frægri ljósmynd af tékkneska kommúnista- leiðtoganum Klement Gottwald og nánustu samstarfsmönnum hans var breytt árið 1952 þegar einn í hópnum, Clementis, féll í ónáð og var hengdur. Clementis var einfaldlega þurrkaður út af myndinni – þar sem hann „stóð áður sést nú aðeins auður veggur“. Myndin verður Kund- era tilefni til að ræða um baráttu mannsins gegn yfirvöldum sem baráttu minnisins gegn gleymskunni. Myndin af Nelly Fuartado gefur okkur með svipuðum hætti tilefni til margvíslegra hug- leiðinga. Hér eru fjórar túlkanir sem skarast reyndar hver við aðra: 1. Heimspekileg: Barátta mannsins gegn fjölmiðlum er barátta nektarinnar gegn af- hjúpuninni. 2. Pólitísk: Fjölmiðlar steypa öll viðfangs- efni í sama mót. 3. Fagurfræðileg: Myndir á forsíðum glans- tímarita lúta jafnfastmótuðum fagurfræðileg- um lögmálum og íkonar; ber magi á ungri fyr- irsætu er jafnnauðsynlegur og geislabaugur Maríu. 4. Sálfræðileg: Mynd af konu á forsíðu kveikir ekki girnd lesenda nema 50% hennar sýni bert hold. Í annan stað rifjaði fréttin af hinum falsaða forsíðumaga upp fyrir mér pistil sem Sigurjón Kjartansson skrifaði á strik.is á liðnu hausti þar sem hann vakti athygli á að orðið „kynlíf“ væri ótrúlega lífseigt á forsíðum íslenskra glanstímarita, iðulega í samhengi við eitthvað annað fyrirbrigði (Matur og kynlíf, Kynlíf á jólum, o.s.frv.). Svo virtist sem ritstjórar þess- ara tímarita hefðu komist að þeirri niðurstöðu að umfjöllun um kynlíf (eða kynlífsvandræði) væri höfuðforsenda fyrir áhuga lesenda. Sig- urjón skoraði á ritstjórana að sýna meiri frumleika og fjölbreytni í efnistökum. En tímaritin létu ekki segjast. Fáum vikum síðar sló eitt þeirra sér upp á forsíðutextanum: Kynlíf fatlaðra. Á forsíðu annars má þessar vikurnar lesa fyrirsögnina: Kynlíf á ógnartím- um. Hvað er næst? Kynlíf eftir dauðann? FJÖLMIÐLAR GIRND LESANDANS Fagurfræðileg: Myndir á for- síðum glanstímarita lúta jafn- fastmótuðum fagurfræðilegum lögmálum og íkonar; ber magi á ungri fyrirsætu er jafnnauðsyn- legur og geislabaugur Maríu. J Ó N K A R L H E L G A S O N I Jökull Jakobsson naut þess fágæta trausts semleikskáld að Leikfélag Reykjavíkur trúði því að hann gæti skrifað leikrit. Þess vegna var það að stundum voru hafnar æfingar á leikritum hans sem ekki voru nema hálfsamin; því var einfaldlega treyst að hann myndi ljúka við þau þegar hann sæi að leikhúsinu væri full alvara með að taka verkið til sýninga. Hann reis undir þessu trausti og lauk við leik- ritin svo leikararnir stóðu ekki uppi með fullæfðan fyrrihluta en ósaminn seinni hluta. IIÞetta var á sjöunda áratug síðustu aldar, fyrirnær fjörutíu árum. Fáir aðrir leikritahöfundar hafa notið ámóta trausts í íslensku atvinnuleik- húsi. Leikhúsið virðist ekki treysta sér lengur til að skuldbinda sig gagnvart höfundum á þennan hátt; það vill hafa allt sitt á þurru áður en gengið er til æfinga. Það vill fá leikritið fullskrifað í hendurnar og vega það og meta áður en ákvörðun er tekin um sýningu. Leikritahöfundarnir skrifa leikritin sín oftar en ekki launalaust í hjáverkum, í von um að leikhúsin kaupi af þeim verkið. III Afleiðingin af þessu er sú að hér á landi eruengir, nákvæmlega engir, rithöfundar sem hafa framfærslu sína af leikritaskrifum. Þeir örfáu rithöfundar sem fást við leikritaskrif, gera það í rauninni í hjáverkum frá öðrum ritstörfum sem þeim er treyst til að vinna gegn eðlilegri greiðslu, fyrir og á meðan á þeim stendur. Brautryðjenda- starfið sem unnið var á sjöunda áratug síðustu ald- ar var unnið fyrir gýg. Höfundurinn hefur aldrei síðan orðið eðlilegur hluti af íslensku atvinnuleik- húsi. Til hans eru jafnframt gerðar ofurmannlegar kröfur, þar sem honum má ekki mistakast. Sjálfs- mynd íslensks leikhúss er svo léleg að verði höf- undur fyrir aðkasti af hálfu gagnrýnenda eða áhorf- enda, snýr leikhúsið umsvifalaust við honum bakinu og leitar ekki til hans að nýju. Þetta hefur orðið meira áberandi á seinni árum og má líklega helst um kenna þjónkun leikhússtjórnenda við mögulegar vinsældir, bæði persónulega og fyrir hönd leikhúss síns. IV Leikritahöfundur sem tekur sjálfan sig alvar-lega mun ávallt verða fyrir aðkasti af hálfu gagnrýnenda og áhorfenda. Leikritahöfundur sem hefur metnað til að hafa áhrif á umhverfi sitt með skrifum sínum mun aldrei verða jábróðir allra sem í leikhúsið koma. Leikhúsið og stjórnendur þess verða að hafa nægilegan styrk og listræna yfirsýn til að standa vörð um sjálfstæði höfunda í stað þess að beina þeim í farveg jámennsku og skoðanaleysis. V Leikritahöfundur, sem skrifar leikrit til aðþjóna smekk gagnrýnenda eða skrifar um uppá- haldsefni leikhússtjórans til að verk hans eigi frekar möguleika til sviðsetningar og vinsælda, tapar sjálf- um sér. Tony Harrison, sem viðtal er við í Lesbók í dag, kveðst ekki skrifa leikrit nema hann viti hvar eigi að sviðsetja það, hvenær eigi að gera það og hverjir eigi að leika í því. Hann vill semsagt vita fyrir hvern hann er að skrifa verkið. Í íslensku leikhúsi væru þetta álitnar fráleitar og fullkomlega óað- gengilegar kröfur. Í huga Tony Harrisons, eins af fremstu leikskáldum Breta, eru þetta sjálfsagðar forsendur þess að hefja samningu leikrits. Það er umhugsunarefni fyrir íslenska leikhússtjórnendur. NEÐANMÁLS OG AF hverju er þá HM fórn- að en ekki einhverju öðru? Svarið liggur í augum uppi. Knattspyrna er múgmenning af erlendum uppruna og það er ekki í verkahring RÚV að vernda slíka lágmenningu. Það skiptir engu máli þótt HM sé vinsælasta sjónvarpsefni jarðarinnar. Um fjórðungur mannkyns horfði t.d. á beina útsendingu frá síðasta úrslita- leik. Þessi staðreynd hefur ef- laust endanlega sannfært RÚV um að þeir væru að fórna réttum dagskrárlið. Þessi staðreynd er líka ástæð- an fyrir því að HM kostar 40 millur. Og þessi staðreynd gerir það ennfremur að verk- um að Frelsarinn og aðrir knattspyrnumenn þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af því að þeir missi af HM. Það eina sem íþróttabarir lands- ins, erlendar breiðbands- og gervihnattastöðvar eða Sýn (kannski) geta ekki boðið upp á eru heimspekilegar vanga- veltur Samma og félaga um gang mála. Frelsarinn verður bara að fá sér einn aukabjór og reyna að lifa það af. Eig- inkonur þessa lands geta hætt að fagna. Aðeins kommúnískt stjórn- kerfi gæti komið í veg fyrir að karlmenn þessa lands eyddu júnímánuði í sjónvarpsgláp, bjórþamb og aðra tilheyrandi vitleysu. Þökk sé markaðs- lögmálunum og frelsinu til að haga sér óskynsamlega! Hjörleifur Pálsson Frelsi.is www.frelsi.is Þriðja bókin um endalok nútímans Fyrsti hluti sögunnar gerðist þar sem vagga vestræns nú- tíma vaggaði, í Hitlersþýska- landi. Annar hlutinn gerist við vöggu lýðveldisins Íslands. En þar sem sögulegar skáldsögur hljóta alltaf að fjalla um þann tíma sem þær eru ritaðar á þá snýst þetta um að skilja sam- tímann; leirverk Guðmundar frá Miðdal seljast á upp- sprengdum prísum í Kolaport- inu, mjólkurhvít Hitlersæskan syngur tungu sinni lof í aug- lýsingatímunum, Hallgrímur Helgason og Guðmundur Guðmundarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri í Reykjavík, boða endurreisn ferskeytl- unnar o.s.frv. Þriðja bókin mun svo fjalla um endalok nú- tímans og lýðveldisins Íslands. Sjón Kistan www.kistan.isMorgunblaðið/SverrirÁ brattann. RÚV OG MÚG- MENNINGIN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.