Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.2002, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.2002, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. JANÚAR 2002 7 til messugjörða kirkjunnar þar sem einfaldar sviðsetningar frásagna biblíunnar voru alþýð- unni til glöggvunar, enda langflestir ólæsir og messutextinn auk þess á latínu. Á 14. öld hafði þetta sýningarhald fengið á sig ákveðið form, færst út úr kirkjunum og leikmenn farnir að hafa það með höndum. Gildi handverksmanna og iðnaðarmanna tóku þetta upp á sína arma með fulltingi kirkjulegra yfirvalda og báru kostnað af árlegum helgileikjasýningum sem haldnar voru á kirkjulegum hátíðum eins og hvítasunnu. Þar má greina viðleitni kirkjunnar til að beina skemmtunum alþýðunnar sem byggðu gjarnan á heiðnum grunni frjósem- isdýrkunar í kristilegri farveg. Allt blandaðist þetta þó saman með einum eða öðrum hætti og varð um langt skeið að einni helstu hátíð al- þýðunnar en undir handleiðslu geistlegra yf- irvalda. Þessi kirkjulegu hátíðahöld þar sem leiksýningar voru þungamiðjan lögðust síðan niður í kjölfar þess að Hinrik 8. sleit sambandi við páfann í Róm og stofnaði ensku bisk- upakirkjuna um miðja 16. öld. Er gagnlegt að hafa í huga að þetta var sú leikhefð sem ungur piltur í Stratford, William Shakespeare að nafni (f. 1564), ólst upp við og hafði til fyr- irmyndar þegar hann byrjaði að setja saman leikrit sín á 9. áratug 16. aldarinnar. Fjöl- margt í leikritum hans og helstu samtíma- manna, s.s. Marlowes og Johnsons vísar með einum eða öðrum hætti í helgileikina, persónur þeirra, efni og stíl. Rétt er einnig að geta þess að samhliða helgileikjakeðjunum (Mystery cycles) þróaðist annað form trúarlegra leikja sem kenndir eru við siðferði (Morality plays) og sýndu gjarnan mannsálina í togstreitu milli dauðasyndanna og dyggðanna. Þekktastur þess háttar leikja er líklega Everyman frá 14. öld sem Árni Ibsen byggði á óperutexta sinn Maður lifandi við tónlist Karólínu Eiríksdóttur og fluttur var í Borgarleikhúsinu fyrir tveimur árum. Tvennt markaði sérstöðu helgileikjanna þegar vegur þeirra var sem mestur á síðari hluta 15. aldar og fram á þá 16. Leikþættirnir voru samdir af leikmönnum og fluttir af leik- mönnum en þó er greinilegt af annálum þess tíma að einhvers konar atvinnuleiklist fer að þróast á þessum sama tíma. Er ljóst að vinsæl- um leikurum var greitt fyrir að koma fram og var jafnvel keppt um að ná þeim með gylliboð- um. Sýningarnar fóru fram með þeim hætti að hvert gildi iðnaðarmanna tók að sér að svið- setja einn leikþátt úr biblíunni og voru sviðin hreyfanleg á stórum vögnum og dregin á milli fyrirfram ákveðinna staða innan borgarinnar. Staðfestar heimildir eru fyrir því að slíkar sýningar fóru fram víða um England í helstu borgunum. Textar helgileikjanna eru varð- veittir frá sumum þeirra og kenndir við borg- irnar og eru Helgileikirnir frá York, Wake- field, Chester og Coventry (Norfolk) hvað heillegastir. Viðamest er keðjan frá York, alls 48 þættir sem hefjast á Sköpun heimsins og lýkur með Dómsdegi en þungamiðjan er fæð- ing Jesú, líf hans, krossfestingin og upprisan. Leiða má líkum að því að tekið hafi minnst tvo daga að leika alla þættina en sumir fræðimenn hafa haldið því fram að ekki hafi allir þættirnir verið leiknir árlega heldur hafi smærri gildin skipst á svo kannski hafi rétt um helmingur verið fluttur í hvert sinn. Engu að síður er augljóst að mikill undirbúningur lá að baki og eftir að athygli fræðimanna beindist að þessu hefur komið í ljós að gildin lögðu mikinn metn- að og fjármuni í að gera sinn leikþátt sem best úr garði. Skiptu þau gjarnan þáttunum á milli sín eftir því sem efni þeirra átti við iðngrein- arnar og er ekki laust við grárrar gamansemi gæti í þeim efnum. Hefð var t.d. fyrir því að gildi beykjanna sæi um krossfestinguna og lit- arar og sútarar sviðsettu för Krists til Heljar en reykur og illþefjandi gufur fylgdu starfsemi þeirra. Höfundar nafnlausir en málsnið staðbundið Bókmenntalegt gildi textanna sem varðveist hafa felst í því að þrátt fyrir trúarlegt inntak textanna og miðstýrt kirkjulegt uppfræðslu- hlutverk þá er málsnið textanna staðbundinn og ber þess greinileg merki að höfundar sam- talsþáttanna hafa verið leikmenn úr hópi heimamanna á hverjum stað. Höfundar eru hvergi nafngreindir og má af því ráða að upp- skrift textanna hafi sumpart verið byggð á spuna flytjenda þó einstaka leikþáttur skeri sig úr og sé nánast bókmenntaleg perla. Eru tveir leikþættir oftast tilfærðir sem dæmi um þetta; þáttur fjárhirðanna í Wakefield- keðjunni en þar er umhverfið eins enskt og hugsast getur og umræðuefni fjárhirðanna, rétt áður en engillinn birtist þeim með fagn- aðarerindið, er hversu vel Stilton-osturinn þeirra bragðast. Hinn þátturinn er Krossfest- ingin úr York-keðjunni og hefur hinn nafnlausi höfundur verið nefndur raunsæismaðurinn frá York þar sem samtal hermannanna snýst um smáatriði þess að negla Krist sem tryggilegast á krossinn. Þetta er enn mikilvægara í ljósi þess að staðlað enskt ritmál var að festast í sessi þegar á 14. öld og þessir textar bera með sér málsnið svæða á Englandi sem ekki átti upp á pall- borðið aftur í rituðu máli fyrr en kemur fram á 20. öldina. Fyrir þann tíma var talsmáti og mállýskur Mið- og Norður-Englands nánast einungis notaður í skrifuðum texta til staðfest- ingar á stéttarmun persóna og helst lagður í munn einfeldningum og/eða grínaktugum per- sónum. Bregður þessu reyndar enn fyrir í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Með þetta í huga verður alvöruþungi ljóðlínanna í upphafi greinarinnar enn ljósari en áður. „Allt í lagi, prumphænsn! Við hertökum ykkar fúla leiguskáldskap.“ Fornir textar ortir í nýja umgjörð Helgileikirnir sem Harrison samdi skiptast í þrjá hluta, eða þrjú leikrit í fullri lengd, sem nefnast Fæðing Krists (The Nativity), Pína Krists (The Passion) og Dómsdagur (Dooms- day). Þrátt fyrir að Harrison nýti megnið af upprunalega textanum þá yrkir hann textann upp og færir hann í þann búning að tilkall hans til verkanna sem höfundar verður óvéfengj- anlegt. Hann kveður þó ekki jafnsterkt að orði um hlut sinn í Orestieu Eskýlosar, þó mark- mið hans hafi verið hið sama, að gera textann aðgengilegan nútímaáhorfendum í efni og formi án þess að einföldun eða stytting væri aðalmarkmiðið. Titlar helgileikritanna þriggja gefa þó ekki alveg rétta mynd af efninu þar sem fyrsta leik- ritið hefst með sköpun jarðarinnar og segir af Adam og Evu, Nóa, Abraham og lýkur með fæðingu Krists og flótta Jósefs og Maríu með barnið. Annað leikritið fjallar um ævi Krists og er megináherslan á aðdragandann að krossfestingunni og krossfestinguna sjálfa. Þriðja leikritið fjallar um ferð Krists niður til Heljar og upprisuna og lýkur með því Kristur sest Guði á hægri hönd í himnaríki og dæmir sálirnar til eilífrar sælu eða útskúfunar á efsta degi. „Loksins hefur leikhúsið eignast skáld aft- ur,“ sagði Peter Hall, þáverandi þjóðleik- hússtjóri, við frumsýningu Fæðingar Krists 1977. Efnistök Harrisons voru í því fólgin að steypa efninu saman í þrjár sjálfstæðar – en samtengdar – heildir fyrir leikhóp og tónlist- armenn, en halda í uppruna leikverkanna með því að annars vegar að skrifa textann á norð- ur-enska mállýsku og hins vegar að setja leik- arana í tvöföld hlutverk, sem nútímaiðn- aðarmenn sem eru að leika hlutverkin úr biblíunni. Þannig skapaðist samræmi milli málsniðs textans og meintra flytjenda án þess að kæmi niður á alvörunni; öllu heldur jókst einlægni og þungi textans með því að leik- ararnir voru í nafngreindum hlutverkum sem iðnaðarmenn, kölluðu hver annan eigin nöfn- um inn á milli þess sem þeir brugðu sér í hlut- verk hinna biblíulegu persóna, og sviðsetn- ingin dró dám af hvoru tveggja uppruna sínum og nútímalegu eðli með því að áhorfendur gengu um leikrýmið og fylgdu leikurunum eft- ir og voru innan um og samanvið þá; þetta var hávaðasöm, lifandi og sískapandi sýning þar sem meitlaður textinn hélt öllu saman. Þetta var sannkölluð sýning fyrir alla fjölskylduna sem erfitt er að lýsa og verður að láta nægja að segja að tónlist, gaman, alvara, sorg og djúp trúarleg upplifun hafi verið þungamiðja þess sem áhorfendur nutu. „Stuðlaður texti er í mínum huga aðferð til að vinna eyra áhorfenda á sitt band. Margir eru fyrirfram haldnir fordómum gagnvart slíkum texta en ég hef margoft orðið vitni að því að fólk sem ekki vissi fyrirfram að textinn væri þannig hefur komið út forviða og fagn- andi yfir því hversu aðgengilegur hann var. Stuðlar auðvelda aðgang að innihaldi texta fremur en hindra hann. Þeir eru eyranu tamir og skapa hrynjandi sem auðveldar skilning á heildinni.“ Harrison hefur hins vegar fullan skilning á því að slíkur texti hentar ekki öllu efni og þem- un þurfa að vera af vissri stærð til að rísa und- ir skáldskapnum. Hann hefur ekki fallið í þá gryfju að semja dagstofudrama miðstétt- arfólks þar sem rím og stuðlar leika persónun- um á tungu. Hann hefur eins og Dromgoole orðar það „gert fólk úr goðsagnaverum.“ Lært beint af vörum skáldsins Einhverja lesendur rekur kannski minni til þess að í íslenska sjónvarpinu var sýnd árið 1986 upptaka BBC breska sjónvarpsins á sýn- ingu Helgileikjanna. Harrison hefur þó mjög ákveðna skoðun á takmörkunum þess að festa leiksýningar á filmu með slíkum hætti og hef- ur á seinni árum alfarið neitað því að leiksýn- ingar hans væru teknar upp á myndbönd eða filmu. „Leikhúsið er list augnabliksins. Það sem fram fer í leikhúsinu er fólgið í því augnabliki sem það gerist á. Þegar þess háttar upplifun er fest á filmu eða myndband verður til ein- hvers konar bastarður sem er hvorki leiklist né kvikmyndalist. Einhvers konar frysting á augnabliki sem er liðið, án tilfinningarinnar sem áhorfandinn á staðnum fann fyrir. Ég hef gert talsvert af því að semja fyrir sjónvarp og kvikmyndir og það þarfnast sérstakrar nálg- unar. Það er allt annað listform.“ Harrison hefur verið kallaður kvikmynda- skáld og það má til sanns vegar færa þegar hann er spurður nánar út í aðferð sína við kvikmyndagerð. „Ég sem kvikmyndina eins og ljóð. Set saman myndir. Stundum geri ég þetta án undirbúnings, á sama hátt og ég skrifa án undirbúnings. Kvikmyndatökuvélin verður penni minn.“ Hér má að geta þess að Harrison hafa hlotn- ast fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar fyr- ir kvikmyndir sínar m.a. Prix Italia 1994 fyrir Black Daisies for the Bride. Nýleg kvikmynd hans Promotheus hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri. „Ég skrifa og sem ná- kvæmlega það sem mér dettur í hug og um- boðsmaðurinn minn hefur aðallega kvartað yf- ir því hvað sé illmögulegt að markaðssetja mig sem listamann. Ég er víst ekki góð söluvara.“ Harrison leggur áherslu á að tengslin milli hans sem leikskálds og leikhússins sjálfs verði að vera lifandi og með tilvísun í raunverulegar forsendur. „Ég get ekki skrifað – og vil ekki skrifa – leikskáldskap nema að vita hvar eigi að flytja verkið, hvenær eigi að gera það og hverjir ætla að gera það. Ég verð að vita forsendurnar svo ég geti ort fyrir leikhúsið. Það skiptir mig verulegu máli að vita hvernig rýmið á að vera svo ég geti samið með það í huga. Ég verð að vita hvenær eigi að byrja að æfa og hvenær eigi að frumsýna svo ég geti skipulagt vinnu mína. Ég verð að vita hverjir eiga að flytja verkið því ólíkir leikarar kveikja ólíkar hugs- anir í höfði manns. Þetta eru svipaðar for- sendur og aðrir listrænir höfundar leiksýn- ingar telja sjálfsagðar. Hví skyldi höfundurinn ekki þarfnast þeirra líka? Ég hef gert meira af því í seinni tíð að leik- stýra verkum mínum sjálfur þar sem ég sé textann aðeins sem hluta af þeirri heild sem leiksýning er. Ég hef stundum tekið þannig til orða að ég sé búinn að semja leikritið en eigi bara eftir að skrifa textann. Leikverk er svo miklu meira en textinn. Mér hefur stundum dottið í hug að gaman væri að semja leiktext- ann jafnóðum fyrir leikarana, ekkert væri skrifað niður, þeir myndu læra hann af vörum mínum. Þar með væri samband höfundar og flytjenda orðið eins beint og milliliðalaust og hugsast getur.“ Morgunblaðið/Jim Smart „Get ekki skrifað leiktexta nema ég hafi allar forsendurnar.“ havar@mbl.is „Ég get ekki skrifað – og vil ekki skrifa – leikskáldskap nema að vita hvar eigi að flytja verkið, hvenær eigi að gera það og hverjir ætla að gera það. Ég verð að vita for- sendurnar svo ég geti ort fyrir leikhúsið. Það skiptir mig verulegu máli að vita hvernig rýmið á að vera svo ég geti samið með það í huga. Ég verð að vita hvenær eigi að byrja að æfa og hvenær eigi að frumsýna svo ég geti skipulagt vinnu mína. Ég verð að vita hverjir eiga að flytja verkið því ólíkir leikarar kveikja ólíkar hugsanir í höfði manns. Þetta eru svipaðar forsendur og aðrir listrænir höfundar leiksýningar telja sjálfsagðar. Hví skyldi höfundurinn ekki þarfnast þeirra líka?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.