Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.2002, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. JANÚAR 2002 9
Þetta er hvorki stórt né stæðilegt hús en
búið að standa í meira en öld; byggt árið
1900 og grunnflöturinn 64 fermetrar. Það
þætti ekki stór sumarbústaður núna, en
húsið var stórt á móti Kristínarskúr, sem
stóð við hliðina. Vinaminni er nú nr. 29 við
Austurveg og býr yfir sérstökum þokka;
gluggar og dyraumbúnaður með hvítmáluðu
skreyti og skúrbygging með sérkennilegum
reyháfi setur svip á það. Reyndar er önnur
skúrbygging byggð við húsið, en hún sést
ekki á myndinni. Í húsvirðingu frá 1901 er
húsinu m.a. lýst svo: „…það er úr bindings-
verki, klætt utan með plægðum borðum;
þakið úr borðum með pappi yfir. Niðri í
húsinu eru 2 herbergi og eldhús. Á milli
þilja er asfalt-stopp. Á loftinu er óinn-
rjettað…“ Í fleiri lýsingum má sjá, að þetta
nýja þakefni hefur verið nefnt „papp“. Und-
ir húsinu var svo lítill kjallari, að hann var
aðeins gryfja undir eldhúsinu.
Húsbyggjandinn, Guðjón tómthúsmaður
Hermannsson, fór til Ameríku án þess að
selja húsið og eigendasagan segir, að mátt-
arstólparnir á Seyðisfirði hafi eignast húsið
upp í skuldir; erfingjar Ottos Wathnes árið
1904 og Stefán Th. Jónsson 1909. Árið 1920
eignaðist Rósa Vigfúsdóttir húsið og rak
þar saumastofu. Hún saumaði föt á karl-
menn og hafði 2–3 stúlkur í læri. Gistihús
rak hún upp úr 1930 og þá voru seldar veit-
ingar í Vinaminni.
VINAMINNI
Oft byrjuðu menn smátt í
íbúðarhúsabyggingum á fyrriparti 20.
aldarinnar, en óvíða eins smátt og hér við
Vesturveg 11 á Seyðisfirði, þar sem
Kristján Jónsson frá Bræðraborg hófst
handa árið 1921 með einfalt, portbyggt
timburhús, sem var að grunnfleti tæpir 19
fermetrar.
Aðeins austurgafl hússins var járnvarinn,
hinar hliðarnar klæddar pappa. Á neðri
hæð var stofa og eldhús, en tvö herbergi
undir súð á þeirri efri. Húsið var samt nógu
stórt til að rúma hjónin og fimm börn
þeirra. Um og eftir miðja öldina bjuggu í
húsinu hjón með töluverðan búskap; þá var
byggt fjós og hlaða við húsið neðanvert og
Seyðfirðingar lögðu hingað leið sína til þess
að kaupa mjólk í brúsa. Þá var húsinu
breytt og það stækkað upp í 33 fermetra;
þakinu lyft, skúrbygging reist og
járnklæðning sett á veggi.
Hvammur er afar sérkennilegt hús, en
snyrtilegt og vel við haldið. Það er nú klætt
að utan með ljósum, rásuðum krossviði, en
gluggar svartir og sömuleiðis listar á
hornum og þakbrúnum.
HVAMMUR
Eins og myndin ætti að bera með sér var lagt
upp með gerólíka húsbyggingu á Tanganum við
Lónið árið 1923 heldur en til að mynda þegar
Kristján Jónsson reisti Hvamm. Hér var það
líka sýslumaðurinn Ari Arnalds, sem átti hlut að
máli og hann fór að dæmi athafnamanna og
flutti inn tilhöggvið hús, en reyndar lauk þeim
innflutningi þar með til Seyðisfjarðar, svo húsið
táknaði þáttaskil. Það þótti djarflegt að byggja
á Tanganum; húsið var mjög áberandi og er það
í rauninni enn. Jafnframt er það staðarprýði.
Grunnflöturinn er 76 fermetrar, en húsið er á
tveimur hæðum og með valmaþaki. Á Seyð-
isfirði var húsið nefnt Arabía eftir eigandanum.
Í lýsingu á húsinu frá 1939 segir svo:
„Íbúðarhús tvílyft, innanþiljað með panel og
skilrúmsborðum, málað og veggfóðrað. Niðri:
Tvær skrifstofur, stofa og forstofa. Uppi: Tvær
stofur, 2 svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og
gangur. Á húsinu er veranda með svölum yfir.
Veggir og þak hússins eru úr timbri, pappa og
járnvarið. Kjallari er undir öllu húsinu úr stein-
steypu.
Hér er um að ræða norskt „kataloghús“ með
klassískum áhrifum. Það er stílhreint með hóf-
legu skreyti og á því hafa engar stórvægilegar
breytingar verið gerðar, nema hvað eldhús hef-
ur verið fært á neðri hæð og herbergjaskipan
breytt lítillega á efri hæð.
Framnes er ríkiseign. Árið 1973 var svo kom-
ið að húsið hafði hrörnað verulega, en þá voru
gerðar á því miklar endurbætur; allir gluggar
endurnýjaðir og færðir nær upprunalegu útliti.
Síðan hefur Framnes verið prestsbústaður og
þar býr nú sóknarpresturinn, séra Cecil Har-
aldsson.
FRAMNES