Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.2002, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.2002, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. JANÚAR 2002 13 FJÖLSÓTTASTA safn Bret- lands, British Museum, hyggst grípa til sparnaðaraðgerða til að bregðast við vaxandi fjárhags- vanda. Á veftímaritinu Art Daily kemur fram að Christopher Jon- es, fjárhagsstjóri British Mus- eum, hafi skýrt starfsfólki frá áætlunum um styttri afgreiðslu- tíma í þriðjungi af sýning- arsölum safnsins. Sagði Jones safnið þurfa að skera niður rekstrarkostnað um 15 prósent, til að bregðast við fækkun ferða- manna og ófullnægjandi stuðn- ingi ríksins. Lundúnakaupstefnan hafin LISTAKAUPSTEFNAN London Art Fair, opnaði í fjórtánda sinni í Business Design Centre í Lund- únum síðastliðinn miðvikudag. Á stefnuna, sem stendur frá mið- vikudegi til sunnudags, koma fulltrúar um hundrað fremstu gallería Bretlands til að kynna samtímastrauma í breskri mynd- list, sem spanna allt frá mál- verkum til skúlptúra. Að sögn Lucy Field, forstöðumanns kaupstefnunnar, stefnir London Art Fair á að skipa sér í röð fimm bestu listakaupstefna Evr- ópu. Rafræn uppboð NETUPPBOÐSFYRIRTÆKIN Onview og eBay hyggjast hefja samstarf um að listaverka- uppboð á Netinu, að því er fram kemur á netmiðlinum cult- urekiosque.com. Síðarnefnt net- fyrirtækið er með ráðandi hlut- deild á markaði fyrir sölu listaverka í gegnum Netið. Þar verða ljósmyndir, evrópsk og bandarísk málverk boðin til sölu á miðlinum eBay Premier, end- urbættri útgáfu uppboðssíðu fyrirtækisins. Djassdagskráin á enda ROBERT J. Harth, nýr for- stöðumaður og listrænn stjórn- andi Carnegie Hall tónleikahúss- ins í New York, hefur ákveðið að leggja djasshljómsveit hússins niður. Þetta kemur fram í dag- blaðinu The New York Times. Spurður um ástæður þessa, seg- ist Harth, hyggjast verja því fjármagni sem hann hefur úr að spila til annarra dagskrárliða, og segir rekstur djasssveit- arinnar taka of mikið frá öðrum tónlistarsviðum, sem breyttir tímar kalli á. Djasshljómsveitin lék síðast í Carnegie Hall í des- ember síðastliðnum, og þykir meðal þeirra bestu á sínu sviði. Stjórnandi hljómsveitarinnar, Jan Faddis trompetleikari, sagð- ist hryggur yfir ákvörðuninni, en hann hefur spilað í Carnegie Hall frá því 1972. Líkt og með fjölmargar aðrar listastofnanir hefur miðasala á tónleika í Carnegie Hall minnk- að eftir hryðjuverkaárásirnar á New York hinn 11. september síðastliðinn. Warhol í Tate Modern SÝNING á verkum bandaríska popplistamannsins Andy Warhol opnar í Tate Modern-listasafn- inu í Lundúnum hinn 7. febrúar næstkomandi. Sýningin sem stendur til 1. apríl mun spanna feril listamannsins í heild, en þar verða sýnd yfir 150 verk, einkum málverk, teikningar og skúlptúr- ar. Er þar leitast við að varpa ljósi á það hvernig stíll þessa áhrifamikla listamanns mótaðist í gegnum feril hans. Á sýning- unni verður m.a. að finna hina frægu myndaröð af Marilyn Monroe, áfallamyndaröðina og málverk Warhols af Elvis Prestley og Jackie Kennedy. Auk þess verður að finna lítt þekktar teikningar frá upphafi ferils hans. British Museum sparar ERLENT OPNUÐ verður í dag sýning í Listasafninu á Akureyri undir heitinu „Sjónauki III – frá poppi til fjölhyggju“. Þar er brugðið upp yfirliti yfir þróun íslenskrar myndlistar á árunum 1965–2000 en sýningin er sú þriðja í röð þema- tískra sýninga Listasafnsins á Akureyri, þar sem aðilar sem tengjast íslensku myndlistarlífi draga saman myndverk út frá eigin forsendum og rökstuðningi. Í þetta sinn var Aðalsteini Ing- ólfssyni, listfræðingi og forstöðumanni Hönn- unarsafns Íslands, boðið að bregða sýn sinni á þróun íslenskrar myndlistar eftir 1965 með vís- un til verka í eigu Listasafns Íslands og Lista- safns Reykjavíkur. Þannig er með sýningunni gerð tilraun til að varpa ljósi á þessi við- burðaríku ár í íslenskri myndlistarsögu. Frá poppi til fjölhyggju Hver er sýn Aðalsteins Ingólfssonar á þróun íslenskrar myndlistar á framangreindu tíma- bili? „Hér verðum við að byrja á því að slá var- nagla, þar sem sýningin er sett saman úr safn- eign listasafnanna tveggja og hefur því ákveðið val þegar farið fram þar. Engu að síður er af mörgu að taka, og má segja að ég sé fyrst og fremst að árétta þróun sem almennt þykir ein- kenna tímabilið. Hún hefst í stórum dráttum með fyrstu poppkenndu verkunum eftir Tryggva Ólafsson, Erró og Einar Hákonarson sem fram koma um miðjan sjöunda áratuginn, auk fleiri myndlistartilrauna sem SÚM- hreyfingin spratt úr og blómstraði mjög fram til 1970–71. Við upphaf sjöunda áratugarins fara þeir bræður Kristján og Sigurður Guð- mundsson utan til starfa í Hollandi, auk Hreins Friðfinnssonar og fleiri myndlistarmanna. Við það koma ný áhrif inn í myndlistina á Íslandi en áttundi áratugurinn einkennist öðru fremur af hugmyndalist. Andófið við þeim hugmynda- straumum kom fram með „nýja málverkinu“ upp úr 1982, sem andstætt hugmyndalistinni var bæði efniskennt og pólitískt. Ef leggja ætti mat á það tímabil sem tekur við á síðasta ára- tug 20. aldar mætti helst kenna það við tímabil fjölhyggju, þar sem allt er leyfilegt og hefð- bundin mörk milli listgreina riðlast. Engu síður er það tímabil of nálægt okkur í tíma til að hægt sé að meta það af einhverri alvöru.“ Óskráð saga nýlistarinnar Aðalsteinn ítrekar þó að hér sé eingöngu um mjög grófa heildarsýn að ræða á tímabilið eftir 1965, sem kallar í raun mjög sterklega á nánari rannsóknir á hverju skeiði fyrir sig. „Hér er um mjög umbrotasamt og viðburðaríkt tímabil að ræða í íslenskri myndlistarsögu þar sem sterkt rof varð frá landslagshefðinni og afstraktlist sjötta áratugarins. Engu að síður er saga þessa tímabils í raun óskráð. Menn hafa mótað sér viðhorf til tímabilsins með því að ræða það en sagan hefur hvergi verið sett á blað. Við skrá- setningu sögu íslenskrar myndlistar frá því eft- ir miðjan sjöunda áratuginn er mikið verk fyrir höndum. Þannig verður manni ekki síst hugsað til þess hversu mikið vantar í heildarmyndina og í raun á eftir að taka hvert þessara tímabila fyrir og grandskoða. Það er reyndar ekkert óalgengt að menn líti í raun á tímabilið frá 1965 til u.þ.b. 1980 sem eitt allsherjar SÚM-tímabil. Það er þó athyglisvert hversu margbrotið þetta tímabil var. Innan þess eiga sér í raun stað tvær meginstefnubreytingar. Hina hreinu og tæru mynd sem birtist í hugmyndalistinni má til dæmis sjá sem ákveðin viðbrögð við grófri og efniskenndri listsköpun SÚM-hreyfingarinnar. Við upphaf níunda áratugarins kemur aftur á móti fram andóf við þennan tærleika í sterkum pólitískum áherslum nýja málverksins. Hér fer myndlistin fyrst að senda bein pólitísk skilaboð því að í raun voru hræringar áranna á undan aðallega menningarpólitískar.“ Myndlistin og íslenskt samfélag Aðalsteinn segir tímabilið sem gefin er inn- sýn í á sýningunni í Listasafninu á Akureyri jafnframt gefa tilefni til vangaveltna um hvern- ig myndlistin hefur endurspeglað margvíslegar hræringar í íslensku samfélagi. „Það er til dæmis erfitt að skilja nýja málverkið án þess að taka mið af því sem átti sér stað úti í þjóðfélag- inu á þessum tíma. Íslenskt samfélag gekk í gegnum kreppu á fyrstu árum níunda áratug- arins. Mikil ólga var í þjóðfélaginu og birtist hún ekki síst í pönkbylgjunni sem hafði áhrif á myndlistina. Í ljósi þessa má jafnframt spyrja sig hvers konar samfélagsstrauma listsköpun tíunda ára- tugarins endurspeglar. Þar má strax nefna opnara þjóðfélag og innreið upplýsinga- tækninnar. Sömuleiðis endurspegla greiðari al- þjóðleg samskipti og samgöngur ákveðna vel- sæld og víkkað sjónarhorn. Þetta samspil samfélags og myndlistar er auðugur rannsóknarvettvangur sem taka þarf fyrir svo að listasagan geti orðið enn aðgengilegri. Það er þó líklega rétt að byrja á byrjuninni, líkt og verið er að gera í Listasafninu á Akur- eyri með þessari yfirlitssýningu, því að safn- gestir á Norðurlandi hafa ekki fyrr haft tæki- færi til að sjá nokkurt verkanna sem hér eru sýnd,“ segir Aðalsteinn að lokum. Sýningunni Frá poppi til fjölhyggju lýkur sunnudaginn 24. febrúar og er Listasafnið á Akureyri opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 13–18. Endurnýjun málverksins: Helgi Þorgils Friðjónsson. Hið eilífa ferðalag, 1987. Fjölhygga og endurvinnsla: Gabríela Friðriks- dóttir. Tvær leiðir í syndinni, 1999. Umbrotasamt og viðburðaríkt tímabil Tímabil hugmyndalistarinnar: Sigurður Guðmundsson. Framlenging, 1974.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.